Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 8
MYNDLIST VERÖLD FANTASÍUNNAR Hann er Spánverji eins og nafnið bendír til; fæddur í Barcelona 1934. Listnám stundaði hann í heimalandi sínu, en fluttist um tíma til Miinchen í Þýzkalandi og vann bæöi par og í París. Um tíma bjó hann og vann í Bandaríkjunum; hélt sýningar í New York og París, en sneri síöan heim til Barcelona og settist bar aö. Lengi vel vann Gallardo viö það, sem kallaö er á ensku „commercial art“, eöa skreytingar hverskonar. Þaö voru bókarkápur, lýsingar í blöð og tímarit, plötuumslög og pesshátt- ar. Sú vinna kom honum á sporiö í nákvæmri raunsæisútfærslu og síö- an í súrrealisma. Fljótt á litiö virtust verk hans raunsæ og geysilega nákvæm. En pegar betur var að gáð, kom í Ijós, að Gallardo málaði blóm, sem ekki voru til í jurtaríkinu, „en ættu að vera til í raunveruleikanum“ eins og einhver orðaði Það. Gallardo varö kunnur fyrir stílfæröar verur, sem einungis voru upp sprottnar í hugarheimi hans, en fram settar með peirri nákvæmnisútfærslu, að lengra verður vart komizt í peim efnum. Tækni hans er við brugöið; menn rýna í glitrandi gimsteina og annað ámóta í verkum hans og telja víst að annaö eins sé ekki hægt nema með tæknilegum brellum. En svo er pó ekki; Gallardo málar bara uppá gamla móðinn og beitir ýmisskonar aöferöum: olíumálverki, akrýl, gvassi, penna eða krítarlitum. Og oft notar hann blandaða tækni. Sum verk Gallardos hafa vakið umræður um gamalt prætubókarefni í myryllist; nefnilega greinarmuninn á skreytingum og „fagurri list“. Með öðrum orðum: Hvar eru mörkin og hvenær er góð bókarskreyting eöa plötuumslag á svo háu, listrænu plani, aö talið verði til „fagurra lista“? Og í ööru lagi: Er vist aö allt, sem gert er undir merki „fagurra lista“ standist mál og sé pegar til kastanna kemur mikið skárra en paö, sem unniö er fyrir allskonar útgefendur og birtist á prenti? í nútíðinni hefur líka komíð upp tregða á pví að viðurkenna til fulls pað, sem unnið er „eftir pöntun“. Listamaðurinn á að vera fullkomlega frjáls; enginn á að segja honum fyrir verkum, og svo framvegis. „Menn VERKUM virðast búnir aö gleyma pví“, segir Gallardo, „aö Þegar gömlu meistar- arnir geröu sínar nafntoguðu myndir í kirkjur, var peim oft sett all nákvæmlega fyrir, hvaö efnisinntak varöaði og stundum uröu peir par á ofan aö taka tillit til pólitískra og fjárhagslegra aðstæðna.“ Ekki svo að skilja, aö Gallardo hafi unnið öll sín verk eftir pöntun og til notkunar í bókum eöa annarsstaöar. Jafnframt vinnu við ýmiskonar skreytingaverkefni, fór hann snemma að fást viö „málverk“ eins og paö er oft kallað til aðgreiningar. Nákvæmni hans og ást á smáatriö- um leiddi hann í ákveðna átt og eins og aðrir eignaðist hann sína læri- meistara og áhrifamenn. Fyrst og fremst er talið að áhrifin eigi rót sína að rekja til súrrealistans Réne Magritte, sem ugglaust má telja meðal hinna snjöllustu í furöuveröld súrrealistanna. En munurinn á Mag- ritte og Gallardo er pó sá, að hinn síðarnefndi fer miklu nákvæmar í smáatriði. Eins og nærri má geta, hefur Gallardo einnig orðið fyrir áhrifum frá landa sínum Salvador Dali. Heimur Gallardos er þó allur annar en heimur Dalis og varla hægt aö segja, aö áhrifin séu auösæ. Hann blæs gjarna upp pann smágerða veruleika, sem liggur viö fætur manns og mörgum sést yfir: blóm, fiðrildi, skordýr, skeljar og eins og áöur sagði: gimsteina eða annað álíka fínirí. í beztu verkum sínum eins og „Brúökaupinu“ og sjá má á forsíðumyndinni, er Gallardo kominn upp að hliðinni á peim, sem skipa fremstu röð í súrrealisma. Eftirspurn eftir verkum hans er mikil og vaxandi; hann hefur umboðsmenn í París og New York og vinnur nú orðið einvörðungu fyrir söfn og safnara. Það fylgir verkum af pessu tagi, aö pau verða ekki hrist framúr erminni. Gallardo vinnur tiltölulega fáar myndir á ári hverju. En likt og sagt var um Picasso á seinni árum, vinnur Gallardo sér til skemmtunar. Hann sökkvir sér niður í hina óútreiknanlegu veröld fanta- síunnar, þar sem menn hafa fugls- höfuð og flugurnar mannslíkama. Gísli Sígyrðsson. GERVASIO GALLARDC

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.