Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Blaðsíða 6
• • • um íyrirmyndanir „Fjallkonan fríð“ er sú fyrirmyndan, sem í nútíma okkar er Þekktust og efskuðust. Hún er fyrirmyndan landsins og móðurmálsins. — Þessi fyrirmyndan á upphaf sitt hjá Eggert Ólafssyni, sem árið 1766 lét prenta meðfylgjandi mynd með sorgarkvæði sínu um Friðrik fimmta „Friöriksdrápu“. Eins og sést lætur Eggert fylgja meö rækilegar skýringar á öllum fyrirmyndununum í mynd sinni. — Mynd pessi er varöveitt á Þjóðminjasafni. Ljósmynd: Gísli Gestsson. sem voru Ganges, Eufrates, Tigres og Nilus. Og þó aö þessi fjögur fljót hafi í þann tíma komiö af einum straumi, þá eru þaug þó síöan svo mjög aöskilin hvört frá ööru af syndaflóðinu, að þeirra uppsprettubrunnar, af hvörjum þaug fljóta, eru nú mörg hundruö mílur hvört frá öörum, og öll jöröin hefur svo slétt verið eydd meö syndaflóðinu, aö menn hafa ekki eftir þaö kunnaö lengi aö finna Paradís. Þar fyrir er þaö ónauð- synlegt aö disputera hér um meö mörgum orðum. Nokkrir læröir menn halda, aö Paradís hafi veriö fyrir syndaflóöiö rétt í þeim staö, hvar Gyðingaland hefur legiö eftir þaö, og að þaö forboöna tré, sm gaf skilning á vondu og góöu hafi staöiö á fjallinu Kalvaría, hvar Herrann Kristur var krossfestur. Aö svo sem Adam og Eva höföu brotiö Guös boöorö í þeim staö, svo hafi einnig Herrann Kristur gjört þaö fullnægju og betalaö fyrir allar veraldarinnar syndir. Sú fyrsta Paradís var hér niöri á jöröunni, og hún var svo sem nú var sagt, meö öllu eyöilögð af syndaflóöinu. En sú önnur Paradís er hjá Guöi, eöa á himnum, svo sem Páll polstuli ávísar 2. Cor. 12.“ Menn sjá hér, aö landafræöi þessa kafla er öll hin fornfálegasta, og enginn mundi standa sig á prófi með þessar upplýsingar á milli handanna. En varðandi andlega merkingu fortíöarinn- ar eru ýmis atriöi merkileg. Fyrst vil ég nefna þýöingu nafnanna Paradís og Eden, síöan legu borgarinnar Jerúsal- em mitt ' í Paradís, þá staö hins forboðna trés á Kalvaríu-fjalli í Jerúsal- em og í fjóröa lagi samanburöinn á © hinni jarðnesku Paradís og hinni himnesku Paradís. Allt voru þetta mikilsverö yrkisefni skálda, aö fornu og nýju. Eitt af fljótunum, sem rann um Paradís, var fljótið Nilus. Um þaö segir svo í „Reisubók“. „Hjá þessu fljóti finna menn og þann fugl Pellicanum, og þann stóra, hræöi- lega orm, Krókodilum, og fleiri önnur hræöileg dýr. í hebresku kallast þetta fljót Gihon, þaö er þaö vatn, sem meö makt fram brýst, og hleypur upp, svo sem Johannes Averianus útvísar. Krokodilus er eitt stórt og hræöilegt dýr, og einn skaölegur ormur, sem menn finna í Egyptalandi hjá Nilo og í India hjá Ganges. Hann kemur af einu eggi, sem ei er svo stórt sem hann, og hann vex svo hann veröur 18 eöa 20 álna langur og stór. Húöin á þessum ormi er svo hörö af þeirri skrápskel eöa hreistri, sem þar er yfir, aö menn ei kunna aö skjóta hann í gegn meö neinu lóöi. Og þessi hræöilegi ormur hefur fjóra fætur og langan hala, og lifir meir í vatni en á landi. Hann upþsvelgir bæöi menn og önnur dýr, nær þaug nálgjast hann. Nær hann sér einhvörn mann, þá fellir hann tár af sínum augum eins og hann gráti, en komi nokkur maöur svo nærri hönum, aö hann kunni aö grípa hann, þá svelgir hann hann strax. Þar af er kominn sá málsháttur, nær einhvör grætur af fölsku hjarta, aö hann gráti korkodilitárum. En þar er eitt lítiö dýr, sem kallast lohevmon eöa náttkrýbir eða nætur- læöa, og er einn hræöilegur ormur krokodili. Þar fyrir fer lohevmon og Framhald á hls. 15 Bragi Ásgeirsson A SANKTI UHROS BAR Eitt er þaö til í Helsingfors, sem hérlendum er meö öllu fyrirmunaö aö njóta, en þaö er aö geta hvenær sem er dags gengið beint inn af götunni á vinalega og snyrtilega veitingastaði og notiö lífsins um stund. Pantaö þaö, sem hugurinn og bragölaukarnir girnast, notiö góörar og lipurlegrar þjónustu í óþvinguöu andrúmslofti. Á slíkum stööum líöur fólki vel, og þar hittir maöur fyrir fólk meö hin ólíkustu áhugamál, en þó venja ákveönar stéttir vafalaust meira komur sínar á suma staði en aöra — eins og gengur. Undirritaöur vandi komur sínar ekki á neina sérstaka „pöbba“ lengi vel, meðan á dvöl hans stóö í Helsingfors þaö réöst af því hvar hann var staddur í borginni hverju sinni, hvar hann leitaöi sér hressingar. Þaö réöst svo líka af sjálfu sér, aö þar sem hann átti iöulega leiö um Safngötu, (Museikatu) á leiö heim aö kvöldi dags, aö hann fór aö venja komur sínar á St. Uhros Pub, — Ölstofan er vel staösett í nágrenni miðborgarinnar og þó dálítiö afsíðis. Er allt í senn í nágrenni viö Þinghúsiö, Finnlandia-húsið, Lista- höllina og Þjóöminjasafniö, en af því mun gatan draga nafn. Þá er mikið um vinnustofur listamanna í nágrenninu m.a. stofnun Lallukka, sem síöar segir nánar frá í annarri grein. Þaö er, meö hliösjón af staösetning- unni, eölilega blandaöur söfnuöur, er venur komur sínar á St. Uhros Pub. Þekktir listamenn sjást þar mikið svo og listnemar, sem gjarnan vilja kynnast og blanda geöi viö þá viöurkenndu, leita hollráöa þeirra. Menn eru hér annaö hvort aö gera sér dagamun eöa einfaldlega aö seöja hungur sitt í upplífgandi umhverfi. Matur sem er vel fram reiddur svo og allt annaö sem -falt er telst á mjög viöráöanlegu veröi og svo nægir aö vera hreinlega klæddur og haga sér vel, — þaö eru einu inntökuskilyröin. Séu menn einmana og skapiö ekki í lagi, er tilvaliö að skreppa á slíkan staö og einnig ef menn eru lúnir eftir miklar göngur um borgina. Þaö er auöséð, aö þannig er þessu farið meö flesta, er þangaö leggja leiö sína aö degi til — fæstir standa lengi viö, en menn eru yfirleitt ekki heldur aö flýta sér tiltakanlega mikiö. Þetta er afslöppun og hvíld frá amstri dægr- anna og hér er fólk ekki stressaö, því aö áberandi er, aö því líöur vel og kemur enda gagngert til aö láta sér líða vel. Sjaldnast veröur maöur var viö ölvun og þá helst, er líöa tekur á kvöldiö, því aö þá eru fastagestirnir komnir eöa einfaldlega fólk, sem er aö gera sér dagamun, en aldrei varö ég var við mikla og óviöurkvæmilega ölvun — slíkt telst vísast til helgi- spjalla. — Menn eru ekki aö hugsa um að kaupa sem mest áfengismagn fyrir sem minnstan skilding, heldur neytir fólk þess, er því fellur best þá stundina. Svo koma margir öllu fremur til aö sýna sig, sjá aöra, hitta kunningja og eignast nýja en aö drekka og slíkum nægja örfáar ölkollur. Stemningin getur á stundum leitt hugann til írskra ölstofa, einkum er menn taka lagiö, en finnsku ölstofurnar eru stórum hreinlegri. Þaö er engin sérstök manntegund, er leggur leiö sína á slíka staöi, heldur fólk úr öllum þjóöfélagsstéttum, og því er þar ósjaldan litríkt mannlíf, sem áhugavert er aö fylgjast meö og mannbætandi aö blandast um stund. — Finnar eru einstakt fólk. Mér þótti vel viö hæfi í tilefni nýbyrjaös árs aö birta nokkrar augnabliksmyndir, er 'ég tók þar eina kvöldstund og kynna þessa hliö á finnskri afslöppun. A efstu myndinni til vinstri sést hinn nafnkenndi myndhöggvari Rito Salonen, sem einkum er þekktur fyrir glerskúlptúra sína. Ekki kann ég deili á dömunni viö hliö hans, en trúlega mun þaá vera listnemi. Til hægri sjáum viö ritara finnska myndlistar- sambandsins Veli Pekka Vahanen — þessi ágæti vinur minn er þarna skartklæddur, enda skauzt hann inn gagngert til aö hitta mig og fá sér ölkollu meö mér, áöur en hann færi aö taka á móti opinberum erlendum gestum finnska myndlistarsambands- ins. Á myndinni fyrir miöju til vinstri sitja nokkrir ábúöarmiklir listnemar. — Hin lostfagra, Ijóshæröa hofróöa heillaði greinarhöfund svo algjörlega þetta kvöld, aö hann var farinn aö hugleiöa aö setjast aö í Finnlandi. Sbr. mynd til hægri. — Neöst til vinstri sjáum viö nafnana Göran söngvara og Göran málara. Göran Augustson málari er meö nafnkenndustu mynd- listarmönnum Finnlands — er fasta- gestur á Uhros Pub og gengur meö munnhörpu í rassvasanum, en Ijóö Elmers Diktonius í jakkavösum. Allar konur fálla fyrir honum — í einskærri hrifningarvímu kasta þær sér til jarðar og missa vatn er þær líta hann augum! Á myndinni til hægri sjáum við hinn nafntogaöa myndhöggvara Leo Laukkanen í góöum félagsskap — trúlega er hin unga kona, er gæti verið nemi í myndhöggi, aö ræöa um höggmyndalist og nýtur þess aö spyrja meistaranna. Allir virtust þekkja hinn nær blinda myndhöggv- ara er var þarna sessunautur’minn — og allir vildu vera honum Ijúfir og góöir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.