Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Page 2
Sálsjúkt þjóöfélagskerfi
Þær eru þrennskon-
ar: Um hina hættu-
legu Kínverja, hina
hroðalegu Zionista
og hina óendanlega
hættulegu heims-
valdastefnu Banda-
ríkjanna. Galina
Orionova vann í
Stofnuninni, en
stakk af og segir hér
frá ýmsu, sem hún
kynntist.
Sagan endurtekur sig: Á uppgangstíma nasista í Þýzkalandi var komið á fót stofnunum til að framleiða
„draugasögur“ og afleiðingarnar, t.d. fyrir gyðinga, þekkja allir. Málarinn Tomea reyndi að lýsa þessu
þjóðfélagsástandi árið 1939 með mynd sem heitir „Drekinn". Nú er drekinn öðruvísi á litinn en hann starfar
eins.
Heil stofiiun til
að framleiða
„draugasögur“
„Ég vann við rannsóknir hjá
Stofnuninni fyrir Ameríku og
Kanada," svaraði unga flóttakon-
an á Heathrow-flugvelli, þegar
sovéski sendiráðsmaðurinn Alex-
ander Ekimenko spurði hana um
fyrri störf svo sem venja er. Engin
furða þótt hann ræki upp stór
augu.
En hver er þessi unga rússneska
kona, ljóshærð og fögur yfirlitum
og klædd eins og hún hefði heyrt
til „hinni nýju stétt“; í vel sniðn-
um flauelsfötum, angórapeysu og
hvítum kósakka-leðurstígvélum.
Svar: Galina Orionova — og útlit
hennar benti einmitt á það aug-
ljósa: Hún var í góðri stöðu og
heyrði til yfirstéttinni. En hvers-
vegna í ósköpunum var hún þá að
hlaupast í brott frá hópi, sem hún
var með í London og biðja um hæli
sem pólitískur flóttamaður? Svar
Galinu: „Af því ég komst ekki
fyrr.“
Flestir bandarískir sérfræð-
ingar í Sovétmálefnum hafa heim-
sótt Stofnunina, sem Galina
Orionova vann hjá í Moskvu.
Háttsettir starfsmenn að austan
og vestan hafa skoðað húsakynnin
sem einu sinni voru einkahýbýli
Prince Volkonskys. Rússneskar
fjölskyldur munu gefa síðustu
rúbluna sína til að leyfa börnum
sínum inngöngu í þetta rann-
sóknarhús rússneskra vísinda, þar
sem starfsfólkið hefur samband
við hinn vestræna heim.
Ung kona á uppleið
Galina skildi vel við starf sitt.
Nokkrum vikum áður flutti hún
tveggja tíma ræðu blaðalaust yfir
starfsmönnum stofnunarinnar og
efnið var: Ameríka — samband
hennar við Japan. Eldra starfsfólk
hrósaði henni og sagði að hún yrði
hækkuð í tign. Fyrir unga konu
eins og Galinu Orionovu táknaði
það áframhaldandi klifur upp á
topp samfélagsins. Bandarískir
ferðamenn sem hafa verið í
Moskvu nýverið segja að nafn
hennar veki fremur öfund en reiði.
Galina vann 10 ár við Stofnun-
ina og þóttist vera heppin að hafa
fengið vinnuna. „Einstök heppni
að menntun mín frá 1969 skyldi
henta svo vel við uppbyggingu
Stofnunarinnar, sem fjallaði um
bandarísk málefni og þurfti á sér-
fræðingi um Austurlandamálefni
að halda. Ég hefði verið útilokuð
nokkrum árum síðar. Núna eru
engir nema börn háttsettra rússn-
eskra embættismanna í þessum
störfum.
Fjölskylda mín er núna ekki
nærri nógu merkileg til þess að ég
fái vinnu á bestu stöðunum. Pabbi
minn gat borgað fyrir mig auka-
fargjöld til að koma mér í æðri
skóla sem er óalgengt hjá fjöl-
skyldu eins og minni. Mér gekk vel
í skóla og vann sleitulaust. Ég
fékk inngöngu í sögudeildina við
háskólann í Moskvu, þó að aðeins
einn nemandi af þrjátíu og tveim-
ur fengi aðgang árið 1964. Inn í
háskóla sem kenna blaðamennsku
og hagfræði komast aðeins þeir
inn í sem eru í tengslum við topp-
mennina í þjóðfélaginu. Mér gekk
mjög vel og fékk þess vegna tæki-
færi til að halda áfram að læra.
En háskólinn veitti engan styrk og
ég vissi ekkert hvert ég átti að
fara. Kvöld eitt þegar ég kom
heim beið mammá eftir mér með
dásamlegar fréttir: Ég hafði náð
inngönguprófi í háskóla sem ein-
göngu kenndi um málefni Banda-
ríkjanna.
Vissi hverju hún
átti að svara
Prófin voru munnleg og þeim
gleymir Galina aldrei. Ameríska
stjórnarskráin? Hún svaraði eins
og hún vissi að ætlast var til af
henni: Ungt fólk var sent út af
örkinni á vegum CIA (Central In-
Sem æðsti yfirmaðtir KGB lagði
hann blessun sína yfir starfsemi
Stofnunarinnar: Yuri Andropov.
telligence Agency — Leyniþjón-
usta Bandaríkjanna) til að hafa
auga með hlutunum og stunda
áróður (hún vissi vel að hugmynd-
in var að komast að starfi og að-
ferðum ungs fólks frá Bandaríkj-
unum í þróunarlöndunum — en
auðvitað lét hún það ekki uppi).
Að lokum gaf hún skýrslu um
starf Flokksins í Rússlandi — eða
öllu fremur túlkun Flokksins í dag
á sögu hans. Hún talaði í 15 mín-
útur um samninginn sem Litovsk
gerði 1918 (en þá rufu Rússar gef-
in loforð við bandamenn sína og
skrifuðu undir sérsamning). Gal-
ina fór yfir óhæfuverk Trotskys,
sem rússneskir söguritarar lýsa
sem villimanni (en ekki sem frum-
kvöðli rússnesku byltingarinnar
sem Galina veit að hann er).
Eftir prófin fékk Galina tæki-
færi til að hitta Georg Arbatov,
framkvæmdastjóra bandarísku
stofnunarinnar. Arbatov er vin-
gjarnlegur, heimsvanur stjórn-
andi sem sér lengra en hið rússn-
eska nef hans nær. Þó það standi í
vegabréfinu hans að hann sé
rússneskur álíta samstarfsmenn
hans að hann sé Gyðingur. í byrj-
un áttunda áratugar á dögum
„détente“-tímans var hann einka-
aðstoðarmaður Brésnefs. „Mér
geðjaðist mjög vel að þessum
trausta, gáfulega manni með píp-
una, Hann var fæddur stjórn-
andi,“ sagði Galina um Arbatov.
Hann sagði henni að byrja á því
að gleyma öllu sem hún hefði lært.
Hún túlkaði þetta þannig að hún
ætti að laga skoðanir sínar á al-
þjóðamálum að yfirlýstri skoðun
Flokksins. Arbatov óskaði henni
til hamingju með prófárangurinn
og hvatti hana til að halda áfram
að brjóta vandamálin til mergjar
og vinna að rannsóknum. Arbatov
lét karlmenn ganga fyrir náms-
styrknum af því það var eina ráðið
til að losa þá undan herskyldu. Að
minnsta kosti fannst honum Gal-
ina vera best fallin til rannsókn-
arstarfa, og þannig gæti hún einn-
ig nælt sér í doktorsgráðu. Og svo
sannarlega lauk hún við rann-
sóknarefnið: „Japanir og Banda-
ríkjamenn og samstarf þeirra í tíð
Nixons."
Allir mæta á
útborgunardaginn
Allar rússneskar ritgerðir verða
að vitna 1 guðspjall kommúnism-
ans. Tilvitnun Galinu var eftir
Lenin um óhjákvæmilega hags-
munabaráttu milli stríðandi afla
innan kapítalismans. En boðskap-
ur hennar í lok ritgerðarinnar var
sá að í lokin yrðu þessar tvær
stjórnmálastefnur að aðlagast
meira hvor annarri.
Galina starfaði frá kl. 10 á
morgnana til 6.45 síðdegis. Hún
fékk 45 mínútur í hádeginu. En
hún þurfti ekki að vinna lengi við
þessa stofnun til að sjá að mæt-
ingar voru mjög á reiki alveg eins
og tíðkast hjá flestum öðrum
opinberum rússneskum fyrirtækj-
um. Samkvæmt óskráðum lögum
sem gilda við flestar æðri mennta-
stofnanir Sovétríkjanna er nægi-
legt að láta sjá sig þrisvar í viku
og þá í þrjá klukkutíma í einu.
„Eini dagurinn sem allir mæta er
á útborgunardögum, fyrsta og
fimmtánda hvers mánaðar, en þá
er stofnunin umkringd bifreið-
um,“ segir Galina.
Lægra settu starfsfólki hjá
Stofnuninni er borgað miklu verr
en erfiðisvinnufólki, en þar sem
flest þessa starfsfólks er úr betri
fjölskyldunum er það yfirborgað.
Galina drýgði tekjurnar með þýð-
ingum og greinaskrifum. Hún fór
að finna fyrir peningaleysi þegar
hún leigði íbúð af fólki sem bjó um
tíma utan Moskvu. Húsaleigan tók
mestan hluta launa hennar, og
þau þrefölduðust á árunum milli
1974 og 1977 (opinberlega er engin
verðbólga í Sovétríkjunum), árið
sem hún flutti aftur heim til for-
eldra sinna. Galina hefur yndi af
fallegum fötum og eftir það hafði
hún efni á að klæða sig og að fara
í ferðalög.
Uppáhalds klæðskerinn hennar
í Moskvu hefur teiknað á hana föt
upp úr tiskublaöinu Vogue. Fjöl-
skylda hennar hafði það góð sam-
bönd að hún gat keypt í sérbúðum
sem seldu eingöngu erlendan fatn-
að. Þegar hún kom til Englands
átti hún háhæla frönsk leðurstíg-
vél, fjögur frönsk ilmvatnsglös, ít-
alska skó og enskan regnfrakka.
En þar sem hún kom til Englands
í maí neyddist hún til að skilja
eftir persneska pelsinn með
minkakraganum.