Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 6
Skömmu seinna kom skálavörðurinn Birgir Olsen til okkar, bauð okkur velkomin og alla aðstoð sína. Það var úr, aö við slógum upp rafmagnsgirðingu kringum hrossin þarna á graslendinu á aurunum, og gengum í skála. í svona ferð er stórkostlegt að koma í hús eins og þetta. Fátt var í skálanum, en hann rúmar um 200 manns. Við lögðum undir okkur suðurálmuna, spændum í okkur rifjasteik og hangikjöt og fórum að sofa. „Siggi, hestarnir eru sloppnir út“, heyrði ég Jónas segja kl. 5 um morguninn. Þeir skunduðu eftir hestunum og ég elti. Sem betur fór voru hestarnir ekki farnir langt og eftir að hafa komiö þeim í girðinguna fór ég aftur að sofa. Þeir sögðust alls ekki nenna því og fóru í morgungöngu yfir í Húsadal. Daginn eftir hófum við rannsókn á Mörkinni undir leiðsögn Jónasar, sem þekkti þar hverja þúfu frá gamalii tíð. M.a. fórum við í Bása og inní Hamraskóga, en allsstaöar blasti við unaður þessarar gróðurvinar og hvergi bar á slæmri umgengni. Einhversstaðar fundum við sígarettustubb og þegar við sögðum Birgi skálaverði það um kvöldið, héld ég að hann hafi fariö þangaö að taka til. Mikið var af fé í Mörkinni og voru uppi ýmsar skýringar á veru þess þarna undir verndarvæng Skógræktar ríkisins, sem sér um svæöið. Sumir héldu aö skóg- ræktarmenn tækju svo nærri sér við plöntunarstörf, að þeir þyrftu aö hafa nærtækt dilkakjöt til þess að næra sig og hressa. Aörir töldu, að bitu rollurnar ekki grasið, þá myndi brátt ekki sjást í bjarkirnar fyrir gróðri. Enn aðrir töldu svo að bændur læddust með giröingum um nætur og hleyptu sauðum sínum á beit. Líklegast þótti þó, að blessaðar skepnurnar drifu sig sjálfar þangað, sem blómlegust væri beitin. Um kvöldiö klifum viö Valdi á Valahnúk. Að vísu dróst það nokkuð, aö ég kæmist upp, en það er nú svona með náttúru- skoðendur, þeir þurfa oft að tylla sér og dást að umhverfinu, og svona meö sjálfum sér, hversu hátt þeir eru komnir. Ofan af Valahnúk fylgdumst við með fimm flutningabílum, sem þokuðust frá Þórólfsfelli inn að Einhyrningi. Voru þetta vegagerðarmenn með brúarefni á Markarfljót ofan Syðri-Emstruár. Kemur sú framkvæmd til með að opna upp Emstrur og Fjallabaksleiö syðri, en það er tvímælalaust hið stórbrotnasta og fall- egasta útivistarsvæði. Þegar við komum aftur niður í skálann voru einmitt fjögur ungmenni þar, eftir að hafa gengið úr Landmannalaugum niðurí Þórsmörk á nokkrum döguhn. Þótti þeim leiöin hin fegursta, þó all hrikalegt að fara yfir Syðri-Emstruána á jökulsbrú, sem skriöjökullinn myndaði. Daginn eftir var blásið til brottfarar og við tókum hestana. Þessa nótt höfðum við haft þá í girðingu í gili nokkru inn af Langadal. Fór vel um þá þar og engin vandræöi að hemja þá. Nokkur vöxtur var í ánni og fórum við svolítiö upp með henni þar sem hún skiptir sér, til þess að finna sem bezt vað. Ég dáðist að Jónasi, hversu naskur hann var að finna grynnstu brotin og allt komst klakklaust yfir. Ég haföi riðiö Þyt í þessu vatnagutli, því ég var með myndavélarnar um hálsinn og mátti því ekki viö miklum stympingum. Brátt haföi ég þó hestaskipti og lagði á þann jarpa. Jafnframt rákum við þá hesta, sem við ætluöum ekki aö nota í bráð. Hestarnir voru heimfúsir og nú hófst mikil reið. Brokkið í þeim jarpa naut sín vel í þessu umhverfi, aldrei var stigið feilspor, aldrei slegiö af, alltaf sama hlaupagleðin og varla blásið úr nös, þegar áð var. Heldur krafsað í jörðina og ýtt við knapanum með snoppunni, svona til að benda á, að lausu hestarnir væru farnir að fjarlægjast. Þarna undir fjöllunum var mikið af bláberjum og mikil freisting aö ná sér í munnfylli. Sá jarpi hafði þó annan skilning á berjamónum, og þar sem hann hefði nú kippt mér úr axlaliðnum í einhverri misklíð árið áður, þá lét ég hann bara ráða. „Svona eiga ferðahestar aö vera“ sagði Jónas, þegar við áöum hjá Stóru-Mörk. „Hér áður fyrr, þegar hestar voru alltaf í notkun, þá sást örsjaldan uppgefið hross. Núna er alltaf allt uppgefiö og þaö á fyrsta degi. Menn verða að fara með hestana sína eins og sjálfan sig, ef eitthvaö stendur til, þá verður að þjálfa vel“. Síðan leit hann íbygginn yfir á Markar- fljót og skondraði svo augunum til þeirra, sem hvað vatnshræddastir höföu verið í feröinni. „Skyldi vatniö komast undir brúna“, sagði hann og hleypti brúnum. Við litum hvert á annað í undrun. Hann ætlaði þó ekki að segja okkur, að flæddi yfir brúna. „Ég hef nú samt séð þetta fljót flæða yfir brúna og hér áöur fyrr, áöur en brúin kom, þá stóð hér einnig fólk á bakkanum og þurfti að komast yfir. Vetur, sumar, vor og haust, í öllum veðrum, og allavega á sig komiö þurfti fólk að komast yfir þessa á. Jafnvel á sjúkrabörum og á kviktrjám. Stundum létu ísskarirnar undan og þá söng í jakaspöng og sást í dauðans göng. Meira að segja í skemmtiferöum inn í Þórsmörk var komist íann krappann. Nei, — Markarfljót hefur ekki alltaf veriö tómt grín. Aðalatriðið er þó að fara varlega, flana aldrei að neinu og athuga hvert fótmál sem stigið er. Og jafnvel þá er ekkert tryggt". Eftir þessa ræðu, leit hann á gamla glórauða hestinn sinn, strauk honum um faxið og makkann og dæsti síöan. „Svona er lífiö", og vissum, að nú ætti að halda af staö. Vatniö komst undir brúna og viö þurrum fótum yfir. Framundan var Fljóthlíöin böðuð aftanskini. „Fögur er Hlíðin", stendur þar og þaö verður að játast, aö eigi rómantík einhvern land- fræöilegan samastað, þá er það hér. „Viö skulum bara vona, aö þessi fari ekki að gjósa í bráð“, sagði Jónas og bandaði hendinni til Eyjafallajökuls, þegar við áðum við Aurasel. „Þá færi nú víst gamaniö af Merkurferðum". Við játtum þessu og hestarnir dóluðu af stað að Núpi. Ég teygði Skuggabald á brokkinu síðasta spölinn. „Hvert spor er sem flug ... sem slær funa í hjartað", svo vitnað sé í gamlan sýslumann Rangæinga. Viö sprettum af og slepptum hestunum. Þeir fnæstu við jöröinni, veltu sér og fóru aö bíta. Hver fór svo til síns heima, eftir stórkostlega ferð um þetta fagra lands- svæði á þann máta, sem þess veröur bezt notið. „Svona er lífið“. Jónas Guðmundsson að beizla. Alda sneiðir niður hangikjötiö. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.