Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Page 12
Um fyrir myndanir eftir séra Kolbein Þorleifsson Nú biö ég lesendur mína aö slást í för meö herra Oddi Skálholtsbiskupi til hinnar heilögu grafar, og heyra hvaö hann hefur að segja: „Sú Heilaga gröf var fyrir utan borgina Jerúsalem, ekki langt frá fjallinu Gol- gatha, í aldingaröi Josephs af Arimathia. Því þaö var siðvani hjá Gyðingunum, aö þeir höföu almennilega sínar grafir í sínum jurtagöröum (eöa lystigörðum) uppá þaö þeir mætti minnast á sinn dauðligleika hjá þeim liljugröfum og blómstrum, og öðrum fögrum jarðarávexti. Svo sem Davíð segir Psalm 103: Maðurinn er um sína lífdaga svo sem gras. Hann blómgast svo sem eitt blómstur á akri nær vindurinn blæs þar á, svo er hann ekki lengur þar. Þess vegna hafa Gyðingar og sérdeilis kóngarnir látið grafa sig í sínum lystigörö- um. Svo hefur einninn sá heiðarlegi ráð- herra, Joseph af Arimathia, látið höggva sér eina gröf í einum hellusteini í sínum lystigarði, uppá það, aö nær hann gengi og spatzeraöi á meðal blómstranna, þá mætti hann minnast á sinn dauöligleika. Og í þessari gröf (hvör þá var enn í allan máta ný) var Herrann Kristus grafinn, og [f| 'M'.'t'M •.SöSi— tímwie •'l! I V' m: v vS ywGm&ítrJw i víwf* ‘ff ■ Sítj 1 ^ Esther biður fyrir þjóð sinni, Hún er fyrirmyndan kirkjunnar. Kóngurinn íSusa er fyrirmyndan almáttugs Guðs, sem býr í Hávuhöll. hórkalla, sem sjálfir gjörá slíka glæpi, sem þeir eiga straffa á öörum. Item alla falska dómara, til eilífs dauða og fordæmingar. Þetta orö Susanna útleggst ein Rósa, og það merkir svo sem áður er sagt kristilega kirkju. Hún er sú Heilaga Rósa (eða Rósína) um hvörja Salomon syngur í sínu hjarta lofsöng. Cant. cap 2. segjandi: Svo sem ein Rósa á meðal þyrna, svo er mín allra kærasta á meðal dætranna. Og þessi Súsanna er trúlofuð til ektapersónu þeim Heilaga Jóachim, það er Guðs syni, sem er upprisinn frá dauðum. Því Joachim útleggst: Domini resurrectio: Guðs Drottins upprisa.“ Frá sögunni um Súsönnu skulum við taka lykkju á leiö okkar meö herra Oddi, og bregöa okkur á söfuslóöir Esthers-bókar. Þar er lika hægt að finna einn rósagarð. „Esther merkir svo mikið sem Alma, ein frábær, siösöm og hæversk jungfrú, sem geymir og varðveitir sig fyrir öllum vondum selskap. Þar fyrir er Ester ein fögur fígúra og fyrirmyndan upp á alla Heilaga Kristilega kirkju, hvör sér skikkar siðsamlega og ærlega, og heldur sig frá synd og vonsku, og geymir sig fyrir öllum vondum selskap. Hún er aum, fátæk og fyrirlitin í þeim stóra staö Súsa, það er í allri þessari víðu veröld, hvör einnin má kallast Susan, það er vellyktandi og ilmandi rós, ellegar rósagarður, í hvörjum veraldarinnar börn leita ekki eftir öðru en sínum vellystingum. En þó hefur sú auömjúka, lítilláta og Heilaga Esther, það er sú Krisilega kirkja einn fóstra eða forsvarsmann, sem er hennar Mardochai, það er vor Herra Jesús Kristus. Hann er Grasgarður og eðla rós þar reis hann upp aftur frá dauöum á þriðja degi. Því svo sem Adam og Eva brutu Guös boðorð í aldingarðinum, og forþénuöu og innleiddu þar með dauðann og fordæm- ingina, svo hefur Herrann Christus í grasgarðinum með sinni gleöilegri upp- risu fært oss aftur lífið og eilífa sáluhjálp." Eins og lesendur sjá, notaði Hallgrímur Pétursson þessa grasgarðshugmynd í upphafi annars minningarljóðs um Stein- unni dóttur sína. „ Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarö Drottins í." Menn áttu aö minnast dauöligleika síns „hjá þessum liljugröfum og blómstrum og fögrum jarðarávöxtum". Þarna er þegar nefnd liljan, en annaö blóm rósin var líka algengt í þessum grasgörðum, enda títt á rós minnst í kristnu líkingamáli. Liljan leiddi huga manna að Hávasöng (nú kallaöur Ljóöaljóð), rósin leiddi huga manna að Súsönnu og dyggðum hennar, auk alls myndmálsins kringum Esterar-bók. Allt þetta myndmál getur herra Oddur Einarsson skýrt betur en aðrir. „Daníel hefur tekið til að spá 623 árum fyrir Christi fæðing, og veitt þeirri kristi- legu kirkju forstöðu í 80 ár, og hann er ein fígúra og fyrirmyndan uppá vorn Herra Jesúm Kristum. Daníel útleggst Guðs dómari. Svo er Herrann Christus skikkað- ur af Guði að dæma lifendur og dauöa, og hann skal á sínum tíma stöðuglega fría og frelsa og lausa dæma þá saklausu Susannam eða Rósu, það er þá Heilögu kristilegu kirkju, hvör svo sem ein vellykt- andi rauð rós er lituð með því rauða blóöi vors herra Jesú Kristi. En hún stendur þó samt á millum þeirra skörpu og hvössu þyrna, og hún veröur á allar síður ástrídd og ofsókt af þeim óguðlegu tyrönnum. Og þar á móti skal hann dæma þá gömlu vor frændi, og vér erum hans frændur, eftir því hann er fyrir vora skuld orðinn maður. Nú, svo sem Mardochai hefur klætt og prýtt sína frændkonu Esther, svo prýðir og klæðir Herrann Christus oss með sínu rauðlitaða blóði, svo sem einum rauðum Campsiden, flygelskyrtli, og leiðir oss inn í garð þess stóra og mektuga kóngs Ahasveri, þaö er í þaö eilífa líf. Ahasverus útleggst einn stórmektugur yfirherra og höfðingi. Það er Guð, vor himneskur faðir. Hann er það rétta höfuð og herra yfir öllum Herrum og kóngum, einnln yfir 127 löndum, já, yfir allri þessari víðu veröldu. Því hún er honum undirgef- in. Hann ríkir ogsvo á því Háva sloti, Súsan, það er á þeim hærsta himni, sem með réttu má kallast Susan, það er ein vellyktandi Rós og himnesk Paradís.“ Hér höfum viö fengið aö kynnast sígildum kristnum skýringum um Rósina, hina kristnu kirkju. Þetta rifjar upp fyrir okkur fjölda málverka, sem heimsfrægir málarar geröu fyrr á öldum út af sögunni af Súsönnu, og sögu Estherar. Slíkar myndir eru legíó. En auðvitað veit enginn um það að hreinleiki Súsönnu, er hrein- leiki kristinnar kirkju, þ.e. Kristínar. Það veit heldur enginn aö Ahasverus persa- kóngur, er í þessari sögu sjálfur Guö almáttugur sem tekur á móti Kristínu í sínu Havasloti, Súsan, hinni himnesku Paradís. Framhald á bls 14. Súsanna í baðinu. — Mynd eftir Gustave Doré. Súsanna, sem einnig þýðir Rósína er fyrirmyndan hinnar sakiausu og hreinu kirkju, sem ofsótt er af guðlausum mönnum. — Á það má benda, að í óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mózart heita hinar saklausu konur Súsanna og Rósína. Ilöfundur lcikritsins hefur áreiðanlega þekkt mcrkingu þessara fyrirmyndana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.