Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Blaðsíða 10
Marteinn Lúther á 500 ára afmælinu Meö hjartað á vörunum — eftir séra Jan Habets í Stykkishólmi. Séra Gísli Kolbeins í Stykkishólmi aðstoðaði við þýðingu á íslenzku Lúttaer er lifandi afl í samtímanum. Time Magazine birti þessa mynd af honum á forsíðu og með henni stóð: 500 ára ungur. Er nú kairos — rétti tíminn — til að skrifa grein um Lúther? Það er spurningin. Að sjálfsögðu þar sem 500 ára fæðingar hans er minnst 10. nóv. þessa árs. En við mig hefir verið sagt: Sérhver bók sem ég les um hann sýnir mér nýjan Lúther. Það gæti því verið gagnlegt að reyna að skilgreina hann vel, jafnvel þótt hann sé háll eins og áll og sleppi léttilega úr höndum mér. En mig langar að reyna með stuðningi bókar eftir Heiko A. Obermann. Obermann hefir verið kirkju- söguprófessor frá 1966 og er forstöðumaður mið- alda- og mótmælendastofnunar í Túbingen. Ef við hefjum nú skilgreininguna með því að tala um lík- amsvöxt Lúthers segir Obermann okkur að Cranach, vinur hans, hafi gert ekki færri en 5 myndir af Lúther. Árið 1522 í Wartburg er Lúther beinaber og grannur á vöxt. En þar sem hann var haldinn vel í mat á meðan hann var í vist sem aðalsmannssonur gildn- aði hann síðar. Allar myndir eru eftirtektarverðar sakir glampandi augnasvipsins. Cajetanus, kardín- áli, veitti líka athygli augnaráði hans og var snort- inn af því. En heilsuhreysti Lúthers var í lakara lagi a.m.k. eftir 1521. Það er minnst á stíflu, höfuðverk, eyrnasuðu, kvíða, nýrnasteina og gigtarflog. Sjálfum finnst Lúther hann vera gamall orðinn á 48. ári. „Sóttir leggja okkur lið til bæna og við verðum að biðja til að mæta Satan," segir Lúther. Heiftarleg og gróf gagnrýni á páfadóminn Hvernig var Lúther skapi farinn? Verið gæti best að grípa til orðaleiks, „hátt upp í skýjunum og dauða- hryggur". Vel er það fyrirbrigði þekkt að Lúther hreifst af tónlist og söng en var líka hræðilega dap- ur og niðurdreginn, ekki bara á yngri árum. Erik H. Eriksson segir í bók sinni „Ungi Lúther": Hjá Lúth- er varð vart taugaveiklunar og sérstaklega á efra aldri þráhyggju gagnvart páfadóminum. Hann bæt- ir við: „Að lokum lifði Lúther með Djöfulinn á heil- anum.“ Sjálfur tekur Lúther svo til orða: „Ef mér finnst ég þurfa að segja, „Helgist þitt nafn“, verð ég að bæta við „bölvað, fordæmt, svívirt sé nafn pápist- anna“.“ Hámark þessarar þráhyggju er ef til vill í útgáfu bæklingsins, „Gegn páfastólnum í Róm, sem Djöfullinn stofnsetti", árið 1545 með hneykslanleg- um myndum sínum. Þar er t.d. skækja sýnd sem gerir þarfir sínar og það sem frá henni kemur er páfi og kardínálar. Svo taka drísildjöflar þá til sín. Hvað á að segja um það? Átti páfastóllinn skilið slíka saur-léttingar gagnrýni? Ef betrun og hreins- un var markmið Lúthers en ekki einber smánun væri hægt að skilja þess lags grófheit. Hvort sem til var ætlast eða ekki hafði þetta áhrif á samviskuna í Róm. Munkurinn Lúther var í óvissukvíða og gat hvergi öðlast hjartaró: Það hefði verið hægt að láta sér detta í hug að það hefði breyst eftir reynsluna í turninum 1518 er „hlið Paradísar opnuðust" honum. Lúther var skapmikili og það um of meira að segja gagnvart nánum vini og samstarfsmanni, háskóla- bróður Melanchton, sem ætlaði nokkrum sinnum að yfirgefa háskólann vegna ofsareiði Lúthers. En það Ekki þarf að efast um hver trónir á stalli á torginu ( Wittenberg, en þannig Iftur torgið út á vorum dögum. var Melanchton sem flutti líkræðu yfir Lúther 22. febr. 1546. Bænamaður sem hugsaði upphátt Lúther var með hjartað á vörunum. Það kom beint sem hann hugsaði jafnvel það sem oftast er þagað um. Hann sagði t.d. 14 árum eftir giftingu í einni borðræðu sinni, að hann hefði eiginlega haft í huga að giftast Ave von Schönfeld. Honum leist ekkert á Kötu þá og fannst hún drembilát — „samt hefði Guð úthlutað honum hamingjuríkasta hjúskap". Lúther er nú almennt viðurkenndur guðhræddur bænamaður hvað sem játningalandamærum líður, segir Obermann. Honum hlotnaðist öryggi og efling í bæninni. Orð hans fyrir ríkisþinginu í Worms vitna um að hann fylgdi samvisku sinni eins og þau voru töluð andspænis keisarahirð og dauða. „Sam- vizka mín er bundin af orði Guðs. Þar af leiðandi get ég ekki og vil ekki afturkalla þau, því að breytni gegn samvisku minni er hvorki heilsusamleg né ör- ugg. Ég get ekki annað. Hér stend ég. Guð hjálpi mér. Amen.“ Lúther fór ekki í manngreinarálit. Þar sem honum fannst brotið í bág við boðorð Guðs þrumaði raust hans eins og spámanna Gamla testa- mentisins, hvort sem var yfir eigin stúdentum eða starfsbræðrum, eins og Karlstadt, eða bændum eða hans eigin verndarmanni, Friðriki, hinum vitra kjörfursta, t.d. varðandi tilbeiðslu helgra dóma. Var Lúther góðum gáfum gæddur? Hann varð mag. art. 1505. Þá var hann 22 ára. Doktor í guðfræði varð hann svo 27 ára og hóf fyrirlestrahald við háskólann í Wittenberg 1512. Árið 1517 varð hann frægur í Þýskalandi og alræmdur í Róm vegna greinanna 95 gegn aflátssölunni sem hann festi upp með áskorun um kappræður. Næsta ár átti hann að flytja fram- söguræður á Ágústínasamkomu í Heidelberg. Þótt Jóhannes von Eck, guðfræðiprófessor í Ingolstadt, gæti þvingað Lúther í Leipzig til að viðurkenna ým- islegt, skaðaði það lítið orðstír Lúthers sem lærðs manns. Fylgismenn hans brugðust ekki. Annars er það 10 spurningin hvort aðdáunarverðara er, snarræði hans í kappræðu eða afköst hans. Prierias, guðfræð- ingur frá Róm, notaði aðeins þrjá daga til að sýna fram á villutrúareinkenni á greinunum 95, en Lúth- er nægðu að eigin sögn tveir dagar til andsvara. Nýja testamentiö þýtt á 11 vikum Um afköst Lúthers vitnar t.d. þýðing hans á Nýja testamentinu, sem hann lauk á ellefu vikum, sömu- leiðis 3 höfuðrit hans: „Til kristna aðalsins meðal Þjóðverja", „Um Babylonar herleiðingu kirkjunnar", og „Um frelsi kristins manns“, sem hann samdi öll frá því í ágúst 1520 og fram í október sama ár. Fræðin meiri og minni sem hann samdi í apr.—maí 1529. Ritsafn hans í hundrað bindum í Weimar- útgáfunni. Ætli allt hafi verið fyrsta flokks? Lúther var andvígur útgáfu allra rita hans. Helst hefði hann viljað sjá ritum sínum tortímt þar sem þau hindruðu lestur á Heilagri ritningu. Éinna helst léti hann ekki neikvæða umsögn sína um þau ná til Fræðanna meiri og ritsins um „Frjálsræði viljans". Var Lúther viljasterkur? Er Jóhann von Staupitz, yfirboðari hans, greindi Lúther frá því, að hann ætti að vinna að doktorsverkefni, leggja stund á prédik- anir og hafa með höndum prófessorsembætti í bibl- íufræðum við háskólann, stamaði Lúther að svo mikið starf gegni af honum dauðum. En Staupitz hélt það vera marklausa viðbáru. Hvernig öðlaðist Lúther kjark sinn? Var hann honum meðfæddur? Miklu fremur verður að segja af trúarvissu og guðs- trausti. Réttarprófið hjá keisaranum í Worms gæti verið vottur um það. Ætlaði Lúther þangað? Hann skrifar Spalatin, hirðkapellán hjá Friðriki vitra: „Ég mun svara keisaranum boði hans að koma, að ég muni ekki koma, ef ég á aðeins að afturkalla. Það get ég gert hér. Ef hann byði mér að koma til að deyja, þá mun ég fara. Ég býst við að einungis pápistarnir muni ata hendur sínar með blóði mínu.“ í ferðinni barst honum til eyrna að bækur hans yrði að innkalla. Hann ansaði: „Ég mun halda til Worms undir gunnfána Krists til móts við hlið Helvítis.“ Við fyrsta réttarprófið æskti Lúther umhugsunar- frests. Varð hann hræddur eða einurðarlaus? Dag- inn eftir var svar hans skýrt og skorinort. Að taka aftur er ekki hægt. Það væri andstætt sannfæringu hans. Honum er ljóst að það gildir útlegðardóm og bálkösturinn fylgir þar með. Kjarkur hans eða styrkur vilji hans sýnir sig líka í því, að afköst hans í ritstörfum eða vinnu minnkar ekki þótt veikinda- þjökun leggist á vilja hans eða þunglyndi herji á hann. Það er sjálfsagt með ólíkindum, en í Lúthers tilviki er ef til vill hægt að skýra það svo, að honum virtist það sem varð honum andstætt sem bein ögrun Djöf- ulsins. Þá gilti að verja sig. Meira að segja sjúkdóma leit hann þannig á. Á þann hátt varð allt á yfirnátt- úrulegu sviði. Ætli hann hafi alltaf haft í huga ritningarstaðinn í 1. Pétursbréfi, 5. kafla, versunum 8 og 9: „Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann geti gleypt. Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningunum"?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.