Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Síða 3
leikur tvö lög, en upptakan var gerö 1906,
og norskir listamenn frumflytja sex stutt
tónverk eftir hann.
Útgáfa þessarar bókar var nánast tilefni
þess, aö þessar línur er ritaöar, en hún
minnti undirritaðan á þaö, aö einn íslend-
ingur aö minnsta kosti hefur sungiö undir
stjórn Griegs.
Og þaö er enginn annar en Árni
Thorsteinson, tónskáld. Hann segir frá því í
bókinni „Hörpu minninganna“, sem kom út
fyrir aldarfjórðungi og Ingólfur Kristjánsson
færöi í letur:
„Þá má og minnast afmæliskonserts í
tilefni af fimmtugsafmæli norska tón-
skáldsins Edvards Griegs áriö 1893. Haföi
Grieg veriö boöiö til Kaupmannahafnar, en
þar kunni hann alltaf vel viö sig og dvaldist
oft á vetrum, þótt heimili hans væri annars
í fæöingarbæ hans, Björgvin. í tilefni
afmælisins var efnt til mikillar tónlistarhá-
tíöar og þar flutt hiö kunna kórverk Griegs,
„Landkjenning". Var kórinn þá skipaöur
200 manns, og auk þess lék 80 manna
sinfóníuhljómsveit undir. Otto Malling,
prófessor, hafði æft verkið meö kórnum og
hljómsveitinni, en síðan ætlaöi Grieg sjálfur
aö stjórna því á hátíðinni. En svo illa vildi
til, aö þegar hann kom til Kaupmannahafn-
ar, varö hann lasinn af kvefi og treysti sér
ekki til aö stjórna aðalkonsertinum. Hins
vegar stjórnaöi hann viö „generalprufuna”,
og mér er alltaf minnisstæö söngstjórn
þessa fræga tónskálds.
Þegar á lokaæfinguna kom, var Grieg
fenginn taktsprotinn, en hann fleygði
hþnum frá sér, kreppti hnefana og sagöi:
„Ég nota þessa!“
Og svo stjórnaöi hann flutningi verksins
með hnefunum og hinum leiftrandi og
furöulegu svipbrigðum andlitsins, sem voru
svo ótrúlega ör og áhrifarík og eins og féllu
aö hverjum tóni verksins. Gagntók hann
þarna hvern mann, bæöi í kór og hljóm-
sveit, svo að allir spiluöu og sungu eins og
englar. Hef ég aldrei fyrr né síðar oröiö fyrir
slíkum töfrum og áhrifum, og er þetta einn
af þeim atburöum, sem ég gleymi aldrei.
Ég sé alltaf fyrir mér úfna kollinn á Grieg og
hinn leiftrandi svipbrigöi andlitsins, er hann
stóö á söngstjórapallinum.
Grieg var mjög sérkennilegur maöur.
Danir kölluðu hann „norska trölliö". Þó var
hann fremur lágvaxinn og grannur, en
höfuðið var mjög stórt og á því þetta líka
feikna brúsandi, gráa hárfax."
Edvard Grieg fæddist 15. júní 1843 og
lézt 8. sept. 1907. Þá um haustiö ætlaði
hann aö fara enn einu sinni til Englands til
aö stjórna þar hljómleikum. Hann taldi, aö
hann myndi hressast viö það. En hann
komst ekki lengra en til Bergen. í fæö-
ingarbænum lauk síöustu ferö hans. Og hiö
síðasta, sem hann geröi í þessu jarðlífi, var
áhrifamikiö á sinn hátt. Hann haföi legiö í
móki, en svo var allt í einu, eins og hann
vaknaöi til nokkurrar meövitundar. Hann
reis upp í rúminu, hneigöi sig hægt og
hátíðlega, lagöist svo aftur á koddann og
sofnaöi svefninum eilífa. Hann tók viö
fögnuöi og þakklæti áheyrenda eins og af
sviöi hljómleikasals og nú í eitt skipti fyrir
öll.
Sveinn Ásgeirsson
Jenna Jónsdóttir.
Andi samræmdu prófanna
Hann kemur á hverjum morgni
hniprar sig í sætiö og þegir.
Ljóshærður lágvaxinn piltur
meö Ijóma æsku og hreysti í fasi.
Skólataskan er stór og þung
stílabækur margar og tómar.
Viprur kringum varir aukast
er hann veit aö rööin er komin að honum.
Gætilega tekur hann tyggjóiö og geymir í lófa sér
meöan hann reynir aö lesa
um forna frægö og gengna kappa
fjarlæga ólæsum ráðþrota dreng
sem nútíminn gengur nærri í kröfum sínum
nú taka allir sama próf — á leið til jafnréttis.
Barnsaugu í ungum pilti biðjast vægöar
og blaka viö hjarta kerfisþrælsins
sem situr þögull viö kennaraboröiö
hlýöir — meö steindu hugarfari skipunum „aö ofan“.
Sér ungar axlir lyftast, kikna
í vonlausri baráttu viö ofurefli.
Andi samræmdu prófanna svífuryfir
særir ungan pilt sem í vanmætti getu sinnar
sligast og grætur í hjarta týnt réttlæti.
Áleitin gerist samviska kennarans:
— Ef þetta væri þitt barn — ?
Landsfundur Sjálfstæöisflokks-
ins fer fram nú um þessa helgi.
Hans hefur verid beðid med nokk-
urri óþreyju vegna hins einkenni-
lega ástands, sem myndaöist í
flokknum, þegar núverandi ríkis-
stjórn fæddist. Síöan sá atburdur
geröist hafa málgögn andstæö-
inga flokksins, stuðningsblöö rík-
isstjórnarinnar, þóst hafa ráö á
hverjum fingri fyrir sjálfstæðis-
menn. Þau ráö einkennast í senn
af vanþekkingu á málefnum Sjálf-
stæðisflokksins og nauösyn
stjórnarmálgagnanna til aö viö-
halda þeirri skoöun, sem fram
kom strax við stjórnarmyndunina,
að nú gæfist færi á að koma höggi
á Sjálfstæöisflokkinn. Sumir
stuöningsmenn ríkisstjórnarinnar
— vonandi eru þeir aöeins í Al-
þýöubandalagi og Framsóknar-
flokki — líta enn þannig á, að meö
stuöningi sínum viö ríkisstjórnina
séu þeir að eyðileggja Sjálfstæð-
isflokkinn.
Nú er mönnum í Framsóknar-
flokki og Alþýðubandalagi betur
um það kunnugt en nokkrum öör-
um hér á landi — ef Alþýðuflokk-
urinn er undanskilinn — hvaða af-
leiöingar það hefur fyrir flokka, ef
óbrúanlegur klofningur verður
innan þeirra. Að vísu voru fram-
sóknarmenn hnakkakertir hér fyrr
á árum, þegar þeir losuðu sig við
Möðruvallahreyfinguna, sem laut
forsjá Ólafs Ragnars Grímssonar.
Andstæðingum sjálfstæðismanna
er einnig Ijóst, hve ill áhrif það
hefur á starf flokka, ef innan
þeirra er stöðugt alið á klofningi
eða hafðar uppi hótanir um hann.
Við þær aðstæður verða flokkarn-
ir mjög innhverfir og starf áhuga-
sömustu flokksmanna einskorö-
ast við hjaðningavíg innan dyra
en hinir raunverulegu andstæð-
ingar fá tiltölulega góöan frið.
Bestu bandamenn andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins nú um þess-
ar mundir eru þeir innan dyra í
flokknum, sem alltaf eru til þess
búnir að tala eins og þeir halda,
að veki mesta athygli í andstæð-
ingablöðunum. í sjálfu sér er skilj-
anlegt, að ákafir stjórnarsinnar
bíti frá sér og reyni að verja gjörð-
ir ríkisstjórnarinnar í gegnum
þykkt og þunnt. Það er um mál-
efnaágreining að ræða, sem varð
til við myndun ríkisstjórnarinnar
og gerð þess sáttmála, er hún
starfar eftir. Hinir eru verri, sem
leitast við að bera kápuna á báö-
um öxlum. Með þvi að vísa til
þeirra geta andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins fiskað í gruggugu
vatni í viðleitni sinni viö að koma
illu til leiöar.
Valdabarátta innan stjórnmála-
flokka fer fram alls staðar í ver-
öldinni. Þrjú dæmi úr nágranna-
löndunum má nefna: Átökin inn-
an norska Verkamannaflokksins,
breska Verkamannaflokksins og
þýska Jafnaðarmannaflokksins. í
öllum þessum flokkum er hart
barist og einn þeirra, breski
Verkamannaflokkurinn, hefur þeg-
ar klofnað. í þessum flokkum er
I tilefni landsfundar
það vinstri armurinn, sem herjar á
hina hógværari. Áhrif þessarar
baráttu gætir bæði innan viðkom-
andi landa og utan, því að vinstri-
sinnarnir keppa meðal annars að
því að breyta utanríkisstefnu
þessara flokka, þeir vilja draga úr
samstarfinu innan Atlantshafs-
bandalagsins og koma í veg fyrir
öflugar varnir þess. í flokkum á
hægri vængnum takast menn líka
á og má þar til dæmis nefna and-
stöðu Edward Heaths, fyrrum for-
sætisráðherra Breta, gegn efna-
hagsstefnu Margaretar Thatchers
og deilurnar meðal franskra
hægri manna.
Erfitt er þó að finna sambæri-
legt dæmi við það, sem gerst hef-
ur í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir
kosningarnar í desember 1979 lá
alls ekki fyrir, að það væri mál-
efnaágreiningur í flokknum. Allir
Norðmenn vissu það í kosningun-
um í haust, að menn voru ekki á
einu máli um öryggismál landsins
innan Verkamannaflokksins. ítrek-
aðar tilraunir voru gerðar til aö
sætta þennan ágreining og gengið
fram á ystu nöf af hinum ábyrgð-
armeiri í flokknum. Stjórn Verka-
mannaflokksins féll og nú verður
gengið til þess verks innan hans
að samræma sjónarmiöin.
Sú skýring er fundin upp eftir á,
að innan Sjálfstæðisflokksins tak-
ist á frjálslyndur og íhaldssamur
armur og í núverandi ríkisstjórn
sitji hinir frjálslyndari flokks-
menn. Auðvitað er eðlilegt, að
þeir, sem gengu þvert á vilja þing-
flokks, flokksráðs og miðstjórnar
reyni að fegra málstað sinn sem
mest þeir mega. í sjálfu sér hefði
það og verið furðulegt, ef þeir,
sem gengu til samstarfs við fram-
sóknarmenn og kommúnista,
hefðu lýst því yfir, að þeir væru
íhaldssamari en meirihlutinn, sem
eftir sat. Það hefði þó verið sönnu
nær, þegar stefna ríkisstjórnar-
innar er höfð til hliðsjónar og til-
raunir hennar til að hefta fram-
gang mesta framfaramáls þjóðar-
innar, stórvirkjana og uppbygg-
ingar orkufreks iðnaðar í tengsl-
um við þær.
Málefnaágreiningur hefur ekki
sett svip sinn á starf Sjálfstæðis-
flokksins fyrr en eftir myndun nú-
verandi ríkisstjórnar, þegar þing-
menn flokksins eru ósammála um
jafn mikilvægt málefni og það,
hvort veita eigi ríkisstjórn braut-
argengi eða ekki. Af þessum
ágreiningi stafar vandi flokksins
og eðlilegt er, að ýmsar hug-
myndir komi fram um það, hvern-
ig hann verði jafnaður. Sumir
segja, að slíkur ágreiningur sé svo
alvarlegur, að þeir, sem fyrir hon-
um standi, verði að víkja úr
flokknum. Auðvitað er það svo í
raun, að flokkur er klofinn, sem
ekki er sammála um afstöðu til
ríkisstjórnar. Ekki þarf neinar
reglur um brottvísun til að átta sig
á því, hitt er svo matsatriöi, hvort
ástandið verði betra ef slíkar regl-
ur eru settar. Fráleitt er, að slíkar
reglur séu afturvirkar, þær geta
hins vegar haft gildi sem víti til
varnaðar. Eins og málum er nú
háttað eru engin formsatriði því til
fyrirstöðu, aö Sjálfstæðisflokkur-
inn geti runnið saman í eina heild,
vilji er allt sem þarf.
Björn Bjarnason
3