Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 10
í I Iframt notaðar í sambandi við rannsóknir á andrúmsloftinu, og þannig er það mælt á ýmsan hátt í hverri ferð milli 1.000 og | 3.000 metra. | Af þessum mælingum má ýmsar merkilegar ályktanir draga. í dalnum, þar sem stöðin er, minnkar koltvísýringurinn, CO2, verulega í andrúmsloftinu á hlýjum árstímum frá hádegi til kvölds, en eykst síðan tiltölu- lega mikið um nóttina. Hið mikla plöntulífríki graslendis og skóga í dalnum bindur mikið magn koltvísýrings með blað- grænu. En að nóttunni losnar CO2 aftur úr læðingi með öndun plantnanna og upplausn þeirra sérstaklega í gróðurmoldinni. En 2.300 m hærra á Zug- spitze-tindi verður engra breyt- inga vart. Magn koltvísýringsins þar samsvarar nær nákvæmlega því, sem er á Hawaii í 12.000 km fjarlægð. Samkvæmt því segir í skýrslu rannsóknastöðvarinnar, að eftir k því sem nú væri vitað og þrátt fyrir ákafar deilur og umræður um aukningu koltvísýrings og eldsneytisnotkun iðnaðarins mætti telja víst, að ekki megi búast við „neinum stórvægi- legum áhrifum á veðurfar af völdum aukins magns C02u. Jákvætt að rækta skóga sem víðast Skjótar veðurfarsbreytingar væru miklu sennilegri af völdum ryks og gosefna í háloftunum og þá fyrst með kólnun. En hinar miklu sveiflur dag- lega á magni koltvísýrings í loftslaginu við jörðu, án þess að þær hafi greinanleg áhrif á hinn feiknalega loftmassa fyrir ofan, hafa gefið forstöðumanni stöðv- arinnar, dr. Reiter, tilefni til að bera fram þá tillögu, að skógar verði ræktaðir, hvar sem þess er nokkur kostur, til þess að binda aukningu koltvísýrings vegna eldsneytisnotkunar, áður en viðbótarmagn hans næði smám saman á mörgum áratugum að komast upp í háloftin og valda aukningu þar. Enginn getur í rauninni sagt með neinni vissu, hvort hin hægfara aukning koltvísýrings í háloftunum stafi af eldsneytis- notkun eða af aukinni virkni eldfjalla á síðustu öldum. Og enginn veit af reynslu og með vissu, hversu stöðugt loft- slag okkar í raun og veru er og hvaða álag það þolir. Til þess þarf margra áratuga nákvæmar mælingar á andrúmsloftinu og gangi veðurfarsins, sem enn hafa ekki verið gerðar, en verð- ur að stefna að. En fyrst um sinn verða stærðfræðilegar vangaveltur og líkindareikning- ur að koma í stað þeirrar reynslu og þekkingar, sem okkur skortir. Það eitt er víst, eins og þær deilur sýna, sem orðið hafa um það, hvaða hættum loftslaginu væru búnar af kólnun eða hitun, að það veðurfar, sem „við höfum haft“ sé hið langbezta — því að við höfum vanizt því. — SvÁ — úr „Bild der Wissenschaft 0.. Appelsínur á dökkgrænum trjám og ber við bláan himin. En hvað er að sjá — grýlukerti? Eitthvað skýtur það skökku við — ekki sízt í ljósi þess að appelsínulundurinn sá er suður í Florida. Þar hafa orðið svo heiftarleg kuldaköst, að frostið nær að mynda grýlukerti. Dr. rer. nat. Heins Haber Fer loftslag virki- lega versn- andi? Það er orðin tízka að gera undur og býsn úr náttúru- hamförum, bæði hinum eðli- legu og öðrum, sem verða ef til vill af mannavöldum. í því tilliti er hægt að tala um ófaraiðju blaðanna sam- kvæmt einkunnarorðinu, að „slæmar“ fréttir séu „góðar“ fréttir. Samkvæmt þessari gömlu reglu dagblaðanna verða horfurnar fyrir vesal- ings jörðina okkar stöðugt ískyggilegri, svo að hún virð- ist brátt búin að vera. Þannig hefur sú saga gengið um árabil í blaða- heiminum, að við værum að eyðileggja ózonlagið með úð- unarbrúsum okkar, og að mannkynið myndi síðan far- ast í ægilegum sólareldi eftir harmsögulega aukningu hinna útfjólubláu sólar- geisla. Allir jarðeðlisfræð- ingar þekkja kenningu von Paneths um ózonlagið, en samkvæmt henni helzt það í jafnvægi, þar sem hin út- fjólubláa geislun bæði skap- ar ózon og eyðir því. Sagan um lofttegundirnar í úðun- arbrúsunum, sem eyðileggði ózon, reyndist einnig vera hrollvekja, eins og vísinda- menn hafa nýlega sýnt fram á. Árið 1982 var einkar hag- stætt ófarahönnuðum, því að þá varð staða reikistjarn- anna með sérstökum hætti, að sögn mjög nálægt því að vera í einni röð. Þá var spáð jarðskjálftum, stormflóðum og eldgosum, þar sem hið sameiginlega aðdráttarafl reikistjarnanna myndi rífa í sundur jörðina. Ártal okkar er nú 1983, svo að þessi ótti hefur reynzt það, sem hann frá upphafi var, eða með öllu ástæðulaus og út í loftið. Dæmi um slíkan tilbúning hrakspámanna er hægt að rekja endalaust. Það sem sérstaklega ber að harma í þessu sambandi er, að slíkar afurðir ófaraiðj- unnar leiða athyglina frá þeim vandamálum, sem miklu skipta í raun og veru. Meðal hinna ósviknu vanda- mála eru þær sveiflur í tíð- arfari, sem vart hefur verið um heim allan frá 1965. Um breytingar á loftslagi gildir það, að þær gerast mjög hægt. Þær eru ekki náttúruhamfarir í venjulegri merkingu. Þessar breytingar koma fram í hinum ofur- hæga andardrætti plánetu vorrar. Og einmitt af því hvað þær gerast hægt, verð- ur þeirra í fyrstu alls ekki vart. Hér er ekki átt við hin löngu loftslagstímabil, ísald- irnar. Á síðustu milljónum ára jarðsögunnar hafa slík tímabil orðið fjögur og hafa þá að meðtöldum hinum svokölluðu milliísöldum staðið yfir í mörg hundruð þúsund ár. Þar fyrir utan eru ótal minni og styttri loftslagsbreytingar, sem vegna venjulegrar tíma- lengdar eru kenndar við öld, en þær standa yfir í um 30 til 200 ár. Veðurfræðingar um heim allan eru sammála um, að slíkt tímabil loftslagsbreyt- ingar hafi hafizt 1965. í sam- anburði við tímabilið milli 1880 og 1965 hafa árstíðirnar breytt greinilega um svip. Okkar kynslóð og kynslóð foreldra okkar hefur á fyrri hluta þessarar aldar búið við bezta veðurfar, sem þekkzt hefur. Síðastliðin nær 20 ár hafa menn kvartað yfir votviðra- sömum sumrum og miklu lengri, en jafnframt mildari vetrum. Hið sígilda vor frá apríl til maí (þetta er rit- stjórnargrein í þýzku vísindatímariti, aths. þýð.) kemur mjög hægt og hik- andi, og síðan verða miklir sumarhitar fyrri hluta júní- mánaðar, en standa stutt. Þær tvær vikur verður sum- arið, því að í júlí og ágúst mun rigna mestan tímann. Þó að sumarið 1982 hafi farið í bág við þessa megin- reglu, mælir það ekki gegn því, að umrædd loftslags- breyting sé hafin. Til þess að gera sér grein fyrir henni, verða menn að hugsa töl- fræðilega. Sumarið er ekki komið með fyrstu svölunni. Þá er of snemmt að fagna. Og eitt gott sumar síðan árið 1965 má sín lítils gegn því tímabili loftslagsbrevtingar, sem nú er hafið. Síðastliðin tíu ár höfum við með ýmsu móti reynt að beina athygli manna að þessu máli í tímariti okkar og fengið sérfræðinga til að fjalla um það. Það sem veld- ur veðurfræðingum sérstök- um áhyggjum, er sú stað- reynd, að varðandi landbún- aðinn, sem að miklu leyti er orðinn iðnaður, höfum við gengið út frá því, að sama veðurfar muni haldast og ríkti á fyrri helmingi aldar- innar. Sérhver loftslags- breyting — til hins betra eða til hins verra — mun því valda mjög tilfinnanlegum truflunum. Yfirstandandi loftslags- breyting kemur einnig fram á áþreifanlegan hátt, þegar litið er á hnöttinn í heild, eins og til dæmis þann, að snjókoma hefur að meðaltali aukizt um 13%, og að hita- stig Norður-íshafsins hefur lækkað um hálfa gráðu eða þar um bil. Hinir illræmdu ísjakar ná nú orðið að nýju hundruðum kílómetra lengra suður á bóginn. Hvað orsakirnar varðar, eru veðurfræðingar enn ekkí á einu máli. Óumdeilanlegt er þó, að á síðustu 30 árum hefur andrúmsloftið orðið dekkra, sennilega fyrst og fremst vegna eyðingar skóga og gróðurs á stórum land- svæðum. Eldgos eiga trúlega einnig hlut að máli í þessu efni, enda þótt meta verði áhrif þeirra með varúð. Á 18. og 19. öld voru eldgos víðs vegar um heiminn al- gengari en nú á dögum, og menn gera því skóna, að þau kunni að hafa orsakað það, sem veðurfræðingar kalla „hina litlu ísöld“. Og frá þessum tíma eru ævintýrin, þar sem börnunum er svo kalt og skógurinn er snævi þakinn. — SvÁ — úr „bild der wissen- schaft“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.