Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Page 2
Stefán Edelstein „Pólitískt ákvarðað faguruppeldi er ekki það sem við viljum. Hins vegar er einstaklingurinn og þá sérstaklega börn og unglingar algerlega ofurseldir áróðri skemmtiiðnaðarins... Þessi iðnaður byggir á röngum forsendum að þvíleyti að hann reiknar ekki meðþvíað börn og unglingar eru oft gagnrýnin og búa yfir skapandi eiginleikumu - Fyrri hluti. Því hefur verið lýst yfir af hálfu Sam- einuðu þjóðanna að árið 1979 skuli vera ár barnsins. Þetta er í sjálfu sér einföld yfirlýsing, en ef hún er tekin alvarlega verður hún æði flókin. Ef vel tekst til verður þetta ár til þess aö víðtækar umræður eigi sér stað um stöðu barnsins (og unglingsins) í þjóðfélaginu. Þær umræður kunna að leiða til þess að hafist verði handa sem víöast í heiminum um úrbætur á ýmsum sviðum, börnum og unglingum viðkomandi. Vandamál barna og unglinga eru víða í heiminum svo yfirþyrmandi og varla eru tök á aö skilgreina þau í einni blaöagrein, hvað þá að koma með tillögur til úrbóta. Ef viö lítum eingöngu á þriöja heiminn þá blasa viö tröllaukin vandamál á sviöi frumþarfa barna: næringarskortur, léleg híbýli, ónógur klæönaður, skortur á hreinlæti og heilsuvernd og skortur á lágmarksmenntun. Sá sem einu sinni hefur séö fáætkrahverfi stórborga í þriöja heiminum gleymir því vonandi ekki aftur. Raunverulegar úrbætur í þessum efnum reynast haldlitlar nema þjóðir heims taki höndum saman til að leysa vandamálin í sameiningu. Þó geta einstaklingar gert töluvert, ef maður gerir sér grein fyrir, að t.d. einn og hálfur bíómiði greiðir mjólkur- þörf eins barns í þriöja heiminum í heilt ár. Viö sem iifum í þróuðum löndum þurfum ekki að berjast við hrikaleg vandamál á borð við þau sem nefnd hafa verið. í allsnægta- og velferðarþjóöfélagi eigum við jafnvel erfitt með að gera okkur grein fyrir og skilja vandamál þriðja heimsins í þessu tilliti, þrátt fyrir upp- lýsingaflóð fjölmiðla. Ef við lítum nær okkur sjálfum og rýnum nánar í eigið þjóðfélag kemur í Ijós, aö þótt langflest börn á íslandi búi í viðunandi húsnæði, hafi nóg í sig og á, búi við góða heilsugæslu og njóti menntunar- skilyrða sem geta talist góð, þá eru vandamálin samt æöi mörg. Oft eru vandamálin afrakstur velferðarþjóð- félagsins sjálfs. Sú stööuga þjóöfélags- skipan sem ríkti hér áöur fyrr er ekki lengur við lýöi. Viö lifum nú í öru breytingarþjóðfélagi með öllum þess jákvæðu og neikvæöu fylgifiskum. Hver eru þá vandamálin? Er ekki allt í stakasta lagi? Eru íslensk börn ekki vel klædd, vel nærö og hamingjusöm? íslenskir sálfræöingar virðast vera sam- mála um, aö tíöni ýmiss konar geörænna vandamáia meöal íslenskra skólabarna sé a.m.k. sambærileg við það sem gerist hjá öðrum þróuöum þjóðum. Félagsfræðing- ar og sálfræðingar tala um aö íslensk V ■ ■-! 1 ■ ; 8 :I »' I : . í ■ ' ' f Fw - Æjgm I- ’ W, vLiátí&m Æm/ börn séu oft afskipt, að lítið sé rætt við þau, enda útivinnandi foreldrar oft lítið heima og þreyttir þegar þeir loks koma heim að loknum löngum vinnudegi, að skólarnir veiti of fá tækifæri til opinna tjáskipta og þar fram eftir götunum. Svo virðist því sem gagnrýna megi ýmislegt í íslenska samfélaginu með tilliti til þess hve illa þaö þjónar hinni uppvaxandi kynslóð. Þessari gagnrýni má vissulega beina að okkur öllum sem höfum verið um of upptekin viö aö byggja upp neysluþjóð- félag og höfum á nokkrum áratugum verið að reyna að áorka því sem hefði átt að vera verk margra kynslóða. Viö höfum hreinlega ekki haft tíma til að sinna uppeldi barna okkar. Þar eru allir jafnsek- ir ef svo má að orði komast. Vegna þess að fjölskyldan hefur þannig a.m.k. að nokkru leyti brugðist skyldu sinni, hefur meira verið horft til skólanna og þess vænst, að þeir tækju við uppeldishlut- verkinu. Skortur á fjölskyldupólitík í samfélaginu hefur því haft þaö í för með sór, að fólk hefur oft haft þær væntingar aö skólarnir yrðu allra meina bót í þessum efnum. Skólarnir eru hinsvegar í vissum skiln- ingi endurspeglun hins ríkjandi þjóð- félagsanda og hvorki stjórn þeirra né starfsliö slík ofurmenni að þeir geti nema að litlu leyti bætt úr þeim vandamálum barna og unglinga, sem orsakast þegar allt kemur til alls, af íslenskri þjóöfélags- gerð. Hér vantar fjölskyldupólitík, upp- lýsingar handa foreldrum um uppeldi, nám og félagsmótun barna. Hér er skortur á félagslega mótandi umhverfi fyrir börn og unglinga, skortur á tóm- stundaaðstöðu og inntakslega upp- byggjandi skemmtanalífi o.fl. Skólarnir eru því oft gagnrýndir á röngum forsendum, því breytingar á skólastarfinu einu saman megna ekki aö leysa vandamál samfélagsins hvaö viðvík- ur börnum og unglingum, það getur einungis tekist með virku samstarfi heim- ila og skóla sem jafnframt tengist umbót- um á svíöi skólamála og stefnumörkun í fjölskyldupólitík. Hiö síöastnefda tengist aftur á móti stjórnmálalegum og efna- hagslegum ákvörðunum sem bein áhrif hafa á gerö vinnumarkaðdTins, vinnutíma og afkomu fólks. Því miöur er það allt of algengur misskilningur hér á landi eða nánast skaöleg einföldun mála, aö einblína á eitt atriöi, gagnrýna það, gera þaö að söku- dólgi og segja að allt verði gott og blessaö ef þessu eina atriöi veröi breytt. Því miöur eru lausnir félagslegra (og þjóöfélagslegra) vandamála ekki svo elnfaldar aö slík vinnubrögö dugi aö neinu marki. Vandamálin eru yfirleitt samtvinn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.