Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 7
vinnumennsku, fara litlar sögur af honum þar, en vinnumaður var hann í tvö ár þar nyrðra. Ekki mun hann hafa verið hneigður fyrir skepnur eða búskap, heldur dvaldi hugurinn við Islendingasögur, ævintýri og skáldskap. En mennta- og framaþráin var rík í brjósti hans. Um þær mundir var Seyðisfjarðarkaupstaður í mikl- um uppgangi og um leið hill- ingar og framtíðarland í augum margra. Vorið 1891 kvaddi Guð- mundur æskustöðvarnar, sem hann átti ekki afturkvæmt til og lagðu land undir fót 300 km leið alla leið austur til Mjóafjarðar með aleiguna á bakinu. í von um atvinnu og þar með fjármuni mun hann hafa lagt í þessa löngu ferð. Austfirðir voru þá gullkista og vaxtar- broddur þjóðfélagsins. Guð- mundur réðst fyrst til Mjóa- fjarðar í vinnumennsku en undi þar lítt sínum hag, og fór þaðan félítill og vonsvikinn. En þar sem menntaþráin og hneigð til andlegra viðfangsefna brunnu honum í brjósti réðst hann í þjónustu Skafta Jósefssonar rit- stjóra blaðsins „Austra" á Seyð- isfirði og hóf þar prentnám. Þar sem enginn var kostur á skóla- göngu var prentstarfið mjög vel fallið til sjálfsnáms. Þarna kynntist Guðmundur mörgu fólki af ólíkum gerðum og einnig margvíslegum rithætti manna, lærði stafsetningu og meðferð íslensks máls. Austfjarðadvöl Guðmundar varð honum á örlagaríkum mót- unarárum sem fjársjóður, nægtabrunnur sem hin skap- andi skáldgáfa hans síðar sótti yrkisefni til. Þar kynntist hann sjómennsku fyrst, þar sem hið glögga skáldauga hans nam þau vinnubrögð, svo úr varð jafn fágætt listaverk og sagan „Þeg- ar ég var á freigátunni". Þarna voru einnig stórbrotnir athafnamenn og persónuleikar, sem urðu honum síðar að ein- hverju leyti að fyrirmyndum í skáldsögum. Á Seyðisfirði komst hann einnig í kynni við leiklist, sem síðan varð honum jafnan hugleikin. Sumarið 1895 fór hann til Reykjavíkur og var við prentstörf í ísafoldar- prentsmiðju. Næsta sumar, 1896, fór hann í ferðalag um Norðurland með Daníel Bruun. En um haustið siglir hann til Kaupmannahafnar til frekara prentnáms. Þar dvelur hann í tvö ár. Um veru sína þar skrifar hann: „Ég barðist þar mínar 9—10 stundir á dag við hungrið, en það sem þá var afgangs dags- ins, fyrir hugsjónum mínum. Fyrrnefnda baráttan gekk illa — hin síðari skár.“ Til Reykjavíkur ár- iö fyrir aldamótin Að lokinni veru sinni í Kaup- mannahöfn snýr Guðmundur aftur heim og sumarið 1898 gift- ist hann og flutti til Akureyrar. Var kona hans Guðrún Sigurð- ardóttir trésmiðs á Akureyri. Guðrún var mesta ágætiskona. Börn áttu þau ekki er lifðu, en kjördóttur eina, Mörtu Magn- úsdóttur að nafni. Haustið eftir, 1899, fluttist svo Guðmundur með konu sinni til Reykjavíkur þar sem þau síðan bjuggu. Snemma mun Guðmundur hafa farið að fást við ljóðagerð, en árið 1899 kemur út fyrsta kvæðasafn hans, „Heima og er- lendis". Flest þeirra kvæða eru ort í Höfn en hann þótti þá hvorki frumlegur né bráðþroska sem skáld, og fékk bókin hvorki góða né uppörvandi dóma. En skáldið er fjallgöngumað- ur, bæði í bókstaflegum og and- legum skilningi, lætur ekki and- byrinn á sig fá. Árið 1903 kemur út önnur ljóðabók hans, „ís- landsvísur", prýdd myndum eft- ir hann sjálfan og Þór. B. Þor- láksson listmálara. Þar koma fram Íslandsvísur, „Ég vil elska mitt land“ og „Draumalandið", sem sönglistin hefur gefið ævar- andi líf. Þótt ljóðin, sem í þessari bók birtust, sýndu ótvíræða framför, fékk hún þó vægast sagt mis- jafna dóma og þar af einn svo illvígan við lá, að riði honum að fullu. Um það farast skáldinu svo orð: „Engin bóka minna hef- ur haft jafn mikil áhrif á líf mitt og þessi. — Ráðist var á bókina af slíkum ódrengskap og illgirni, — að lengi á eftir varð ég að fara huldu höfði í blöðum og tímaritum með kvæði mín, því að enginn vildi við þeim líta. — Og þegar ég byrjaði að skrifa sögur, var ekkert viðlit að birta þær undir mínu nafni. Þá fyrst, er sögurnar höfðu unnið sér góð- an orðstír undir dulnafninu, var vogandi að segja til höfundar- ins. — Beiskjan, sem þetta vakti í skapi mínu, kemur einna skýr- ast fram í „Leysingu" og „Borg- um“. Um þetta leyti, 1903—1904, hafði höf. annað stórt verk í smíðum heilt leikrit í ljóðum, sem Teitur nefndist. Það var talið ófullkomið æskuverk og fór ekki varhluta af illgjörnum dómum. Það varð þó ekki ómerkt á ferli höfundarins, því að fyrir það fékk hann fyrst skáldastyrk. Þann styrk notaði hann til utanfarar og ferðaðist um Sviss, Holland og England og ritaði svo ferðaminningar að för lokinni (1905). Þetta var síð- asti áfanginn á menntabraut hans. Halla — og höfund urinn kemur fram í dagsljósið En árið eftir, 1906, kom út skáldsagan Halla eftir óþekktan höfund, sem nefndi sig Jón Trausta. Ekki þarf að hafa mörg orð um það, að sagan fékk góða dóma og var frábærlega vel tek- ið. Þáf fyrst áræddi höfundur- inn að draga af sér huliðshjálm- inn og stíga fram í dagsjósið. Hér var kominn Guðmundur Magnússon skálds. Hér mátti segja að hafið væri nýtt land- nám í heimi skáldskapar og um leið sagnaskáldskapur íslend- inga að rísa á ný eftir að hafa í margar aldir sofið svefninum langa. Áður höfðu aðeins birst sögur Jóns Thoroddsens, Torf- hildar Hólm og nokkur önnur byrjendaverk. En með sögunni Höllu var í raun brotið blað í íslenskri bókmenntasögu. Eftir að ljóst varð hve góðar viðtökur sagan Halla, frumraun höf. á skáldsagnasviðinu, fékk, hófst hann handa um framhald- ið eða efni það sem myndar „Heiðarbýlissögurnar", en það er ekkert smáræði. Aldrei hafði jafn víðtæk þjóðlífslýsing stigið fram í íslensku skáldverki, þar sem hver persóna verður les- anda handgengin og landslag stendur honum svo skýrt fyrir hugarsjónum sem málað væri. Sagan „Heiðarbýlið" hefst á „Inngangi", ljóðrænni náttúru- lýsingu á gullnu máli sem hér segir: „Þeir, sem fara fram með ströndum íslands, fá lítið að sjá af landinu. Þeir fá að sjá haf- þokuna og ef til vill hafísinn, brimrótið á blindskerjunum, fuglabreiðurnar kringum vörpin og skipin á miðunum. Þeir sjá risavaxnar hamrahyrnur rísa úr sjónum og raða sér í fylkingar. Þær ber við himin og oft eru þær skýjum sveipaðar. Að baki þeirra bregður fyrir breiðum bungum með hjarnflákum. Á milli þeirra opnast þröngir firð- ir með sjóþorpum og smákaup- túnum. Reykur beltar sig með- fram hlíðunum; skipasiglur er í klettahjallana. — En innst blán- ar jafnan fyrir heiðarbrún, sem lokar innsýn til landsins. — Að baki þessara hnarreistu stand- fjalla, að baki heiðanna, sem loka fjarðarbotnunum, — langt innan við breiða flóa og brim- kögraða sanda, langt — langt inni í heiðablámanum, liggur annar hluti íslands harla ólíkur þeim, sem fyrir menn ber af skipaþiljum. Þar liggja heiða- löndin, auð og óbyggð, og eru notuð fyrir afrétti. r Kristín Bjarnadóttir máttleysi ég hef heyrt þú ráðir því hvort þrýstingurinn utanfrá sé svo mikill að þú bilist eða sama sem því ég hef heyrt þú ráðir því hvort þú geðbilist eða hvort þú sleppir því og ekkert mál það er frjálst val það er bara stundum stundum sem ég veit ekki hvað er utanfrá oghvað að innan svo margar raddir hef ég heyrt — ég fæ í hnén afstoða ég óttast mest að taka lífið nærri mér á bát sem aldrei leggst að bryggju eða þannigjá geti ekki landað hugarfóstrunum þess vegna er ég skilyrðislaust með fóstureyðingum í efans paradís ínýju umhverfi verðurðu gagnsæ manneskja glúrin augu beinast að þér með vissu ósvikin glæný manneskja á staðnum það ertu þar til nýsmíði efans brýtur af sér meitlaðar örvar úr nálægð lenda á þér eða rétt hjá þú ræður þú ert ekki lengur ósvikin þú efast Kristín Bjarnadóttir er Húnvetningur, en hefur lagt stund á leiklist og leikið bæði í Danmörku og á íslandi. Hún hefur bæði þýtt Ijóð og ort um árabil og hafa oft birzt eftir hana Ijóð í Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.