Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Qupperneq 12
Saga byggingarlistar 4. Eftir Harald Helgason arkitekt Pýramídaþrenningin fræga í Giza hjá Kairo (2723—2563). í Ramsesarmusterinu í Karnak (um 1301 f. Kr.), Arkitektúr Forn-Egypta Forn-egypzkur arkitektúr endurspegiar þjóðfélagsiegar að- stæður og verkmenningu í landi faraóanna. Hvernig hefði verið hægt að reisa þessa stórbrotnu pýramída án þeirra fjölmörgu verkamanna, sem faraóarnir höfðu yfir að ráða? Eða þeirra lista- og vísindamanna,sem létu sér þessar byggingar til hugar koma og útfærðu síöan þessar hugmyndir sínar? Eða þá ráða- mannanna sjálfra, sem ákváðu að beina fjármagni og kröftum þjóðarinnar að þessum stórkost- legu framkvæmdum? Það er nú- tímamanninum næstum óskilj- anlegt, hvernig íbúar Nílardals, þá svo til nýkomnir út úr myrk- viði þekkingarleysisins, hafa haft vitsmuni og kjark til þess að ráðast í önnur eins stórvirki. Pýramídarnir eru afleiðing trúar Forn-Egypta á framhaldslífið, þeirrar trúar, sem gerði ráð fyrir því að varðveizla líkamans væri nauðsynleg til að tryggja ódauð- leik sálarinnar. Eru pýramíd- arnir grafhýsi faraóanna í nokkrar aldir. Mestur hluti Egyptalands hefur alltaf verið því sem næst óbyggj- anlegur. Síðan á síðasta jökul- skeiðinu hefur landið verið að mestu leyti ein eyðimörk, og er það nær einungis í Nílardal og í óshólmum Nílar, sem land er byggilegt. Á þessum stöðum eru líka allar minjar fornra bygging- arafreka samankomnar. Ávallt var gnótt af góðum steini til að reisa byggingar, og fundizt hafa ýmsir frábærlega vel gerðir munir úr steini frá steinöld, t.d. vasar og skálar. Steinninn var víðast mjög þéttur í sér, og er það einkum því að þakka, hversu margar forn- minjar hafa varðveitzt vel allt fram á þennan dag. í Egyptalandi rignir sjaidan, og einnig eru stormar fátíðir. Veðrátta er heit allan ársins hring og sólargeisl- arnir eru sterkir. Fundu menn því helzt þægindi undir yfirbyggðum súlnagöngum, en húsform voru alltaf einföld, og nær engin þörf var á gluggum á útveggjum, því að næg birta barst inn um rifur á þaki og hurðum. Lurkar og leirklíningur Forsögu Egyptalands hefur áð- ur að nokkru verið getið. Um alda- mótin 4000 f.Kr. myndaðist all- þróað menningarskeið í mið- og efri hluta Nílardals. Bjuggu íbú- arnir að verulegu leyti í þorpum. Voru hús þeirra kringlótt að grunnfleti, gerð úr lurkum eða reyrstráum og þétt með leirklín- ingi. íbúarnir lifðu einkum á veið- um, en stunduðu jafnframt korn- rækt og héldu sauðfé og naugripi. Leirkeragerð var á allháu stigi. Veiðimennskan lagðist fljótlega að mestu leyti niður, en akuryrkja og kvikfjárrækt tóku við sem aðal- atvinnugreinarnar. Menningin breiddist út um allan dalinn og þorpum fjölgaði. Byggingar urðu myndarlegri, en flest íbúðarhús voru þó reist úr sefgrasi, papírus- blöðum eða pálmaviðargreinum. Utan á þau var sett leirlag, sem sólin sá um að þurrka. Voru þessi hús annað hvort kringlótt eða fer- hyrningslaga með bogamynduðum eða flötum þökum. I meiriháttar byggingar var notað timbur, en framan af var lítið um steinbygg- ingar, og var steinn helzt notaður til að tryggja undirstöður bygg- inga úr léttara efni. Um 3600 f.Kr. kom fram ný menning, sem brei- ddist skjótt út um allt landið. íbú- arnir voru þó ekki ein samstæð pólitísk heild, heldur voru flest þorpanna sjálfstæð og réðu sjálf sínum málum. Bendir margt til þess að íbúarnir hafi haft náin viðskipti við Litlu-Asíu, og fór nú t.d. að bera töluvert á hlöðnum húsum úr sólþurrkuðum múr- steinum. Var efnið fengið úr leir- bornum árfarvegi Nílar, en í múr- steinana var blandað strábútum og sandi. Var fljótlega farið að staðla stærð steinanna og voru þeir 35x18x10 sm á stærð. Korn- uppskera íbúanna margfaldaðist, en auðurinn skiptist misjafnlega. Mynduðust tvö konungsdæmi, í norður- og suðurhlutanum, en þau áttu í stöðugum styrjöldum sín á milli. Lauk þeim loks með sigri Suðurríkisins um 3000 f.Kr. og komst þá fyrsta konungsættin til valda yfir sameinuðu Egyptalandi. Þar með hófst einnig saga egypzka stórveldisins, og sagnatími Egypta gekk ennfremur í garð. Er byggingarsögu Forn-Egypta yfir- leitt skipt í þrennt. Elzta skeiði nær yfir árin 3000—2130 f.Kr., það næsta 2130—1567 og það þriðja 1567—332 f.Kr. en það ár lagði Alexander mikli Egyptaland undir sig. íbúðarhúsið: Tímabundinn dvalarstaður I Egyptalandi voru fá mann- virki önnur en grafhýsi og musteri reist úr steini vegna hins mikla kostnaðar við steinsmíðarnar, og var sólþurrkaður múrsteinn víðast langmikilvægasta byggingarefnið. Múrsteinninn hefur hins vegar veðrazt mjög illa, og er hann víð- ast fyrir löngu runninn út í sand- inn. Finnst nú t.d. ekki lengur tangur né tetur af húsum hinnar fornu höfuðborgar Egyptalands, Memfis. Trú Forn-Egypta endurspeglast í húsagerð þeirra. Þeir litu á íbúð- arhúsið aðeins sem tímabundinn dvalarstað, en grafhýsið sem var- anlegt aðsetur. Kappkostuðu þeir því að ganga vel frá líkömum skyldmenna sinna, hver eftir beztu getu og efnahag. Líkin voru smurð og vafin inn í lín, og var þeim loks komið fyrir inni í var- 12 Amonmusterið í Lúxor (1408—1300).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.