Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Qupperneq 10
Maður er nefndur Jacques-Yves Cousteau, franskur að pjóðerni eins og nafnið bendir til. Cousteau hefir um langt árabil siglt um öll heimsins höf og tekið myndir neöansjávar. Hann mun fremstur allra á bessu sviði í heiminum. Kvikmyndir hans hafa verið sýndar í sjónvarpi hvarvetna um heim, einnig hér í sjónvarpinu. En Cousteau hefir einnig — bsBÖi einn og meö öðrum — ritað fjölda bóka um feröir sínar. Frásögn sú er hér fer á eftir, er endursögn á einum kafla úr einni bóka Cousteaus. Bókin nefnist „The whale — Mighty Monarch of the Sea,“ og hinn sérstaki kafli „The Baby Whale Who Wanted to Live“ (eða hvalbarnið sem vildi lifa). Fyrst barf að hafa nokkurn formála: Eins og kunnugt er greinast hvalir í skíöis- og tannhvali. Tegundir skíöis- hvala mun réttast að telja 12 pótt stundum séu pœr taldar færri. Ein er sú tegund sem íslendingum mun lítt kunnug. Nefnist hún GRAHVALUR (gray whale eða Eschrichitus glaucus). Heim- kynni gráhvalsins eru í Kyrrahafinu. Verður hans einkum vart við vestur- strönd meginlands Noröur-Ameríku og við strendur Kóreu. Á sumrum heldur Hér fundu leiö- angursmenn hvalbarnið, sem vó næstum tonn og var pegar fariö að Þorna ískyggi- lega vegna sólar- breiskjunnar. Skúli Magnússon þýddi úr bókinni „Hvalurinn,, eftir vísindamanninn Jacques-Yves Cousteau hann sig í Kyrrahafi norðanverðu (úthaf Kamtsjatka og Alaska) í Beringshafi. Gráhvalurinn er svartur (sjé síðar) á lit Þrátt fyrir nafnið; hann vegur fullvaxinn 24 til 37 tonn og verður 35 til 45 fet á lengd. Meðgöngutíminn stendur í 11 til 12 mán. Hann fæðir Því kálf aöeins annaðhvort ár. Hrúðurkarlar og annar slíkur gróður sezt mjög á skolta, haus og bak. Með tímanum falla Þessir aðskotahlutir brott. Eftir verða Ijós ör. Þannig fær hvalurinn gráleitan blæ með aldrínum. Er Þetta skýringin á nafngift- inni. Að einu leyti er gráhvalurinn einstak- ur meðal hvala. Aðrir skíðishvalir leita út á reginhaf til að kasta eða bera. Þessu er öfugt farið með gráhvalínn. Ástæðan er sú aö kálfur gráhvalsins fæðist ósjálfbjarga; hann getur ekki af sjálfs- dáðum haldið sér á floti enn síður að hann sé syntur. Af skíðishvölum slær hnúfubakurinn sér einn nokkuð að landi. En hann gerir Það til að halda „konserta" sem frægt er orðiö. Hnúfu- bakur tímgast og elur kálfa sína á reginhafi. En kálfur gráhvalsins myndi drukkna. Móðirin kann viö Þessu ráð nokkurt: hún kastar á grunnsævi, og notar bægslín til að halda kálfunum á réttum kili fyrsta mánuð'inn. Skagi sá langur og mjór gengur frá suðvestur horni Bandaríkjanna og suður með Mexícó en Kaliforníu-skagi nefnist (Baja California). Suðuroddinn rétt heggur á hvarfbaug. Á sendinn eyöimerkur-strönd Kaliforníu-skagans verða lón mikil, löng mjó og grunn. Þarna kastar gráhvalurinn og hvergi annarsstaðar. Þarna dvelur gráhvalurinn Þrjá mánuði ár hvert á veturna. Þarna fær móöirin góð skilyrði og Þarna elur hún kálfana upp. Þegar kálfurinn er Þriggja mánaöa er hann ferðafær og pá er haidið sem skjótast úr lónunum og norður með ströndinni. Umrædd bók Cousteaus hefst í Indlandshafi í marz 1967 Þar sem hann er á höttunum eftir búrhvölum. Seinna heldur hann suöur fyrir Afríku, yfir Atlantshafið og gegnum Panama-eiðið. Gousteau veit sem er, aö lónin á strönd Kaliforníu gefa einstakt tækifæri til kvikmyndunar. Hvergi annarsstaöar getur hann gert sér vonir um að geta kvikmyndað ástarleiki skíðishvala, fæðingu kálfsins eða hvernig hann er mylktur. Einstakir möguieikar. Áttundi kaflinn segir frá dvöl Cousteaus í lónunum — heillandi kafli sem er efni í aöra frásögn. Farkostur Cousteaus nefnist CALYPSO, auk pess hefir hann yfir flugvél, loftbelg og einhverskonar svifhlíf á að ráöa til myndatökunnar. Frásögn Cousteaus Það er 24. febrúar árið 1968 (fyrir réttum 11 árum). Hvalirnir hafa ruðzt burt úr lónunum. Cousteau hefir oröið (mikið stytt): „í allra síðasta sinn langar mig að berja lónið sjónum, þetta lón þar sem ég er orðinn svo heimakær og hagvanur, þetta barnaheimili hvalkálfa, þetta ástar- herbergi og grafreit. „Ungbarnadauöinn" er hár hérna, og mér kemur til hugar að kasta tolu á hvalnái þá er marka sendna ströndina. Þann 28. febr. tilkynnir flug- vélin að þeir hafi komið auga á strand- aðan kálf skammt frá ósnum — hann virðist með lífsmarki. Gráhvalurinn hlýðir föstum og óhaggaólegum lögum: ef kálfur sýnir þótt ekki sé nema minnstu merki þess að hann sé ekki fullkomlega heil- brigöur, er hann umsvifalaust yfirgefinn. Miskunnarlaust? Má vera — en á feröinni norðureftir myndi hann ef að líkum lætur reynast ófær um að fylgja hópnum eftir. Hann myndi skapa áhættu fyrir allan hópinn og sennilega veröa sjálfur undir í baráttunni um tilverurétt. Þetta er því sennilega skynsamlegasta, fljótvirkasta og kvalaminnsta aðferðin. Hafi kálfur hinsvegar einu sinni farið með, er hann aldrei yfirgefinn hvað sem fyrir kemur, — allur hópurinn verndar hann. Strandaður hvalur er fljótur aö þorna upp í sólarbreiskjunni. Húðin brennur, hvalurinn fær sólsting og deyr. En það reyndist lífsmark með þessum þegar við komum að honum. Viö vorum þrír saman, Ted Walker, Philippe og ég. Okkur kemur fyrst í hug aö sækja striga í skipsbátinn til að verja kálfinn með fyrir sólinni. Síðan rogast Ted með hverjar föturnar á fætur öörum til að ausa yfir skjólstæöing okkar. Kálfurínn kominn um borð og nú sjást svööusár eftír ránfugla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.