Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Side 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Side 22
Það eru að koma jól, það vitum við víst flest. Jólaskreytingar, ys og þys, úti jafnt sem inni. En jólaskapið, kemur það með öllu þessu umstangi? Það er einstaklingsbundið. Mín tilfinning fyrir jólakomunni vaknar við lestur bréfa sem ég á sem fjársjóð og geymi sem slíkan. Það eru bréf frá minum besta vini, Þórbergi heitnum Þórðarsyni, sem hann skrifaði mér gegnum árin og í þeim leynast mörg „jólabréf“. Engin lítil stytta er keypt núna fyrir hann eins og áður, en í staðinn fyrir hana ætla ég að leyfa ykkur að fá smáhlutdeild í ánægj- unni af einu af „jólabréfunum“ frá honum og vonandi vaknar líka góða jólaskapið hjá ykkur eins og hjá mér. Helga Ásbjarnardóttir (Litla Hegga) Litla manneskjan og Sobbeggi afi. Lítil jólakveója frá litlu manneskjunni sem nú er orðin stór Reykjavík 9. janúar 1961. Góða litla manneskja! Þá eru þessi jól liöin. Rœfils Sobbeggi afi varfarinn að halda, aö þaö ætluöu enginjól aö veröa hjá sér í þetta sinn. Þaö var komin Þorláksmessa, og hann hlakkaöi ekkert til. Svo kom aöfangadagur og þá hlakkaöi hann ennþá meira ekkert til. Hann sá varla jólaskrautiö á götunum af því aö hann hlakkaöi ekkert til. ,paÖ veröa engin jól hjá rœflinum honum Sobbeggi afa núna,“ var hann alltaf að segja viö sjálfan sig. Betur aö hann Jesús heföi aldrei fæöst. Þá heföi auminginn hann Sobbeggi afi ekki þurft aö lifa leiöinleg jól. Mammagagga haföi boðiö Sigurjóni frá Reynivöllum aö vera hjá okkur á aöfangadagskvöld, Ossa afa var líka boöiö, en hann vildi heldur hugsa um hann Jesús hjá vinafólki upp í Mosfellssveit. Honum fannst víst Sobbeggi afi ekki vera mikiö Jesúlegur fyrir jólin og Mammagagga ekki mikiö lík henni Maríu mey. Mammagagga haföi nú ekkert sérlega mikiö viö þetta kvöld. Hún setti ekki upp rúmin í svefnherberginu, eins og þegar þeir stóru komu. Hún bara fór meö eldhúsboröiö inn i unnskiptingastofuna og lagöi þar á þaö matinn. En maturinn var fmn hjá henni, já afsakplega fxnn. Svo drukkum viö Þorláksdropa meö. Jú, og svo kveikti hún nú á rauöum jólakertum. En þaö var sama, Sobbeggi afi fann enga jólagleöi. Þetta voru engin jól. Þegar hann var búinn aö éta, lagöi hann sig á bakiö sitt upp á sófann sinn og var lengi aö hugsa um þaö, hvaö jólin heföu veriö skemmtileg í fyrra. J>aö veröur vist engin stytta á þessum jólum,“ sagði hann viö Mömmugöggu. ,JBölv- aöur asni ertu,“ svaraöi Mammagagga. ,JHelduröu að það komi nokkur stytta héöan af?“ ,JNei þaÖ kemur víst engin stytta, “ ansaöi Sobbeggi afi hálfkjökrandi. Klukkan var oröin átta. Núfór Mammagagga aö þvo upp leirtauiö sitt í eldhúsinu sínu. Sigurjón fór líkafram. Sobbeggi afi lá einn eftir í unnskiptinga- stofunni og var að hugsa um, hvaö hann ætti bágt á þessum jólum. Loksins heyrir hann, aö þaö er einhver kvenmaöur aö tala viö Mömmugöggu frammi á gangi. Hver er nú kominn? hugsar Sobbeggi afi. Hann hlustaði. En hann gat ekki heyrt hver það var. Hann stendur upp af sófanum sínum og leggur eyraö viö skráargatiÖ. HvaÖ? Honum heyrist þaö vera hún Sjóka. Svei mér, ef þaö er ekki hún Sjóka. Til hvers er Sjóka nú komin? hugsar Sobbeggi afi. Hann var svo dapur í andlitinu sínu, aö hann skammast $ín fyrir aö láta Sjóku sjá sig svoleiðis í framan, kvöldiö sem hann Jesús fæddist, og nú beiö hann viö skráargatiÖ þangaö til hann heyröi aö Sjóka varfarin. Þá opnaöi hann huröina á unnskiptinga- stofunni og sér Mömmugöggu standa hjá rauöu kommóðunni sinni meö lítinn pakka % hendinni. ,JívaÖ er í þessum pakka?“ spyr Sobbeggi afi. En Mammagagga mátti ekki vera að þvi aö svara Sobbeggi afa strax. Hún varö aö Ijúka fyrst viö söguna, sem hún var að segja honum Sigurjóni og aumingja Sobbeggi afi varö aö bíöa í hræðilegum spenningi. Svo endar nú Mammagagga seint og síöar meir söguna, og Sobbeggi afi var oröinn hálfvit- laus. Þá segir Mammagagga: ,faö er stytta frá henni Helgu. Hún Jórunn ætlaöi varla aö þora aö koma meö hana. Hún hélt aö þér þætti hún svo Ijót. “ „GuÖi sé lof.“ hrópaöi Sobbeggi afi. Sendi hún hana frá Þýskalandi?“ spyr Sobbeggi afi. ,Nei, hún keypti hana áöur en hún fór,“ svaraöi Mammagagga. Svona hefur hún munaö vel eftir ræksninu honum Sobbeggi afa, hugsaöi hann meö sjálfum sér. Nú voru umbúöirnar teknar utan af styttunni, og þegar Sobbeggi afi sá hana, þá varÖ hann afar kátur. Þetta var einmitt grín-stytta upp á Sobbegga afa, þegar hann er oröinn elliœr og farinn aö brúka hatt og regnhlif. Og Sobbeggi afi setti styttuna uppá skápinn hjá hinum styttunum. Nú voru þær orönar 18. Og nú uröu mikil jól í unnskiptingastofunni og í öllum stofunum og Sobbeggi afi gatfariö aÖ tala viö Sigurjón og var líka alltaf aö horfa á styttuna uppi á skápnum og alltaf aö þakka litlu manneskj- unni fyrir hana í huganum. Og nú þótti honum vænt um, aö hann Jesús skyldi hafa fæöst á jólunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.