Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Síða 15
, HÉfZ SÉRÐU ÞaMH SrÓZA/EFSAÞA FfeAM- /<V/£MA HEFÐSL/A/P/VA ATHÖF/V- þU/ZK/CU/V FOTAA/A/A. þœiSVAF 'A PA& BAÐAR S'A S/PH/eFDl þESSA L///PABLE&U P/SKA Franz Pandler Hann vann slyttingslega og hugsunarlaust. Stundum var hann líka svangur eins og þjónar veröa oft. Hann þjáöist, því hann þurfti aö bera fram þessa krydduöu rétti og ilmurinn af þeim freistaöi hans svo mjög, aö hann langaði mest til þess aö seilast í fötin og metta hungur sitt hratt og græðgislega. Hann gat fundiö til reiöi, þega4r hann meö drykkjupeningabrosi mælti meö réttum viö kræsna gestina, réttum, sem hann fékk ekki sjálfur aö bragöa á og úr horni sínu horföi hann ágirndaraugum á hvern einasta bita, sem gestirnir létu ofan í sig. Þegar hann kom niður í kjallarann, en þar snæddu þjónarnir í herbergi yfir þvottahúsinu, var þungt loft, því aö gufuna af þvottinum lagði til þeirra, og starfs- félagarnir fóru sveittir úr kjólfötunum og sátu í fráhnepptum vestum yfir matnum — lagöi hann skeiöina frá sér meö viöbjóöi. Þjónarnir sátu sljóir viö boröiö og brögöuöu næstum ekki á grautnum né afgöngunum í kjötseyöinu. Sulturinn nagaöi Franz, þegar hann kom aftur inn í salinn, og líkbleikur bar hann réttina á borö og sleikti út um. Bak viö dyrnar hnuplaöi hann brauösnúö, reif læriö af kjúklingi og slafraöi í sig sósunni eins fljótt og hann gat. Á hverju þriöjudagskvöldi þegar hann átti frí, fór hann í sparifötin og á veitingahús, þar sem enginn þekkti hann. Hann hljóp viö fót alla leiöina og kom þangaö móöur og æstur af hungri. Hann neyddi sig til aö boröa mjög hægt og bragöa vel á hverri munnfylli, unz hann heimtaði meira og meira og borðaði yfir sig og sat þar ofmettur meö mörg hálftæmd glös fyrir framan sig, hálffullur og sæll. Svo fór hann heim og sofnaði þungum svefni. Eitt þriöjudagskvöldiö kom hann snemma heim og settist á bekk fyrir utan hóteliö. Hann var saddur og eilítiö kenndur. Þaö hafði rignt nýlega og mikiö var af pollum á gangstéttinni. Dömurnar lyftu pilsunum og sveifluöu leggjunum yfir pollana. Franz horföi á alla þessa fætur. Þarna sá hann ökla, þarna legg, þarna eina flatfætta í gúmmískóm. Hann horföi af fótunum á líkama kvennanna, skoöaöi andlit þeirra og þau voru svo fersk aö sjá. Hann reyndi aö fá einhverja til að líta á sig. Var þaö ekki hún, sem horfði á hann? Hann reis á fætur og elti hana. Hann var órólegur þegar hann gekk á eftir henni, en stööugt sá hann þessa grönnu veru og hnakkann, sem sást undir uppgreiöslunni... en hún fór til Neurwall og leit ekki um öxl... Hann fór og leitaði um allt og elti fagra veru, sem vaggaði sér í mjöömunum ... hún fór inn í port og hvarf. Hann gekk aftur um. Hóra kom til hans: — Hvaö viltu vinurinn minn? spuröi hún. Franz hrökk viö og leit framan í hana, en svo tók hann um handlegg hennar og þau gengu eftir gangstéttinni. — Leiöist elskunni? sagöi stúlkan gælin. Þá sleppti Franz henni og hljóp af staö. — Var hann aö grínast? Stúlkan var skrækróma. — Veit ekkert, hvaö hann vill, svínið ... Svona náungi... sem tekur sér stúlku ... og vill svo ekkert... En meira heyröi Franz ekki. Hann hljóp alla leiðina heim og fór aö hátta, en illa svaf hann, því aö hann dreymdi Elínóru stanzlaust. Hann fór á fætur í dögun, því aö þá haföi hann ekki lengur viöþol. Hann var órólegur líkt og hann óraöi fyrir einhverju illu. Hann fór niður í stigann og horföi út á rökkvaðar göturnar. Svo fór hann upp og nam staðar fyrir framan dyrnar, snerti kvenskóna varlega og virti þá fyrir sér. Hann stakk höndinni ofan í þá og fannst hann finna ylinn af hlýjunni af fótum þeim, sem í skónum höfðu verið. Allan þann dag skalf hann ef hann kom nálægt konu og ilminn af álútum hnakka lagði fyrir vit hans svo blóöið streymdi fram í kinnarnar. Skyndilega sá hann feguröina alls staöar. Hár viö gagnauga, ávali vangans, mjaömir og mitti til aö faðma. Já, Ijós birta á atlaskskjól frelstaöi hans. Um þaö leyti kom feit, Ijóshærð kona á hóteliö. Hún tók upp gulleinglyrniö þegar hún kom inn í veitingasalinn og virti þjónana fyrir sér. Franz varö fyrir valinu. Franz kom og beiö eftir því aö hún óskaöi eftir einhverju. Hann stóö álútur meö hendur hálfkrosslagö- ar. Maður konunnar kom og settist. — Jæja, viltu þá matinn, sagöi hann og leit svo um öxl: Hummm — humm — hann skellti upp úr — er þetta Ganymedes sjálfur? Jæja þjónn, mat fyrir tvo... — Nú ... Franz hörfaði. Þá sagði daman og þaö ekki lágt: — Skyrtan hans var hreinust. Franz var þjrar nætur fyrir utan dyr þeirrar dömu. Hann stóö feiminn í gættinni, óttasleginn eins og þjófur, því aö hann hræddist skóburstarana, sem fóru um gangana meö körfur sínar. Tennur hans glömruöu af kulda. Hann laumaöist úr rúminu, sem logaði undir honum, settist inn í þjónaherbergiö og opnaði gluggann til aö fá hreint loft. Hann bölvaði sjálfum sér en ekkert nema þessi þrá var í huga hans. Um nóttina minntist hann hlýrrar handar sem rétti honum drykkjupeninga, og þorsti hans jókst sífellt. Hann lá á hleri viö dyrnar og gægöist inn um skráargatið. Stundum fór hann heim og þar sat frú Pander og kjökraöi. — Þarna situr hann, sagöi hún viö konuna sem rúllaði þvottinn, eins og allar byröar veraldar hvíli á heröum hans og ekkert segir hann. En ég veit hvaö er aö — já — ég veit hvað er aö .. . Hann vildi ekki Ijós, honum leiö bezt í myrkri. Og þegar frú Pander fann brennheitt enni hans viö axlir sér sagöi hún grátklökk: — Hvaö er aö drengnum mínum — litla drengnum mínum — særa þær hann? Og þegar að Franz var farinn bölvaöi frú Pander öllum kvensniftum. — Þetta pakk — guö minn góöur — og það hefur hann ekki frá ókunnugum. Eitt þriöjudagskvöld fór Franz í leikhúsiö, í óperu til aö sjá tyrkneska sögu um prinsessu. Feitur geldingur var marg klappaður fram og alltaf söng hann kátari og kátari vísuna sína: Alit er hégómi einn hégómi einn. Franz grét og fór. Hann fór ekki inn heldur settist hann á tröppumar og studdl höndum aö höföi sér. Hann fann, hvílíkan viöbjóð hann haföi á lífinu. Stiginn, sem maðurinn sem slökkti á kertunum notaöi, hafði gleymzt og Franz fór upp hann til aö ná stönginni yfir dyrunum. Þvottakonurnar fundu hann og höföu svo hátt, aö næturvöröurinn kom hlaupandi. Ljótt var aö sjá hann meö lafandi tungu og kaldur var hann ekki oröinn. Forstjórinn kom á náttfötunum og bölvaöi svo undir tók, en félagar hans báru hann inn í farangursgeymslu. Hann lá inn á milli koffortanna og konurnar, sem skrældu kartöflurnar, þvoðu líkiö og breiddu ofan á þaö lak. Jóhann kom um daginn. Hún vildi sjá hann. Hún lyfti lakinu varlega en framan í hann leit hún ekki. Hún var þurreyg. Hann var hvítur sem marmari og aldrei haföi hún séö fegurri dreng. Meðan Jóhanna virti fyrir sér þennan dauöa líkama, sem haföi til einskis notiö svo mikillar ástúöar, rétti hún krepptan hnefann til Himins. Hvers vegna vissi hún ekki sjálf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.