Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Side 7
Telpan horfði á og beit í fingur sína til sagW **»»'"* akip*1®-Konan 90« °9 dugfegt barn 0g maöur - inn sagði að hún skyldi nú fara að hátta °9 sofa. OÖ,r hen nar hatfti drukkiö of mikiö átengi en á morgun yrðl hún 0fd in ágæt — stórfín aftur. maöurinn s>lo ióru °9 k°nan. TelPan háttaði sig og \ rúnunu aír> u til að hjúfra sig að þeim báð- um og vera góð við þau. Þau töluðu fyrst um veðrið og dýrtíðina svo fóru þau að tala um hana — telpuna. Fað- irinn bað hikandi um að hún kæmi með sér norður. Hvíta- sunnan væri að koma og það væru ekki nema nokkrir dagar eftir af skólanum. Hún gæti gjarnan verið fyrir norðan í sumar, hjá afa sínum og ömmu, sem langaði ákaft til þess að fá hana um tíma. Svo væri gott ef hún liti við og við eftir litla barninu, sem hann ætti, bætti hann við eftir vandræðalega þögn. Móðirin hrökk ekki við þótt hann segði það. Hún svaraði ekki, en allt í einu grúfði hún andlitið í höndum sér og grét lágum ofsafengnum gráti. Telpan lagði hendurnar um hálsinn á henni og fann af öllu hjarta til þess að móðirin var það besta sem hún átti. Hún hvíslaði huggandi: „Mamma mín, ég fer ekki frá þér, ég verð alltaf hjá þér, alltaf.“ Móðirin hélt áfram að gráta: „Það er ekki þess vegna,“ sagði hún milli gráthviðanna. — „Það er ekki þess vegna," endurtók faðirinn og stóð á fætur. Hann neri höndunum ákaft saman í ráðleysi. Svo fór hann án þess að kveðja þær. Hann lokaði hurðinni eins hægt á eftir sér og hann væri hræddur við að vekja ein- hvern. Móðirin vildi að telpan færi norður. Næsta kvöld lagfærðu þær fötin hennar og settu í tösku. Á meðan talaði móðirin um að afi og amma fyrir norð- an væru sannarlega gott fólk. Foreldrar hennar sjálfrar voru teknir frá henni meðan hún var unglingur — teknir frá henni eins og allt annað bætti hún við og skyggði um leið lítið eitt á gleði telpunnar. Daginn, sem telpan fór í sveitina, kom vorið í Reykja- vík. Það kom með hlýjum sunnanvindi, heiðum himni og sól — það kom með fuglasöng. Telpan var ferðbúin snemma um morguninn og beið þess að móðirin kæmi úr vinnunni klukkan ellefu til þess að fylgja henni á flug- völlinn. Hún skottaðist kringum blokkina. Öll börn voru í skóla á þessum tíma. Hún skoðaði páskaliljurnar sem skörtuðu meðfram suður- hlið blokkarinnar og leit yfir grasið, sem grænkaði óðum. Hún kom auga á tvo nýút- sprungna fífla og heyrði lóu syngja í fjarlægð. Hún settist í grasið frá sér numin. Vorið heima var raunar komið allt í kringum hana hérna. Allt í einu stóð húsvörður- inn hjá henni. Hann var gam- all góðlegur maður. Þá tók hún eftir því að hún hélt fast utan um legginn á einni páska- liljunni. Gamli maðurinn tók víst eftir því líka. Hann sagði: „Þú mátt eiga hana.“ Hún varð himinlifandi og horfði á meðan hann klippti blómið varfærnislega. „Má ég eiga dálítið af grasi og fífil líka?“ spurði telpan. Hann brosti og sagði: „Já.“ Hún reytti fáein stór strá, sleit upp annan fífilinn og setti stráin í vönd utan um hann. Síðan flýtti hún sér upp í lyftunni. Setti páskaliljuna í lítinn vasa á stofuborðið og skrifaði á bréfspjald: „Til elsku mömmu.“ Hún teiknaði rós í eitt hornið á spjaldinu. Síðan fór hún að kveðja ungu hjónin. Þau voru bæði heima. Hún færði þeim gras- vöndinn og sagði: „Þetta er eins og vex í þorpinu heima. Þið getið haft það á borðinu yfir hvítasunnuna." Unga kon- an bar vöndinn að vitum sér og sagði eitthvað fallegt um vorið. En ungi maðurinn var kankvís á svipinn og bað hana að gefa sér nú eitthvert gott ráð, áður en barnið þeirra fæddist. Hún leitaði snöggvast í hug sínum. Svo sagði hún: „Þú skalt aldrei flytja frá barninu þínu, þá líður því svo illa.“ Þau kysstu hana bæði á kinnina og sögðust hlakka til þegar hún kæmi aftur og sæi þau — þrjú. En hvað það var gaman að geta gefið móður sinni og vin- unum sínum dálítið af vorinu inn til sín. Svo stóðu þær úti á flug- velli, hún og móðir hennar. Faðirinn kom bráðlega og þau biðu öll án þess að segja mikið. Faðirinn sagði: „Hún skrif- ar þér og sendir þér kannski rauðmaga í soðið. Þeir veiða svo vel núna grásleppukarl- arnir." Móðirin sagði: „Gættu þín nú á bryggjunni þegar þið krakkarnir farið að veiða.“ Svo var eins og þau hefðu lítið meira að segja. Telpan varð óróleg og hún fann til kulda á bakinu. Svo þurftu þau að fara. Það var eins og móðirin ætlaði aldrei að sleppa henni. Samt var hún brosandi þegar hún kvaddi. Telpan gekk hvatlega út að flugvélinni þétt við hlið föðurins og hugsaði um það eitt að verða ekki seinust inn í vélina. Áður en hún var komin alla leið leit hún við: — Móðirin var að gráta —. 3. maí 1982. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.