Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Page 11
Vanþróunin lýsir sér m.a. í því, að stórt bílageymsluhús hefur ekki enn verið byggt í miðbæ
Reykjavíkur; þar ríkir neyðarástand í bílastæðismálum. Sumstaðar, t.d. nyrst í Grjótaþorpi
er bflum kakkað saman og þeir sem lokast inni hafa stundum ekki önnur ráð en fá
lögregluna eða kranabfl. í baksýn eru vöruskemmukumbaldar.
Baklóðir við Lækjargötu. Hér gefur að líta, hvernig byggt er á dýrasta skika landsins.
Ekki auðveldar það heldur, aö í
spurningunum er oft byggt á forsend-
um, sem ég tel mjög hæpnar. Þá eru
margbrotin mál einfölduð mjög mikið
og síðast en ekki sízt er stundum
gengið út frá því í spurningunum, aö til
sé eitt svar — eitt rétt svar.
Það hefur verið sagt, að vissulega sé
sannleikurinn til, en sá sé hængur á, að
ekki sé enn búið aö finna hann. Þetta á
víst eins viö um skipulagsmál miöbæj-
arins og önnur mál.
Spurning 1
Gengiö er út frá því í spurninginni „aö
svo til ekkert hafi veriö byggt í miöbænum
um áratuga skeið". Þetta er ekki rétt. í
miöbænum hafa undanfarna áratugi risiö
allmargar nýbyggingar og eldri hús veriö
stækkuö verulega. Nægir aö nefna eftirfar-
andi dæmi: Iðnaöarbankann viö Lækjar-
götu, hús Silla og Valda og Almenna bóka-
félagsins viö Austurstræti, Almennar trygg-
ingar og Landsímastööina viö Austurvöll,
Miöbæjarmarkaöinn og Morgunblaöshúsiö
viö Aöalstræti og Tollstööina viö Tryggva-
götu. Þá hafa á undanförnum árum og ára-
tugum veriö stækkuð hús Útvegsbankans,
Landsbankans og hús Eimskipafélagsins.
Nú eru í byggingu eöa alveg nýbyggö hús í
Pósthússtræti 13, Hafnarstræti 7 og Hafn-
arstræti 20. Á sama tíma hafa hins vegar
horfiö hús eins og t.d. Hótel ísland, Hótel
Hekla, Smjörhúsiö, Veltan, Gúttó, Lista-
mannaskálinn, Líkn, Uppsalir og Aöalstræti
12, sem höfðu töluvert aödráttarafl, hvert
meö sínum hætti. Á þessum tíma hefur líka
fjölbreytt starfsemi í gömlum húsum, sem
enn standa, lagzt niöur, dæmi: Sjálfstæð-
ishúsiö hefur hætt almennu skemmtana-
haldi, Hótel Skjaldbreið og önnur hús á
lóöum Alþingis svo og félagsheimili VR í
Vonarstræti 4 eru aö miklu leyti oröin aö
skrifstofum, Hótel Höll í Austurstræti er
orðiö aö skrifstofum og svo mætti lengi
telja. Þá má nefna þá örlagaríku breytingu,
sem varö fyrir allmörgum árum, þegar
miöstöö SVR var flutt af Lækjartorgi á
Hlemm og miöstöö langferðabíla úr Hafn-
arstræti suöur í Vatnsmýri.
Meö hliðsjón af þessum staöreyndum er
Ijóst, aö breytingar hafa átt sér staö í
miðbænum á undanförnum áratugum. Þaö
væri því róttara aö orða spurninguna á
þann veg, hvort stefnt hafi verið í rótta átt.
Dæmin sem nefnd eru hér aö framan sýna
greinilega hverjir hafa byggt og hverjir vikiö
burt.
Einhæfnin eöa sórhæfingin viröist þarna
hafa borið sigurorö af fjölbreytninni. Miö-
stöö skemmtana, félagslífs og samgangna,
sem áöur var á þessu svæöi, er komin á
tvist og bast út um allt, verslanir á svæöinu
hafa týnt tölunni. íbúöarbyggöin, bæöi í
miðbænum sjálfum og aöliggjandi hverf-
um, hefur veriö á stööugu undanhaldi og
raunar þurrkazt út á vissum svæöum.
Útfærsla byggöar á nesi, eins og hér er
um aö ræöa, hlýtur aö vera vissum erfiö-
leikum háö, og ekki hefur tilvist flugvallar-
ins í Vatnsmýrinni bætt úr skák. I aöal-
skipulaginu 1967 var gengiö út frá því, aö
gamli miöbærinn gæti ekki vegna skorts í
landrými og erfiðra aökomuleiöa gegnt
nauðsynlegu miðbæjarhlutverki fyrir
Reykjavík, hvaö þá höfuöborgarsvæðið. Af
því er sprottin hugmyndin um nýjan miöbæ
við Kringlumýrarbraut, sem skyldi sam-
hliöa gamla miöbænum spanna yfir mið-
bæjarhlutverkiö í heild.
Enn hefur nýr miöbær í Kringlumýri ekki
byggzt upp. Sókn miðbæjarstarfsemi aust-
ur á bóginn, sem hófst fyrir mörgum ára-
tugum, hefur hins vegar haldiö áfram inn
eftir Suöurlandsbraut og í hverfin þar suö-
ur af, án þess aö nokkurt miðbæjarsnið sé
þar á. Þarna hefur einstaklingum og fyrir-
tækjum gefizt kostur á byggingarlóöum
meö hagstæðum kjörum miðaö við þaö
sem um hefur veriö aö ræöa í gamla miö-
bænum. Þar hefur hver aðili getaö byggt
tiltölulega óháö öörum, en ætla verður aö
hiö gífurlega heildarátak, sem ráögert hef-
ur verið í nýja miðbænum ásamt náinni og
víötækri samvinnu óskyldra byggingaraöila
hafi dregiö úr möguleikum þess aö nýr
miöbær rísi á þeim tíma og meö þeim
hætti, sem til stóö.
Þá er raunverulega komiö aö kjarna
mátsins: Vegna skorts á landrými í Kvos-
inni og hins háa lóöaverös (lóöamats, fast-
eignamats meö tilheyrandi sköttum) hefur
áhugi fyrirtækja á því aö vera í Kvosinni
farið dvínandi. Þar kemur einnig til mikill
skortur á bílastæöum.
Ef ekki á aö halda áfram sem horfir, þá
veröa stjórnvöld aö taka af skariö um þaö,
út frá heildarsjónarmiðum, hvaöa starfsemi
eigi aö leggja áherslu á aö þar fari fram.
Þaö er ekki nóg aö byggja og byggja hátt í
Kvosinni. Menn verða líka aö vita hvaö á
aö byggja og handa hverjum, annað er ferö
án fyrirheits. Þetta þýöir í raun, aö þeir sem
málum ráöa veröa aö stemma stigu viö því
aö tiltekin starfsemi, sem ekki telst æskileg
á þessu svæöi, haldi áfram aö þenjast út
þar, þótt slíkar aögeröir kunni aö vera erf-
iðar og óvinsælar. Jafnframt veröa þeir aö
vinna aö því meö öllum tiltækum ráöum að
sú starfsemi, sem líkleg er til aö styrkja
miöbæinn og efla, geti dafnaö þar. Miö-
bærinn á, skv. minni skoðun, aö vera
miðdepill mannlífsins hér um slóðir.
Aö lokum, til aö foröast misskilning, er
rétt aö benda á, aö mjög lítið er af ónotuð-
um lóðum í miöbænum og flestar þeirra
eru í eigu opinberra aöila, sem ekki hafa
. sótt um byggingarleyfi svo mér sé kunnugt
um.
Hilmar
Ólafsson
arkitckt
Spurning 1
Ein ástæöan fyrir þessu er sú, aö fast-
eignagjöld í miðborg Reykjavíkur eru ekki í
samræmi viö þá nýtingarmöguleika, sem
skipulag hefur boöiö uppá. Hinu er svo
ekki aö leyna aö skortur á Skipulags-
ákvörðunum hefur veriö fyrir hendi, en meö
endurskoðun á aöalskipulagi Reykjavíkur
1975—1995 var markvisst stefnt aö breyt-
ingum þar á.
Spurning 1
Ólafur
B. Thors,
borgarfulltrúi
Ég býst viö aö ýmsar ástæöur séu þess
valdandi aö uppbygging miöbæjarins hefur
veriö hæg og þessar ástæöur geta m.a.
verið fjárhagslegar og líka vegna skipu-
lagsákvæöa. Hiö síöastnefnda gildir ugg-
laust um Grjótaþorpiö, þar sem borgaryf-
irvöld hafa allt fram á þennan dag veriö í
vafa um hvernig framtíöarbyggð skuli hátt-
aö. Annars staðar í miöbænum hefur
skortur á skipulagsákvæöum ekki hindraö
uppbyggingu og þar sem saman hefur fariö
fjárhagsleg geta og vilji en án þess aö lagt
hafi veriö í framkvæmdir hlýtur skýringin
að vera sú, aö menn hafa ekki talið hag-
kvæmt aö fjárfesta í byggingum sem reist-
ar væru á grundvelli gildandi skipulags-
ákvæöa. Hvort slíkt mat er raunhæft í ein-
stökum tilvikum skal ég ekki um dæma.
Endurskoöun aðalskipulagsins sem sam-
þykkt var í borgarstjórn 1977 skapaði enn
frekari möguleika til uppbyggingar í miö-
bænum en því miður hafa núverandi ráöa-
menn í borgarstjórn Reykjavíkur ekki talið
ástæöu til þess aö sækja um staöfestingu
á þeirri endurskoðun.
Sigurjón
Pétursson
forseti
borgarstjórnar
Formáli
Ég mun reyna aö leitast við eftir
fremsta megni að svara þeim fyrir-
spurnum um skipulag miöbæjar
Reykjavíkur, sem þú hefur sent mér.
Tvennt vil ég þó taka fram í upphafi,
áður en ég vík beint að spurningunum:
1. Skipulagsbreytingar og raunar allar
umhverfisbreytingar í grónum
miðbæ eru ætíð og ævinlega við-
kvæmar fyrir fjölda fólks. Deilur,
mótmæli og skiptar skoðanir eru
um nær allt, sem gert er, eða látið
ógert, á jafn viðkvæmu svæði og
miðbæ Reykjavíkur.
Aöeins til upprifjunar vil ég nefna
dæmi frá síðustu árum: göngugata í
Austurstræti, staðsetning byggingar
Seðlabankans, breikkun Lækjar-
götu með tilheyrandi skerðingu á
Stjórnarráðsblettinum, bygging
Hafnarstrætis 20, staðsetning á
turninum á Lækjartorgi, útimarkaö-
ur á sama stað, endurreisn Bern-
höftstorfuhúsanna og nú síðast gerð
útitafls. Þessi upptalning er fjarri því
að vera tæmandi, en sýnir þó
tvennt; að ýmislegt hefur verið aö
breytast og að flest veldur deilum,
en sannar jafnframt, að þetta svæði
er ákaflega vandasamt í skipulagn-
ingu.
2. Margar af spurningunum, þó eink-
um formálar að þeim, benda til
þess, að fyrirspyrjandi hafi fyrirfram
gefið sér svör og gangi út frá for-
sendum, sem ég tel sumar hæpnar
og einstaka jafnvel rangar. Svörin
miða ég við, að spurning og formáli
verði einnig birt.
Spurning 1
Aöalástæöur fyrir því, aö tiltölulega lítiö
hefur veriö byggt í gamla miðbænum á
undanförnum áratugum, eru þær, aö á nær
öllum lóöum standa hús í fullum rekstri,
sem yröu aö víkja, ætti að byggja upp á ný.
Samkvæmt skipulagi borgarinnar eru
settar reglur um hámarksnýtingu lóöa á
einstökum byggingarreitum. Þær reglur
eru ekki nýjar, heldur hafa þær veriö viö
lýöi í áratugi.
Nær allir einstaklingar, sem eiga hús og
lóöir í miöbænum, vilja hins vegar að miklu
meira byggingarmagn veröi leyft einmitt á
þeirra lóðum.
Höfuöástæöan er því sú, aö mínu mati,
aö þeir einstaklingar, sem eiga hús og lóöir
í miðbænum, hafa ekki taliö sér hagkvæmt
á liðnum áratugum aö rífa niöur gömlu hús-
in, ef þeir veröa aö byggja upp i samræmi
viö staöfest skipuiag.
Skipulag miöbæjarins hefur veriö mikiö
til umræöu nú síðustu ár og nýlega var
samþykkt deiliskipulag af svokölluðum
Pósthússtrætisreit. Skipulag Grjótaþorps
er í vinnslu og komið á ákvöröunarstig eins
- og vikið veröur aö síöar, og aörir þættir í
skipulagi miöbæjarins eru í vinnslu. Á meö-
an svo er gætir vissulega ákveðinnar
tregöu til að taka samhengislausar ákvarö-
anir í skipulagsmálum, sem gætu hæglega
oröiö jafn stórkostlegt skipulagsslys eins
og t.d. bygging þess húss, sem kennt er viö
þetta blað, er aö mínu mati og fjölda ann-
arra.
Kyrrstaða hefur þó ekki ríkt i byggingum
í miðbænum og í þvi sambandi vil ég nefna
Hafnarstræti 7, sem er í byggingu, Hafnar-
stræti 20, sem er nýbyggt, viðbyggingu viö
hús Eimskipafélags íslands, sem er nýlega
lokiö, og byggingu, sem er nýhafin aö
Pósthússtræti 13.