Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 10
Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður Formáli Skipulag miðbæjar er afar viðkvæmt mái. í miðbænum er sál borgarinnar og allir borgarbúar hafa skoðun á því, sem gert er í miðbænum. Allt orkar tvímæl- is þá gjört er og ávallt eru skiptar skoðanir um það hvernig miðbærinn eigi að líta út. Sjálfur man ég glöggt eftir því, þegar veriö var að taka ákvarðanir um að breyta Lækjartorgi og hluta Austurstrætis í göngusvæði. Mjög margir voru tortryggnir á þá framkvæmd. Húseigendur, verslun- armenn, umferðarsérfræðingar o.fl. Það var mikið átak á sínum tíma að fá á endanum sæmilegan frið um þá ákvörðun. Nú held ég að flestir séu sammála um að vel hafi til tekist og víst er aö sú ákvörðun hefur myndaö grundvöll þess fjölþætta mannlífs, sem nú þrífst á þessum slóöum. Þetta nefni ég sem dæmi um, hvaö menn eru við- kvæmir fyrir miðbænum sínum — og það er gott. Ég er ekki sammála þeim anda, sem felst í spurningunum. Mér finnst spyrj- andi of neikvæður í mörgum spurning- um og lýsingar eins og „vanþróunar- bragur“, „alger útkjálkasvipur“ og „svipmót kreppunnar" eru stórlega ýktar. Miðbærinn er ekki fullkominn, margt er þar ógert og margt mætti betur fara. Miðbærinn á að vera umgjörð um iö- andi mannlíf, en hvernig umgjöröin á að vera er mikið smekksatriði eins og margt annaö í skipulagi — og það tjáir ekki aö deila um smekk. Sný ég mér þá að spurningunum. Spurning 1 Ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu, sem fram kemur í spurningunni, „að svo til ekkert hafi verið byggt í miðbænum í Reykjavík um áratuga skeiö". Undanfarna áratugi hafa allmargar nýbyggingar risiö í miðbænum og má m.a. nefna eftirfarandi: Austurstræti 17 (hús Silla og Valda), Aust- urstræti 18 (hús Almenna Bókafélagsins), Tollstöðvarhúsiö viö Tryggvagötu, nýbygg- ing viö Lækjartorg, stórhýsi Landsimans við Austurvöll, Iðnaöarbankann við Lækj- argötu og þannig mætti telja fleiri slík dæmi. í byggingu eru hús eins og Póst- hússtræti 13, Hafnarstræti 7 og Tryggva- gata 26 og nefna má byggingu Listasafns íslands bak við „Glaumbæ", þótt það sé í útjaðri þess, sem við í daglegu tali nefnum „miðbæinn“. Þá hefur verið byggt við ýms- ar byggingar eins og t.d. hús Eimskipafé- lags íslands. Það er því Ijóst, að margt hefur gerst i miðbænum, þótt e.t.v. finnist ýmsum aö hægt gangi. Hinsvegar má spyrja, hversvegna ekki hafi gengið hrað- ar? Fyrir því eru margar ástæður og skulu hér nokkrar tilgreindar. Eftirspurn eftir því að byggja í miðbæn- um hefur ekki verið ýkja mikil og tekið hefur verið á slíkum umsóknum með vel- vilja innan gildandi skipulagsramma. E.t.v. hefur mönnum fundist að þeir fengju ekki að byggja nógu mikið á lóðum sínum og því kosið að halda áfram starfsemi í gömlu húsunum og víst er að mörgum þeirra hef- ur veriö breytt mikið til að laga þau aö nútímanum. Má þar t.d. nefna húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Einnig er vit- að, að mörg af gömlu húsunum eru í eigu dánarbúa eða eldra fólks, sem ekki ekki hefur haft áhuga á að byggja. 10 Á vissum svæðum hefur óvissa um skipulag haft sitt að segja eins og í Grjóta- þorpi. Skipulagshugmyndir manna hafa tekið gífurlegum breytingum á undanförn- um árum. Sú kenning var mjög ofarlega á baugi fyrir nokkrum áratugum, að rífa ætti niöur heilu borgarhverfin og byggja nýtt og stórt í staðinn, jafnframt sem rýmt væri fyrir miklum umferðaræðum. Þetta var t.d. gert í Stokkhólmi. Þetta hefur breyst. Nú telja menn ekki eins miklu fórnandi fyrir hraðbrautir eins og áður var og menn vilja halda gömlu svipmóti, þótt nýtt sé byggt — með því að halda gamla gatnakerfinu og láta ný hús falla að gömlum. Þessar breyttu hugmyndir, sem hafa þróast í langan tíma, hafa gert það að verkum, að bæði eigend- ur og yfirvöld hafa verið hikandi í ákvörð- unum sínum. Þó vil ég taka fram, að ég harma að ekki skyldi áfram unnið að því að fullgera og framkvæma skipulag um byggð í kingum „Hallærisplaniö". Þar var gert ráð fyrir ný- byggingum í kringum „planiö“ og á Stein- dórslóðinni og Austurstræti 3. Neðanjarð- arbílastæði áttu að vera á svæöinu og byggðar skyldu margar íbúðir. Gert var ráð fyrir þeim möguleika að byggja glerhús yfir „Hallærisplanið“, þar sem koma mátti fyrir ýmiskonar þjónustu og halda samkomur. Víðtæk samstaða hafði myndast með eig- endum, en þó var gert ráð fyrir að þeir, sem vildu gætu haldið sínum eignum óbreyttum og kom vilji um það fram hjá eigendum „Hótel Víkur" og „húss Magnús- ar Benjamínssonar". Þessar hugmyndir voru lagöar til hliðar, þegar skipt var um meirihluta í borgarstjórn. Tel ég skaða að því. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri Svar við þessari spurningu svo og ástæður fyrir hálfnotuðum og ónotuðum lóðum er ekki einfalt. Staöreyndir í málinu eru skipulagshug- myndir og svo staöfest skipulag, sem þó hefur ekki verið unnið eftir. Bönn við niðurrifi og uppbyggingu hafa engin veriö í gildi. Það er fyrst með nýjum byggingarlögum, að skilyrði eru sett fyrir niðurrifi frá ársbyrjun 1979. Skipulag aö nýjum miðbæ var samþykkt 1962. Kemur þá ný viðmiöun á verðmæti þess hvar menn vilja byggja upp framtíðar- aðstöðu fyrir fyrirtæki og stofnanir, og ákveðin stefnumótun af hálfu yfirvalda um hvernig gamli miðbærinn eigi aö vera. Þá hafa borgaryfirvöld samþykkt forsögn að skipulagi Grjótaþorps svo og deiliskipulag svokallaðs Pósthússtrætisreits. Hér er vik- ið verulega frá fyrri skipulagshugmyndum, sbr. t.d. byggingu Morgunblaðshallarinnar, Silla og Valda-verzlunarhússins í Austur- stræti og bókaverzlun Eymundssonar í Austurstræti. Eftir þessar byggingar er alger kyrr- staða, án þess að greint verði svo óyggj- andi sé að nokkuð eitt ráöi þar öllu um. Manni gæti komið til hugar blanda af ein- hverju eftirtalinna atriða: — Lóöir flestar í einkaeign. — Mikil verðbólga. — Ýmsar aðrar fjárfestingar mjög miklar á síðustu 20—30 árum. — Visst öryggisleysi um framtíð mið- bæjarins. — Skortur á stýringu yfirvalda. — Hugmyndir um verndun náttúru og byggingar breytast mikið á þessum tíma. Þaö skal tekið fram til skýringar, að formáli spurningar 1 bendir til, að með „miðbæ“ sé fyrst og fremst átt við svæðið frá Grjótaþorpi í Þingholt. Hér má engu breyta fremur en væru þessi hús frá söguöld og varð mikill styrr út af nokkrum fermetrum grass, sem voru fjarlægðir fyrir útitafl. Þótt húsin við Lækjargötuna séu hvorki falleg né hafí verulegt byggingasögulegt gildi, verður þeim haldið í þessu horfi — og skiptir kannski iitlu máli, ef annars staðar væri tekið til hendinni. Hornið á Tryggvagötu og Pósthússtræti. Er það svona, sem við viljum hafa miðbæ Reykjavíkur. Gestur Ólafsson forstöðumaður skipulagsstofu höfuðborgar svæðisins Spurning I Meginástæðan er sennilega sú að Reykvíkingar, og reyndar flestir lands- menn, hafa ekki enn gert sér fulla grein fyrir því hvers virði það er að eiga miðbæ í höfuðborg landsins, sem stendur undir nafni — miðstöð sérverzlunar, þjónustu, viðskipta, menningar- og skemmtanalífs fyrir landið allt. Aö eiga þannig miðbæ er mikil eign, og nauðsyn fyrir þjóð sem vill telja sig til menningarþjóöa. Þetta skilur fólk erlendis, og þetta skilja unglingarnir sem safnast saman á kvöldin á Hallæris- planinu. Aðrar ástæður eru margar. Einhverjir borgarfulltrúar og alþingismenn hafa ekki enn gert sér grein fyrir því að nútíma þjóð- félagi eða borg veröur ekki stjórnað nema með töluvert ákveðnu skipulagi sem tekiö er mark á, ef vel á að fara. Margir stjórn- málamenn hafa að öllum líkindum ekki heldur litiö á hnignun miöbæjarins sem neitt stórmál sem þyrfti að hafa afskipti af, þótt núverandi ástand miðbæjarins sé bein eða óbein afleiðing af skipulagi, fram- kvæmdum eða aðgerðarleysi liöinna ára. Ný verzlunarhverfi hafa aö undanförnu ver- ið byggð víða á höfuðborgarsvæöinu og miklu fé veriö variö til þess að leggja greiöa akvegi að þeim og byggja þar upp fjölda bifreiöastæða, á meðan sáralítiö hefur ver- ið gert í þessa veru í miðbænum. Miöstöö strætisvagna hefur veriö flutt aö verulegu leyti frá Lækjartorgi á Hlemm, svo eitthvað sé nefnt, en þessi aðgerð haföi umtalsverð áhrif bæöi á veltu verzlana og á fasteigna- verð. Fasteignir í miðbænum eru þó enn metnar mun hærra en í nýjum verzlunar- hverfum, þrátt fyrir þessar breytingar, og þrátt fyrir versnandi samkeppnisaöstööu miðbæjarins. Fáir stjórnmálamenn hafa viljað horfast í augu við þennan vanda og fyrirskrifa þau meðöl sem til þarf, enda nokkuð visst að einhverjir verða til þess að mótmæla öllum breytingum, jafnvel þótt þær séu aö mati annarra til bóta. Eigendur fasteigna á þessu svæöi hafa því oft ekki getað fengiö afgerandi svör við því hvað megi byggja og hvernig, auk þess sem önnur nauðsynleg skilyrði til uppbyggingar og endurnýjunar í mi’öbænum hafa ekki verið mynduð, þrátt fyrir ýmsar hugmyndir. Ég er þeirrar skoö- unar að eigandi eöa umráðandi lóðar eigi aö geta skotið máli sínu til ráöherra til úr- skurðar, ef skipulagsyfirvöld í héraði hafa ekki svarað fyrirspurn hans um notkunar- og nýtingarmöguleika lóöar eöa byggingar innan skynsamlegs frests, t.d. fjögurra mánaöa. Þessi breyting kæmi í veg fyrir aö skipulagsaöilar geti dregiö svo árum og áratugum skiptir aö taka afstööu til þess- ara mála. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags Inngangur — almennar athugasemdir Spurningar þær, sem Lesbókin hefur beint til mín eru flestar mjög yfir- gripsmiklar. Mér virðast þau atriöi, sem um er spurt, yfirleitt flóknari en svo, að hægt sé aö veita óyggjandi svör.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.