Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 12
 rætt við framkvæmdastjóra kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins Valgaröur Guöjónsson og Baröi Valdi' marsson: „Virðist vera mikiö unr menningarsnobb í kringum áhUjgi fólks á sýningum klúbbsins.« ***% Mynd: Emilía „Viö erum aö reyna aö fylla upp í skarö. Viö sýnum myndir sem kvikmyndahús borgarinnar geta ekki sýnt eöa vilja ekki sýna. En þaö er útbreiddur misskilningur, aö viö séum í einhverri samkeppni viö kvikmyndahúsin. Gestir Fjalakattarins sækja flestir líka önnur kvikmyndahús, og við höfum haft góö samskipti viö þau flest.“ Viö sitjum uppi í litlu sýningarherbergi í Tjarnarbíó. Þaö er slökkt í salnum og sýningarvélarnar í gangi, ein í einu. Baröi Valdimarsson er hálfnaður aö skrifa pöntunarbréf á ensku á ritvélina og anar aö engu. Undir boröi er kvikmyndasafn Fjalakattarins — bókasafniö er uppi á því. Valgaröur Guöjónsson er nýkominn inn, hlaöinn kók og prinspóló. Áöan gleymdist aö slökkva á hátalarakerfinu hér uppi, svo aö framan af myndinni glumdi samtal um súkkulaöikex yfir salinn. „Þaö þarf aö gera viö hátalarakerfið,“ segir Baröi. Stööugt fjölbreyttara starf Þeir Baröi og Valgaröur eru fram- kvæmdastjórar Fjalakattarins í vetur. Þeir sjá um allan daglegan rekstur klúbbsins og framkvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð er á stjórnarfundum. Og störf þeirra nú mótast af þeirri þróun sem orðiö hefur á starfsemi Fjalakattarins þau fjögur ár sem klúbburinn hefur starfað. Fram- kvæmdastjórastarfið veröur æ víðtækara. Nú þarf aö sjá um útlán úr kvikmynda- safninu, sem stofnað var 1977, annast leigu á 16 mm kvikmyndavél, sem klúbburinn á, og sinna síauknum sam- skiptum við erlend dreifingarfyrirtæki og kvikmyndaklúbba, auk kvikmyndasýning- anna sjálfra. Mikil gróska hljóp í starf Fjalakattarins í fyrra, undir framkvæmda- stjórn Gylfa Kristinssonar, erlend sam- skipti jukust svo aö nú getur klúbburinn skipt við 15 dreifingarfyrirtæki í staö 4 áöur, og sýningaraðstaða batnaði með nýrri sýningarvél. Nú þurfa áhorfendur því ekki aö finna sér eitthvaö til dundurs á meöan skipt er um filmu. „Ferlega er heitt hérna.“ Baröi hvílir sig á ritvélinni. Þeir félagar eru báöir nemendur í M.K. Valgarður var í stjórninni í fyrra, en Baröi hefur ekki haft afskipti af Fjalakettinum áður. Hann segir viöhorf sitt til klúbbsins hafa stórbreytzt viö að lenda í þessum starfa. „Ég kann miklu betur aö meta hverja mynd eftir aö hafa lesiö mig til um hana og kynnzt því sem býr á bak við gerö hennar.“ „Dagskrá Fjalakattarins í vetur er aö mestu leyti Gylfa Kristinssyni og Baldri Hjartarsyni aö þakka," segir Valgaröur. „Myndirnar eru kannski ekki eins afger- andi frá ákveðnum löndum og í fyrra. Þá var stór hluti dagskrárinnar myndir frá Norðurlöndunum og Þýzkalandi. Nú stóö til aö leggja áherzlu á myndir frá Ástralíu, ítalíu og Sviss, því aö kvikmyndagerð í þessum löndum var á svipuöu stigi fyrir 5—10 árum og hún er hér nú. Því miður tókst ekki að ná í nema 4 myndir frá þessum löndum, Hins vegar fer allur nóvembermánuöur í aö kynna spænska kvikmyndagerð. Og stefnan er að kynna kvikmyndagerö landa sem eru lítt þekkt hér. Til dæmis Indlands. Þaö er dálítiö furöulegt aö indversk kvikmyndagerö skuli vera svo gjörsamlega óþekkt hér, því aö þar eru framleiddar flestar myndir í heiminum á ári.“ „Vera má, aö einhverjar íslenzkar kvikmyndir verði sýndar utan dagskrár í vetur, en það er ekki Ijóst. Kvikmynda- safniö hefur fest kaup á einni íslenzkri kvikmynd, „Gegnurn gras, yfir sand'1 eftir Þorstein Björnsson. Hins vegar eru líkur til aö starfsemi Fjalakattarins muni teygjast fram á næsta sumar. Þá heldur Æskulýös- samband íslands samnorrænt æskulýös- mót hér og sambandið hefur fariö þess á leit við klúbbinn að hann annist fram- kvæmd norrænnar kvikmyndakynningar í tengslum við þaö. Þetta mál er í athugun." Klúbbur, ekki bíó „Við leggjum áherslu á aö Fjalaköttur- inn er klúbbur, — viö viljum ómögulega líta á okkur sem eitt bíóiö í viöbót. Menn eru aö greiða félagsgjald, en ekki bara aö kaupa sig inn á 34 sýningar." Og viö ræðum um félagsmenn Fjala- kattarins. Sækja þeir sýningar klúbbsins meö ööru hugarfari en fólk sækir jafnan kvikmyndasýningar? Gerir þaö aðrar kröfur? Hefur þaö mikil áhrif á myndval og aöra þætti starfseminnar? „í fyrsta lagi er starfsemi Fjalakattarins miklu víötækari en bara kvikmyndasýn- ingarnar, ólíkt því sem viröist vera meö svipaöa klúbba erlendis. Á dagskránni eru fyrirlestrar um kvikmyndagerö ýmissa landa, jafnvel umræöur eftir sýningar, viö leigjum út kvikmyndir og styöjum áhuga- menn um kvikmyndagerö. Þannig er í klúbbnum hópur manna, sem hefur áhuga á öllum sviöum kvikmyndalístar." „Því er hins vegar ekki aö leyna, aö viö höfum oröiö fyrir miklum vonbrigöum meö allt sem við höfum reynt í þá átt aö færa félaga nær starfseminni. í fyrra var efnt til skoöanakönnunar um það, hvaöa myndir fólk vildi fá til sýninga í klúbbnum. Þátttaka var mun minni en búizt var við. Aðeins 13 manns mættu á fund, þar sem dagskrá þessa vetrar var kynnt. Og nú síðast á undan stórmyndinni „Citizen Kane" var fluttur fyrirlestur og útvarps- leikrit eftir Orson Welles. Þar mættu 7 eöa 8. Sömu sögu er aö segja af tilraun sem gerö var til aö kanna viöbrögð viö myndum sem sýndar voru. Á síöasta stjórnarfundi var ákveöiö aö gangast ekki aftur fyrir skoöanakönnun meö sama sniði og áöur, en gefa fólki kost á aö lýsa áhuga sínum á aö sjá ákveöna flokka mynda eins og t.d. franskar gamanmyndir í staö einstakra kvikmynda." Stöðutáknið Fjalakötturinn „Ég hugsa aö sá hópur fari mjög stækkandi, sem veltir fyrir sér kvikmynd- inni sem listgrein," segir Valgarður. „Ég tek eftir breytingu á viðhorfinu í 1. bekk menntaskóla frá því aö ég var þar. Þá fóru menn í bíó fyrir afþreyinguna, en nú lítur þessi sami aldurshópur meira á kvik- myndina sem list.“ Talið berst að því hlutverki sem Fjalakötturinn leikur í menningarlífi skóla- fólks. „Þaö viröist vera ferlega mikiö um einhvers konar menningarsnobb í kring- um áhuga fólks á sýningum klúbbsins. Margir virðast líta svo á aö þar sem þetta sé menningarsinnaður klúbbur hljóti allt aö vera jafngott sem í honum er sýnt. En við verðum aö panta myndirnar eftir umsögnum í bæklingum og blööum. og þaö kemur fyrir aö viö veröum fyrir vonbrigöum meö myndina þegar við getum litið á hana rétt fyrir sýningu. Svo var t.d. meö frönsku myndina „Ef til vill djöfullinn". Auövitaö hefur fólk misjafnan smekk. En ef við athugum að klúbburinn á aö stuöla aö því aö fólk skilji betur kvikmyndalist og geti betur myndaö sér skoöanir á því sem þaö sér, er það hálfskrýtiö þegar menn horfa meö andakt á hverja mynd og skemmta sér alltaf jafnvel." „Það veröur aö taka hverja mynd eins og hún er. Þaö vill stundum veröa svo, þegar menn eru búnir að strita í því aö koma svona menningarstarfsemi á fót, aö þeir verða einstrengingslegir í skoöunum, tala um tóma afþreyingu eöa tækni- brellur.En þaö getur veriö gaman af vel gerðum afþreyingarmyndum og tækni- brellurnar skapa nýja möguleika í list- rænni tjáningu." ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.