Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Side 9
hafði aldrei selt járn áður og hafði ekki hugmynd um hvar brotajárns- menn væri aö finna. Ekki orö í málinu, hvað haldið þiö. Af hreinni tilviljun fann ég skrifstofu Loftleiða. Ég þangað. Þar var ég svo stálheppinn aö hitta íslending góöan í þýsku og kunnugan í viðskiptaheiminum. Hefur líka selt brotajárn, held ég. Hann var þarna að kaupa farmiöa heim, hvílíkt lán fyrir mig. Svona er það drengir til þess að verða ríkur þarf tvennt. Óvenjulega bíræfni og stálheppni. Þessi íslendingur gerði allt fyrir mig. Kom mér í samband við. járnasala og samdi um söluna fyrir mig. Og það stóö heima, þrefalt verð miðað viö Höfn. Eins og ég sagöi var þetta á mánudegi. Skipiö meö kassana mína var væntanlegt á miðvikudag. Þangað til varð ég aö lifa á danska túkallin- um. Ég ákvaö að bera mig vel, fór heim á hótelið og rakleitt inní matsal á fyrstu hæð, enda svangur. Ég pantaði steik og vín og át og drakk einsog ég gat í mig látið. Svo kom þjónn með reikning. Ég reyndi að segja honum aö ég væri gestur á hótelinu og hann ætti að bæta þessu á reikning minn. Þjónninn hristi bara höfuöiö og pataöi í aliar áttir. Yfirmaður kom og svo mikið skildi ég að hann talaði um lögreglu. Pen- ingana eða lögregluna, sagöi hann. Ég var aldeilis kominn í klípu. Svo kom lögreglan og fór meö mig. Haldiö þaö hafi veriö uppistand. Allir gláptu á glæpamanninn. Á stööinni reyndi ég aö skýra máliö, en ekkert dugöi. Eftir mikiö þras fékk ég þó aö tala í síma og náði sambandi við sendi- ráðið í Bonn. Sendiherrann var ekki við og ég talaöi viö einhverja blók sem sagði að sendiráöið gæti ekkert gert fyrir ævintýramenn og flakkara sem kæmu sér í vandræöi ei lendis. Ég sagöist vera kaupmaöur, en enginn helvítis flakkari. Ég hefði bara lent í smávegis uppákomu og bað aðeins um lán í nokkra daga. Blókin neitaði enn. En hvað haldið þið. í vikunni á undan hafði komið mynd af mér í dagblaðinu Vísi, með stuttu viötali. Ég var svo heppinn að hafa blaöiö í vasanum og skellti því á boröið fyrir framan lögregluna. Einnig bað ég sendiráðsblókina að fletta uppá viötalinu. Þiö heföuö átt aö sjá á þeim svipinn, hvernig þeir bráðnuðu. Allt gerbreyttist. Peningar sendir um hæl símleiðis, til uppihalds framá miövikudag. Ég laus strax og hélt beint á hótelið og borgaði matinn. Skrýtnir voru þeir, en ég komst aö því að matsalan var hótelinu óviökomandi, var rekin af allt öðrum. Á miðvikudag ókum viö járnsal- inn í bíl hans niður aö höfninni á tilsettum tíma aö vitja kassanna. En viti menn. Það er bara annar kass- inn. Hinn haföi óvart orðiö eftir í Danmörku. Kaupmaður neitaöi að borga, sagöist vilja fá umsamið magn. Þeir treysta engum þessir kallar. Allt eða ekkert, sagöi hann. Næsta ferö var ekki fyrren á föstudag. Það var langur tími. En það var ekkert að gera nema bíða. Ég hélt herberginu en fékk ekkert að éta. Á föstudegi uppúr hádegi kom hinn kassinn. Ég fór þá með járnsalanum niöureftir og han'n greiddi útí hönd. í reiöufé skal ég segja ykkur. Þá var Kristján litli ríkur, skal ég segja ykkur. Þið hefðuð átt að sjá framaná jakkann minn þá. Báðir brjóstvasar fullir, drengir mínir. Þá var nú Kristján maöur. Ég sendi þeim aurana í Bonn og borgaöi herbergiö og hélt beint til Hafnar á fyrsta farrými. Fáið ykkur. Rétt í þann mund er Kristján lýkur sögunni, sem líklega enginn heyrði nema ég, mætum viö stórum bíl. Vegna snjóruðnings er vont fyrir stóra bíla aö mætast. Bíllinn okkar stansar og Ijósin frá hinum bílnum lýsa inn; Allt í einu veröur skjannabjart í þessu myrka geimskipi. Margir sofa en aörir reisa sig í sætunum og litast um, einsog þeir vilji fullvissa sig um að allir séu meö. ítalíufari og Guömundur hrjóta báðir. Kristján litast um og sýpur á í birtunni. Til hliðar við hann, hinum megin í bflnum situr ungt fólk. Pilturinn situr þó ekki lengur, heldur er hann kominn milli fóta stúlkunnar. Hún opnar augun og nýr þau, sér aö þaö er komið Ijós og rekur piltinum utanundir og skipar honum í sæti sitt. Hann hlýðir. Kristján hlær. Svo fer bfllinn hjá og Ijósiö hverfur. Ég horfi út og í bjarmanum frá bflljósinu sé ég brött fjöll og á sem rennur milli skara. Líklega erum viö komin á heiöina. Klukkan er rúmlega hálf átta. Ég hugsa enn um Giljareitinn og rifja upp sögu Þóris Bergssonar um frægt slys þar. Bfllinn malar og titringurinn sameinast hugsun minni. Mig dreymir úfin brött fjöll og hesta á hlaupum í sólskini og miklu grasi. Alit er grænt nema sóiin og himinninn. Ég vakna á Akureyri. Bíllinn hefur numið staðar við Ferðaskrifstofuna í miðbænum. Allt er baðað Ijósum og jólaskraut í hverjum glugga og stórt jólatré á Ráöhústorginu. Fólkiö er byrjaö að tínast út. Það réttir úr sér og sumir geispa og teygja skankana í góða loftinu. Þetta fólk sem búið er aö sæta sömu kjörum heilan dag, viðbúið aö mæta sömu örlögum, það gengur hvert sína leið og þekkist ekki. Hefur aldrei talast viö og er líklega alveg sama. Ég stíg út. Nú er ég bráðum kominn heim. Ég spyr á Ferðaskrif- stofunni um Hjalteyrarbílinn, hvenær hann fari. Hjalteyrarbfllinn heitir Júlli, eftir bílstjóranum. Júlli fer klukkan tólf á miðnætti. Klukkan er hálf ellefu. Ég geng Ráðhústorgiö, Ijósum prýtt Hafnar- strætið og nem staöar við hús Kaupfé- lags Eyfiröinga viö Kaupvangsstræti, til þess að horfa á kirkjuna. Engin kirkja á íslandi hefur svo sterka persónu, né setur svo mikinn svip á umhverfi sitt og Akureyrarkirkja. Ég sest inná Hótel K.E.A. og fæ mér kaffi. Rétt á eftir koma þeir Kristján, Guðmundur og ítalíufari. Kristján veifar flöskunni og pantar öl handa þrem. Ég stend á fætur klukkan hálf tólf, ég þarf að ná í bílinn. Þeir sitja enn þegar ég fer. Komið meö mér útá Hjalteyri, heyri ég Kristján segja um leiö og ég loka hurðinni að baki mér. Ég á þar verksmiöju, skal ég segja ykkur. Þegar Júlli rennur af staö klukk- an tólf sé ég þremenningana fórna höndum uppvið jólatréð á Ráöhús- torginu. Kristján veifar enn flöskunni og hrópar. Hróp hans heyri ég ekki inní bflinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.