Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Side 7
Trú manna á endurholdgun er mjög útbreidd um heim allan. Jafnvel i Bretlandi er þriðji hver maður sagður trúa á hana, enda þótt hún sé í algjörri andstöðu við flest afþvi, sem þar er kennt í trúaríegum efnum. A undanförnum árum hefur fjöldi vitnisburða stgrkt menn íþessari trú, þar sem fólk hefur i dásvefni horfið aðþvi er virðist til síns fgrra lífs, sem það hefur lýst mjög raunverulega í smáatriðum. náö aö muna bókstafi og tölur á einkennis- merkjum bifreiöa. Scotland Yard hefur litizt þaö vel á þetta, að þeir hafa nýlega látið þess getið, aö þeir hyggist nota þessa aðferð til stuðnings við rannsóknir glæpa- mála. En árangurinn af þessari aöferð er yfirleitt bundinn við tiltölulega nýskeð atvik, og talsmenn hennar vara jafnvel viö því, að áreiðanleiki dáleiðslunnar kunni aö minnka — en líkurnar á ímyndun að aukast — eftir því sem lengra sé leitað aftur í tímann. Sé hinum svæföa gefiö í skyn, að þetta sé sex ára afmælisdagur hans, þá gæti hann sem fullorðinn gefið merkilega nákvæma lýsingu á umhverfinu. Hann gæti einnig skrifað og teiknað eins og krakki. Hann gæti talað með barnalegri röddu og jafnvel talið upp gjafirnar, sem hann hafi fengið, og vinina, sem komnir séu í afmælið. En eins og sumar rannsóknir hafa sýnt, þá getur það, sem hann teiknar og skrifar, verið allsendis ólíkt því, sem varðveitzt hefur frá sex ára afmæli hans. Fólk hefur veriö flutt í dásvefni til þess tíma, er þaö var í barnæsku, í fæðingu og meira aö segja móðurkviði, og sumt hefur þá sýnt hina merkilegustu tilburöi, svo sem að sjúga þumalfingurna, væta buxurnar og jafnvel segjast — sem fóstur — heyra hjartslátt móðurinnar. En fyrir hendi er einnig ósamrýmanlegur munur á frammi- stöðu þeirra, sem hinir ýmsu dáleiðarar hafa svæft, og þvi veröur sá möguleiki ekki útilokaður, að óafvitandi láti þeir hugann reika í samræmi við það, sem þeir halda, að hver dáleiðari vænti af þeim. Þetta á sérstaklega við, þegar könnuð er önnur goðsögn þess efnis, að þessi dáleiöslu upprifjun leysi raunverulega úr læöingi grafnar og gleymdar minningar úr „fyrra lífi“. Nú eru til þúsundir vitnisburöa, sem sagðir eru þessa eðlis, og ef þeir ættu að vera sannanir um endurholdgun, mætti mega vænta þess, að þeir sýndu eitthvert samræmi varöandi lögmál fyrirbærisins; gæfu til dæmis til kynna, hvort einstakling- urinn endurholdgaðist þegar í stað eða tefðist í einhverri millibils tilveru. Hvort hann kysi að endurfæðast nálægt þeim staö, þar sem hann deyr, eða hvort hann fari langar leiðir til aö finna sér nýjan líkama. En því miður fyrir allar hugsanlegar kenningar um endurholdgun, þá er ekkert kerfi hægt að greina í þeim vitnisburöum, sem fyrir hendi eru, og ennfremur segir það sína sögu, að þeir, sem dáleiddir hafa verið af hinum ýmsu dávöldum, gefa til kynna afar mismunandi „fyrri líf“ og einmitt í samræmi við það, sem sá væntir af þeim, sem dáleiðir þá. Joe Keeton, sem er raunsær maður að eðlisfari, fullyröir þannig, að það sé „ekki um neina millibils tilveru að ræöa, ekkert bil milli eins lífs og annars. Dauöi og getnaður verða samtímis". Og hinir brezku landar hans, sem hann dáleiðir, hafa allir frá brezku fyrra lífi aö segja meö viðeigandi níu mánaöa bili. Annar frægur dáleiðari, Arnall Bloxham, hneigöist aftur á móti mjög aö hinu dularfulla og framandi, og þeir, sem hann dáleiddi, gátu hæglega farið á milli landa með aldabili og sagt frá fyrra lífi sínu í Egyptalandi hinu forna, Grikklandi, Kína eða Perú. En það væri að sjálfsögöu of mikið virðingarleysi að vísa málinu frá á þessum forsendum. Margir vitnisburöir um þessi efni hafa virzt mjög athyglisverðir og mikið verið úr þeim gert eins og til dæmis þeim frá Arnall Bloxham, þar sem húsmóöir frá Suður-Wales rifjaöi upp fjöldamorð á Gyðingum í York á 11. öld sem Gyðinga- kona frá þeim tíma. Hún lýsti því á mjög skýran og sannfærandi hátt (á nútíma ensku), hvernig hún hefði mætt örlögum sínum í grafhvelfingu kirkju nokkurrar í borginni, sem sagnfræðingur, kunnugur staðháttum, kannaöist við sem St. Mary Castlegate. Það sem sérstaklega þótti markvert viö frásögn konunnar, var að hún skyldi minnast á hvelfingu, sem enginn vissi um, en fannst svo ári síðar. (Grein um mál þetta þýddi sá, er þetta tekur saman, fyrir Mbl. fyrir nokkrum árum.) Endurholdg- unarsinnar héldu því fram, að hinar sagnfræðilegu upplýsingar væru þess eðl- is, að venjuleg húsmóöir gæti ekki hafa aflað sér þeirra. En staðreyndirnar í málinu eru ekki nógu sannfærandi. Frúin nefndi aldrei nafn kirkjunnar, uppgötvun hvelfingarinnar er dularfull, hún er sögð hafa veriö múruö aftur án nánari rannsókna og staðfesting hefur ekki fengizt á fundinum. Og allar sagnfræöilegar upplýsingar, sem fram komu í vitnisburðinum, er að finna í ritum um Gyðinga á Englandi. En svo er ekki heldur fyrir hendi vottur af sönnun þess, aö sú Gyðingakona, sem rifjar upp ofsóknirn- ar gegnum hina dáleiddu húsmóður, hafi nokkru sinni verið til. Og þá er ekki heldur hægt að kanna málið neitt frekar, þar sem nafni hinnar dáleiddu hefur vandlega verið haldið leyndu. Svipuð hefur útkoman verið, þegar ýmis önnur mál hefur átt að kanna, sem fræg hafa orðiö og vakiö almenna undrun manna. Má þar nefna þau fyrirbæri, þegar dáleitt fólk hefur talaö tungumál, sem það er sagt „aldrei hafa lært“. Reyndar er Joe Keeton einn af hinum fáu dávöldum, sem fúslega hafa leyft allar kannanir á málavöxtum af hálfu óskyldra aðila, og hann hefur sérstaklega lagt fram gögn í tveimum málum í því skyni. Hið sérstæða við þau er, að eigi aðeins eru hinir dáleiddu, sem reyndar í báðum tilfellum eru konur, reiöubúnir að veita viðtöl, heldur hafa þær manneskjur, sem upprifjun þeirra í dáleiöslunni varðar, sannanlega verið til. Önnur þeirra, 23ja ára gömul stúlka, lýsti því Ijóslegar og af mikilli skelfingu undir dáhrifunum, að hún væri fyrir enskum dómstól vegna ákæru um galdra á 16. öld. Hún kvaðst heita Joan Waterhouse og vera frá Hatfield Peverel í Essex. Nöfnin á dómaranum og ákærandanum nefndi hún. Hún væri fyrir dómi ásamt móður sinni Agnesi og nágrannakonu, Elizabethu Francis. Kærandinn var ógeðfelld stúlka úr nágrenninu, Agnes Brown, 12 ára. Þessi réttarhöld fóru fram á sínum tíma, og í dáleiðslunni notaði hin svæfða orða- foröa, sem gat bent til 16. aldar málfars, þó að hennar eigin 20. aldar enska mállýzka væri undirstaðan. Sérfræðingur í enskri tungu frá þessum tíma var fenginn til að hlýða á upptöku af frásögn hennar, en gat ekki, sér til sárra vonbrigða, að því er hann sagði, fundiö neitt það í málfari hennar, sem ekki mátti rekja til þeirrar ensku, sem útvarp og sjónvarp hafa komið mönnum til að halda að töluð hafi veriö í Englandi á 16. öld. Nú mun þó enginn geta sagt með neinni vissu, hvernig enskan hafi verið töluð á 16. öld, svo að álit sérfræðingsins afsannaöi ekki neitt heldur. En það var annað atriði, sem kom óvænt til skjalanna og beindi málinu inn á nýjar brautir, þótt þaö virtist smávægilegt í upphafi. Hin dáleidda var þrisvar sinnum spurö að því, hvenær réttarhöldin hefðu fariö fram, og hún svaraði alltaf skýrt: „The year of Our Lord 1556.“ Á því Herrans ári 1556. En reyndar fóru þau fram 1566. En þar sem þetta var eina sagnfræðilega skekkjan í öllu því, sem stúlkan skýrði frá, mætti kannski líta svo á, aö hún skipti ekki meginmáli. Minni okkar 20. aldar manna bregzt oft, og við hverju má þá ekki búast af þeim, sem talar um það, sem henti hann fyrir fjórum öldum? Það væri sanngjarnt að taka ekki mjög hart á slíku sem þessu, ef sérstakt atvik hefði ekki komið fyrir í sambandi við útgáfu á málsgögnum Waterhouse réttarhald- anna. Þau voru gefin út á seinni hluta 19. aldar, og setjaranum varð á sú skyssa að setja 1556 í stað 1566 á titilblað bókarinn- ar. Sú villa hefur lifað sínu lífi síðan fyrir tilstilli margra, en ekki þó allra þeirra, sem síðan hafa skrifað um þessi réttarhöld eða vísaö til þeirra. Það virðist því óhrekjanlegt, að skekkj- una í frásögn hinnar dáleiddu megi rekja til skyssu setjarans á 19. öld. Sennilega hefur stúlkan á barnsaldri lesið eða heyrt allítarlega frásögn af þessum réttarhöldum og höfundurinn óafvitandi stuðzt við hið ranga ártal. Frásögnin hefur vakið óhug hjá stúlkunni og hún bælt hana niður í meðvituöu minni sínu. Sjálf segir hún, að svo langt sem hún muni, hafi sig hryllt við öllu, sem minnti á galdrakonur. Þessi skýring gæti þótt enn líklegri, eftir að athugaðir hafa verið málavextir í hinu tilfellinu, sem Joe Keeton hefur gefið allar upplýsingar um, og er enn eitt af hinum mjög fáu dæmum um það, þegar dáleidd manneskja rifjar upp líf annarrar, sem sannanlega hefur verið til og í þessu tilviki eigi fyrir alls löngu. Mona Reynolds er skynsöm kona, lifir í hamingjusömu hjónabandi í Birmingham, er á sextugs aldri og hefur enga sérstaka trú á endurholdgun. En fyrir þrem árum rifjaöi hún upp í dásvefni hjá Joe Keeton á furðulega Ijósan hátt minningar sínar sem Elsie Cain. Þegar hún hafði verið vakin úr svefninum og henni skýrt frá því, sem hún haföi sagt, vissi hún þegar í staö, hver þessi Elsie væri — frænka hennar, sem hefði dáið, að hún hélt, skömmu áður en hún sjálf fæddist. En minningar hennar — sem Elsie — voru svo nákvæmar, að hér virtist mjög líklega geta verið um ósviknar minningar úr fyrra lífi að ræða. Hið eina, sem skapaði sérstaka óvissu, var að hún gæti hafa haft aögang að upplýsingum um Elsie sem frænka hennar. En þar sem það var svo margt, sem hún gæti ekki hafa fengið vitneskju um með því móti, þótti málið hið markverðasta. Aðspurð undir dáhrifum kvaöst Mona- Elsie vera fædd 12. október 1896, en við könnun hjá manntalinu reyndist Elsie hafa fæðst 24. júlí 1901. Fleiri skekkjur komu í Ijós varðandi aldur, giftingardaga, starf manns Elsie og fleira, en það sem mestu máli skipti var, að Elsie reyndist hafa dáið tveimur og hálfu ári eftir fæðingu Monu. Þetta var þannig allt hugarburður Monu, sem gat átt rætur að rekja til þess, sem hún hafði heyrt móður sína og ömmu ræöa um, þegar andlát Elsie bar að höndum. Það er útkoma eins og þessi, sem hlýtur að leiða til nýrra spurninga um það fyrirbæri í heild sinni, sem kallað er upprifjun eða minningar úr fyrra lífi. Það er ekki vottur af grun um það í þessum tilvikum öllum, að um neina vísvitandi blekkingu sé að ræða, hvorki af hálfu dávalda eöa hinna, sem dáleiddir eru. Þegar manneskja getur í dásvefni séð fyrir sér dómssal á tímum Elísabetar, drottn- ingar, og fundið fyrir hinu grófa efni fatanna frá 16. öld og munað eftir öllu í vöku á eftir, þá er það varla neitt undarlegt, þótt viðkomandi verði sannfærður af þeirri reynslu. Lítt þekktur, finnskur sálfræðingur, Dr. Reima Kampman, við háskólann í Oulu hefur öðrum fremur reynt að finna á þessu eölilegar skýringar. Hann fékk leyfi til þess í skóla sínum að gera tilraunir á stúdentum þar varðandi hugsanlegar minningar úr einhverju fyrra lífi. Honum þótti síðan furöulegt, að einn af stúdentunum, stúlka, rifjaði upp líf sitt sem dóttir kráreiganda á Englandi á miðöldum og flutti allt kvæöiö „Summer Song“ á miðaldaensku eftir því sem virtist. Þegar stúlkan hafði verið vakin aftur til 20. aldar, kvaðst hún ekki hafa neina hugmynd um það, sem hún hefði sagt undir dáhrifum og vissi þar með ekkert um kvæðið. Þess vegna dáleiddi Kampmann hana aftur, en í stað þess að gefa henni í skyn, að hún lifði aftur „fyrra líf“, bað hann hana að hverfa aftur til þess tíma, hvenær sem það væri sem hún hefði heyrt eða lesið „Summer Song“. Þegar í stað tók stúlkan að lýsa því, þegar hún nokkrum árum áður hefði verið að forvitnast í bókasafni og þá farið að blaða í tónlistar- sögu. Og þó að hún hefði litið mjög lauslega í bókina, gat hún munað, hvernig kvæöið stóð á síðu í bókinni, yfirskriftina og höfunda kvæðis og lags. Þegar að var gáð, var þetta hárrétt. Hið furðulegasta við þetta er, að manns- hugurinn skuli geta numið þannig upplýs- ingar, sem birtast á svo tilviljunarkenndan hátt sem þennan, og komið þeim svo greinilega til skila við dáleiðslu, án þess að meðvitundin í vöku virðist koma þar nokkurs staðar nærri. Það er skoðun Kampmans, að það sem virðist eiga sér stað, þegar dáleiddri manneskju er gefið í skyn, að hún hrærist í liðinni tíð í annarri tilveru, þá sé hún leidd inn í þaö sálarástand, sem geðlæknar kannast við sem margfaldan persónuleika. En þekktasta fyrirbæri þess eðlis mun sennilega vera Eva í „Hinum þrem andlitum Evu“. „Eva“ þessi hefur nýlega skrifað ævi- sögu sína og reyndist vera húsmóðir í Fairfax í Virginíu, Chris Sizemore að nafni. Hún lýsir því þar, hvernig hún hafi ekki aöeins verið þrír heldur meira en tuttugu persónuleikar, áður en hún fékk lækningu. Þegar hún „var“ einhver þessara mann- eskja, breyttist tal hennar, rödd, orðaforði og áherzlur og lýsing hennar minnir mjög á það, sem gerist við hvarf manna til „fyrra lífs“ við dáleiðslu. Sé kenning Kampmans rétt, er það mikill ábyrgðarhluti að dáleiða fólk í þeim tilgangi að flytja það aftur í tímann til „fyrra lífs“. Slíkt gæti valdið geðtruflunum og hefur reyndar gert. Sú, sem áður er um getið í sambandi við galdrarhálaréttarhöldin á 16. öld, hefur skýrt frá því, að hún hafi orðið fyrir óþægindum vegna dáleiðslunnar og vildi ekki láta endurtaka hana. Svipaö er að segja um konu þá, sem taldi sig hafa misst lífið viö fjöldamorð á Gyðingum á 11. öld, en það leið yfir hana eftir eina dáleiðsluna og eiginmaður hennar tók fyrir frekari tilraunir. Fleiri slík dæmi mætti nefna. Ofanritað er stytt endursögn greinar, sem nýlega birtist í „The Sunday Times magazine“ í tilefni af útkomu bókar, „Mind Out of Time?“, um þessi efni eftir lan Wilson. Hann er einnig höfundur metsölu- bókar um líkklæði Krists í Tórínó, „The Turin Shroud“, sem sagt var frá í Lesbók fyrir nokkru. Sveinn Ásgeirsson 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.