Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Síða 5
i Danir eru ekki litlir í samfélagi þjóöanna; þvert á móti, þeir hafa alltaf haldiö sínum hlut og vel þaö. Ég met þá mikils fyrir það.“ L.L.: „Hvaö líkar yöur verst hér í landi?“ H.: „Veðrið. En þaö er þó merkilegt, aö mér fellur þaö líka bezt aö ýmsu leyti. Þaö er fagurt hérna snemma dags í júní þegar jörðin, vatniö og himinninn renna líkt og saman í skærri morgunbirtunni." L.L.: „Hvaöa skoðanir hafiö þér á fjölskyldunni og þeirri umræöu sem fram hefur fariö um hana á síöustu árum?“ H.: „Þaö getur ekkert komiö í staðinn fyrir gott fjölskyldulíf, þaö er eitt þaö bezta sem býöst í lífinu. Þaö væri stórslys ef félagshyggjan næöi svo langt fram að ganga aö fjölskylduformiö og hjónaband- iö yröu aflögö. Mér er Ijóst, aö þetta þykja gamaldags skoöanir en mér er sama. Annars eru franskar fjölskyldur sam- heldnari og samstæðari en danskar. í Frakklandi halda ættir saman, bæöi ungir og gamlir, en hér í Danmörku hafa kynslóöirnar lítiö sem ekkert saman aö sælda. Börn, miöaldra fólk og gamal- menni, hverjir hugsa um sig og skipta sér lítt af hinum. Kannski er þetta ekki annaö en þróunin í heiminum yfirleitt. Viö hjónin reynum aö hafa áhrif á Lisa Lander ræðir við Henri de Monpezat Dana- prins sem gegnt hefur hlutverki sínu með sóma, er f jölfróður um austur- landamálefni og talar meira að segja víet- nömsku. börnin okkar þannig, aö viö höfum fyrir þeim þaö sem við viljum að þau tileinki sér. Þaö er betra að reyna aö hafa gott fyrir börnunum en aö segja þeim af góöum siöum. Auövitaö tekst manni misjafnlega. En mér finnst skipta mestu, aö maöur sé raunsær í uppeldinu. Þaö er áríðandi aö innræta börnum þaö, aö þau eigi aö taka því sem aö höndum ber og reyna aö nýta þaö eftir beztu getu en sýta þaö ekki þótt málin skipist ekki ævinlega aö óskum. Viö erum í þeirri sérstöðu, að okkar börn munu þurfa aö taka á sig margvíslegar opinberar skyldur. Viö reyn- um aö búa þau undir þær, en gætum þess jafnframt aö fara ekki of hratt í sakirnar, svo aö engin hætta sé á aö börnin kikni undir ábyrgöinni." L.L.: „Mig langar aö víkja aftur aö því hvernig er aö skipta um þjóöerni. Hvernig hefur þaö reynzt yöur? Hvaö gerðuö þér af fortíö yðar?“ H.: „Nú.Tnaöur getur náttúrulega ekki breytt fortíö sinni, maður situr uppi meö hana. Þaö má segja aö mín fortíö sé bæöi frönsk og víetnömsk, og nú oröið á ég mér líka fortíö hér í Danmörku. Þaö má því segja aö ég sé af þrennu þjóðerni. Fortíðin fylgir manni allt til enda, og mér eins og öörum. Ég kæröi mig ekki heldur um aö útmá hana þótt hægt væri. En ég lifi og hrærist í nútíöinni og framtíöinnj og er ekki enn farinn aö syrgja fortíöina. Ég er ekki kominn á þann aldur enn, aö ég hafi samtímann á hornum mér en sjái fortíöina í rósrauðum bjarma.“ L.L.: „Finnst yður þér hafa orðið aö fórna einstaklingsfrelsi yöar fyrir þann lífsmáta sem þér kusuö?" H.: „Já, þaö er nokkuð til í því. Ég er aö vísu þannig maður, aö ég er alltaf önnum kafinn, hef alltaf áhuga á því sem ég er aö gera hverju sinni og hef þar af leiðandi lítinn sem engan tíma til aö leiða hugann aö sjálfum mér og grufla í svona hlutum. En þaö er líka ágætt aö mörgu leyti. Og mér hefur fyrir vikiö auðnazt aö koma í verk fjölmörgu sem ég heföi aldrei getað ef ég heföi lifað venjulegu lífi. Ég hef aö Framhald á bls. 15 leabb e Q? o, Blikkandi Ijös og krömaö prjöl Þegar Raudi baróninn (eins og Þeir kölluöu von Richthofen flugkappa) var aö strádrepa aöra flugkappa í heimsstyrjöldinni fyrri, pá hafði hann í stjórnklefanum í rellunni sinni einn svokallaöan hraðamæli og einn hæðarmæli sem svo átti að heita og eitt stykki bensínmæli sem var víst sæmilega trúverðugur á peirra tíma mælikvarða pegar hann var ekki hrokkinn úr sambandi. Ég hef séð myndir af pessum flugtólum peirra og myndir af mælaborðinu auk pesa sem pað er í svona skrapatóli sem sá ágæti Snoopy Morgunblaðsins hefur sig til flugs pegar dagdraumarnir um frægð og frama breyta hundahúsinu hans í orustuflugvél. Raunar var petta ekki „klefi“ sem von Richthof- en sat í og mundaði vélbyssurnar sínar meö heimsmannslegu glotti. Það var einskonar gat oní skrokkinn á tvípekjunni, eins og framleiðand- inn hefði fyrst ætlað að smíða húð- keip fyrir grænlenskan selveiðimann og pá borist fregnir afpví að 6, petta indæla stríð væri byrjað alveg við ' bæjardyr hans og með langtum tilprifameiri og arðvænlegri slátrun. Mór varð hugsað til pýska baróns- ins pegar óg mátti í bæinn á dögun- um að kaupa mér nýja druslu af pví druslan sem ég ók í var meira að segja hætt að vekja kátínu meðal bifvélavirkja. Ég held að baróninn hefði hætt við að verða flugkappi ef mælaborðið í Fokkernum hans hefði verið hálft eins tilkomumikið og gerist um pessar mundir í jafnvel alpýðlegustu alpýðubílum. Ég hugsa að hann hefði einfaldlega verið of önnum kafinn við að lesa af græjun- um í mælaborðinu til pess að hafa tóm til að freta úr vélbyssunum sínum meö heimsmannlegu glotti. Ég hugsa hann hefði snúið sér að hænsnarækt. í nýja apparatinu mínu er rautt Ijós sem byrjar að síblikka framan í mig nema ég reyri mig oní bílstjórasætið eins og forhertur fjöldamorðingi að halda í sína hinstu ferð í rafmagns- stólnum. Ljósið byrjar aftur að and- skotast jafnskjótt og einhver gerist svo djarfur að tylla sér frammí hjá mór: nú lætur pað öllum illum látum nema ég leggi hann í fjötra líka. Raunar varð pað algalið fáeinum dögum eftir að ég átti að heita orðinn húsbóndanefnan pess og byrjaði að belgja sig framan í mig pó að ég væri rígfastur við minn stól og aleinn í druslunni. Það fékkst ekki til að trúa pví að ég væri fyrir löngu búinn að sparka farpeganum út. Það var helst ef óg flutti mig yfir í hina hliðina og hossaði mér Þar um stund að pað varð rólegra. En vegfarendur sem sáu til mín urðu ekkert rólegri. Ég átti afbragðs frænda sem ók helst ekki um ákveðin bæjarhverfi á stórreykjavíkursvæðinu af pví hann var sannfærður um að par væri reimt og að bannsettir draugarnir smygju inní drusluna hans að næla sér í ókeypis lystireiau. (Ég hef alltaf haldið pví fram aö ættin væri huggu- lega klikkuð.) Ég pakka bara mínum sæla að maðurinn skyldi ekki eiga druslu með sjálfvirku Ijósi sem heimtar að maður leggi farpega í bönd sem eru hvergi sjáanlegir í druslunni. Nóg var nú samt. Það getur vel verið að sumt fólk hafi ánægju af öllu pessu krómaða prjáli og finnist eins og Snoopy að pað só fjári svalt og snaggaralegt Pegar pað vindur sér undir stýrið á Fokkernum sínum. Hva, pað eru meira að segja til sérhannaðir heiðgulir svínsleðurhanskar úr plasti sem menn eiga að setja upp pegar Peir ferðast í hirrni jarðbundnu orustupotu sinni. En svo eru líka til skarfar eins og undirritaður sem pykjast góðir að pekkja i sundur endana á druslunni sinni og mundu raunar oft fara endavilt ef peir hefðu ekki fyrir satt að stýrið væri frammí. Þesskonar skarfar eru svo gjör- sneiddir allri tæknilegri pekkingu að peir purfa að emja á konuna sína pegar peir stilla vekjaraklukkuna. Þesskonar skarfar yrðu óðir af hrifningu ef einhver hannaði fyrir pá ökutæki sem gerði peim kleift að komast frá A til B án pess að fyrstu fimm mínúturnar fari í árangurslítið fikt við krómaða takka. Það eru takkar í nýju druslunni minni sem ég pori ekki fyrir mitt litla líf að snerta. Eru peir kannski komnir með vélbyssur í Fokkerana okkar? Hvað ef ég sneri nú pessum snerli léttilega og prýsti fimlega á pennan hnapp? Mundi ég kannski sökkva gula Bensanum sem kemur parna öslandi á móti mér? Á dögunum verður mér svo heitt á rassinum að mér verður bara alls ekki um sel. Það er eins og óg sé kominn með mýraköldu í óæðri endann pó að öðrum líkamspörtum líði bara bærilega, pökk fyrir. Kemur á daginn pegar ég er búinn að fara í pésann sem fylgdi druslunni að bílstjórasætið er með innbyggðum hitalögnum til pess að verma á mér bakhlutann hvort sem mér líkar betur eða verr. Hafið piö nokkurn tíma heyrt annað eins? Úr pví hann fer að hlýna má óg úr brókunum í hvert sinn ég parf aö bregða mér bæjarleiðl Gísli J. Ástþórsson. p.s. — Orðið „drusla“ er hér alls ekki notað til háðungar druslunni minni. Þetta er bara talsmáti hjá mór sem ég meina ekkert með. — G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.