Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 11
Þar hefur jöröin brúkaö hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn." Skyldi nokkur efast um þaö lengur, aö Öskjuhlíðin hafi veriö vaxin birkiskógi þegar land var numið má benda á tvennt og jafnvel þrennt. Þegar svokalla Hall- geröarleiöi langbrókar var rofiö viö túnfótinn á Laugarnesi fyrir allmörgum árum reyndist þaö veröa leifar af rauöablástursofni. Þar hefur aldrei veriö unniö járn nema því aöeins aö skógur hafi verið nærtækur. Frjórannsóknir hafa sýnt, að birki hefur vaxiö á næstu grösum viö Reykjavík fram eftir öldum, og nú þrífst birki mæta vel í Öskjuhlíð og sáir sér óöfluga út. Víkursel var notað fram aö 1800, en síðasta selráðskona var Elín Þóröardóttir, og þá var selið taliö eign Hlíðarhúsa. í sambandi viö seliö má nefna atubrð einn, sem víöa spuröist. Á síöari árum 16. aldar bjó Narfi Ormsson sýslumaður í Reykjavík. Hann átti dóttur Þórnýju að nafni. Hún mun hafa verið selráöskona um eöa skömmu fyrir 1600. Giftist hún Gísla Einarssyni, bróöur Odds biskups, og segir Steingrímur biskup Jónsson svo frá: „Þótti sú gifting af rasandi tilhlaupi sjálfs hans. Reiö um Mosfellsheiði um sumariö, gisti í Víkurseli. Smalamaður reiö heim um nóttina, sagði bónda gestkomuna. Hann brá skjótt við, kom aö selinu óhentuglega, þótti fleira í sæng dóttur sinnar heldur en von átti á. Sýndist gestinum skárst afráðið, að lofa eiginorði. Síöan var hún sótt frá Skálholti til aö læra siðu og sóma, veitti tregt, því saumur er barnsvani." Víkursel stóð spölkorn ofan við mýrina, sem þá nefndist Seljamýri en síðar Skildingarnesmýri og hefur sést til tófta þess til skamms tíma. Hafa þar veriö þrjú lítil hús sambyggð aö sögn Árna Óla hins fróöa manns sem er heimildarmaður minn aö öllu því er sögu Öskjuhlíöar viö kemur. Gróðursetning Eins og fyrr getur hófst trjáplöntun vestast í hlíðinni fyrir 26 árum. Síöan jókst gróöursetningin ár frá ári undir stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur og Einars G. E. Sæmundsens meöan hans naut viö, en hann lést í febrúar 1969. Síöan hefur Vilhjálmur Sigtryggsson veitt þessu forstöðu. En öll gróöursetningin og vinna viö hirðingu trjágróöursins hefur veriö greidd af Hitaveitu Reykjavíkur en að mestu unnin af verkfúsum höndum vinnuskóla borgarinnar. Ég hef ekki handbærar tölur um plöntunina frá ári til árs, en aö meðaltali lætur nærri að hún hafi numið um 10.000 plöntum á ári. Mest var sett niöur áriö 1974, 21.000 plöntur. í fyrstu var aðallega gróöursett birki og nokkuð af sitkagreni, en síöan var plantað miklu af bergfuru og fjallafuru ásamt sitkagreni. Þá hefur og verið plantað allmiklu af alaskaösp og viöju en einnig nokkru af öðrum trjátegundum. Þar á meðal eru stafafura, blágreni, hvítgreni og elri, svo aö nokkuö sé nefnt. Sakir þess aö Öskjuhlíðin er grýtt, hnullungar og stórgrýti víöa á yfirborði hlaut öll gróöursetning aö fara eftir landslagi. Trjáplönturnar eru ekki settar niöur eftir beinum línum og tegundum er oft plantaö hverri innan um aöra. Þetta gefur landinu allt annan svip en ef plantað heföi verið einni og sömu tegundinni á stóra fleti. Víöa inni á milli eru balar og skútar, þar sem fólk getur sólað sig í logni. Þetta eykur allt á fjölbreytnina, ekki hvað síst á haustin þegar lauftrén taka á sig margskonar liti. Þegar hafist var handa um plöntun í Öskjuhlíöinni skorti ekki úrtölumenn, sem sumir héldu því fram aö trén mundu eyða og útrýma hinni fallegu og sérkennilegu flóru hlíöarinnar. Svo hefur þó ekki reynst, en breyting hefur orðiö á tíöni ýmissa tegunda. Frjósemi jarövegs hefur aukist mjög og því hafa þurftamiklar plöntuteg- undir færst i aukana jafnframt því aö þær eru bæöi stærri og þroskameiri en fyrrum. Vöxtur trjánna Fyrir skömmu var hæö ýmissa trjáa mæld þar sem fyrst var hafist handa um gróðursetningu. Af þeim má draga ýmsar ályktanir, en því skal að mestu sleppt hér. i litlum birkilundi, sem plantað var áriö 1952, fyrsta gróðursetningarárið, var hæö 4 trjáa frá 3.5 metrum upp í 4.0 metra. Voru fleiri af svipaöri stærö en meöalhæö lundsins er um 3.7 metrar. Þetta er allsæmilegur vöxtur á þeim 26 árum, sem liöin eru frá gróðursetningu. í sitkagrenilundi, sem er nokkru yngri eöa frá 1955 eöa 1956, voru mæld 8 tré. Hæö þeirra var frá 4.1 og upp í 5.2 metra: Meöalhæð þeirra var 4.7 metrar, en meðalhæö alls lundarins er um 3.8 metrar. Þá voru mældar fáeinar bergfurur, væntanlega 22. ára. Meðalhæö þeirra var röskir 3.0 metrar, en þetta er seinvaxin tegund, sem aldrei nær mikilli hæð. Lítið er enn um stafafuru, en tvær, sem vaxa viö gamla Skildinganesstekkinn og eru 18 ára, voru aðeins innan við 4.0 metra á hæö. Alaskaaspir eru í smáþyrpingum á víö og dreif og á ýmsum aldri. Meöalhæð nokkurra, sem eru um 22 ára, var um 4 metrar, og einstaka viöja haföi náö sömu hæö. Asparvöxturinn er minni en vera ætti, og er auðsætt að jarðvegurinn er öðruvísi en þær hefðu kosið. Aö auki eru hér nokkur blágreni á ýmsum stööum, en þau fara sér enn mjög hægt. Þau eru ein til tvær mannhæðir og eru Ijómandi falleg. Af mælingunum er Ijóst, aö sitkagreni og stafafura vaxa hraðar en aðrar tegundir, og af vaxtarlagi þeirra má ráöa aö báðar tegundirnar eru harðgerari en íslenska birkiö. En hinsvegar gleður þaö augaö aö sjá urmul sjálfsáinna birki- plantna út um alla hlíö, þar sem birkið er fariö að nálgast annan áratuginn. Hvað við blasir Öskjuhlíöin hefur oft veriö athvarf Reykvíkinga þegar þeir vildu hverfa frá amstri og erli dagsins, skólapiltar gáfu skjólbesta staðnum nafnið Beneventum því þangaö var gott aö koma, og þar hafa efláust margir elskendur trúlofast eins og Gísli og Þórný forðum, en þessum stað var að mestu eytt af breska hernámsliöinu meö byggingu olíu- og vatnsgeyma. Nú eru olíugeymarnir á brott en eftir standa miklar hleöslur, sem voru umhverfis þá, og eftir er byrgi eitt mikið uppi viö klettana, sennilega gamall vatnsgeymir, sem þyrfti að rífa burt. Ef syösti hluti grjótveggjanna frá hernámsárunum væri numinn burt um leiö er mér nær aö halda aö Beneventum gæti aö mestu risiö upp á ný. Með góöum tækjum væri þaö lítið áhlaupaverk. Samtímis þyrfti aö fjarlægja ýmiskonar dót og drasl, sem er bæöi austast og vestast viö hlíöarsporöinn, milli hans og flugvallarins, því þaö stingur mjög í augu þegar horft er af hlíöinni. Þegar tímar líöa munu Reykvíkingar vera þeim mönnum þakklátir, sem aö fegrun Öskjuhlíöar hafa staöiö, bæöi þeim, sem þá stjórnuöu hitaveitu og borginni, svo og hinum, sem unnu verk þetta á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur.. Þórunn Solholm Amma raular við barn — þula — Vilt Þú ekki vinur litli, vera med í ferð meðan sólin signir láð og sefur fugla mergð. Við á bláum báruvængjum berumst út um lönd létt og hratt á litla bátnum, leggjum svo að strönd. Þar sem fjörugullið geymir gömul sögubrot og á Ijóði og ævintýrum aldrei verður Þrot. Leiddu ömmu litli vinur löbbum svo af stað, yffír mó og mosaÞembur, mýrar og forarvað. Við skulum finna lítinn bæ sem liggur móti sól, göngumóðum gott er Þar að gista og finna skjól. Svanir fljúga stundum yfir, sóley gyllir hól Þar í túni er lítil lind og lækur nokkuð fjær. Ekki finnst í öðrum sveitum önnur lind svo tær. Hún hefur aldrei annað séð en opinn himininn, af Því hafa augu hennar undrafagurt skin. Mennirnir brugga meinleg ráð í myrkrinu litli vin. Þar á litla lóan hreiður lynginu græna í og á háum hamrastallí hrafninn ber viö ský. Örn og Valur yfir sveima ekki er lömbum Þá tryggt að hlaupa mel og móa mömmu sinni frá, urðarkött og refinn rauða rekast stundum á. Nú eru kýrnar komnar út og kálfar taka sprett ærnar eru upp á heiði eða suður við rétt. Inn á mýri hrossahópur hleypur upp með leik brúnleit hryssa og gamli Gráni pau eru bara spræk, aftast röltir einhver klár með annarlegan kæk. Bóndinn hvassan brýnir Ijá og byrjar svo að slá húsmóðirin hleypur út Því hún á mikla Ijá. Röskar stúlkur rembast viö að rifja stóran flekk. Telpuhnokki trítlar um og tekur rök í sekk allir vinna virkum höndum völpur lófinn fékk. Ertu búinn litli vinur lítill fótur sár? Við höfum gengið lengi lengi líklega fleiri ár, við skulum stöðva og staldra við nú stundar mót kveld, bráðum sjáum viö bæjarpilin blika í sólar eld. Þar er alltaf opið hús og skortir ekki mat fram í búri á boröi stendur brauð, smjör og fat, mjólk í könnu, skyr í skál, — hér skortir ekki neitt. Viö skulum borða barnið mitt Því við erum orðin Þreytt. Amma laugar lítinn dreng og leggur hann í sæng, signir hann og syngur um sól og englavæng. Náttdögg reyfar blóm á bala, blikar stjarna í geim, við Þurfum ekki að fara lengra, viö erum komin heim. Þórunn Stefánsdóttir Solholm, höfundur Þulunnar, er frá Fossi í Grimsnesi, Þar sem foreldrar hennar bjuggu. Hún giftist Norómanni og fluttist til Norega 1946, en Erling Solholm, maður hennar var einn af Þeim norsku sjómönnum, sem hár urðu innlyksa, Þegar Þjóóverjar hernómu Noreg. Þau hjón eiga tvö uppkomin börn og heimili Þórunnar hefur verið í Noregi. Hún er aungvu að síður gallharður íslendingur og hagmælt eins og Þulan ber meö sár. Fyrr á árum tók hún Þótt í tónlistarlífi í Reykjavík; söng Þó bæði í Fríkirkjukórnum og kvennakór, sem Hallgrímur Þorsteinsson stjórnaði. Hún var auk Þess ein af stofnendum Hörpukórsins, sem lát til sín taka á tímabili og dr. Robert A. Ottósson stjórnaði og orgelleík lærði hún hjó Jóhanni Pálssyni frá Hlíð. Þórunn Solholm er ein af Þeim islendingum, sem um áratuga skeið hafa búið erlendis og lagt i metnað sinn að glata ekki tengslunum við móðurmólið og íslenzka Ijóðhefð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.