Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
V* Uim- HlT. IBTv-:
Yifé 3 A R b S 'o N N Þ7ÓTA FLlor Æ £> A
Wf, /|MA- 'VMML- 'A r l b p s 1 N S DVFL- uR 3>
-AriA. 5T«ewi R A T A N A w T 'l K u R
M6D röLu
6, A R ? u R WVCuno JtAvaí pý'Kie U s L ! MTÚK-A l om L / Aí A
MTA- KÞM- U«NA? E L 3" u R N A te DRflTA lf«cpp IO S L A 5 eiN ATÁL- R 1 r
FÉR- ILl S L 'o T) ívtvt,- Hamla I Ð A N b[IUS KÁTUR L L L Kwj ft b
MCL- l R. r A L A f? Mt«6t> Tapapi A R A 6, R Ú 1 MVWNI buc- U'Lu« 'o S
ErU>- IH6, |5V\P«\£> I £ vVt u K öoö ruT ór K b b N DÁlÍTlÐ LAND S L A T T 1 5tá U M A
K MWTA ÍAFN A ÍTRÍ6 L L MtiaR CLJK- '1 L A R ÍK£L- IN A i> A N
ir 'A M 'O T A u R l £> PfpUNA fALA Æ £> 1 N A
ISri- Liri-i 'A K FdT í/WÍM \r A T N A £> U R ÍÍHNIIL !|S / N N í.6fl
É A K £LJKA eeiÐ A N M DANÍ R Æ L TOK VS: N A M
K Æ T I Æ Ð 1 MlMK- ISTÁ D R í> I R HAf 5 Æ
Iklukk- |m£»JN ú K l 3> F -i R A R NIAM A M B 'A T T
Hút> x/iw'u g- veu HÁTtqR V áHf>TA ■fYRit- ■ 'i íoítm Ku£N- MAUHÍ- NAFN4 Mánh ! ij 1 LíST XÁTA iyNLIR
MftKNi HAFM Ktöts Aum
5PÍRA v/ AiR ORÚ, KETROI ÍMUeCtKZ V $'f\ *
RuaA -V- HWDftoiv ■
FU<LL u ns oe- Ai)|
Kl/EM- SELUH Rl fUR 5 TéTt
Amp'att f/LToMS (AVMN 1 Ffi,aaa- Uf\Ll
á'oÐ- MflLM UR ELD- STÆí>( í?ílTA
R51C- uft- I NN fMaiga. ÍíhHLK ÖARDAdl $K.Í T. ■
KÆP- HALM- í\í> AR URöfl $EL Ti
' fáein 1R SEFAR 5T(?ir FIÍWM‘ £ 1 N> f> ÍMD* ) M A 5amo- If)
'A\JEAT- 1 NT UPA REIMAR
=*• C>HR- eiUK- AOI
O VC LTÚF 6. uí>
'll\t Bú i R. T 1 L 5ÁR ÁM
L 1TU þDeiHi
K\eð- ALS Í>RIF A>KUR To'mr Ck£RI ffAUPAlJ CPfflíT- ÍTÆPIlt FULL
FUúLt FcRFCf) > * 5afn- AR FÉ
FTADR' IR Krafta L (TL|R > TR- NLLTl
MkHMi- Tpta \) IN- 1£>
sagði: „Ó, hann er svo nálægur."
Svo leit hún aftur á sama stað
og sagði með undrunarsvip:
„Hann er með Vidu hjá sér.“ Svo
sneri hún sér aftur að mér og
sagði: „Vida er hjá honum.“ Síð-
an sagði hún: „Þú vilt fá mig
pabbi, ég er að koma.“
Sýnir algengari þeg-
ar hugurinn er skýr
Dr. Barrett varð fyrir svo
miklum áhrifum af því að Doris
skyldi sjá Vidu, að hann safnaði
saman öllum slíkum frásögnum
sem hann gat fundið og gaf þær
svo út í bók sem bar nafnið
Banabeðssýnir og út kom 1926.
Þetta var fyrsta kerfisbundna
rannsóknin á þess konar fyrir-
bærum. Niðurstöður Barretts
voru þær, að hinir deyjandi hafi
séð í sýn látnar persónur, sem
hafi komið til þess að færa hina
deyjandi til sinna himnesku
heimkynna. Hann komst einnig
að þeirri niðurstöðu, að slíkar
sýnir eru algengari þegar hugur
sjúklingsins er skýr og skyn-
samlegur, og stundum komi það
fram í siíkum sýnum, sem hinn
deyjandi eigi alls ekki von á. Til
dæmis undruðust deyjandi börn
oft að sjá engla án vængja.
Einnig kom fram í tilfellum
Barretts, að sýnunum fylgdu
upphafning, unaðslegar tilfinn-
ingar, ró og friður. Þá nefndi
hann einnig dæmi þess að við-
staddur ættingi eða hjúkrunar-
kona fyndi einnig til þessara un-
aðslegu tilfinninga ásamt hin-
um deyjandi manni.
Þetta voru rannsóknirnar sem
þeir dr. Karlis Osis og dr. Er-
lendur Haraldsson hafa nú tekið
16
upp aftur á vísindalegan hátt og
með sama árangri.
Það hefur lengi verið skoðun
mín, að dauðinn sé engan veginn
endir allrar mannlegrar
reynslu; að við lifum áfram að
þessu lífi loknu. Ég er alveg
sammála Dag Hammarskjöld
um það, að það sé ákaflega mik-
ilvægt hverjum manni að gera
sér sem fyrst grein fyrir þessu
sökum þess, að þessum sannleik
fylgir óhjákvæmilega skilning-
urinn á því, að reikningar okkar
verði ekki að fullu gerðir upp í
þessu lífi.
Það er hverjum hugsandi
manni alveg ljóst með því einu
að líta í kringum sig, að niður-
staðan af því að trúa ekki á líf
eftir dauðann hlýtur að leiða til
þeirrar skoðunar, að réttlæti sé
ekki til.
Eyðileggjandi
hugsunarháttur
Sú skoðun, að þetta líf sé öll
tilvera mannsins, getur því leitt
til eyðileggjandi hugsunarhátt-
ar. Ef maður telur sig staddan í
frumskógi, þar sem ofbeldi, fals
og fláræði eitt sé til nokkurs
gagns og sá sterki eigi tvímæla-
laust að ráða, þá getur slíkt leitt
til miskunnarlauss lífs, sem get-
ur eyðilagt viðkomandi persónu.
Þeir sem trúa á annað líf, eins
og komið hefur fram í vísinda-
iegri könnun að meirihluti ís-
lendinga gerir, eða telja það
beinlínis hafa verið sannað fyrir
sér, sökum þess sem þeir hafa
upplifað, hljóta því jafnframt að
gera sér þess fulla grein, að hver
er sinnar gæfu smiður. Að
áminning Páls postula um að
eins og maðurinn sái hljóti hann
og að uppskera, er lögmál sem
enginn kemst undan.
En okkur gengur stundum
erfiðlega að átta okkur á því,
hvort gæfan sé okkur hliðholl,
sökum rangs mats á því í hverju
gæfa liggur.
Hverja trú sem menn þykjast
játa opinberlega, þá er það
sannreynd, að á Vesturlöndum
og víðast annars staðar eru
menn metnir eftir hæfileikum
sínum til þess að safna fé og
græða það fyrst og fremst.
Áhrifamesti guð Vesturlanda er
Mammon, þótt þess sé gætt að
viðurkenna slíkt aldrei opinber-
lega.
Hér þarf að hefjast endurmat
slíkra skoðana, og er það raunar
þegar hafiö meðal fjölda ungs
fólks víða um heim. Það hefur
séð á lífi foreldra sinna, að gæf-
an er ekki föl fyrir fé eða frama.
Meðal annars af þessum
ástæðum hljótum við að fagna
nýjum rannsóknum vísindanna,
sem færa enn nýjar stoðir
skynseminnar undir þá skoðun,
að látinn lifir.
Þær rannsóknir nútímans,
sem best hafa stutt þetta, eru
einkum þrenns konar: 1) Rann-
sóknir á endurholdgunarkenn-
ingunni, 2) rannsóknir á sýnum
manna við banabeð, sem ég hef
lítillega minnst á í þessu erindi,
og 3) rannsóknir á reynslu fólks
sem iæknar hafa lýst yfir að sé
látið, en snýr engu að síður aft-
ur til jarðlíkamans og heldur
áfram að lifa í honum um lengri
eða skemmri tíma.
I framhaldi af þessu mun ég
gera nokkra nánari grein fyrir
þessum rannsóknum.
Málverkið
hefur fengið
uppreisn
Frh. af bls. 11.
mismunandi hratt og það verður
fróðlegt og skemmtilegt að sjá á
komandi árum árangur þessara
listamanna og þær ályktanir
sem dregnar verða af verkum
þeirra. Italski listfræðingurinn
Achille Bonito Oliva hefur látið
eftir sér að Nýja málverkið hafi
orsakað „merkingarfræðilegar
hamfarir". Og í grein sem hann
skrifar í franska listtímaritið
Art Press segir hann ennfrem-
ur: „Þessum ungu listamönnum
er ekkert lengur heilagt. Öllu er
rutt saman. Mótsagnakennd
form og hugmyndir eru neydd
til að lifa í sambýli á myndflet-
inum. Verkin eru opin og lista-
maðurinn hleður nútíð, þátíð,
heiðnum og heilögum táknum í
myndrýmið eingöngu til að full-
nægja eigin ánægju og sköpun-
arþörf." Það verður því spenn-
andi að sjá hvernig íslenskir
listamenn munu vinna úr hinu
hversdagslega og menningar-
lega umhverfi.
Neyðarástand
Áð lokum er einnig vert að
líta rétt aðeins á ytri aðstæður
listarinnar í landinu. I sann-
leika sagt ríkir neyðarástand
hjá ungum listamönnum sérlega
hvað varðar framfærslu og efn-
iskaup, menntunarmál og söfn-
in.
Því miður hafa listasöfnin hér
á landi verið einstaklega lítt
örvandi fyrir ungt listafólk, og
varla veitt þeim athygli. Kjar-
valsstaðir hafa verið reknir sem
gallerí þar sem listamaðurinn
verður að leigja sýningarhús-
næði og Listasafn íslands virð-
ist gersamlega lamað og óvirkt.
Forstöðukona safnsins og
stjórnin hafa greinilega ekki
haft áhuga né rænu til að kynna
þá listastrauma sem flætt hafa
ögrandi um Evrópu og Banda-
ríkin á síðastliðnum árum.
Listasafn Islands er hreint út
sagt skömm fyrir íslenska list-
menningu. Aftur á móti hefur
Nýlistasafnið eins og fyrr segir
unnið stórkostlegt starf við
heimildaskráningu, sýningar og
kynningu á nútímalist. Þar hef-
ur fólk unnið í sjálfboðavinnu
við að bjarga íslenskri listmenn-
ingu frá glötun, en opinber
styrkveiting til safnsins hefur
verið smánarleg.
Þá er það sorgleg staðreynd
að pólitísku flokkarnir hafa
varla lagt neina áherslu á fram-
gang sjónmennta og þá sérstak-
lega myndlistar. Það ætti að
vera ljóst að listin getur ekki
blómstrað í landinu, nema til
komi raunverulegur stuðningur
frá yfirvöldum eða einstakling-
um og fyrirtækjum. Það er því
krafa allra listunnenda að kom-
ið verði upp háskólakennslu í
sjónmenntum og myndlist og að
listasöfnin starfi sem virkur
þátttakandi í nýlistarsköpun á
hverjum tíma. Listasafn er
ávallt ákveðinn mælikvarði á
listmenningu.