Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Side 11
þó lítið væri um húsnæöi til samkomu- halds voru haldnir þar dansleikir. Og Emelía minnist þess aö hafa einhverntíma komiö þangað á dansleik. En öll þessi umsvif hafa fengiö snöggan endi? „Mig minnir aö þriöja sumarið sem verksmiöjan starfaöi, væri síldin oröin svo mögur aö illa gekk aö bræöa. Þá var tekið þaö ráö aö veiða karfa og bræöa meö síldinni og gekk þaö nokkru betur en dugöi ekki til. Lýsistankarnir þrír voru allir tilbúnir en ég man ekki eftir aö nokkurn tíma kæmi lýsi í þann stærsta og vandaöasta, sem reistur var síöast. Seinasta verkefni fyrir togarana, áöur en þeir sigldu burt fyrir fullt og alit, var aö hífa Suöurlandið upp og leggja því í ána, til þess aö hún bæri ekki fram sand aö löndunarbryggjunni. Þar liggur skipiö enn eins og sjá má.“ „Við engan að sakast, hvorki heimamenn né aðra“ Er nokkur möguleiki hugsanlegur til að nýta þessi miklu mannvirki? Magnús telur aö þau séu einskis nýt meö öllu. Því miöur veröa þau varla jöfnuö viö jörðu, þótt þaö væri æskilegt: í því ástandi sem þau eru nú eru þau engan veginn hættulaus. Emelía segir aö börnum í þorpinu sé mikil hætta búin af húsunum og sé þeim bannaö aö leika sér þar inni en boö og bönn bera lítinn árangur hjá börnum á Djúpuvík eins og víöar á sér stað. Þaö má segja að byggðarlagið hafi haft vafasaman hagnaö af verksmiöjunni? „Á margan hátt reyndist þaö svo, segir Magnús. En þar er viö engan aö sakast, hvorki heimamenn né aðra. Enginn gat þá séö fyrir að síldin hyrfi úr sjónum. En verksmiðjan átti sinn þátt í því að fólki fækkaói í hreppnum mest meö því aö snúa hug þess frá fyrri lífsháttum. Þegar svo atvinnan brást viö verksmiðjuna leituöu margir atvinnu út fyrir byggðarlag- iö.“ Á Djúpuvík framtíð fyrir sér eöa ekki? „Ég álít aö framtíöin hér byggist á því hvort okkur tekst aö fá sæmilega örugga bryggju eöa ekki, segir Magnús. Ástandið er nú þannig aö þessi eini 19 tonna fiskibátur, sem gerður er út héöan er í stórhættu hér í höfninni. Leifar gömlu bryggjunnar síðan á dögum verksmiöj- unnar eru aö grotna niður smám saman. í fyrra féll t.d. stórt stykki úr henni í hvítalogni; kranarnir sem notaöir voru til aö taka síldina upp úr skipunum hafa hangiö upp þar til nú fyrir nokkru aö þeir féllu í sjóinn í rjómalogni. Þaö var aö vísu þrifnaður að því en ekki alveg hættulaust fyrir skip sem kynnu aö leggjast að. Þaö vildi okkur fremur til happs en óhapps þegar skip, sem kom hér inn, rakst á bryggjuhausinn gamla og braut úr stykki. Fyrir þaö sem féll var svo sett nýtt stykki í gömlu bryggjuna og þar er eina aðstaðan sem báturinn hefur. Allt byggist á aöstöðu fyrir bátinn Emelía segir aö kaupfélagið og báturinn haldi lífinu gangandi á Djúpuvík: „Viö fáum vörur frá útibúinu á Noröur- firöi og þeim veröur aö skipa' upp á bátnum. Báturinn flytur börnin út aö Gjögri í skólann á veturna og sækir þangaö póst. Þurfi einhver aö fara til læknis eöa fá hann hingað byggjast þær samgöngur á bátnum ef aö vegir lokast á haustin, en á Gjögri er flugvöllur og samgöngur þaöan ef veður leyfir. Sam- band okkar viö önnur byggðarlög er svo bundið bátnum, aö verði honum ekki gert kleyft aö hafast hér viö, er byggðin á Djúþuvík þar meö úr sögunni." Emelía segir að einhverjar ástæður liggi til þess aö símasamband sé mjög slæmt aö minnsta kosti sumsstaðar í þorpinu. Sjónvarp segir hún aö sjáist mjög illa þar en þaö sé vegna þess aö spegil vanti á Múlann fyrir ofan Kjörvog. „Þaö er lengi búiö að lofa okkur þessum spegli fyrir sjónvarpiö en efndirnar láta á sér standa, enda erum viö hætt aö taka þingmanns- loforöin alvarlega," segir hún. „Att bú heima í bessu draugabæli?“ Að síðustu: Hvað fannst heimafólki á Djúpuvík um kvikmyndina, „Blóörautt sólarlag"? Emelía veröur fyrir svörum: „Ég hef ekki í annan tíma orðiö sárreiöari á ævi minni en þegar sú skrípamynd var sýnd í sjónvarpinu. Eftir aö hafa séð hana gæti engum komiö til hugar aö þær mann- hræöur, sem hér hafast viö væru venjulegt fólk, líklega helst afturgöngur. Lítiö dæmi um það var, þegar aðkomu- maöur stöðvaði sonarson okkar hér í þorpinu um daginn og sagöi við barnið: „Átt þú heima í þessu draugabæli?" Drengurinn svaraði: „Ég á ekki heima hérná, en mér þykir gaman aö vera hér.“ „Viö sem búum hérna á Djúpuvík teljum okkur ekkert ööruvísi en annaö fólk. En hvaö mega þeir hugsa, sem sáu þessa heimskulegu og tilgangslausu kvikmynd. Mest gramdist mér kannski, aö þeim milljónum skyldi vera fleygt í þessi skrípalæti, sem betur heföu veriö komnar í viðgerð á bryggjunni svo halda mætti bátnum óskemmdum fyrir fólkið, sem vill búa hér og starfa og halda við byggðinni á Djúpuvík" segir Emelía. „Mér ofbýöur þegar fólk, og þá einkum unga kynslóöin, er að kvarta um kjör sín nú, heldur Emelía áfram. Saman borið viö fyrri kjör okkar eldri kynslóöarinnar er ekki annaö sjáanlegt en aó allir ættu aö geta verið ánægöir og búiö viö mann- sæmandi skilyröi nú, hvar sem er á landinu, líka hér á Djúpuvík." Á meðan viö höfum setiö viö kaffiborð og spjallaö viö þau Emelíu og Magnús hefur sólinni hallaö til vesturs. Sólarlagiö er nú ekki rautt en glampar logagyllt á fossinn, sem steypist óaflátanlega fram af hamrabrúninni yfir verksmiöjuhúsunum og þorpinu. Emelía segir aö fossinn heiti einkennilegu nafni. Hann heitir Eiörofi. Sú sögn fylgir nafninu, aö einhvern tíma hafi stúlka þar í byggðinni orðið fyrir tryggöar- rofi af unnusta sínum og hafi hún þá tekiö til þess ráös að fleygja sér fram af brúninni í fossinn. Trúlega hefur þetta skeö á þeim tímum, þegar eiörof var litiö meö meiri alvöru, hvort sem þaö var í hjúskap eða öörum málum, en nú er tíöast gert. Slysahættan af verksmiðjubyggingunum Áöur en við yfirgefum Djúpuvík sann- færumst viö um, aö siysahættan af verksmiðjubyggingunum er ekki oröum aukin. Hver sem þar fer inn og ekki kann fótum sínum full forráð, getur átt það á hættu að falla niöur um óbyrgö lúgugöt í gólfum, hrasa í hnédjúpum ruslahaugum á hverri hæð og skaörífa sig á járnfleinum sem standa út úr veggjum og vélum, sem dagað hafa uppi á staðnum. Þá er ótalinn um 20 metra hár reykháfur, sem steypan hefur molnaö úr inn að járnbindingu og gæti hann eöa stykki úr honum falliö fyrirvaralaust að því er virðist, en tilviljun ein réöi því hvort þaö yröi heimamönnum eöa aðkomufólki, sem ætti leiö þar hjá á þeirri stundu, að slysi; bryggjan sem áður var minnst á sýnist ekki vera mannheld nema á stöku staö. Öll bera þessi miklu mannvirki sviþ auönar og eyöileggingar, líkast því að vofeiflegir atburöir heföu lagt starfsemina í rúst, fólkiö yfirgefiö fyrirvaralaust vélar og tæki, þar sem þau standa enn í öllum sínum ömurleika. i augum aðkomufólks fellur þessi ömurleikablær ef til vill einnig á byggöina í Djúpuvík, aö ósekju þó. En þaö skiptir ekki mestu máli, heldur hitt — að komið verði í veg fyrir aö voveiflegir atburöir í raun, hljótist af verksmiöju- mannvirkjunum á Djúpuvík, hverjir svo sem eru þar ábyrgir aöiljar. Bætt heilsa — betra líf: Pillan — nýjar viðvaranir — óþarfa áhyggjur eftir Michael J. Hallbertsam Þaö var gjörbylting í getnaðarvörnum, og veröur aldrei aftur tekin, þegar pillan svonefnda varö föl almenningi og munu fáir gerast til þess að deila um þaö núna. Aftur á móti hefur verið deilt um ágæti hennar nærri stööugt frá því hún kom til sögunnar. Hún dugir til þess sem hún er ætluð, menn greinir ekki á um þaö. Deilurnar standa um þaö, hvort hún sé hættulaus eöa ekki. Menn skiptast í fylkingar um þetta, alltaf er verið aö rannsaka máliö, niöurstöður rannsókna birtast alltaf ööru hverju í blöðum, jafnvel mánuðum oftar og ber stundum æöi mikiö í milli. Snemma á þessu ári varö talsvert fjaðrafok í Bandaríkjunum vegna blaöafrétta um tvennar rannsóknir sem fram fóru í Bretlandi viðvíkjandi þessu. Niöurstaöa þeirra (blaöanna fremur en rannsókn- anna) var í fám orðum á þá leiö, aö dánartala kvenna sem notuöu eöa notað heföu getnaöarvarnatöflur væri jafnvel 40% hærri en annarra. Flest þau dauðsföll sem hér um ræöir heföu orðið af blóðrásarsjúkdómum og voru þeir margs konar, ekki aðeins blóötappi, slag og hjartaáfall sem áöur haföi leikið grunur á í þessu efni. Þetta eru ískyggilegar fregnir og von aö mönnum hnykki viö. Sem betur fer er þetta þó ekki jafnvíst og ætla mætti af fyrirsögnum blaðanna. Þaö má fara ýmislega með tölur og þær geta villt um fyrir mönnum. Önnur rannsóknin sem hér um ræöir tók til 46 þúsund kvenna. Af þeim lézt 101. Hin rannsóknin tók til 17 þúsund kvenna. Af þeim létust 43 — og þar af einungis 9 úr hjarta- og/eöa æöasjúkdómum. Þessar tölur eru aö vísu hærri en dæmi voru til úr fyrri rannsókn- um. Ekki þó hærri en svo, aö forvígismenn tvennra virtra brezkra læknasamtaka komust að þeirri niðurstöðu, aöspuröir í tilefni af birtingu þeirra, aö þrítugar konur og yngri ættu aö mega taka pilluna áfram nema því aöeins, að þær gengju meö eöa hefðu fengiö of háan blóðþrýsting (háþrýsting), hjarta- og/eöa æöasjúk- dóma, blóðtappa, sykursýki, krabba, alvarleg lifrarmein, þunglyndi á háu stigi eöa óeðlilegar blæöingar úr leggöngum. Aftur á móti kváöu þeir dánarlíkur af völdum hjarta- og/eða æöasjúkdóma í hópi kvenna sem nota pilluna aukast jafnt og þétt á aldrinum frá 30—35 ára, og um 35 ára aldur væri konum ráölegt aö færa þaö í tal viö lækni sinn hvort þær ættu ekki aö skipta um getnaðarvarnir, einkum ef þær heföu tekið pilluna lengur en fimm ár. Auk þess ættu konur sem notuðu pilluna og reyktu jafnframt annaö hvort að hætta aö nota pilluna ellegar hætta aö reykja, og ætti þetta við um konur á öllum aldri. Þaö hefur sem sé komiö í Ijós í rannsóknum, aö konum sem reykja og nota pilluna viröist mun meiri lífshætta búin • en hinum, sem hvorugt gera, af blóðrásarsjúkdómum og reyndar öllum banvænum sjúkdómum, og er þessi munur verulegur. Þær sem ekki reykja ættu hins vegar, eins og sagði, aö mega nota pilluna áfram; hún er enn sem fyrr haldbezta getnaöarvörnin, enda þótt hún hafi ekki reynzt jafnmeinlítil og hún var talin áöur. Gegnum tíöina hafa konur gripið til hinna sundurleitustu ráöa til að koma í veg fyrir getnaö, og eru sum meö ólíkindum. Þær hafa blásiö gufu inn í leggöng sín, sett í sig verjur úr kálblöðum, krókódílataöi, biki, granateplum, hunangi og kreistum sítrónuhelftum svo aö nokkuö sé nefnt. Sumar hafa hoppað sem óöar væru í þeirri von aö hrista sæöiö niður úr leggöngunum, enn aörar drukkiö soö af múlasnalifur, pílviöarte og fleiri önnur seyði og blöndur en tölu veröur á komið. Og allt var þetta til þess ætlaö aö koma í veg fyrir getnaö. Þaö fór ekki að rofa til í getnaðarvarna- málum (kvenna, vel aö merkja) fyrr en á öndveröri 1Í. öld. Þá var fundin upp gúmmíhetta, nokkurs konar frummynd hettunnar sem nú tíökast, og var henni komið fyrir í leghálsinum. Þaö var svo ekki fyrr en 1937, aö fór aö hilla undir pilluna. Þá komust menn aö því, aö hormónið prógesterón kemur í veg fyrir egglos í kanínum. Enn liðu þó allmörg ár þar til sannreynt var, að það kemur líka í veg fyrir egglos í konum. En þar meö var lausnin fundin. Pillan vakti mikla hrifningu þegar hún kom til sögunnar. Hún var langtum hentugri en allar aðrar þekktar getnaöar- varnir, hún var nærri algerlega örugg, og auk þess var hún talin hættulaus. Er hún breiddist út fór þó fljótlega aö veröa vart ýmiss konar aukaáhrifa. Sum þeirra líkjast algengum einkennum um meögöngutím- ann, þaö er ógleöi og uppsölur, höfuö- verkir, eymsli í brjóstum, þyngdaraukning, þunglyndi og almenn þreyta o.s.frv., og er þaö skiljanlegt því aö getnaöarvarnatöflur koma í veg fyrir egglos og valda þar meö nokkurs konar „falskri óléttu“. Á hinn bóginn höföu töflurnar ýmis þægileg aukaáhrif á margar konur: tíðir 'urðu styttri, minna um krampa, sársauki viö egglos milli tíöa hætti, og dró úr spennu og þunglyndi fyrir tíöir. En þegar fyrir tveimur árum var komið á daginn, aö töflunum fylgdu líka ýmis aukaáhrif öllu alvarlegri en þau sem talin voru aö framan: konum sem tóku þær varð mun hættara viö hjartaáföllum (einkum ef þær reyktu), slagi, mígreni- verkjum, blóðtappa, lifrar- og gallblööru- sjúkdómum, og háþrýstingi til dæmis að nefna. Einkennin geta verið margvísleg. En komi þaö fyrir konur sem nota getnaðarvarnatöflur, aö þær fá sára verki í fótleggi eöa fyrir brjóstið, hósta upp blóði, þeim veröur erfitt um andardrátt, þær fá skyndilegan og sáran höfuðverk eöa kasta upp, þær fer aö svima eöa þær ætla aö líða út af, þær fá sjón- eöa máltruflanir ellegar finna til slens eöa dofa í handlegg eöa fótlegg ættu þær að leita læknis eins fljótt og kostur er, eöa einhver fyrir þær. Sem betur fer eru þetta undantekning- ar. Fæstar konur hafa alvarleg óþægindi af getnaðarvarnatöflum. Konum sem þjást af einhverjum þeim sjúkdómum er taldir voru hér aö framan veröa auövitað aö vara sig, svo og skal þaö ítrekað aö þær sem nota getnaðarvarnatöflur og reykja ættu aö hætta öðru hvoru. En þar fyrir utan ætti aö vera óhætt aö endurtaka þaö, að þessar töflur eru hentugustu og öruggustu getnaöarvarnir sem upp hafa fundizt, þær eru meinlitlar flestum, og kostir þeirra að öllu töldu langtum þyngri á metunum en galiarnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.