Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 6
Orð fá ekki lýst snilli Vincent Wan Goghs. Verk hans eru ein fær um það. Eins og gefur að skilja eru þau dreifð um heimsbyggðina. Langstærsta safn mynda hans er í Amster- dam, f safnhúsi sem ber nafn hans og hollenska ríkið lét reisa eftir að bróðursonur Vincents og nafni (Theósson) gaf hol- lensku þjóðinni safn sitt, en hann var einkaerfingi að öllum myndum, sem listamaðurinn lét eftir sig. f listasafni Fjölva er að finna bókina Líf og list van Goghs í þýðingu Þorsteins Thorarensens (Útg. 1979), og er sú bók langbesta heimildin um listamanninn, sem völ er á á íslensku, ekki síst fyrir þær sakir að þar birtist fjöldi vel Iitgreindra Ijósmynda af sumum bestu málverkum hans og sumra vina hans og samherja, s.s. Paul Gauguins og Toulouse-Lautrecs. Eru myndirnar, sem fylgja þessari grein, teknar þaðan með góðfúslegu leyfi þýðandans. Lífsþorsti heitir skáldsaga Irvings Stone (Mál og menning 1947. Þýð. Sigurður Grímsson), sem lýsir æviferli listamanns- ins. Post-Impressionism: From Van Gogh to Gauguin (John Rewald, The Museum of Modern Art, New York, 1956) lýsir stöðu Vincents í listasögunni. Þeim sem nenna að elta ólar við sálfræðiiegar skýringar á listsköpun van Goghs skal bent á bók Humberto Nagera, Vincent van Gogh: A Psychological Study. (Allen and Unwin, 1967.) Síðasta sjálfsmynd van Goghs, gerð 1889 eða 1890. Listamaöurinn lét eftir sig 40 fullunnar sjálfsmyndir, og bera þær miskunnarlausri hreinskilni hans og tjáningarkrafti fagurt vitni. í þessari mynd sést van Gogh fjötraður af ótta viö þá vitfirru, sem tróð hann eins og mara og varð honum loks að aldurtila, aðeins 37 ára gömlum. Hér má einnig greina þá gífurlegu viljafestu, sem gerði honum kleift að halda óvættum huga síns í skefjum um langa hríð og skapa á meðan listaverk, sem fáa eiga sína líka. Myndin er í Louvre-safninu í París. Síðari hluti greinar Guðbrands Gíslasonar um Vincent van Gogh í tilefni sýningar Leikfélags Akur- eyrar á Bréfberanum frá Arles Þáttaskil í lífi og list van Goghs Þegar Vincent van Gogh kom til Parísar veturinn 1886, var sem lykist upp fyrir honum ný veröld. Til þess tíma hafði hann mótast mjög af listahefð föður- lands síns, Hollands, sem var rótgróin og orðin íhaldssöm í málaratækni og listskoðun. En í París var um þessar mundir öld- in önnur. í menningarlífinu var viðteknum sjónarmiðum óspart lagt fyrir róða, hvort heldur var í bókmenntum, málaralist, tón- list eða vísindum, en nýjungar í hávegum hafðar. Symbolisminn var orðinn aðal farartæki hugs- uða á leið þeirra til aukins sjálfsskilnings, og málarar, langþreyttir á staðlaðri mynd- byggingu listaskólamanna, leit- uðu nýrra leiða í meðferð lita og freistuðu þess að festa áhrif hins síkvika augnabliks á léreft- in: impressionisminn hafði litið dagsins ljós. Ekki leið á löngu þar til mikl- ar litabreytingar urðu í verkum Vincents. í stað þeirra þungu og dimmu jarðarlita, sem einkennt höfðu byrjandaferil hans, komu skærir litir og sterkir, enda við- fangsefnin nú allt önnur en lún- ir hollenskir bændur og vesælir námuverkamenn. Vincent tók að mála andlit, blóm og landslag af sömu elju og einkennt hafði starfshætti hans áður, og á að- eins tveimur árum í París mál- aði hann á þriðja hundrað mál- verk. Þar af voru um 50 blóma- myndir, 35 kyrralífsmyndir og um 50 landslagsmyndir. En þrátt fyrir að ýmsir vina hans mætu list hans að verðleik- um, þar á meðal bróðir hans, Theó, og gamall listaverkasali að nafni Pere Tanguy, urðu fáir til að kaupa myndir hans, og þá aðeins fyrir hlægilegt verð, eða sem samsvaraði t.d. andvirði einnar máltíðar. Vincent hélt sýningu á verkum sínum á veit- ingahúsi nokkru, en gestir þar höfðu meiri áhuga á matseðlin- um en skærlitu veggfóðrinu, og engin mynd seldist. Þar sem af- köst Vincents voru gífurleg, reyndist honum erfitt að halda til haga verkum sínum, og lentu hundruð þeirra á glámbekk og hafa aldrei fundist, þrátt fyrir ástríðufulla leit seinni tíma listfræðinga. Þegar hann fór frá Hollandi, skildi hann eftir sig um fimm hundruð verk, þar af 200 málverk, og var þeim komið fyrir í geymslu hjá trésmiði nokkrum, sem henti þeim í ruslasala þegar hann þurfti að rýma geymsluna. Ruslasalinn keyrði síðan þennan fjársjóð á hjólbörum um göturnar í Breda og seldi hverjum sem hafa vildi fyrir nokkrar krónur stykkið, eða á enn lægra verði, ef menn slógu til og keyptu málverk í tugavís. Þannig þóttist einn borgari hafa gert ágæt kaup, þegar hann eignaðist nokkrar tylftir af myndum og notaði til að stoppa í rifur á veggjum hjá sér, og annar, kráareigandi, var ekki síður lukkulegur með að fá nokkra tugi mynda fyrir slikk, sem hann gat notað sem verð- laun fyrir bjórþamb á ölstofu sinni. Þegar Vincent fór frá Antwerpen til Parísar 1886, skildi hann eftir sig mikinn fjársjóð snemmverka sinna, en af þeim hefur hvorki fundist tangur né tetur til þessa dags. I honum búa tvær ólíkar mannverur Það var því ekki að furða, að hann leitaði enn á náðir bróður síns Theó við komuna til París- ar. Theó skaut yfir hann skjólshúsi, og gaf honum pen- inga fyrir fæði og klæði. En þótt miklir kærleikar væru með þeim bræðrum, varð sambúð þeirra ekki árekstralaus, og olli þar mestu um gengdarlaus sóða- skapur listamannsins og stirt skap. Var brátt svo komið, að kunningjar Theós sniðgengu 6 heimili hans af ótta við að lenda í klónum á skapofsamanninum bróður hans, sem var til alls lík- legur, væri sá gállinn á honum. í bréfi til systur sinnar, rituðu á þessum árum, lýsir Theó þessum vandræðabróður sínum svo: „Það er eins og í honum búi tvær ólíkar mannverur. Önnur þeirra er búin dásamlegum hæfileikum, fíngerð og við- kvæm. Hin er sjálfbyrgingsleg og þrjósk. Þær koma fram í hon- um til skiptis, svo hann talar sitt með hvoru móti, en alltaf þykist hann bera fram algild rök... Það er sárgrætilegt að sjá, hvernig hann er sjálfum sér verstur...“ En þrátt fyrir skapofsa sinn, sem gerði honum erfitt með að umgangast fólk, og feimnina, sem plagaði hann alla ævi, eign- aðist hann í París nokkra trygga vini, sem mátu hæfileika hans að verðleikum, og kipptu sér ekki upp við sérkennilega hegð- un þessa sérlundaða Hollend- ings. Meðal þeirra voru flestir listamenn: Pissarró, Toulouse- Lautrec, Signac, Gauguin, og fleiri framúrstefnumenn. Vinc- ent lærði margt af þessum nýju vinum sínum, ekki síst varðandi vinnslu myndflata og beitingu litatækni, sem Seurat var upp- hafsmaður að, og kölluð er po- intilismi, eða deplatækni, en hún er fólgin í því að mála fjölda depla í mismunandi en hreinum litum á myndflötinn, þannig að litróf þeirra renni saman fyrir auga áhorfandans. Þá var listaverkasalinn gamli, Tanguy, góður vinur hans, og lét hann fá léreft og liti í skiptum fyrir myndir, sem þá voru ill- seljanlegar og vita verðlausar. ... að þær fari vel á eldhúsvegg Um þessar mundir bárust til Parísar fyrstu japönsku prentmyndirnar, og höfðu þær mikil áhrif á Vincent vegna skærra lita og einfaldrar stíl- gerðar sinnar. Þá líkaði honum vel, hversu ódýrar þær voru, en þær kostuðu ekki nema nokkra franka stykkið komnar til Frakklands, og samræmdist þetta vel þeirri hugsjón hans, að listaverk ættu að vera neyslu- vara alþýðunnar ekki síður en þeirra, sem efnaðri voru. „Ég leitast við að mála myndir mín- ar þannig, að þær fari vel á eldhúsvegg," skrifaði hann eitt sinn. „Það má vel vera, að þær henti líka á stofuvegginn, en það gildir mig einu.“ En þótt Parísardvölin opnaði augu hans fyrir nýjungum í myndlist, og efldi hann til nýrra dáða í verkum sínum, reyndist hún honum erfið líkamlega og andlega. Hann drakk sér til óbóta. Vinur Vincents, Toul- ouse-Lautrec, var ofdrykkju- maður af því taginu, að hann drakk daglega, og fyllti holan göngustaf sinn af koníaki þegar venja átti hann af sötrinu, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.