Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 7
Kolbeinn ungi kom Reykhólamönnum að óvörum og þar var tekinn höndum Tumi Sighvatsson, bróðir Þórðar kakala. Tumi var færður Kolbeini eftir að hafa verið sœrður og bað hann sér þá griða, en Kolbeinn þagði. Skagfirðingar báðu Tuma hafa þau grið, sem bræður hans hefðu haft á Orlygsstöðum. Síðan kvaddi Kolbeinn til Þórarin grautnef að vega að honum. Vatnsdalsför". Sjálfur kvaðst Kolbeinn fara til Reykhóla og vita hvort hann fengi fang á Tuma. Þegar Kolbeinn og menn hans riðu vaðlana í Hrútafirði sáu menn fyrir vestan fjörð til hers- ins og urðu þá til menn að hlaupa vestur til Dala og svo til Saurbæjar. Sturla fór þá vestur til Eyja en aðrir fóru á Reyk- hóla að segja Tuma að ófriðar væri von. Tumi brá við skjótt og lét setja fram skip og hafði þar menn til gæzlu, að ekki fjaraði uppi skipið en Kægil-Björn sendi hann inní Króksfjörð og tvo menn með honum að vera þar á hestverði. Þeir riðu á bæ þann er á Tindum heitir, en þar var hægt að sjá til ferða manna yfir Króksfjarðarmúla. Kolbeinn ungi reið með sinn flokk út með Hrútafirði og er hann kom í Bæ til Torfa, þá hljóp út Gils sonur Torfa og vildi gera njósn nábúum sínum, en þeir Kolbeinn sáu hann og riðu þeir eftir honum. Gegnir Illugason kom fyrst að honum og lagði þegar í gegnum hann. Þar lézt Gils. Þótti þetta verk allillt. Þeir Kolbeinn riðu það kvöld í Bitru og morguninn eftir til Kleifa og fengu þar fréttir af að njósn væri gengin fyrir þeim á Reykhóla. Þá sögðu margir að eigi myndi lengra þurfa að ríða og báðu að aftur væri horfið, kváðu Tuma eigi mundu heima vera. Kolbeinn kvað þá ríða mundu allt að einu og sagði Tuma heima ef hann væri feig- ur. Riðu þeir þá út með Gilsfirði. Þar bjó í Garpsdal Gunnsteinn Hallsson og Vigfúss sonur hans. Þeir Kolbeinn létu þar alla hluti í friði, en hvergi annarsstaðar og renndu menn grun í af hverju það myndi vera. Er það skjótt af ferð þeirra að segja, að þeir börðu hvern karlmann til óbóta eða særðu, en rændu öllu fé, því er þeir komu höndum á. „Hví vinnið þér ekki á Birni?“ Þennan dag var þoka svo mik- il, að engir menn sáu flokkinn fyrr en þeir komu í tún. Varð þeim Birni það og, að þeir sáu eigi fyrr en þeir voru að þeim komnir. Björn hljóp þá á hest sinn og menn hans tveir og var annar veginn innan garðs en hinn skammt frá garði. Björn hleypti þar uppí fjallið og komst svo undan fyrst. En Kægil-Birni var það ekki nóg að forða sjálf- um sér, hann vildi gera njósn þeim sem á Reykhólum voru og því sneri hann reið sinni fram í Króksfjarðarnes, þar sem hann vissi að skip stóð og það ætlaði hann að taka og komast svo til Reykhóla, því að hestur hans var þrotinn. Björn hefur orðið að keyra hann um megn upp fjallið. Er Björn kom ofan í brekkurnar milli Kambs og Tinda voru hinir fyrstu í liði Kolbeins komnir fyrir hann. Komst hann þá skammt undan á fæti áður þeir náðu honum. Bersi Tumason kom fyrst að honum og beiddi Björn sér griða og sagði Bersi að þau skyldi hann fá af sér en færði hann Kolbeini. Kolbeinn spurði, hví þeir ynnu ekki á Birni. Þá lögðu þeir til hans fimm og gengu þau lög öll á hol. Eftir það hjó Óttar biskupsfrændi á háls Birni. Lét hann þar líf sitt og sögðu þeir, að hann dæi hlæjandi. Þá riðu þeir Kolbeinn næst til Kambs og þá Magnús grið að orðum Halls á Möðruvöllum. Riðu þeir þá næst fram í Króksfjörð til Bæjar. Þar bjó sá maður er Steinn hét og Ari hét sonur hans. Þeir feðgar sátu í stofu er Þorvarður matkrókur komu inn og þegar hjó Þorvarð- ur til Steins og af honum báðar hendurnar. Steinn hafði lagt þær á hné sér er hann sat. Á eftir hjó Þorvarður til Ara og særði hann mjög. Þaðan riðu þeir á Reykhóla. Er þeir riðu innan frá Mið- húsum, þá voru menn úti á Reykhólum og þrættu um hvort vera myndi fénaður eða manna- reið. Sýndist þeim er feigir voru að fénaður væri, en konur sögðu að þar væri mannareið. Þetta var Týsdag, fjórum nóttum fyrir Jónsmessu Siskups, eða með öðrum orðum 21. júní. Mikið pat á Reykhól- um — Tumi tekinn og veginn Þeir Tumi urðu ekki fyrr bún- ir til að forða sér af bænum, en menn Kolbeins voru komnir gegnt bænum hið neðra en sum- ir þeirra að garði hið innra (að austan). Þeir Reykhólamenn stefndu til skipsins og hljóp sérhver þeirra. Bárður Snorra- son, er kallaður var Skarðs- prestur, var drepinn heima í túninu. Hann hafði þrisvar reynt að komast á bak hesti og var allra manna bezt hestfær, en nú brá svo við, að hann komst ekki með nokkru móti á bak og reyndi hann þó þrisvar. Bárður prestur hafði verið á Örlygsstöðum og hlotið þar tólf sár en nú þrettánda áður en hann lézt. Guðmundur biskup hafði vígt hann til messudjákna og er hann var nývígður tók biskup í höfuð honum og mælti: „Ekki mun þig, sonur minn, saka í höfuðið.“ Óg varð það svo, Bárður var særður þrettán sár- um og kom ekkert þeirra í höfuð honum. Þá var og særður til ólífis Grímur Guðmundarson skammt frá biskupsbrunni. Böðvar á Hvoli rann á þann sem fyrstur kom að honum og færði undir sig, en var þá drepinn er fleiri komu til. Þorgeir stafsendi varðist vel en var drepinn, en Þorkeli dráttarhamri gefin grið, því að hann átti vini marga í liði Kolbeins. Árni Bótólfsson komst alla leið niður í nes, en þar var hann drepinn. Tumi var tekinn höndum og unnið á honum áður hann var færður Kolbeini. Tumi bað sér griða en Kolbeinn þagði. En Skagfirðingar báðu Tuma hafa þau grið, sem bræður hans hefðu haft á Örlygsstöðum. Síð- an kvaddi Kolbeinn til Þórarinn grautnef að vega að honum. Tumi skriftaðist og mæltist vel fyrir. Síðan var hann leiddur suður frá kirkjugarði og höggv- inn. Kolbeinn var á Reykhólum um nóttina en um morguninn rændu þeir hrossum öllum og lausafé og riðu að svo búnu á brott. „Unnu þeir þar á fleiri mönnum, þótt vér nefnum hér eigi alla“, segir í sögunni. Prest- ar tóku lík Tuma og unnu að því. Flokkur Brands Kolbeinsson- ar hafði haldið niður í Laxárdal. Þeir rændu hvern mann og börðu. í Gröf drápu þeir son Oxa Mássonar. í Hjarðarholti rændu þeir öllu er þeir komu höndum á, en Björn komst undan. (Það var Björn drumbur Dufguson.) Úr Hjarðarholti riðu þeir Brandur í Hvammsfjörð. Á Leiðólfsstöð- um var drepinn Hallur Halls- son. í Hvammi að Svertingi var rænt og drepinn húskarl og síð- an riðu þeir til Saurbæjar með líkum hætti og áfram til Gils- fjarðar. Fundust þeir Kolbeinn og Brandur á Kleifum og báru þar saman bækurnar og höfðu þeir drepið þrettán menn en marga sært. Þeir sneru nú heim á leið og riðu til Hrútafjarðar. Þeir komu við í Fjarðarhorni. Þar bjó mað- ur sem Loðinn hét. Hann komst 1 bænahús, en þeir ginntu hann út og hjuggu af honum fæturna. „Eftir þessi verk reið Kol- beinn heim á Flugumýri og undi vei við ferð sína.“ Þórður kakali spyr tíðindin Þeir menn, s^m höfðu gætt skips Tuma, komust undan og sigldu til Flateyjar, þaðan voru Þórði send orð vestur í Arnar- fjörð. Þórði voru þannig fluttar fréttirnar, að Tumi myndi hafa komizt í kirkju og sæti Kolbeinn um kirkjuna. Þórður bað menn sína herklæðast og ganga til skips. Var ýtt skipinu en það færðist þegar í kaf fyrir hvass- viðri og gengu menn þá aftur heim til bæjar. Þórður bað til guðs að veðrið lægði og jafnskjótt féll veðrið. Fór Þórður þá á skipi sínu inn til Otradals. Voru þar þá komnir menn af Barðaströnd, sem sögðu öll tíðindi eins og þau höfðu gerzt og það með, að Þuríður Ormsdóttir var komin í Flatey með son þeirra Tuma og vildi finna Þórð sem fyrst. Þórður fór þá útí Flatey og gerði með sér og Þórdísi fjárskipti, en sagði þó lítið til skiptanna. Hún skyldi hafa það fé „er við Tumi áttum báðir, samt í þessum sveitum (Dölum) en ég hitt, sem fæst af félagi okkar Kolbeins". Fékk Þórður af þessu gott orð af alþýðu. Þeir Þórðarmenn höfðu náð á sitt vald manni nokkrum, sem verið hafði í liði Kolbeins á Reykhólum; hann þurfti sér ekki griða að biðja. Svik þegar á reyndi Nú voru 10 vikur af sumri og menn að búast til Alþingisreiðar og Þórður sendi úr Flatey Ingj- ald Geirmundarson til Borgar- fjarðar að vitja heita þeirra, sem þeir Sturla Þórðarson, Böðvar á Stað og Þorleifur í Görðum höfðu heitið honum um þingreiðina og veita Þóröi það sem þeir máttu til að hann næði lögum. En það fór nú á annan veg um þá liðveizlu. Enginn þeirra reyndist nú búinn til þingreiðar með Þórði og skárust þeir alveg úr liðveizlu við hann, Böðvar á Stað og Þorleifur í Görðum.^en Sturla sagðist myndi veita Þórði það er hann mætti, en til þings tjóaði þeim ekki að ríða móti fjölmenni Kolbeins og Sunn- lendinga. „Fór þeim hér sem mörgum öðrum, að minna þótti fyrir að heita Þórði liðveizlu en ganga í deilur við Kolbein." Þarna varð Þórður aftur fyrir lúalegum svikum og nú hefur hann verið með öllu grunlaus. Hann gat með engu móti búizt við því, að frændur sínir brugg- uðu honum þessi ráð, að telja hann af með loforði um þing- styrk, að ríða norður að Kol- beini, þegar hann hafði liðsafla til þess, og svíkja það svo á síð- ustu stundu. Böðvar á Stað var kvæntur systur Kolbeins, sem 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.