Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 12
ORÐ I BELG Jóhann Sveinsson frá Flögu GRALLARABRJÓTUR — GRALLARASPÓI Stundum hlusta eg á morgunþætti útvarpsins. Oft er aö þeim góö dægradvöl og jafnvel fróöleikur nokkur. í einum slíkra þátta talaði Árni Óla fræöimaður um sálma og sálmabókaútgáfur, greinagóö frásögn. En eitt atriöi leyfi eg mér aö gera athugasemd viö. Árni nefndi mismunandi merkingar á orðinu grallari og oröum, sem af því eru dregin, m.a. grallarabrjótur (má eins vera ritað í tveimur oröum), kenningu á presti, og vitnaöi í Bólu-Hjálmar. Á hann þar við vísuna — Grallara- brjótur gæöaspar o.s.frv., sem prent- uð er í Bólu-Hjálmars sögu (útg. 1911, bls. 142). Vísan er þar sögö eftir Bólu-Hjálmar um sr. Sigurö Sigurðsson, síðast prest á Auökúlu, en það er algert mishermi. Vísan er vafalaust hvorki um sr. Sigurð né eftir Hjálmar, enda er margt missagt í sögunni, og veröur aö nota hana sem heimild meö ýtrustu gagnrýni. Kem eg þá aö tildrögum vísunnar, en lesöndum til skilningsauka vil eg hafa svolítinn formála. Notazt haföi verið viö andlegan kveöskap til helgihalds í landi hér, sálmabók og messusöngbók, (Grallarann), allt frá sögum Guöbrands biskups nálega óbreyttan, þótt útgáfur væru margar, fram um aldamótin 1800. En 1801 kom út ný sálmabók (Messusaungs og sálmabók). Þá útgáfu önnuöust Geir biskup Vídalín og Magnús Stephensen. Mun sá síöarnefndi hafa mestan þátt átt í verkinu og sett sitt mark á þaö, því að Geir var enginn atkvæðamaöur, þótt lærður væri vel og hiö mesta valmenni^kallaöur Geir góði), en Magnús starfsmaður mikill og ráðríkur. Ekki var bókinni vel tekið, og spruttu af deilur og ófagrir kviölingar. Öllum spjótum viröist hafa veriö beint gegn Magnúsi, en ekki Geiri. Mörgum hinna gömlu sálma var umbylt mjög gerræðislega. Aö vísu höföu margir þeirra verið hinn argasti leirburður. En þótt Magnús væri gáfaöur, hámenntaður aö þeirra tíöarhætti og bæri aö mörgu leyti höfuö og heröar yfir samtíðamenn sína, var hann ekki snillingur hvorki í Ijóðum né laffsu máli, sízt þó Ijóöum. Uröu því breytingarnar og margir nýir sálmar, sumir eftir Magnús sjálfan, æriö afkáralegir og hlíttu meira aö segja ekki réttum bragreglum. Verst var, þegar Magnús breytti sálmum eftir góðskáld samtíöar sinnar, t.d. sálmum Jóns Þorlákssonar á Bægísá. Eins og nærri má geta um svo gáfaðan og menntaðan mann, auk þess mjög snortinn af skynsemistrú (rationalismus), lagði hann engan trúnaö á erfðasynd, fórnfæringarkenninguna né djöfulinn sem persónulega veru. Ber sálma- bókin þess glögg merki, aö sneitt er hjá þessum atriöum. Samt segír Jón biskup Helgason: „Hún (sálmabókin) var fjarri því aö vera ókristileg eöa óevangelisk — “ (Kristnisaga íslands II, bls. 288). Og ennfremur segir Jón: „Magnús haföi mætur á kristinni trú" (s.r., bls. 286). Hefir bókstafsþrælum og djöflatrúarmönnum heldur en ekki brugðið í brún, er bókin kom út, og almúginn hefir verið sama sinnis sökum vanafestu. Sérstaklega sökn- uðu sumir sárlega djöfulsins, sem burt rekinn var úr bókinni. T.d. segir sr. Sæmundur Magnússon Hólm: Andleg sálma er oröin bók andskotalaust rusl. Benedikt skáld Gröndal eldri slær léttara tón og þykir ekki mikil eftirsjá aö honum í neðra: Á guöi hef eg það trúartraust hann tilbeiðslu þiggi djöflalaust. Kem eg þá að vísunni, sem vitnaö er í hér aö framan og er tilefni þessa greinarkorns, en hún er birt í — Om digtningen pá Island í det 15. og 16. árhundrede 1888, bls. 428, doktors- riti Jóns Þorkelssonar yngra (forna). Læt eg Jón hafa oröið: „Stephensen blev af de gamle gudfrygtige, konservative betitlet med alle slags forhánende navne; sáledes blev det næsten stáende frase at kalde ham „gradualets bryder" (gallara brjótur), som f.ex. i dette vers: Grallarabrjótur gæðaspar gengur Ijótur tilsýndar um hraungjótur ágirndar á tréfótum stórsyndar." Vísan á því viö Magnús Stephen- sen, en ekki sr. Sigurö á Auðkúlu, og Bólu-Hjálmar hefir sjálfsagt veriö barn aö aldri er hún var kveöin. Vísan er nákvæmlega eins í báöum þessum ritum, nema Bólu-Hjálmars s. hefir hraungrjótiö f. hraungjótur í 3. bragl. Auk þess væri kenningin ótæk um prest og gæti naumast átt viö nema e-n, sem bryti gegn Grallaranum eöa aö minnsta kosti gegn helgum fræöum. Brjótur er sá, sem brýtur e-ð, t.d. sveröa brjótur: hermaöur; gulls brjótur; konungur, sem brýtur gullið til gjafa fyrir menn sína (Reyndar er einnig gefinn n.m. í Bólu-Hjálmarss. annar lesháttur: -njótur f.-brjótur, sem væri skaplegri kenning, ef um prest væri aö ræða). Þá vil eg minnast á orðið — grallaraspói. Oröiö er gefiö í viö- bætinum viö orðabók Blöndals og látiö merkja, gleiðgosa o.fl., en ekki er það úr bókum tekið, heldur þá úr mæltu máli, en aldrei hefi eg heyrt oröiö í munni manna í þessari merkingu. En oröiö hefir veriö haft um prest, raunar kenning á slíkri persónu, og er einkar vel viöeigandi, þótt ekki sé kenningin sérlega viröuleg, sbr. vísuna: Loks þegar snjóinn leysti í ár lands um flóann kunnan, kom meö lóum grettur, gráar grallaraspói aö sunnan. Tilefni vísunnar var það aö sr. Guðjón Hálfdánarson fékk Saurbæ í Eyjafirði og fluttist þangaö sunnan af landi vorið 1882. Vísan er eftir Jónas Jónasson, kunnan hagyrðing í Eyja- firði (Sjá Vísnasafnið I, bls. 101, ennfremur s.r. II, bls. 149, safnað og útg. af Jóhanni Sveinssyni; Óðinn XII, bls. 8, en þar er vísan rangfeðruö). INDÍÁNA „011 menning okkar byggist á frjósemi“ Ofan á allt annaö sem gert hefur veriö bandarískum indíánum til miska, bætist nú þaö, aö fjöldi indíánakvenna hefur verið geröur ófrjór. Eftir Rainer Paul. Indíánar á víga- slóð, í óeigín- legri merkingu pó, sem betur fer. Þeir eru parna búnir að tjalda á flötinni framan við Hvíta húsið, komnir til að verja rétt sinn og kæra meintar misgerðir. Lamahjörtur hét höfðingi af ættstofni Cheyenneindíána í Norður-Ameríku; hann var frægur af hreysti sinni og hugdirfsku og fara af honum miklar sögur. Hann féll í bardaga við hvíta menn sem voru þá óðum að leggja undir sig lönd indíána en útrýma þeim sjálfum. Það verk gekk svo vel, sem kunnugt er, aö indíánum stórfækkaöi þar til þeir komust fyrir á nokkrum smáskikum sem hvítír menn létu þeim eftir hér og hvar um landið. Hafa indíánar hjarað Þar við bág kjör, að ekki sé meira sagt, og sífellt verið nær þeim gengið, og nú undan- farna mánuði hafa legið fyrir Bandaríkja- þingi frumvörp til laga þess efnis, að þeir skyldu sviptir þeim litlu réttindum sem eftir voru. En áfram með Lama hjört. Menn hans heygðu hann með viðhöfn uppi í fjöllum, ekki alllangt frá þar sem nú er „höfuðstaður" Chey- enne-byggðarinnar og heitir eftir hon- um: Lamahjörtur, og er gott dæmi um indíánaþorp nú á dögum. Þetta er heldur nöturlegur staöur. Þegar þurrkar eru vaöa menn rykið á götunum í ökkla, en eftir rigningar leðju. Hús rísa fæst undir nafni, þetta eru lágreistir kofar, vanhirtir eins og flest annaö þarna. Þó er meiri menningarbrag- ur á sumum en öörum, eigendur hafa sett upp nafnspjöld sín og stendur t.d. „Stóra vinstrihönd" á einu og „Horfir-um-öxl“ á öðru, hvort tveggja gömul og gegn Cheyenne-nöfn. Landslagið bætir aö vísu upp bæinn; það er stórkostlegt. Bæjarbúar láta sér þó fátt um þaö finnast, enda hafa þeir um annaö aö hugsa. Það búa ein 2000 Cheyenneindíána á þessum slóöum — og þeir eru allir á framfæri ríkisins. En ríkiö skammtar naumt þarna eins og víöar. Indíánarnir berjast í bökkum. Þeir eru afskiptir í flestum greinum. Þess gætir í framkomu þeirra, aö þeir hafa átt illu aö venjast; þetta eru fáskiptnir menn, þöglir og tortryggnir, og trúlega orðnir nokkuö ólíkir forfeörum sínum, Cheyenneköppum þeim sem unnu ásamt Siouxmönnum frægan sigur á liöi Custers (hershöföingja sem svo er nefndur þót't hann yröi reyndar aldrei nema undirofursti) við Little Big Horn. Þaö var einn síðasti sigur indíána. Þeir hlutu aö tapa stríðinu. Læknar virðast teknir við Reyndar leit svo út um mitt þetta ár, aö indíánar væru komnir í vígahug á ný eftir nærri 100 ára friö. Um miðjan júlí söfnuðust ein 3000 indíána saman í Washington, og sumir komnir gangandi um nokkur þúsund kílómetra veg, og slógu þar tjöldum. Þeir voru komnir til að vekja athygli yfirvalda á kröppum kjörum sínum og setja fram kröfur sínar og ekki sízt til aö kæra meint mannréttindabrot sem þeir kölluöu skipulega tilraun til þjóðarmorös, hvorki meira né minna. Þeir kváöu framtíð indíánaþjóðanna í hættu, þaö væri hreinlega veriö aö reyna aö útrýma þeim. „Öll menning okkar byggist á frjósemi," eins og einn forvígismaöurinn, Maria Sanchez, dómari Cheyenneætt- stofnsins í Lama hirti, komst aö oröi, „og þegar reynt er að ræna okkur henni hljótum við aö örvænta um framtíö þjóöarinnar." Því miöur eru þessar ásakanir um útrýmingu ekki jafnfjarstæöukenndar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.