Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 9
Málverk eftir Valgarö Gunnarsson. ið næstum alls ráðandi i hópi yngri listamanna hérlendis. Helstu frumkvöðlarnir hér hafa verið þeir Sigurður og Kristján Guðmundssynir og Hreinn Frið- finnsson, en þeir hafa allir verið búsettir í Hollandi síðastliðinn áratug. Flestir conceptlista- menn hérlendis eru tengdir Ný- listasafninu, sem í raun hefur verið þeirra eini vettvangur. Þar hefur verið unnið ómetanlegt starf á síðastliðnum árum bæði við sýningar, heimildasöfnun og varðveislu listaverka. Eins og fram hefur komið er conceptlistin í eðli sínu afar köld og vísindaleg, þar sem lögð er áhersla á að nota ákveðin kerfi s.s. málvísindakerfi eða stærðfræðiformúlur til að sund- urgreina „eðli listarinnar". Þeir listamenn sem mest hefur borið á erlendis eru því oft á tíðum vel menntaðir heimspekingar eða raunvísindamenn, sem búa yfir ákveðinni þekkingu sem þeir nýta sér til að sundurgreina og setja fram sína listrænu sköpun. Það hefur aftur á móti lítið farið fyrir þessari strang-vís- indalegu Conceptlist hérlendis. Verkin sem íslenskir concept- listamenn hafa verið að fram- leiða einkennast umfram allt af ljóðrænni stemmningu. Hér hef- ur öllum vísindalegum kerfum verið ýtt til hliðar og í stað Mynd eftir Magnús V. Guölaugsson. ein öflugasta listsprengja átt- unda áratugsins, sem m.a. hefur lýst sér í vaxandi grósku lista- verkasala, en sú verslun hafði dregist verulega saman meðan Conceptlistin stóð sem hæst. Þó svo að rætt sé um nýtt málverk, þá er hér á ferðinni stíltegund sem hefur gerjast t.d. nokkuð einangrað í Þýskalandi síðast- liðin 20 ár. En auk þess má auð- veldlega tengja það listasög- unni, því þessir þrír skólar (Þýskaland, Italía og Bandarík- in) styðjast allir við ákveðnar listmenningarhefðir. Sagt er að Bandaríska nýmálverkið rækti og framlengi hugmyndir Ab- strakt expressionismans, að ít- alirnir séu einna skyldastir Chagall, De Chirico og Picabia og að Þjóðverjarnir eigi rætur að rekja til þýsku expressionist- anna eins og Kirchner og jafnvel listamanna líkt og Kandinsky, Heckel og Macke. Þannig sjáum við að Nýja málverkið er ekki ný listuppfinning og reyndar getum við fundið víðar álíka formræna einföldun og efnisverkun eins og t.d. í listverkum Cobra-mann- anna og einnig L’art Brut. En þrátt fyrir ólíkan menningarleg- an uppruna er æði margt sam- eiginlegt með þessum skólum eins og t.d. þessi sífellda ögrun. Listamennirnir hafna öllum akademískum reglum, riðla hlutföllum, virða hvorki venju- bundin tíma né rými og vilja auk þess stroka endanlega yfir öll ríkjandi fagurfræðileg gildi, — í Bandaríkjunum er talað um Bad Painting. Listfræðingurinn og gagnrýnandinn Patrick Frey, sem mikið hefur skrifað um Nýja málverkið, vill umfram allt undirstrika hina örvænting- arfullu og óendanlegu hreyfingu sem kemur fram í mörgum þess- ara verka, sem virðast hvorki hafa upphaf né endi. Þá leggur hann einnig áherslu á að allar fjarlægðir hafa verið máðar út. Það eru ekki lengur neinar fjar- lægðir milli hluta eða fólks og á sama tíma hefur áhorfandinn nálgast verkið og listamanninn. Andspænis Nýja málverkinu virðist áhorfandinn hafa álíka tæknilega tjáningarmöguleika og listamaðurinn. Áhorfandinn finnur því ákveðið samræmi milli sín og listaverksins og jafnvel milli sín og listamanns- ins. „Þetta hefði ég getað gert“, stynur áhorfandinn fullkomlega sáttur við það sem hann sér og skynjar. Þetta er kannski skýr- ingin á því hve Nýja málverkið hefur átt greiðan aðgang að áhorfendum og þá sér í lagi ung- um listamönnum. Ekki telst venjulegt, að listamenn standi sameiginlega aö mynd. Þó hefur þaö gerzt hér. Höfundar málverksins eru Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Haröarson. Endurskin frá Evr- ópu og Ameríku I raun hefur íslenskur lista- markaður ávallt verið endurskin frá listframleiðslunni sem gerj- ast á hverjum tíma í Evrópu, og Ameríku. Og því eru nú líkt og annars staðar í gangi samtímis hér á landi ótal liststefnur, sem allar lúta ólíkum forsendum. Þannig getum við skoðað í reykvískum sýningarsölum hefðbundið landslag, abstraksj- ónir, Pop, Concept, Performance og nú allra síðast hið Nýja frjálsa málverk. Aftur á móti hefur lítið sem ekkert borið á listtegundum eins og Minimal- list, Videplist, Copylist eða hreinni tæknifræðilegri list. En lítum ögn fram hjá eldri tján- ingarformum eins og abstrakt- inu landslagsmálverkinu og poppinu, þá er varla nokkur vafi á því að Conceptlistin hefur ver- 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.