Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 5
séra Kolbeinn Þorleifsson m FYRIRMYNDANl 1. hluti R Túlkunaraðferð, sem eiti sinn var nefnd andleg spekt, en iaunsögn uppá síðkastið. t Undanfarin tvö ár hefi ég setið á Landsbókasafni íslands og kynnt mér kostulegar bókmenntir frá fyrri öldum, sem þar eru varðveittar í handritum. Bókmenntir þessar eiga það sameig- inlegt að vera kristnar, enda þótt þær fjalli bæði um biblíulegt efni og efni Eddukvæða. í þeim er beitt túlkunar- aðferðum, sem voru tíska um allan hinn kristna heim um aldir, og þá var sama, hvort túlkuð voru æfintýri, helgisagnir, sagnfræðilegt efni, elleg- ar náttúrufræði. Þessi túlkunaraðferð leiddi auðvitað til þess í aldanna rás, að fræðigreinar eins og náttúrufræði hlutu að staðna, því að dýr og fuglar urðu að táknum, sem ekki mátti hrófla við. Bestu dæmin um þetta eru táknin, sem bundin voru fuglunum Halkíon og Fenix. Á Þjóðminjasafni íslands er geymt höfuðlín frá Snóksdal, þar sem fuglinn Fenix er sýndur í öllum myndum sínum, samkvæmt þjóðsög- unni. í rauninni þýða þessar myndir ekkert annað, en að verið er að segja söguna af þjáningu og upprisu Drott- ins vors Jesú Krists. Síðar mun ég fjalla nánar um þessa sögu. Þessi túlkunaraðferð heitir á máli 13. aldar „andleg spekt“, en á máli 17. aldar „andleg útþýðing" eða andleg merking“, einnig „annarleg merking", á latínu „allegoria". Nú nýverið hafa menn farið að nota orðið „iaunsögn“ um þetta fyrirbæri, og er sú merking komin úr ritum Einars Pálssonar. Nú er það svo, að andleg merking oröa eða sagna var mjög algeng á miðöldum. Menn kunna því að draga þá ályktun, að andleg túlkunaraöferð hafi lagst niður við komu siðaskipt- anna til íslands, en slíkt er hin mesta firra. Ég hefi lesið kvæði um fuglinn Fenix, sem ort er 1812, sem nákvæm- lega præðir hina andlegu túlkunarleið. Og hvað er kvæði Jónasar Hallgríms- sonar um sumardaginn fyrsta. („Ad amicum“) annað en andleg miðalda- spekt. Okkur nútímamönnum er það tamt að leggja sálfræðilegan dóm á skáld- skap. Með þessu á ég við, að skáldið leitar tjáníngarinnar í tilfinningalífi sínu. Myndmálið, sem hann notar, beinist aö hinum innra manni hans sjálfs og áheyrandans. Þegar talað er um dýpt í skáldskap, er átt við það, aö skáldið beinir huga lesandans inn á við, svo að hann sér myndirnar í huga sínum, og þar fá þær merkingu. Þetta þýðir blátt áfram, aö maðurinn sér í skáldskapnum sína eigin mennsku. Hin andlega spekt leitaði í allt aöra átt. Hún reyndi að beina huga lesandans til himna, og hún gerði það með markvissum hætti, svo að lesandinn gat ekki villst. Táknmáliö tók ekki miklum breytingum öldum saman. Það var fast og öruggt. Hrafninn var táknmynd hins vonda, dúfan tákn- mynd hins góða. Á því gat enginn villst. Nútímaskáld hafa aftur á móti gert hrafninn að miklu gæöablóði, en það er ekki andleg spekt, heldur hreinasta falskenning eftir skilningi fortíðarinnar. Davíð Stefánsson og séra Jón Magnússon í Laufási eru tveir andstæðir pólar, hvað snertir skilning á hröfnum. Séra Jón yrkir að andlegum hætti, en Davíö aö nútíma- legum. Þarna erum við komnir að einum mikilsverðum punkti varðandi hina andlegu merkingu. Hún blandaðist saman við þá heildarhugsun, sem almennt er nefnd hjátrú nú á dögum. Og það er kannski þess vegna, sem andlegar bókmenntir 17. aldar hafa um langt skeið verið hundsaðar af síðari alda mönnum. Enginn þekkir nú afrek séra Jóns í Laufási og séra Páls Björnssonar í Selárdal á þessu sviði. Á hinn bóginn hafa menn byggt 74- metra háa kirkju til minningar um samtíðarmann þeirra, Hallgrím Pét- ursson, sem var gott skáld, en virðist ekki hafa haft fullt vald á hinni andlegu spekt á borð við hina. Þetta er gott dæmi um sögufölsun, sem gerir einn að dýrlingi, en annan að galdramanni, meö óréttu þó. í þessum greinum mínum ætla ég að draga fram í dagsljósið ýmsar gleymdar heimildir um andlega spekt þeirra 17. aldar íslendinga, og mun ég um leið bregða mér til beggja átta í tímanum eftir því sem verkast vill til að finna hliðstæður. Ef fólk hefur einhverja skemmtun af þessu þá er vel. En ég verð að vara fólk við. Þessir gömlu menn voru ekkert að kinoka sér við að nefna hið illa með réttum nöfnum. Tilveran átti sér sess milli tveggja skauta, Himnaríkis og Helvítis, og líkingamálið bar þess vott. Á hinn bóginn verður að geta þess, að hin andlega spekt gat af sér í útlandinu ódauðleg listaverk, sem samtíma- menn þessara íslendinga skrifuðu.. Á ég þar við „Paradísarmissi“ Miltons og „För pílagrímsins“ eftir Bunyan. Séra Jón í Laufási orti hliðstæður beggja þessara verka, sem nú eru íslendingum ókunnar. Og þær verða íslendingum ókunnar svo lengi sem lærdómsmenn þeirra forsmá þennan rammíslenska arf. Oddur biskup Einarsson var biskup í Skálholti í 41 ár. (1589—1630). Eitt af því, sem hann gerði á biskupsárum sínum var aö þýða á íslensku úr dönsku bók nokkra, sem kallaöist „Reisibók Búntings". í henni var sögustööum Biblíunnar lýst, bæöi landfræðilega og söguiega. Nöfn sögustaða voru þýdd á norrænu (þ.e. íslensku), og hvar sem tækifæri gafst var dregin andleg merking af ferðum hinna heillögu persóna. Þessi bók var upplögö handbók fyrir presta, sem vildu krydda ræöur sínar með andlegum líkingum. Víöa má sjá, að skáld sautjándu aldar hafa notaö þessa bók, ellegar einhverja hliðstæöu hennar í útleggingu sinni. Sem dæmi um þýðingar á staöanöfn- um má taka nokkur úr Bók dómaranna: Besek = reiðarþruma og elding; Zephat = sjónarhæð eöa varöa; Hama = bölvan; Gaza = sterk; Arad = skógarasni; Zaanaim = eikur; Thabor = klárt eöa bjart fjall; Hazor = grænt haf eða grænn garöur; Jesreel = Guös sæöi. Orðaskýr- ingar þessar eru stakar, og er sjaldnast út af þeim lagt, nema þær tengist andlegri sögu dómaranna, sem er þá jafnan tekin sem fyrirmyndan (fígúra) upp á baráttu Krists og kirkjunnar. Þetta orö: „fyrirmyndan“ er því lykilorð í þessari túlkunaraöferö. Staöir og persónur eru fyrirmyndanir þess, sem gerist í sögu Krists, og ef því er aö skipta, sögu kirkjunnar, brúöar Krists. Hetjan er nær ætíö fyrirmyndan Krists. Hann berst fyrir brúöi sinni kirkjunni móti hinum helvíska dreka. Allt Gamla testamentiö og apókrýfu bækurnar eru heimfæröar upp á þessa fyrirmyndan. Svo líking sé tekin af formála Sverris sögu í Flateyjarbók, berst hinn Algjöri Styrkleiki viö Grýlu og vinnur fullkominn sigur. í þetta skipti skulum vil fylgja herra Oddi Skálholtsbiskupi á ferö hans og Buntings til Paradísar, og vita hvers viö verðum vísari. „Þetta orö Paradís, sem á hebresku nefnist Pardes, merkir einn fagran og lystilegan myrtegarö eöa aldingarö, í hvörjum mörg myrtitré vaxa, hvör aö bera smá ávexti og ber, og nær menn pressa eöa fergja þaug, þá rennur út af kostulegt og sætt vín. í Heilagri skrift kallast sá staöur, hvar í Paradís hefur veriö Eden, þaö er vellyst, því þar hefur veriö yfirfljótanleg nægö af allskyns vellyktandi blómstr- um, jurtum, trjám og eplum, fuglasöng, og fullt af öllum lystilegum hlutum. Og eftir því, aö Paradís tilskikkuð fyrir þann fyrsta mann, og alla hans eftirkomend- ur, þá er þaö til ónýtis, ef nokkur vildi þenkja, aö þaö hafi veriö einn lítill aldingaröur, og ekki utan fáeinar mílur á breidd, heldur aö þaö hafi verið sá helsti og besti staöur á jöröunni, svo sem hefur veriö Syria, Mesopotamia, Damaskus og Egyptaland, hvar Jerusal- em stóö í miöjunni, og aö þetta sé svo í sannleika, þá útvísa þaug fjögur fljót eöa vatnsföll, sem runnu um Paradís, Örkin hans Nóa, dúfan og hrafninn eru fyrirmyndanir úr gamla testamentinu, sem voru afar vinsælar í skáldskap og list. Séra Jón Magnússon í Laufási orti heila rímu um þetta efni og gerði sér lítið fyrir og lagði út af mannspilunum í mansöng rímunnar. Dúfan meö olíukvistinn táknaði Heilagan Anda, sem flutti fagnaðarerindi Friðarins bæði.Nóa og öörum mönnum. Hrafninn var aftur á móti skrattinn sjálfur. Fólkið sem kallsaði Nóa var fyrirmyndan þeirra sem köllsuðu Guð. — Hér sýnir Gustave Doré örkina, dúfuna, og fólkið sem kallsaði fyrirheiti Guðs. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.