Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 10
Þrihyrningabökin 1. útgáfu. Sjómannadagsspilin 2. útgáfa. „Seint er um langan veg sönn tíðindi aö spyrja“ segir gamalt spakmæli. Margsinnis spurði ég ýmsa hver mundi hafa teiknað þetta eða hitt, þegar ég var aö grúska í sögu spilanna og skrifa um þau, en lítið gekk. Síðan bókin kom út, Saga spilanna, hefur ofurlítið rofaö til í þeim efnum, sem svo aftur er aö þakka góöum pennavinum. í sam- bandi við Eimskipafélagsspilin varö Guðmundur Sæmundsson drýgstur, enda er hann margfróður og t.d. löngu kunnur fyrir þætti sína um skipin okkar og sögu þeirra. Margir þeir þættir hafa birst í Æskunni, því ágæta barnablaði. Og auövitað getur teikning, sem sett er á spilabak, verið alveg eins listræn og forvitnileg og hvaö annað, enda kemur á daginn aö þaö eru einmitt listamennirnir okkar sem hafa gert þær, kannske flestar. Um suma lista- menn okkar eru skrifaðar heilar bækur en aðrir gleymast fljótt og stundum verða þeir svo skammlífir, aö þeir eru jafnvel alls ekki komnir á toppinn, er þeir falla frá. Hefi ég þá í huga þann sem allra íslendinga fyrstur mun hafa verið fenginn til aö skreyta spilabök, án þess aö teikna sjálf spilin. Hann hét Kristján Helgi Magnússon, fæddur á ísafirði 1903 og dáinn 1937. Árið 1930, 7. júní, er greinarkorn um hann í vikublaöinu Fálkinn, eöa öllu heldur um málverkasýningu, sem hann hafði í Reykjavík um þaö leyti, en - um þær mundir fékkst hann mikið við að mála vetrarmyndir. Þær þóttu mjög fallegar og fyrir þær fékk hann mikið hrós. Þaö er auðséð aö Kristján hefur hrifist af bláu litunum og beitt þeim af innsæi. „Heilir heimar opnuöust fyrir sjónum okkar“ segir í Fálkagreininni. „Vetur, sumar, vor og haust, alltaf er jafn unaðslegt í þessum bláa heimi, sem við köllum ísland", segir ennfrem- ur. Já, þaö er kannske næstum sama á hvaða árstíma er. Blámi í lofti er hér mikill. Blátt og hvítt er mjög áberandi í náttúrunni. Hér mun t.d. ekki vera mikið um fjólubláa liti þótt þeir sjáist auðvitað, einkum í Ijósaskiptunum. Þetta á raunar ekki aö verða nein listasaga, en ég vil samt benda á, að t.d. í Englandi finnst mér, að fjólubláir litir séu miklu meira áberandi en hér á landi. En hvað sem um það er, þá vann Kristján um tíma kappsamlega að vetrarmyndum sínum í bláu og hvítu, og þóttu mörgum þær hinar fegurstu. Um þetta leyti hefur hann að öllum líkindum teiknað spilabökin fyrir Eimskip. Um útgáfu spilanna sá Ingólf- ur Ásmundsson. Hann hóf störf hjá félaginu árið 1929 og er enn á lífi, þegar þetta er skrifaö (í mars 1980). A 1. útgáfu Eimskipafélagsspilanna er bakinu skipt í tvo þríhyrninga. Guðbrandur'4 Magnýssoií 4 Annar þríhyrningurinn er blár, hinn hvítur. Er það mjög vel við hæfi, hér í þessari bláu veröld. Ekki þarf einu sinni aö skipta um litinn í fána félagsins. Þórshamarinn var strax hafður blár á hvítum feldi. Og svo þurfti ekkert annað en skipta úr bláu í rautt, á litaða þríhyrningnum og rammanum umhverfis. Var þá komið settið. í rammanum er nafn félagsins til endanna: H/F. Eimskipafjelag ís- lands. í mánaðarritinu Perlu, áriö 1930, er minnst á Kristján H. Magnússon. í greininni, sem heitir Málaralist á Islandi, eru sýndar tvær myndir eftir hann. Önnur þeirra heitir Vetrarmynd frá ísafiröi en hin er andlitsmynd og heitir Ari. Þá hefur Guðmundur Sæmundsson, skipamyndasafnari í Reykjavík, upp- lýst mig um, aö Kristján hafi teiknaö sumar fyrstu framhliöarnar á feröa- áætlunum félagsins, t.d. 1929, 1930 (e/s Brúarfoss) og 1932 (e/s Goðafoss 2). Einnig teiknaöi Kristján skips- stefnið sem frægt er af mörgum auglýsingum frá félaginu: Allt með Eimskip. Hinsvegar teiknaöi Tryggvi Magnússon forsíöuna á fyrsta dagatal E.í. 1928. Á 2. útgáfu af spilum Eimskipafé- lags íslands eru bökin allt ööruvísi en á 1. útgáfu. Þar er Þórshamarsfáninn blár á hvítum fleti á miöju baki, bökin ýmist rauð eða blá, zig-zag bekkur utan meö og lítill Þórshamarsfáni í hverju horni. Ofan- og neðantil er áletrunin: H/F Eimskipafjelag íslands. Þetta bak teiknaði Einar Guðjohn- sen frá Húsavík. Hann vann hjá Eimskip sem innkaupastjóri síöustu æviár sín. Einar fæddist þann 18. desember 1895 á Húsavík og lést á feröalagi í Antwerpen 30. sept. 1954. Hann var sonur Stefáns kaupmanns á Húsavík, Þórðarson, verslunarstjóra þar, en Þórður, sem fæddist í Reykja- vík, var sonur hins kunna músík- manns, Péturs Guðjohnsen, organista og söngkennara. Einar gekk á verslun- arskóla í Danmörku og gerðist kaup- maöur á Húsavík, en seldi bróður sínum — Þórði — verslunina og flutti til Reykjavíkur. Keypti hann þar versl- unina Vestu á Laugavegi og rak í tvö ár, eða þar til hann geröist innkaupa- stjóri hjá Eimskip, sem áöur segir. Þaö var áriö 1946. Einar var góður teiknari og málaði einnig allmikiö á yngri árum. Frændi hans og nafni, ferðagarpur í Reykjavík, segir um frænda sinn (þeir voru bræðrasynir): „Ég veit ekki til að Einar hafi veriö neitt læröur málari, en í Rönne á Borgundarhólmi bjó föður- bróðir okkar, Þórður læknir Guðjohns- en, sem ferðaðist mikið. Hann skrifaði um ferðir sínar (Endurminningar fjall- göngumanns), teiknaði og málaði. Hefur Einar vafalaust orðið fyrir áhrifum frá honum og verið með annan fótinn hjá honum á Borgundar- hólmi á námsárunum í Danmörku. Einar var dágóöur píanóleikari og söngmaður góður. Hann var einnig söngstjóri Karlakórsins Þryms um skeið“. Nú má því líklega fullyrða að upplýst sé hverjir teiknuðu fyrstu gerðirnar af spilabökunum hjá Eimskip. Og aörar geröir en þær, sem hér að framan er rætt um, hafa enn ekki komið fram. Það er einnig augljóst aö fyrst hefur Kristján teiknaö og svo Einar. Sennilega hafa báöar, eöa allar prentanir af Eimskipafélagsspilunum veriö gefnar út í pappaöskjum og þá verið límt spilabak á aðra hliö pakk- ans. En mér hefur aldrei tekist að finna fyrri gerð hans og veit því raunveru- Tvœr útgáfur af hjartadrottningu og tígulkóngi. Einnig spaóaásinn úr prentun Jsafoldarprcntsmiðju? Öll þessi spil eru með þríhyrn- ingabaki Kristjáns II. Magnússonar, þ.e. 1. útgáfu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.