Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 5
og hafa aðeins komið fram í dags-
ljósið á síðustu öldum og jafnvel
áratugum. Menningu mannsins
hefur nefnilega fleygt fram á al-
veg ótrúlega skömmum tíma, sér-
staklega þegar mið er tekið af allri
þeirri tímalengd, sem hann hefur
dvalizt á jörðinni.
Þróun elztu stíltegunda i bygg-
ingarlist tók yfir ákaflega langan
tíma, en á síðari árum hafa komið
fram nýir stílar með tiltölulega
mjög skömmu millibili og með
verulegum séreinkennum á hinum
margvíslegu landsvæðum jarðar-
innar. Meginefni byggingarsög-
unnar er þess vegna nálægt nú-
tímanum, en eldri stíltegundir eru
hjúpaðar meiri óvissu og minna er
vitað um atburði og ástæður, er
leiddu til ákveðinna stefnubreyt-
inga. Nýr listastíll hefur ávallt
fæðzt í huga listamanna en er ekki
sprottinn upp í efnisheiminum.
Nýr tilgangur leiðir af sér nýjar
tegundir bygginga, og er það hlut-
verk arkitektsins að gera þessar
byggingar fagurfræðilega aðlað-
andi. Ný byggingarefni hafa gefið
mönnum tækifæri til að kanna ný
byggingarform, jafnvel hafa ný
byggingarefni krafizt breyttra
forma, en þau geta hins vegar að-
eins samlagazt byggingarlist, gefi
arkitektar þeim fagurfræðilegan
tilgang. Byggingarlist er nefnilega
hvorki afleiðing nýrra efna né nýs
tilgangs, heldur er hún afleiðing
breytts viðhorfs á breytingartím-
um. Hinn gotneski stíll varð þann-
ig ekki til vegna þess að einhver
fyndi upp nýja tegund burðar-
virkja, eða þá nútímaarkitektúr
vegna skyndilegrar tilkomu stál-
grindar og járnbentrar stein-
steypu, heldur urðu þessir stílar
til, vegna þes að nýr tíðarandi
þarfnaðist þeirra.
Saga byggingarlistar er í raun-
inni saga mannsins við að skapa
rými og form, og verða bygginga-
sagnaritarar því einkum að ein-
beita sér að sjálfri rýmisformun-
inni. Uppistaðan verður þvi að
verulegu leyti að vera mynd-
skreytingar eða módel, ef nokkur
von á að vera til þess að efninu
verði komið á framfæri svo að vel
sé. Saga byggingarlistar er þó háð
fjölmörgum ólíkum þáttum, sem
áhrif hafa haft á byggingarformið
á margvíslegan hátt í mismunandi
tilvikum. Byggingarform er m.a.
háð eiginleikum þeirra efna, sem
notuð eru í bygginguna, en val
byggingarefna er hins vegar m.a.
háð því hvaða efni eru fáanleg á
markaðnum, efnahag byggjand-
anna, eiginleika efnanna til að
mæta tilskildum kröfum, t.d. veð-
urfari og jarðskjálftum, tækni-
kunnáttu þeirra manna, sem að
byggingunum stóðu, o.s.frv. Veð-
urfar á tilteknum stáð hefur
augljóslega haft áhrif á stærð
glugga, ris þaka og formun
gangstíga.
Byggingarstíltegundir
berast frá einu
landi til annars
Oft hafa sérstakir byggingar-
stílar borizt frá einu landi til ann-
ars með hersetu eða vegna náinna
menningar- og viðskiptasam-
banda. Má sem dæmi nefna súlna-
göng, sem algeng eru víða í suður-
hluta Spánar, en þangað bárust
þau snemma á miðöldum með ís-
lömsku Márunum frá Norður-
Afríku. Upprunalega eru súlna-
göng þó komin frá Litlu-Asíu í
fornöld, og þar höfðu íslamar
sennilega fyrst séð þau og tekið
upp á sína arma. A öllu þessu
landsvæði er veðurfari svipað
háttað, og súlnagöngin þjónuðu
þar alls staðar þeim tilgangi að
skapa forsælu fyrir brennandi
heitum sólargeislunum. Súlna-
göng þekktust hinsvegar varla í
norðanverðri Evrópu, enda er veð-
urfar þar gjörólíkt loftslagi Mið-
jarðarhafslandanna. Þegar bera
tók á bogagöngum við hús á ís-
landi á siðustu árum, er því
greinilega ekki um veðurfarslega
ástæðu að ræða, heldur má telja
sennilegustu skýringuna menn-
ingarleg tengsl íslenzkra sólar-
landafara við suðlægar Spánar-
strendur! Maðurinn skapar sér
sjálfur aðstæður, sem áhrif hefur
á mótun byggingarforma. Þannig
skapar trú hans ákveðin skilyrði,
sem hið byggða umhverfi verður
að fullnægja. Hefur trúin, þessi
æðsta tilfinning mannsins, nær
undantekningarlaust framkallað
það bezta í byggingarstil hvers
tíma. Má í því sambandi benda á
egypzku pýramídana, Parþenon í
Grikklandi, Panþeon í Róm, Sofíu-
kirkjuna í ístanbúl og Péturs-
kirkjuna í Róm. Ýmis þjóðfélags-
skilyrði hafa haft geysileg áhrif á
byggingarlist flestra landa. Strfð
takmarkar þannig verulega alla
uppbyggingu, fátækt kemur í veg
fyrir miklar framkvæmdir og átt-
hagafjötrar koma í veg fyrir land-
nám og nýja byggð. Menning
skapar ákveðin skilyrði til fram-
fara og tækniþróunar, en skiln-
ingsleysi táknar hins vegar stöðn-
un. Til þess að geta gert sér grein
fyrir byggingarsögu ákveðinnar
þjóðar í tileknu landi og á vissu
tímabili, verður að hafa ákveðin
meginatriði í huga:
1. Landfræði staðarins; landslag,
staðhætti, atvinnuvegi, sam-
göngur, o.þ.h.
2. Jarðfræði landsins; gróður,
gerð jarðvegs, jarðefnanámur,
jarðhræringar, o.þ.h.
3. Veðurfræði svæðisins; hitastig,
vinda, úrkomu, o.þ.h.
4. Trúarbrögð fólksins; einkenni
trúarbragðanna, hvaða skilyrði
þau setja truarbyggingum,
o.þ.h.
5. Þjóðfélagsfræði; menningu íbú-
anna, þjóðfélagsskipan, fyrir
hverja byggt var/er, o.þ.h.
6. Sagnfræði; áhrifavaldandi at-
burði á þjóðfélagið, efnahag
fólks, tækninýjungar, o.þ.h.
Byggingarlist nær augljóslega
ekki aðeins til rúmmyndunar,
heldur tekur hún einnig til yfir-
borðsáferðar.Góður arkitekt þarf
á að halda formskyni listmálarans
og rúmskyni myndhöggvarans —
að viðbættu eigin rúmskyni, sem
einkum tekur til nýtingar rýmis-
ins. Byggingarlist er þannig yfir-
gripsmest þesssara þriggja list-
greina, sem byggja á sjónmennt,
Eitt frægasta dæmi um byggiugarsnilld Forn-Grikkja, Parþenonhofíð á Akr-
opolishæð í Aþenu, reist 447—432 f. Kr.
Hús í Ilydcrabad í Pakistan. Víðast í heiminum þarf að mynda skjól, en hér, þar sem hitinn kemst oft í 48 stig á
Celcius, eru settir skermar á þökin til að beina staðvindum niður í búsin til kælingar.
Þorpið Anticoli Corrado í Sabfnafjölhim, nærri Róm, sýnist beyra til fornöld-
inni, en fólki úr nútíma borgum hefur fallið vel við þetta ævaforna
fyrirkomulag.
auk þess sem hún tekur hinum
langt fram á þjóðfélagssviðinu.
Menn geta þannig ákaflega auð-
veldlega sneitt fram hjá lista-
verkasýningum í til þess gerðum
listasöfnum, en ekki er hægt að
komast hjá því að dvelja inni í
byggingum að meira eða minna
leyti og í lengri eða skemmri tíma
og verða fyrir meðvituðum eða
ómeðvituðum áhrifum frá þeim.
Hlutverk arkitekts-
ins nær langt
aftur í fornöld
Byggingarlist hófst ekki með
þeim arkitektum, sem flaggað
gátu háskólaprófi, sem fagfélög
arkitekta tóku góð og gild, heldur
voru arkitektar til á undan há-
skólum og áður en hafin var form-
leg kennsla í byggingarlist. Al-
þjóðaorðið arkitektúr er grískt og
þýðir raunverulega „bygging, sem
hönnuð er af hæfum manni" til
aðgreiningar frá byggingum, sem
öðruvísi er háttað með. Þannig er
arkitekt starfsheiti yfir mann,
sem er hæfur til að hanna bygg-
ingar og hafa á hendi umsjón með
byggingu þeirra. Hlutverk arki-
tekta var fyllilega viðurkennt hjá
Forn-Grikkjum og Rómverjum. í
ritsmíðum rómverska arkitektsins
Vitrúvíusar frá því um 30 f. Kr. er
því meira að segja nákvæmlega
lýst. Á miðöldum var starfsheitið
arkitekt reyndar sjaldan notað,
heldur titillinn „meistari" eða
byggingameistari. Á 16. öld var
arkitektatitillinn endurvakinn, og
á næstu tveimur öldum var hann
skilgreindur nánar. Komst þá ákv-
eðin hefð á það, hverjir fengju að
kalla sig arkitekt. Starfsheitið
arkitekt er þó enn í dag ekki full-
komlega afmarkað, einkum þegar
um er að ræða byggingameistara
og hönnuði, sem uppi voru fyrir
mörgum öldum. Á síðustu öld voru
aðeins fáir arkitektaskólar til, en
flestir arkitektanemar fengu þá
þjálfun sína hjá starfandi arki-
tektum. Unnu nemarnir hjá arki-
tektunum i ákveðinn fjölda ára og
Frh. á bls. 13
Potalaklaustrið í Lhasa í Tíbet.
5