Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Síða 8
Við erum ugglaust fyrir löngu hætt að taka eftir því, hvernig þetta lítur út: Steindórsplan, Hallærisplan, Hafnarstræti, Aðalstræti. Eru ekki allir sammála um, við nánari athugun, að þetta sé einmuna glæsilegur miðbær? Formáli Skipulagsmál eru einn þýöingarmesti þáttur stjórnvörzlunnar. Varla er hægt að mæla því í mót, aö í uppbyggingu Reykjavíkur á síöustu áratugum, hefur miðbærinn oröið olnbogabarn, — og stund- um jafnvel um það rætt í alvöru, að smá-miðbæir hingað og þangað mundu leysa hann af hólmi. í sambandi við Grjótaþorpiö gengur hvorki né rekur; að minnsta kosti er ekkert nýtt þar að sjá. Um alla miðbæjarkvosina standa einnar og tveggja hæða kumbaldar innan- um sæmileg hús sum þeirra aðeins notuð sem vöruskemmur. Þess- konar nýting á dýrustu lóðum í Reykjavík er óskiljanleg, en frá sjón- armiði borgarbúans almennt, vegfarandans eða gestsins eru þessi hússkrifli til skammar og stórfelldra lýta fyrir borgina. Þótt Reykjavík sé stór og víða falleg, er augljós vanþróunarbragur á miðbænum, alger útkjálkasvipur, sem varla getur talizt hrífandi á nokkurn hátt. Vegna þess arna vill Lesbók biðja þig sem núverandi eöa fyrrverandi áhrifamann á þessu sviði að skýra málið með því að svara nokkrum spurningum. 8 Eftirmáli viö formála Öllum hættir til að veröa samdauna umhverfí sínu og hætta menn þá aö taka eftir því, sem aökomumenn sjá á augabragði. Viö hljótum aö viöurkenna það, sem vel hefur veriö gert; annaö eru engir mannasiðir. í því sambandi ber hæst breytinguna á Austurstræti og Lækjartorgi, sem var til tvímæla- lausra bóta. Nokkur hús mætti telja upp, sem komið hafa í stað annarra eldri síöasta áratuginn, veitingastöðum hefur fjölgað og við getum teflt úti við Lækjargötu — eða er ekki svo? Lítum á málið frá annarri hlið. Maöur sem kæmi til Reykjavíkur eftir þriggja áratuga fjarveru, mundi reka upp stór augu og ekki kannast viö nema lítinn hluta byggðar á því flæmi, sem höfuð- borgin teygist nú yfir. En hann myndi einnig sjá eina undantekningu: miöbæ- inn, þar sem allt situr við það sama þótt örfá hús hafi verið endurnýjuö. Sem sagt: Sú feikilega þróun, sem Reykjavík í heild hefur gengiö í gegn- um á þessum áratugum, virðist ekki hafa náð til miðbæjarins. Lítum á málið frá enn annarri hlið. Hvernig líta miðbæir út í sambærilega stórum borgum í nágrannalöndunum? Nú ber þar í milli, að þær eru oftast ekki neinar höfuðborgir, sem hlýtur að teljast tromp á hendi. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Fjöldi íslendinga hefur komiö út fyrir pollinn og séö með eigin augum að útkjálka- og vanþróunar- bragurinn á miðbæ Reykjavíkur er ekki til í þetta stórum bæjum á Norðurlönd- um, í Þýzkalandi, Austurríki, Sviss eða Bretlandr. Þvert á móti er oft nokkur stórborgarbragur á miöhlutanum, þótt stærðin sé annars ekki mikil og nægir til dæmis að benda á Lúxemborg, lítinn höfuðstað í litlu landi. Látum það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.