Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 2
Breskur hermaður á Islandi 1940 Kristín Sveinsdóttir ræöir viö FRED NORTON, sem var í hernámsliöinu 1940, gekk aö eiga íslenska stúlku, batzt íslandi sér- stökum böndum og baröist í Evrópu eftir innrásina í Normandie. Fyrri hluti. Fred Norton bast íslandi tryggða- böndum og síðan stríðinu lauk, hef- ur hann komið 35 sinnum til ís- lands. lega varst þú orðinn atvinnu- hermaður og tilheyrðir her- námsliöinu á íslandi? „Ég var fæddur og alinn upp í bænum Woodlands nálægt Don- caster í Yorkshire á N-Englandi árið 1915. Ég var af kolanámu- mönnum kominn. Afi minn, fað- ir og bróðir unnu allir í kola- námunum. í Doncaster var talið eins sjálfsagt að piltar hæfu störf í námunum strax og skóla- skyldu lauk og unglingar í sjáv- arplássum á Islandi færu beint til sjós eða til vinnu í fiski um leið og þeir lykju skóla. Ég var aðeins 14 ára gamall þegar ég fór niður í námurnar fyrst. Þá voru erfiðir tímar á Englandi. Við höfðum aðeins tveggja til þriggja daga vinnu í viku hverri og launin voru væg- ast sagt léleg. Þegar við bræð- urnir, faðir okkar og afi komum heim frá vinnu á kvöldin, böðuð- um við okkur allir í sama bað- vatninu. Lágum í kolarykinu hver af öðrum. Heitt vatn var af skornum skammti eins og allt annað. Ástæðan fyrir því að ég gerð- ist atvinnuhermaður var fyrst og fremst sú, að bróðir minn lét lífið í námaslysi. Eftir það hafði ég enga löngun til að starfa þar settir voru á land á Seyðisfirði. Þar dvaldi ég um mánaðartíma, en var síðan sendur við þriðja mann til Norðfjarðar. Ég var settur yfir hina tvo og hlaut nafnbótina liðþjálfi.“ — Hvert var meginverkefni ykkar? „Meginverkefni okkar var að fylgjast með skipaferðum og gera veðurathuganir og síma þessar upplýsingar síðan til Seyðisfjarðar. Þetta var nú oft dálítið broslegt því að í þá daga var aðeins ein símalína til Norð- fjarðar. Allir gátu hlerað þessa einu línu. Þó var hægt að panta símtal með dags fyrirvara ef maður vildi tala prívat, og oft beið ég á símstöðinni í þrjá eða fjóra tíma eftir að röðin kæmi að mér. Símstöðin var svo ævinlega lokuð frá klukkan 18 að kveldi til klukkan 8 næsta morgun. Til allrar hamingju gerðust aldrei afdrifaríkir atburðir á þeim tíma sólarhringsins. Yfirleitt voru allir þorpsbúar búnir að fá fréttir um skipakomur á undan mér. Ég hitti krakkana á göt- unni og þeir sögðu við mig: Fred minn. Esjan er að koma og þessi og þessi og þessi eru um borð. Éinnig áttum við að taka á móti togurum og bátum sem voru að koma úr veiðiferðum og beina þeim til Seyðisfjarðar strax eftir löndun. Ég hafði ströng fyrirmæli um að hleypa engum frá borði á Norðfirði. Hins vegar hafði ég ekki brjóst í Liðþiálfi á Norðfirði — og kunni nákvæmlega ekkert í hermennsku — „Ég kom til íslands í maí árið 1940. Ég var í hópi hinna fyrstu hermanna er stigu fæti sínum á íslenska grund í upphafi heimsstyrjald- arinnar síðari. Við vorum sendir hingað í flýti frá Norður-Noregi, þrjú þúsund breskir landgönguliðar. Þetta var svokallað „rush jobw á her- mannamáli. Það þýddi, að við vorum sendir hingað án alls útþúnaðar. Af vopnum höfðum við einungis rifflana okkar, það var allt og sumt. Siglingin hingað tók sex daga. Siglt var suður fyrir landið til að forðast kafbáta. Það var ægilega vont í sjóinn og hef ég aldrei orðið jafn veikur um ævina. Á þessum sex sólarhringum tókst mér aðeins að koma niður einu eggi. Ég man eftir því að þegar við nálguðumst landið vorum við allir kallaðir upp á dekk, látnir gera „honour" fárveikir eins og við vorum, og taka við okkar fyrstu launum í íslenskri mynt, sem þá námu 10 krónum. Þegar skipið kom til Reykjavíkur var ég svo máttfarinn að ég hafði ekki nokkurn áhuga á að koma upp á dekk og berja mín nýju heimkynni augum. Um ísland og íslendinga vissi ég minna en ekki neitt og hafði engan áhuga eins og málin stóðu þá.“ Sá sem talar er Fred Norton, Englendingur sem hér dvaldi á hernámsárun- um. Áhugi hans á íslandi og Islendingum og tíðar komur hans hingað hafa vakið forvitni mína. Mér er ljóst strax í upphafi, að hann er minnugur og hefur frá mörgu að segja. Enskan hans er hrein og auðskilin og frásagnargleðin leynir sér ekki. — Varst þú mikijl hermaður þegar þú komst til íslands? „Nei, biddu fyrir þér. Hefði ég þurft á rifflinum að halda til að verja hendur mínar, hefði ég enga hugmynd haft um hvernig ég átti að halda á honum. Ég hafði notið sáralítillar herþjálf- unar. Var satt best að segja eins og kjúklingur sem er nýskriðinn úr egginu." — Aður haföir þú verið kolanámumaður í Bretlandi. Hvernig stóð á því, að skyndi- lengur. Þar sem menntun mín var léleg og atvinnumöguleik- arnir engir, lét ég innrita mig í herinn. Þjálfun okkar var harla lítil og venjulega vorum við kall- aðir „Saturday Afternoon Sold- iers“. Æfingar fóru sem sé fram á laugardagseftirmiðdögum. Þetta var árið 1939 og skömmu síðar braust stríðið út.“ — Varst þú sendur beint til íslands? „Nei, herdeildin sem ég var í var send til Finnlands og þaðan til Namsos í N-Noregi. Það tók okkur þrjár vikur að komast inn í Noreg, en við vorum aðeins þrjá daga á leiðinni út aftur. Þjóðverjar voru nefnilega komnir þangað á undan okkur. Eins og ég sagði þér áðan, vor- um við sendir til íslands nánast eins og við stóðum, án nauðsyn- legra hergagna og útbúnaðar. Á undanhaldinu frá Noregi urðum við að skilja allt draslið eftir. Þegar við komum til íslands var okkur skipt niður í fjóra staði. Stærsti hópurinn var settur á land í Reykjavík. Hluti þeirra, sem þá voru eftir, var skilinn eftir á Akureyri og hinum skipt niður á Seyðisfjörð og Reyðar- fjörð. Ég var í flokki þeirra sem mér til að senda strákagreyin, sem hvorki höfðu séð konuna né krakkana í tvær eða þrjár vikur, strax burt, svo að ég var vanur að leyfa þeim að skreppa í land gegn því skilyrðislausa loforði að þeir segðu ekki til mín. En auðvitað endaði með því, að einn þeirra kom upp um mig í fyll- eríi. Ég lenti í rekistefnu út af því. Ég var alltaf að lenda í ein- hverjum vandræðum meðan ég dvaldi á íslandi, en við komum nú að því síðar.“ — Síðan var ykkur skylt að gera veðurathuganir og senda þær símleiðis tii Seyðisfjarðar? „Já, þetta var nú ekki alltaf hárnákvæmt hjá okkur. Stund- um vorum við latir að fara út og tókum veðrið „svona á að giska", eins og þeir segja, út um glugg- ann. En upp komst um strákinn Tuma og ég fékk líka ofanígjöf fyrir það. Að öðru leyti höfðum við enga ákveðna skipun að fara eftir. Eitt sinn er yfirmaður minn kom í eftirlitsferð sagði hann við mig: Fred, ef Þjóðverjarnir koma hingað, verður þú að vera við því búinn að sprengja olíu- tankinn í loft upp fyrirvara- laust. Ég starði á hann og sagði: 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.