Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Side 13
í toll. Þegar hann kvaöst ekki hafa
ráö á því voru gallabuxurnar
teknar af honum.
Vinur okkar frá Kongó haföi lagt
þykkt rit með pólitískum ræöum
Bresjnevs efst í sína tösku, svo ég
dró í skyndingu þá ályktun aö
þarna færi pólitískur heittrúarmaö-
ur. En á milli blaðsíönanna var
snyrtilega komið fyrir frönskum
klámmyndum. Þær tóku tollararnir
líka traustataki.
Á
skemmti-
stað í
Moskvu.
Seinna geröi þessi ungi verk-
fræðingur gys aö „bókmennta-
áhuga“ tollaranna, því í írafárinu
haföi þeim sést yfir nokkrar
gallabuxur.
Ekki veit ég hvort þetta klæöis-
plagg gildir sem lykill að hjörtum
sovéskra stúlkna eöa hvort hátt er
á þeim gengiö á svörtum markaði.
En augljóst viröist aö stjórnvöld
ættu að vinda aö því bráöan bug
aö hefja fjöldaframleiðslu á þess-
um varningi sem stenzt samanburö
viö þann vestræna, eöa eiga á
hættu ella aö markaöurinn yfirfyll-
ist af smygluöum gallabuxum.
Reyndar rifjaöist þarna upp fyrir
mér atvik frá því um 1960, þegar
ég var á ferö í Leningrad. Ung
dönsk stúlka Lis Christensen var
nemandi viö hinn fræga
Kirov-ballettskóla. Hún haföi togn-
aö í fæti svo biö varö á því aö hún
kæmi fram opinberlega. Þó var
hún orðin þekkt — eöa ætti ég að
segja alræmd — fyrir að spranga
um götur í eldrauöum síöbuxum.
Slíkur klæðnaöur átti ekki upp á
pallborðið meðal rússneskra
kvenna þá. Ensk stúlka sem var
herbergisfélagi þeirrar dönsku
sagöi mér: „Þegar Lis gekk niöur
Newsky Prospekt geröu rússnesku
konurnar hróp aö henni og sögöu
aö hún gengi í karlmannsnærbux-
um og því væri réttast aö taka
hana fasta. En Lis skildi ekki
rússnesku og lét sér fátt um
finnast."
Nú er öldin önnur.
Stúdentarnir fóru úr lestinni í
Minsk. Eftir aöra nótt í svefnvagn-
inum var ég þreyttur og þvældur
og þráöi aö komast í baö. Rúss-
neska landslagiö er flatt og til-
breytingarsnautt. Sums staðar gaf
aö líta flokka landbúnaöarverka-
manna á samyrkjubúum. Þeir
virtust fjölmennir. Oftast hímdu
þeir aögeröarlausir. Sumir stóöu
þó viö slátt meö orf og Ijá. Ég
spuröi unga lækninn hvers vegna
tún væru ekki slegin fyrr en í
september. Hann sagöi mér aö
rússneskir bændur öfluöu ekki
heyja fyrr en svona seint til þess aö
taöan yröi fjörefnaríkari. Hins
vegar virtust jaröarskikarnir í
einkaeign í góðri rækt.
Sé þetta viðhorf í landbúnaöar-
málum ríkjandi í Rússlandi — og
lítiö er reyndar á því aö byggja sem
sést út um lestarglugga — þá er
engin furöa þótt uppskeran á
þessum slóöum hafi ollið vonbrigö-
um síöustu árin.
Klukkan 16 rann lestin inn á
brautarstööina í Moskvu sem
kennd er viö Hvíta-Rússland. Ég
kvaddi lækninn unga sem bjóst viö
aö hitta unnustuna á stöðunni.
Venjulega taka fulltrúar frá
Intourist á móti ferðamönnum á
brautarstööinni eöa á flugvellinum
og fylgja honum beint til gistihúss-
ins. Ég haföi hins vegar þann hátt á
aö ég fór sjálfur á skrifstofu
Intourist til aö fá upplýsingar um,
hvar ég ætti aö búa. Þá varö ég
fyrir þeirri reynslu sem er algeng
víöa um lönd en ekki í Rússlandi.
Engan leigubíl var aö fá. En þá
kom aðvífandi einn af þeirri
manngerð sem sér sér hag í
vandræðum útlendinga og bauöst
til að aka mér fyrir 10 dali. Ég
prúttaöi viö hann því þetta var
meira en þrefalt eölilegt gjald. En
ég var ekki búinn aö skipta
peningum mínum í rúblur svo ég
féllst á að borga honum 5 dali.
Hjá Intourist kom í Ijós aö ekkert
hótelherbergi var pantaö fyrir mig,
og þegar ég sýndi kvittunina um aö
ég væri búinn aö borga 2800
krónur fyrir ferðina meö morgun-
veröi og gistingu, var mér sagt aö
þeir á dönsku feröaskrifstofunni
heföu ekki útfyllt þann reit á
plagginu þar sem átti aö standa aö
Rússar skyldu fá sína þóknun.
Kvenfólkið handan viö af-
greiðsluborðið var vingjarnlegt en
einbeitt. Ég yröi aö borga þetta allt
einu sinni enn og í erlendum
gjaldeyri. Síöan fengi ég allt
endurgreitt í Kaupmannahöfn.
Þetta tók ég ekki í mál þar sem
aleiga mín var 160 dalir en þessi
greiösla hljóöaöi upp á 150 dali. Ég
tók aö mótmæla hástöfum svo
fleiri viðstaddir fengju aö heyra um
þessa meðferð á mér. Ég dró upp
bréf til staðfestingar á því aö ég
ynni viö fjölda dagblaða. En ekkert
dugöi.
Loks er mér sagt að nafn mitt
veröi skrifaö í dálk undir „óstaö-
festar pantanir" og þaö látiö fylgja
aö þeir þarna viti vel hvaö þaö þýöi
af gamalli reynslu og hafi ákveðnar
fyrirskipanir um hvernig skuli
höndla slík mál.
Loks komumst viö aö samkomu-
lagi. Ég borga 31 dal fyrir eina nótt
og málsverö og treysti því aö úr
þessu greiðist á morgun.
í þetta þras fóru þó þrír dagar af
dýrmætum tíma mínum í Moskvu
og lauk meö því aö danska
sendiráðið í borginni bauð mér
afnot af „telex“-tæki sínu svo máliö
leystist.
Byrjunin var því ekki upp á þaö
allra bezta í þessari heimsókn
minni, sem aö ööru leyti varö hin
ánægjulegasta.
dagbók
Göbbels
Um það bil, er Rauði herinn var
búinn að ná Berlín á sitt vald, í
maímánuði 1945, voru sovéskum
þýðanda fengnir í hendur miklir
staflar dagbóka úr neðanjarðar-
byrginu þar sem Hitler og nánustu
undirmenn hans höfðust við undir
lokin. Þessar dagbækur lentu síðar
á söfnum í Moskvu, Austurþýzka-
landi og Vesturþýzkalandi. En nú
ekki alls fyrir löngu kom ein
þeirra í leitirnar og var gefin út.
Þetta var ein af dagbókum Josef
Göbbels, áróðursmálaráðherra
Hitlers í 12 ár.
Hún varð metsölubók þegar í
stað. Sú var tíðin, að Vesturþjóð-
verjar kærðu sig lítt um að rifja
upp nasistatímann og seinnistríðs-
árin. En tímarnir eru breyttir. Nú
orðið seljast bækur um nasista
einna bezt allra bóka í Vestur-
þýzkalandi.
Göbbels virðist hafa hugsað sér
að hafa þessa dagbók sína að
uppistöðu í aðra bók. Hann
leiðrétti ekkert, strikaði út eða
endurritaði, og ber bókin öll blæ
líðandi stundar hverju sinni, þótt
þar sé á hinn bóginn fátt að finna
sem ekki var vitað fyrir.
Dagbókin hefst í febrúarlok
1945 og henni lýkur 10. apríl. Það
lætur að líkum, að höfundinum er
jafnan heldur dökkt fyrir sjónum;
það liggur við borð, að þýzki
herinn bíði nýjan ósigur á hverj-
um degi og bersýnilegt, að hann
hlýtur að verða gersigraður innan
fárra mánaða. Það má heita, að
flestallir staðir sem nefndir eru i
bókinni séu í rústum. Cologne „sú
mikilfenglega borg er í rústum".
Dessau „stendur í björtu báli og er
hún gereydd. Enn ein þýzk borg
fallin í rústir". Loftárásirnar eru
„orðnar tryllingslegar. Við erum
algerlega varnarlausir við þeim.
Ríkið verður bráðum lagt í eyði ef
þessu heldur áfram". Hinn 19.
marz berast Göbbles þær fregnir,
að gerðar hafi verið loftárásir á
Wúrzburg. Þann dag ritar hann:
„Síðasta fagra þýzka borgin lögð í
eyði. Arfleifð okkar er á förum, og
við munum aldrei heimta hana
aftur“. Hann kemst svo að orði, að
„líf ríkisins hangi í bláþræði" og
þykir einsýnt, að bandamenn muni
fara með Þýzkaland „eins og
svertingjanýlendu í Afríku" eftir
stríðið.
Hann verður bæði. sár og reiður
er hann fregnar það, að óbreyttir
þýzkir borgarar hafi tekið banda-
mönnum fagnandi. „Mér er
ómögulegt að skilja það hve fólk
hefur veitt bandamönnum litla
andspyrnu“, segir hann um þetta.
Einkum sárnaði honum, er hann
frétti að fólk í heimabæ hans,
Rheydt, hefði fagnað komu Banda-
ríkjamanna. „Ég roðnaði af blygð-
hafa gert neitt nema vitleysur, eigi
hann „óslitinn feril mistaka" og sé
það raunar engin furða að flugher-
inn brást. En það sé höfuðorsök
ósigursins. Ósigurinn sé því
Göring að kenna fyrst og fremst.
„Mesta ógæfan og höfuðorsök
ósigursins var sú, að loftvarnirnar
reyndust veikar ... Göring er
rígmontinn asnakjálki, sem angar
af ilmvatni og stendur varla undir
orðunum, sem hann hengir utan á
sig ... Foringinn hyllist til þess að
Göbbels t.v. og Göring.
un, þegar ég frétti það“, segir
hann. „Meira að segja var dregin
upp hvít veifa á stöng á húsinu þar
sem ég fæddist.“ Hann átelur
Bandaríkjamenn fyrir það
„óviðurkvæmilega framferði" að
þeir sungu „God bless America" að
endaðri messu í dómkirkjunni í
Cologne. Og 2. apríl skrifar hann:
„Hverjar auðmýkingar skyldum
við verða að þola enn áður en
stund lausnarinnar rennur upp?“
Hann kennir hershöfðingjunum
þýzku um ófarir hersins. Sakar
hann þá um hugmyndaskort og
vanhæfi til forystu. „Það er verst,
að Foringinn hefur svo fáa hæfa
herstjórnendur sér til aðstoðar".
Verst er honum við flugherinn og
einkum þó illa við Hermann
Göring yfirmann hans. Hann
kveður Göring gersamlega óhæfan
til forystu, orðinn veikgeðja og
spilltan og óskar þess heitt, að
Foringinn taki í hnakkadrambið á
honum. Hann kveður Göring ekki
bera í bætifláka fyrir Göring. Það
er afleitt. Mér finnst hann ekki
eiga neina samúð skilið. Það er
honum að kenna hversu komið er
fyrir Ríkinu ... “
Yfirleitt hnýtir Göbbles í flest-
alla samstarfsmenn sína, er hann
nefnir í bókinni; honum liggur
bara misilla orð til þeirra. Hann
sveigir jafnvel að Foringjanum
sjálfum. Að vísu kveður hann það
ævinlega vekja sér „ákafa hrifn-
ingu“ er hann sjái Foringjann. En
hann er orðinn langþreyttur á því,
þegar þarna er komið sögu, hve
Hitler er óráðþægur. Hann fæst
ekki til að þiggja ráð af neinum.
Einkum gremst Göbbels það, að
Hitler er ófáanlegur til þess að
flytja ræðu í útvarp þótt það yrði
örugglega til þess að stappa
stálinu í þjóðina. Minnir Göbbels
Foringjann á ræðuna, sem
Churchill hélt eftir hrakfarir
Breta við Dunkirk og ræðuna, sem
Stalín hélt þegar Þjóðverjar réð-
ust á Moskvu. En þetta kemur
fyrir ekki. Hitler þverneitar að
tala til þjóðarinnar. „Foringinn
hefur einhverja óskiljanlega óbeit
á hljóðnemanum", ritar Göbbles.
Framhald á bls. 15
Dómkirkjan í Köln og húsarústir 1945. Litla myndin: Göring,
Hitler og Göbbels.