Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 4
■ÐEY 3. hluti Gísli Sigurðsson tók saman Ólafur sekrétéri Enn halda Stephensenar velli og við búsforráðum í Viðey tek- ur Olafur sonur Magnúsar. Hann var lærður í lögum og dómsmálaritari um tíma og af þeim sökum ævinlega kallaður Ólafur sekrétéri. Hann var dugnaðarmaður, hélt búskapn- um vel í horfinu og rak prentsmiðjuna. Kannski bætti hann engu við það sem fyrir var í Viðey, en sérstaka alúð og ræktarsemi sýndi hann skrúð- garði þeim hjá Viðeyjarstofu, sem Skúli hafði lagt grundvöll- inn að. Lítið, eða raunar alls ekki neitt, sést nú eftir af garð- inum þeim. Þegar mikið var við haft á fögrum sumardögum, voru gest- um gjarnan bornar veitingar út í garðinn og sátu þeir þá á bekkjum undir húshliðinni. Fyrir kom, að þeir stukku upp með ofboði, því æðarkollur höfðu gert sér hreiður undir bekknum og kroppuðu í fætur gestanna. Þetta sýnir, að æðar- fuglinn var orðinn svo taminn og gæfur, að æðurin varp í nánu sambýli við mannfólkið, allt í kringum Viðeyjarstofu. Ólafur sekrétéri andaðist árið 1872 í Viðey. Magnús sonur hans tók þá við búi og hélt öllu vel í horfi. Hann átti einn son, sem nam guðfræði og varð prestur úti á landi. Þarmeð slitnaði þráðurinn; Viðey gekk úr eigu Stephensenættar árið 1903, en það var þó aðeins í bili. Búskapur Eggerts Briem Ný öld, sem enn er ekki öll, nýir herrar og nýir siðir, en grasið í Viðey bylgjast enn sem fyrr og Viðeyjarstofa stendur líkt og tákn um 150 ára glæsilegt við- reisnarskeið í eyjunni. Þá gerist það á fyrstu árum aldarinnar, að Eiríkur Briem prestaskóla- kennari festir kaup á Viðey og fær hana til ábúðar Eggert syni sínum, sem var dugnaðarmaður og hafði lokið prófi í landbúnað- arfræðum í Danmörku. Hjól atvinnulífsins tekin að snúast í Viðey. Spor iiggja frá stakkstæðunum á bryggjuna og hér eru tveir vagnar með saltfieki, tHbúnum tH útskipunar. Ljósm. Magnús Ólafsson. Kópía: Ljósmyndasafnið h/f. Thor Jensen varö driffjöörin í Stööinni á Sundbakka. Þeir Pétur J. Thorsteinsson og Thor Jensen lögðu stórfé í fyrirtækið, en sam- búðin við Möller forstjóra í Höfn olli sárum vonbrigðum og höfðu bæði Thor og Pétur verulegan skaöa af, þegar þeir drógu sig út úr rekstrinum. Eggert reisti bú í Viðey vorið 1903. Jónas Magnússon í Stardal vann við bústörf hjá Eggert Briem í Viðey og hefur hann skráð endurminningar sínar um þá veru og birtust þrjár greinar eftir Jónas í Lesbók fyrir réttum 20 árum. Þar segir Jónas frá því, að þegar á fyrsta búskapar- sumri sínu byggði Eggert 48 kúa fjós og heyhlöðu yfir 3.000 hestburði og mun þá engin hliðstæða hafa verið til á land- Hjónin Eggert Briem búfræðingur og Katrín dóttir Péturs J. Thorsteinssonar á Bíldudal, hófu stórbúskap í Viðey 1903. Þau sátu þetta forna höfuðból með glæsibrag, en erfitt var að koma mjólkinni á markað, fyrst með báti yfir í Laugarnes og þaöaná hestvögnum niður í Aðalstræti. Stórbúskapur og ■ Milljónarfélag

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.