Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Blaðsíða 7
Viðmæiendurnir, Bragi Árnason prófessor, til hægri, og Sigurður Steinþórsson prófessor, til vinstri.
til að breyta orku eldsneytis í
raforku í stað þess að breyta
henni í varmaorku eins og nú er
gert í sprengihreyflum. Rafork-
an sem efnarafalinn1) framleið-
ir, yrði síðan látinn knýja raf-
mótora. Á þennan hátt gæti
orkunýtni eldsneytisins orðið
allt að 75—80% í stað þess að
hún getur aldrei orðið meiri en
35—40% í sprengihreyflum.
Þetta mundi t.d. þýða að amm-
oníak sem framleiddi raforku í
efnarafala mætti kosta tvöfalt
meira en olía sem brennt væri í
dieselvél og vera samt sam-
keppnisfært.
Þessi möguleiki er tæpast al-
veg á næstu grösum, þótt not-
hæfir efnarafalar séu þegar til.
Þannig keyrðu Hollendingar t.d.
tilrauna-strætisvagn á efnaraf-
ala í alllangan tíma og í Apollo-
geimförunum voru efnarafalar
notaðir til að framleiða þá orku
sem þurfti til fjarskipta o.fl.
Þeir framleiddu jafnvel allt
vatnið sem tunglfararnir
drukku. Og nú nýlega hefur ver-
ið settur upp í New York 1 MW
efnarafali sem gengur fyrir
jarðgasi og á að framleiða næga
raforku fyrir heilt hverfi. Eg
held við ættum að fylgjast vel
með hvernig því fyrirtæki reiðir
af.
— En lítum á efnahagshlið-
ina. — Telur þú að eldsneytis-
framleiðsla gæti komið til
greina í náinni framtíð sem
innlent form af stóriðju í stað
þess að semja við erlend stór-
fyrirtæki um álframleiöslu eða
annað þ.u.l.?
Svona framleiðsla er í raun-
inni bara einn möguleiki á inn-
lendri stóriðju, því það er ekkert
vafamál að þetta verður að kall-
ast stóriðja. Það eru náttúrlega
mörg atriði sem þarf að taka til
greina, í fyrsta lagi hlýtur það
að hafa einhverja kosti í för með
sér að framleiða eldsneyti í
landinu í einhverjum mæli,
þetta er t.d. öryggisatriði ef olía
yrði skyndilega ófáanleg af ein-
hverjum ástæðum. Ef ég man
rétt, þá telja Bandaríkjamenn
að það megi kosta 35% meira að
framleiða hverja olíutunnu í
Ameríku heldur en að kaupa
hana frá Arabalöndunum, þeir
meta öryggið þannig. Annað at-
riði er það, að ef við ætlum að
selja raforkuna einhverjum er-
lendum stórfyrirtækjum, eða
jafnvel að fara út í það sjálfir að
setja upp stóriðjufyrirtæki sem
framleiða til útflutnings, þá
verðum við að gera okkur grein
fyrir því að við erum að fram-
leiða vöru sem væntanlega þarf
að flytja inn hráefnið í og vör-
una þarf að selja á hinum harða
alþjóðasamkeppnismarkaði, og
þá á verði sem við ráðum engu
um sjalf og getur breytzt á einni
nóttu til eða frá, þannig að slík
stóriðja er náttúrlega talsvert
áhættusöm og erfitt að gera
áætlanir áratugi fram í tímann.
Hins vegar er eldsneyti fram-
1) „Rafali" er nýyrði Sigurðar
Nordal og Guðmundar Finnboga-
sonar fyrir „dýnamó“ og er hugsað
sem vél sem „elur rafmagn", þ.e.
framleiðir rafmagn. Orðið hafa
margir afbakað f „rafall“ sem er
óhæft í beygingu.
leiðsla sem við þurfum sjálfir
lífsnauðsynlega á að halda í
framtíðinni, markaðurinn al-
gjörlega öruggur og verðið
a.m.k. að verulegu leyti undir
okkar stjórn. Ég held að við
verðum að nota þá möguleika
sem við höfum í landinu til að
halda þjóðfélaginu gangandi —
við veiðum þorsk þótt það sé
kannski hægt að fá ódýrari
þorsk frá Kanada, og þjóðfélag-
ið getur ekki hætt að veiða
þorskinn hérna vegna þess að
það er dýrara en í Kanada.
— Að endingu, Bragi, hvað
mundir þú gera ef sú ákvörðun
yrði tekin að styrkja þetta
verkefni verulega og þér falið
að skipuleggja framhaldið?
Ég held nú að þetta ammoní-
aksverkefni eigi að halda áfram
svipað og nú er og vaxa frekar
en hitt. Við þurfum að sjá
hvernig þetta reynist. Ef þessi
110 hestafla ljósavél gengur
þokkalega og þau vandamál,
sem vafalaust koma upp, leys-
ast, þá mundi ég vilja sjá næst
stóra aflvél í skipi ganga á
ammoníaki, t.d. allt að 1 MW
vél. Þegar hún hefði verið reynd
með frambærilegum árangri í
nokkur ár, mundi vera ljóst
Við ættum að stefna að
tilraunaverksmiðju fyrir
methanól, sem
framleiddi einhvern eða
verulegan hluta af því
eldsneyti sem þarf á
bfla hér á landi.
hvort þessi möguleiki er hinn
rétti eða hvort aðrir væru væn-
legri.
En jafnframt held ég nú að
það ætti að stefna að tilrauna-
verksmiðju fyrir methanól sem
framleiddi einhvern eða veru-
legan hluta af því eldsneyti sem
þarf á bíla hér á landi, t.d. í
sambandi við Gufunes, eins og
ég sagði áðan. En fyrst og
fremst þurfum við að fylgjast
með og skoða þá hluti sem hugs-
anlega verða efst á baugi eftir
kannski áratug eða meira,
þ.e.a.s. þegar þeir stúdentar,
sem við erum að ala upp núna,
eru komnir út í atvinnulífið og
eiga að fara að starfa. Það hlýt-
ur að vera eitt af hlutverkum
háskólans að undirbúa menn
undir verkefni framtíðarinnar.
— o 0 o —
í framhaldi af þessu viðtali
við Braga Árnason má minna á
það, mönnum til umhugsunar,
hvernig Kínverjar unnu að
byggingu múrsins mikla, hins
mesta mannvirkis á jörðunni.
Franz Kafka segir eftirfarandi
sögu:
„Það var ekki hlaupið undir-
búningslaust í þetta verk.
Fimmtíu árum áður en bygging-
in hófst, gekk það boð út um öll
þau lönd Kínaveldis sem múrinn
átti að umlykja, að byggingar-
list, en þó einkum vegghleðsla,
væri göfugust allra vísinda-
greina. Önnur fræði voru því að-
eins viðurkennd að þau kæmu
múrnum við. Ég sé okkur ennþá
fyrir mér í garðholu kennarans
okkar, lítil börn rétt nýfarin að
ganga, þar sem hann lét okkur
hlaða eins konar vegg úr stein-
völum. Svo stytti hann klæði sín
og renndi sér á vegginn, sem
auðvitað hrundi, og við fengum
slíkar skammir fyrir lélega
hleðslu, að við flúðum skælandi
hvert í sína áttina heim til
mömmu. Lítilvægur atburður,
en táknrænn fyrir þessa tíina.“
Robert Burns:
Rósin rjóð
A Red, Red Rose
Þorsteinn Gylfason þýddi
0 my Luve’s like a red, red rose,
That’s newly sprung in June.
0 my Luve’s like the melodie
That’s sweetly play’d in tune.
As fair art thou, my bonie lass,
So deep in luve am I;
And I will luve thee still, my Dear
Till a’ the seas gang dry.
Till a’ the seas gang dry, my Dear,
And the^rocks melt wi’ the sun:
I will luve thee still, my Dear,
While the sands o’ life shall run:
And fare thee weel, my only Luve!
And fare thee weel, a while!
And I will come again, my Luve;
Tho’ it ware ten thousand mile!
Já elskan mín er eins og rós
sem opnast rjóð í maí,
og hún er eins og ljúflingslag
sem leikur fyrir blæ.
Þú ert svo góð, og yndisleg
að ástin fer um mig,
og allt uns þorna heimsins höf
ég heiti að elska þig.
Og þó að eyðist saltur sjór
og sólin bræði fjöll,
þá elska ég þig, ástin mín,
uns ævi mín er öll.
Æ blessuð vertu, vina mín,
og vertu sæl um skeið.
Svo vitja eg þín um þungan veg,
um þúsund mílna leið.
7