Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 3
Jorge Luis
Borges
Tvö ljóð
Sigríður Ástríöur Eiríksdóttir Þýddi.
ÍSLAND
Hvílík hamingja fyrir mennina alla
ísland úthafsins, aö þú skulir vera til.
ísland þögulla fanna og hveravatnsins.
ísland næturinnar sem lykur sig
um vökuna og drauminn.
Eyja dagsins hvíta sem snýr aftur ungur og
ódauölegur eins og Baldr.
Kalda rós, leyndðrdómsfulla eyja
sem mundir fyrir Germaníu
og varöveittir okkur til handa
goösagnir hennar, hljóðnaöar, grafnar,
hringinn sem elur af sér níu hringi,
kviðstrengda úflana í járnskóginum
sem gleypa munu tungliö og sólina,
skipiö sem Einhver smíöar
úr nöglum hinna dauöu.
ísland eldfjallanna sem bíöa,
og hæglátra sauöahjaröa.
ísland hinna kyrru kvelda
og sterkra manna
sem nú eru sjómenn og fiskimenn og prófastar
og fundu meginland í gær.
Eyja síöfextra hestanna
sem þeir beita í hagana og hraunin,
eyja vatnsins sem er fullt af peningum
og ófullnægöri von.
ísland sverösins og rúnarinnar,
ísland hins djúpa minnis
sem á ekkert skylt viö trega.
Argentínska skáldiö Jorge Luis Boregs f. 1899, er eitt Þekktasta skáld Suður Ameríku. Hér ó islandi er hann
eínnig vel Þekktur og hefur komiö út eftir hann smásagnasafnið „Suðrið“ í Þýöingu Guöbergs Bergssonar, og
viðtöl við hann hafa birtzt í hérlendum blöðum og tímaritum.
Borges er sem kunnugt er mikill aðdóandi íslenzkra fornbókmennta og hefur komið til islands oftar en einu
sinni. Hann hefur verið blindur í mörg ór og fæst nú einkum við Ijóðagerð.
Meðfylgjandi tvö Ijóð eru úr síðustu bók hans, „Historia de la Noche“ (Saga næturinnar) og er hún m.a.
helguð gömlum steini ó Þingvöllum ó íslandi. Gagnrýnendur voru á einu móli um, aö Þetta væri bezta
Ijóöabók ársins 1977 í allri Latnesku Ameríku. — Þýð.
Minni tímans
er fullt af sveröum og skipum
og dufti heimsvelda
og hljómi hexametra
og háfættum stríðshestum
og hrópum og Shakespeare.
Ég vil muna þennan koss
sem þú gafst mér á íslandi.
finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1881
(OH). Það er stytting úr ítalska
orðasambandinu: piano e forte
(lágt og hátt). Saman dregið hét
það pianoforte. Þegar B. Christo-
fori fann upp píanóið í byrjun 18.
aldar áleit hann mikilsvert ein-
kenni þess 'að á það mætti spila
bæði hátt og lágt. Því skírði hann
það þessu nafni. Fyrri hluti
nafnsins hélt velli. d. piano, e.
piano.
PÍLAGRÍMUR. förumaður,
göngumaður, sem er að fara eða
hefur farið til einhvers helgs
staðar (OM). Orðið kemur fyrir í
ísl. fornmáli (Fr.) Orðmyndin
pelegrin halda sumir að sé komin
úr fornensku. Hún er skyld
franska orðinu pelerin, en bæði
þessi orð merkja sama og ísl. orðið
pílagrímur. Latneska orðið pere-
grinus merkir: erlendur, ókunnur
maður. Pílagrímar gengu forðum
ýmist til Rómaborgar eða til
landsins helga. d. pilgrim, e.
pilgrim.
PÓLITÍK, stjórnmál, þjóðmál;
framkvæmd stefnu, stefna (OM).
Orðið finnst í ísl. ritmáli í byrjun
19. aldar (OH). Það er komið af
gríska orðinu politike sem er kvk,
af politikos (borgaralegur). Póli-
tískur merkti upphaflega: fágaður,
slóttugur í málflutningi sínum. d.
politik, politics.
POPLÍN, sérstök dúktegund,
áður venjulega úr silki, nú fremur
úr baðmull (OM). Orðið finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1962 (OH).
Poplín var fyrst framleitt í
frönsku borginni Avignon, sem var
dvalarstaður páfa á árunum
1309—77, og því nefnt papalina á
latínu. Af því orði er poplín komið.
d. poplin, e. poplin.
PORT, hlið (OM). Orðið finnst í
ísl. fornmáli (Fr.). Það er komið af
latneska orðinu porta (hlið). d.
port. e. port.
POSTULI, lærisveinn; braut-
ryðjandi, frumherji, boðberi, er-
indreki (OM). Orðið finnst í ísl.
fornmáli (Fr.). Það er ættað úr
grísku, þar sem það heitir apostol-
os og merkir: sendiboði. d. apostel,
e. apostle.
PRÉDIKA, flytja prédikun,
ræðu við guðsþjónustu; halda
skoðunum fast fram, boða (OM).
Orðið kemur fyrir í ísl. fornmáli
(Fr.). Það er komið af latneska
sagnorðinu praedicare (kunngera,
ræða o.fl.). d. prædike, e. preach.
POSTULÍN, hart og gljáandi
efni að mestu unnið úr postulíns-
leir, notað í borðbúnað, skraut-
muni o.fl. (OM). Orðið finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1791 (OH). Það er
komið af ítalska orðinu porcellana
sem merkir upphaflega: eins konar
gljáandi áferð. d. porcelæn, e.
porcelain.
Niðurlag í næsta blaði.