Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Síða 12
Steinar Sigurjónsson: Skynsemisharðlíi Fyrsti hluti af þremur Fyrir nokkru fékk ég veður af því að verið væri að halda friðardaga, og þá mundi ég að ég átti gamalt riss sem vildi í eitthvað svipaða átt og erindi friðarvikunnar, þar sem að sjálfsögðu var minnst á eldinn mikla. Þó má ég segja að þetta fjalli öllu heldur um ástæðurnar fyrir því að Surtur kunni að halda að sunnan. Þegar ég fór að athuga þessar slitrur sá ég strax að ég mundi varla fá nennu til að gánga að fullu frá þeim (ekki að búa til heila bók eins og ég hafði öndvert í huga) og ef ég léti þetta ekki í eitthvert blaðið strax mundi það halda áfram að vera hvergi til, sem er leitt ef það gæti samt hitað enn upp í einhverjum. Ég sé að margt í þessu gefur tilefni til lángtum nánari umfjöllunar, og satt að segja leiðist mér endurtekning nokkurra viðkvæmra orða sem ég skýri ekki og auðvelt er að teygja, eins og til dæmis orðin skynsemi og gáfur. Eg bið því lesandann að hjálpa sjálfum sér í lestrinum ogþýða þessi orð jafnóðum eftir því sem hann hefur skap til. Það er álit sumra að þessi þjóð sé mjög ágæt að ýmsu, og ég býst við að svo sé. Hún hefur íþrótt- irnar til að teygja úr sér og hæli til að sjá um sig. Margir hafa haft orð á því að hún væri gáfuð, sem er lángtum meir til efs, en þessi þægilega hugsun verður til fyrir nokkuð uppblásna dýrkun á skynseminni, sem mig grunar þó að hafi orðið hugsanleg fyrir landlægan sljóa. Jafnvel á 13. öld var farið að minnast á þetta sem sérstaka frónsku: „Hann er mjög íslenskur fyrir tómlæti sitt.“ Árni Þórarinsson sagði að í okkur vantaði barnið, og oft er það nú svo að samtöl manna minna hvað helst á upplýsingaskipti í talstöð, þótt mannlegu máli ætti hvað helst að svipa til sjálfkræfni andardráttarins. Hvað er hægt að gera fyrir fólk á tímum þegar allt er hægt að kaupa, lækna og þróa, nema að troða í það hyggindaklókri þekkingu á hlutum? Það er að vísu gert, því það er billegt. En grúskið verður fremur en allt annað til að drepa þokkann í manneskjunni. Og þegar allt kemur til alls, hvaða þjóðir hugsa jafn sjúklega um óþrifnað og skelfingu fátæktar og hinar feitætu þjóðir? Þetta þykja gildustu aðalsmerki þjóðanna í dag: ef þær geta blásið sig út í anda sem saman stendur allur af því heilbrigði hugsunar sem ekki lætur hánka sig, en um leið á engan glæsileika í fífldirfsku, og manni virðist sem þær leggi lífið við að rýna og grúska sem mest. En hvernig líður þessari dyggð sem á að vera svo óbrotleg og svo miklu er kappkostað til að öðlast? Hvernig er hún í raun og veru, því þetta er alvarlegt mál. Er hún söngvin og fögur? Hefur hún eitthvað að segja? Með leyfi að spyrja: Er skynsemin andlegs eðlis? Eftir að hafa árum saman furðað mig á því ofurkappi sem þjóðirnar leggja í eflíngu upplýs- íngar og þróun vísinda hef ég ekki komist hjá að sjá að dýrkun þessarar ytri gáfu kemur örugglega til fyrir andleg óþrif. Og ég segi það satt, að ekkert er jafn ílla þroskað og skynsemin. Jafnvel þótt maður reyni að afsaka fróna með því að þeir megi kallast frumstæðir, verða þeir samt að teljast nokkuð hallærislega upplýstir. En í sínum barnaskap, sem þó er hið eina sem við- kunnanlegt er við þá, dá þeir það mest alls að mega kallast skynsamir. Hvers vegna? Vegna þess að fljótt á litið virðist það gáfulegt. En þegar nánar er að gáð er það fyrst og fremst einfalt og krefst þess ekki að menn séu skapandi. Til þess að öðlast fróðleik geta menn lært á skóla, það er einfalt mál, og það gera þeir. En bilið á milli barnaskapar þeirra og skynsemislegs harðlífis er of vítt og hefur skapað slíkan klofníng að þeir fá ekki að njóta sín, og þá auðvitað fyrir það að þeir hafa ekki öðlast þá skynsemi sem þeir þóttust vissir um að sæi eða vissi, og þess vegna má segja að þeir hafi ekki skilið gáfur sínar, því skynsemin reynist innantóm, og þar með gánga þeir nokkuð í lausu lofti. Fróðleiksmolinn þekkir veginn til fróðleiksmolanna bræðra sinna, hafið engar áhyggjur, en þótt honum bregðist aldrei að álpast til þeirra, hvað hafa fróðleiksmolar yfirleitt að segja manni? Og jafnvel þótt leitað væri til and- legri sviða, til sjálfrar viskunnar: hvers virði er hún, sem ávallt er svo kyrr og þreytuleg? Það besta sem þjóð getur búið til innra með sér er einmitt það sem hún óttast jafnan mest, hið síúnga barn sjálfrar sín. En síst af öllu ætti þjóð að belgja upp í sér skynsemislegan metnað, þenn- an þrifnað sem Sigurður Nordal kallaði skarp- vitra heimsku og sem enn hefur verið kölluð skjáldborg meðalmennskunnar. Nei, ég er í rauninni ekki að tala um það sem sjúkdóm að við séum einúngis gædd hinum ytri gáfum. Það er jafnvel vafasamt að við getum kallast skynsamir, og vissulega hreinustu aular á ýmsum sviðum harðstrángrar gagnrýni ef við berum okkur saman við hinar miklu menníngar- þjóðir Evrópu (og sem betur fer, hef ég leyft mér að hugsa!) Én við höfum valið skynsemina sem hið veglegasta ráð. Vegna þess einfaldlega að hún er nálægari en allt annað og að sama skapi grunn og einföld. Hún hefur engan frumleika til að bera, og þetta er hið fyrsta sem hverjum heilvita manni hlýtur að verða ljóst við nánari kynni af henni. En við höfum ávallt belgt okkur í krafti hennar, vegna þess einfaldlega að við héldum all- an tímann að hún væri andlegs eðlis. Það sem um er að ræða er blátt áfram það, að það vit sem við erum ævinlega að dekra fram í okkur er engu lífi keypt. Hið harða hyggjuvit okkar er oftast komið til ára sinna, og það er engu líkara en við fæðumst gömul. [Íslendínga- sögur eru undarlega fullorðinslegar og mér finnst stórmerkilegt að hvergi skuli vera hægt að finna í þeim þótt ekki væri nema eina staka leiðslu eða innblástur, en þetta styrkir enn grun manns um að þær hljóti að hafa mótast að fullu með þjóð- inni sjálfri og verið skráðar af einhverjum skrif- urum; en þær eru auðvitað hvorki betri né verri fyrir bragðið]. Maður sér strax og maður fer að hugsa eitthvað um þessa skynsemi að hún er í eðli sínu ekki aðeins gömul, heldur ávallt jafn gömul! Það blánkasta við hana er þó það — og í því felst aumíngjadómur hennar — að hún hefur ekki vit á því að endurnýja sig. Og í dag er svo komið að maðurinn snýst næst- um eingöngu í kríngum billegustu gáfu sína, hið þurra grúsk, sem nú fær allan mátt í sig frá vísindunum, blindur á allar víðari gáfur, og innið verður útundan. Þetta kemur ekki endilega til fyrir hugsunar- leysi, heldur það að hugsunin hefur skekkst. Menn hugsa, því jafnan hlýtur þó maðurinn að reyna fyrir sér í hugsun; og hver kann ekki sæmi- lega við sig þegar hann fær að vera í friði við sitt grúsk, hver vill ekki vera úngur og broshýr í sinni þægilegu forvitni, hver vill ekki einmitt vera eins og Pétur Pan, náúngi sem ávallt brosir og ávallt er úngur? Því Pétur má eiga það að hann er gæddur þeirri náðargáfu að geta ekki elst. Hver er ekki Pétur Pan í tíma þegar hægt er að éta af sér leiðindin og fá hjálp gegn öllum leiðind- um hjá fjölmiðlum sem sýna ekkert nema Pétur Pan? Þegar maður lítur nánar í mann þessa tíma láist manni ekki að sjá hversu upplýsíngin hefur slasað hann. Við höfum fyrir löngu þróað skyn- semisgáfuna inní hvern dropa blóðs og erum því móttækilegir fyrir henni og við svelgjum hana úr sjónvarpinu í svo ríkum mæli að þeir sem fyrir nokkru ætluðu sér að verða að skapandi mönnum standa nú uppi stjarfir og tómir eins og vísinda- menn, sem einmitt minna mann svo undarlega á hann vin okkar Pétur Pan. Og við brosum eins og flón við okkar eigin fávisku. Við skiljum ekki að líf okkar er harmleikur einmitt fyrir það að við höfum villst út af öllu því lagi sem skapar eða við ættum að skapa. Harmleikurinn er sá að nú stöndum við uppi blánkir, með vísindin ein, en um leið og vísindin eitt sinn fóru að anda orði sínu á hinn skapandi mann á sköpunin hvergi heima. Við göpum mót tilverunni eins og saklausir vel aldir kálfar, en komum ekki upp nema umli. Nátt- úran sjálf hefur stórlega breyst á meðal okkar, og að sjálfsögðu vegna þess að við sjáum hana ekki framar. Við höfum ekkert til að bera nema klára innantóma þurrhyggju, og sú gáfa er flökurlegri en allt sem væmið er. Það er erfitt að ímynda sér, til dæmis, að hin feiknalega ríka upplýsíng sé yfirleitt úr nokkru andlegu efni spunnin, jafnvel þótt dugleg sé að koma sínu fram. Hún hugsar fyrir öllu, étur allt, og hún hefur fundið upp öll dekurtól sem munað- arelskan getur látið sig dreyma um. Ef menn ætla að þessi andi sé andlegs eðlis og að hann sé skapandi er það byggt á misskilníngi. Það má nota hann í vísindin, láta hann sjá um mæla og glös, en það er líka á misskilníngi byggt ef menn. ætla að vísjndin séu andlegs eðlis. Þau koma mest til nota í dauðu efni og eru oftast jafn mikil óþurft og gervihjörtun sem þau búa til. Vísinda- maðurinn er ískyggilega grunnur í hugsun og í þessari raun felst harmleikur okkar tíma. Ef hann fyndi upp meðal sem gæti orðið til að gera meðalaldur manna að öld mundi hann að líkind- um gera það, meir að segja gerast svo djarfur að gánga brosandi inná háskólastofnanir til að þenja sig út um snilli sína, alveg eins og Pétur Pan. I augum hugsandi manns mundi slík uppfinn- íng skapa geigvænlega sýn til lífsins í heilu lagi, skelfa hann eins og nokkurs konar völuspá, svo að hann kysi að flýja út á eyðimörk með uppfinn- íngu sína og afmá sig til að vera viss um að enginn fengi færi á því að pína hann til sagna um þessa snilli sína. En nú í dag er manni sagt frá mönnum sem manni virðist að séu einhver alger ótímaburður, líknurum, frelsurum sem af mannkærleika sínum vilja endilega frelsa mann frá kvefi, til dæmis, og leiðindum, alveg rétt, svo manni þurfi ekki framar að finnast lífið leitt! Það rennur manni til rifja að hugsa til allrar þeirra bilunar sem maðurinn er einatt að búa til úr tómu fikti og hversu mikillar virðíngar það nýtur. Þessi nýi maður er orðinn svo mikilvægur að hann má ekki deyja, þess er gætt að hann fyrirfari sér ekki. Þetta vilja vísindin. Vilji þeirra er þessi — og skólarnir leggja alla elsku á þau: að maðurinn skyldi efla í sér þekkíngu á yfirvitund sinni, svo að segja á efninu, og fjandinn má hafa annað. Nóbelsverðlaunahafar í vísindum 1981 voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.