Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 8
Anna Sverrisdóttir (Haraidssonar listmálara) ásamt dætrum sínum Maju og Mettu. Þær halda á strengjabrúðum, sem eru búnar til þar á bæ ásamt mörgu ööru. Frank Franklin, eiginmaður Onnu, hefur verið að vinna sér nafn sem sérstæður listamaður. Hann er hér ásamt tveimur verka sinna og eins og sjá má eru áhrifin frá Mexíkó. og þess bezta í sjálfum sér Á milli járnbrautateinanna og 1-10 þjóðvegarins sem tengir Tucsonborg við Phoenix, höfuðborg Arizona, er eitt elsta hverfið í Tucson- Barrio Anita. Það byggðist upp þegar Arizona var enn hluti af Mexíkó og elstu hús- in voru reist í lok 18. aldar. Meirihluti íbúanna hefur alla tíð verið af mexíkönsku bergi brotinn, sumir þeirra hafa búið þar í fimm ættliði, en aðrir komu frá Mexíkó í gær og eru horfnir á morgun, í leit að vinnu hvar sem hún býðst. Aðal tungumálið er pænska, eða öllu heldur mex- íkanska, og hverfísblærinn minnir meira á mexíkanskan smábæ en bandarísku mið- stéttarhverfin, sem eru að- eins í tíu mínútna fjarlægð. Húsin bera þess glöggt merki, að meiri hluti íbúanna er láglaunafólk og að lestar- umferð hristi þau nokkrum sinnum á dag. Ekki eru þau girt háum steinveggjum, eins og tíðkast með hús betri borgara, heldur hænsnaneti eða dugmiklum stálgrindum þegar best lætur. Ibúarnir hafa líka fátt að fela; þeir eyða að jafnaði meiri tíma utan dyra en innan. Göturnar eru fullar af krökkum að leik, og hvar sem skugga er að fínna má sjá fullorðið fólk við vinnu eða skeggræðandi um lífsins gagn og nauðsynj- ar, því hér þekkjast flestir og margir eru líka skyldir eða innbyrðis tengdir. í þessu lifandi og litríka hverfí þar sem meirihluti íbú- anna er dökkur á brún og brá, býr há, Ijóshærð og blá- eygð, íslensk kona, Anna Sverrisdóttir að nafni, ásamt eiginmanni sínum Frank Franklin listamanni og dætr- um þeirra tveim, Mettu, 12 ára, og Maju, sjö ára. „Elsti hluti hússins okkar er um 80 ára gamali; ég veit ekki til hvers það var ætlað upphaf- lega, en á tímabili var hér rekin kjötverslun," segir Anna um leið og hún býður spurulum landa í bæinn. Húsið er byggt úr adobe, Meðal þess sem Frank Franklin fæst við eru útskornar hurðir og einnig þær bera mexíkanskt svipmót. Anna Sverrisdóttir og Frank Franklin, listamenn í Tucson f Arizona, sótt heim Texti: Inga Dóra Björnsdóttir. Ljósm. Björn Birnir. sólbökuðum leirsteinum, sem samsvara torfi og grjóti á ís- landi, og er eins og lest; hvert herbergi gengur inn úr öðru. Þó innbúið beri ekki merki um ver- aldlegan auð vitnar það um mikla hugmyndaauðgi og alúð. Veggirnir eru skreyttir' mál- verkum, útskornum myndum og grímum eftir Frank, og strengjabrúðum eftir Önnu. Úti- dyrahurðin er öll útskorin og á aðra hurð er máluð myndasaga. Gamlir úr sér gengnir hlutir hafa öðlast nýtt líf; hver krókur og kimi fengið aðhlynningu, — gólfþrepin eru jafnvel skreytt. Sömu umhyggju gætir utan- dyra. Einn húsveggurinn er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.