Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Page 14
Linda Vilhjálmsdóttir Skák og mát Þetta eru funvindarnir skaut hún utangátta inní samræður um skák. Ég veit þetta eru funvindarnir sagði hún skömmu síðar, tillitslaus. Mennirnir gaumgæfðu stöðuna hummandi ogjæjandi. Já, sagði hún, íbyggin, ég hitti konu útá horni í morgun og hún sagði að þetta væru þeir, funvindarnir á ég við. Heyriði, er ekki rétt að færa kellinguna á b6, spurði athugull maður. Jú, sagði konan, tilkynningaleg, það fuku víst nokkrir til bana. Mótmœli Ekki brot úr sekúndu, ekki brot úr setningu, mæli ég með stríði. Efef í nauðirnar rekur; gott og vel: gríp ég til guðs. Held honum fast uns hættan líður hjá. Og guð verður ósýnilegur. Linda Vilhjálmsdóttir er ung Reykjavíkurstúlka, sem hefur unnið hin og þessi störf. Ljóð eftir hana hafa áður birzt í Lesbók og tímariti Máls og menningar. Finnur Jónsson Frh. af bls. 3. Það var um 1980, að hér fór að fréttast um afdrif mynda Finns frá sýniiigunni hjá Der Sturm. Tvær þeirra höfðu verið gefnar safni Yale-háskóla í Bandaríkjun- um 1941. Það hafði gert frægur bandarískur listsafnari, Kather- ine S. Dreier, sem safnaði fram- úrstefnuverkum. Hún mun hafa keypt þær árið 1926, eða ári eftir að sýningin var haldin hjá Der Sturm á verkum Finns. Vorið 1970 efndi Evrópuráðið til sýningar á avant-garde list frá 1925 í Strassborg. Þá kom nafn Finns Jónssonar upp úr djúpunum og var nefnt í sömu andrá og nafn Kandinskys og Pauls Klees. Menn hrukku við þegar þeim bárust svo óvænt tíðindi. Einhverjir reyndu að líta svo á, að Finnur Jónsson hefði verið að fá „góða krítik" í útlöndum. En ævintýrið frá árun- um í Þýskalandi og sýningin hjá Der Sturm var rifjuð upp. Finni barst fjöldi bréfa og fyrirspurna. Hann gat selt- til Buenos Aires og önnur tilboð bárust, jafnvel upp á tíu þúsund doilara. En Finn skorti ekki fé og hann sat rólegur og hélt fast um þær myndir, sem safnast höfðu upp hjá honum á langri ævi. Blöð eins og Le Figaro í París nefndu nafn hans í sömu andrá og nöfn Kandinskys og Klees og Lég- ers. Það breytti engu fyrir Finn úr þessu. Skandinavía, Danmörk, Finnland og ísland voru tæplega komin á það stig í málaralist árið 1920—1925, að þau þættu tæk á sýninguna í Strassborg. Verk eftir Edward Munch voru tekin á sýn- inguna, verk Finns og Carls Lunds frá Svíþjóð. Danir áttu ekki verk á sýningunni. Þeir áttu ekkert í fór- um sínum frá 1925, sem hægt var að kenna við framúrstefnu. En með sýningunni í Strassborg sannaðist enn og einu sinni, að Der Sturm var frægasti lista- mannahópurinn á sínum tíma, enda valdi Evrópuráðið þann kost að velja glæsilegasta tíma hans til að vekja athygli á list og lista- mönnum. Ég hafði ekki frið fyrir sýn- ingartilboðum, segir Finnur, en ég notaði ekki nema eitt eða tvö. Svo helltist yfir mig regn af viður- kenningum og gullmedalíum. Þetta byrjaði með silfurmedalíu frá Aceademia Italia delle Arti í Parma. Ég varð alveg hissa þegar ég fékk tilkynningu um að ég hefði verið valinn heiðursfélagi. Þeir spurðu hvort ég vildi ekki sjálfur taka á móti viðurkenningunni. Ég afþakkaði það. Ég var lasinn og átti bágt með að ferðast. Hálfu ári seinna fékk ég gullmedalíu frá sömu stofnun. Næst var að ég hélt sýningu ásamt öðrum íslending- um, sem Listahátíð Norður-Nor- egs efndi til. Þeir skrifuðu og báðu um leyfi til að nota eina af mynd- um mínum á veggspjald sýningar- innar. Ég leyfði þeim það og sagði að það kostaði ekki neitt, sem ég vissi að kom vel við Norðmenn. Svo kom viðurkenning frá Ítalíu aftur og í þetta sinn frá Acea- demia Internationale í Róm. Það var gullmedalía. Bronsskjöldur fylgdi æðstu viðurkenningu frá Norðmönnum. Finnur sendi tvær myndir á sýningu Evrópuráðsins í Strass- borg. Þær hanga nú í stofunni að Kvisthaga 6, húsinu sem hann byggði fyrir söluna á málverkinu til Storebrand í Noregi. Myndir þessar eru málaðar 1925. Þeir sem næstir komu í röðinni af íslend- ingum sem avant-garde birtust ekki fyrr en árið 1945. „Þórður reið á Flugumýri af fundinum. Gerði hann þá bert, að allir menn skyldu í griðum koma á hans fund, þeir er sætt- ast vildu við hann. Sóttu þá margir til hans þeir er á fundin- um höfðu verið, og margir menn aðrir. Seldu allir honum sjálf- dæmi og sóru honum trúnaðar- eiða. Hann tók undir sig öll héruð og fór við það heim norður og sat nú um kyrrt nokkura stund. Lík Brands var fært til Staðar og þar jarðað fyrir sunnan kirkjuna við sönghúsið fyrir stúkudyrum og var hann mjög harmdauði sínum mönnum. Svo segir Ingjaldur í Brands- flokki: Hinn örláti bardagamaöur lifði skemur en skyldi, þannig hlutu hinir ungu synir hans þungan harm. Hinir ágætu menn mega varla hugsa um dauða hins gjafmilda höfðingja. Tíðindi þessi flugu skjótt um land allt og þóttu mikil, sem var. Gengið á milli Gissurar og Þórðar Þegar Gissur spurði þessi tíð- indi, dró hann saman lið og fór norður um land. Hann hafði nær fjögur hundruð manna. Hann kom í Skagafjörð og þá heimboð með fimmtánda mann að Jór- unni Kálfsdóttur að Stað og hét henni og sonum þeirra Brands liðveizlu sinni traustri og vin- áttu. Skagfirðingar sóttu þá á fund Gissurar og játuðu honum sínum trúnaði. Njósnir gengu þá til Þórðar og safnaði hann þá þegar mönnum og fékk þá enn mikið lið. En menn hans voru áður mjög hremmdir (illa leiknir) og var þeim eigi jafnléttvígt sem um vorið fyrir fundinn. Eftir það tókust meðalferðir og fór á milli Þórir tottur Arn- þórsson — hann hafði skip á Eyrum og var með Gissuri. Margir menn aðrir fóru á milli og varð saman komið sætt- um með því að Hákon konungur skyldi gera með þeim við þá menn, sem hann vildi við hafa. Skyldu þeir fara utan um sumarið báðir, Þórður og Giss- ur. Sóru tólf menn sátt þessa úr hvoru tveggja ríkinu og að halda sætt, en þeir fundust ekki sjálf- ir, Gissur og Þórður. Eftir sætt- ina fór Gissur suður." • • • Hér er það komið fram, sem fjallað er um fyrr í þessum þátt- um, að Gissur vildi ekki berjast við Þórð og Brandi reyndist lítið gagn að því loðna loforði um lið- veizluna, sem Gissur gaf þegar Brandur tók við ríki Ásbirninga á dánarbeði Kolbeins unga. Sendimenn Brands fóru á fund Gissurar með bréf og bón um að Gissur kæmist hið fyrsta norð- ur, höfðu komið með þá frétt að sunnan „að Gissur myndi svo sem ókominn aðeins". En það reyndist nú ekki svo, 20. hluti Ásgeir Jakobsson tók samam að Gissur hraðaði sér til liðs við Brand heldur beið hann þar til hann frétti af Haugsnessfundi. Þess hefur áður verið til getið, að Gissur hafi ekki viljað berj- ast við Þórð fyrr en hann vissi vilja konungs síns í því efni, og í annan stað veit hann Þórð ódrepandi og óþreytandi and- stæðing, og sér myndi ekki ganga betur en Kolbeini að elta hann uppi, nema síður væri, þar sem Gissur þurfti lengri leið að sækja og Þórður orðinn öflugri en áður, þar sem Eyfirðingarnir og Þingeyingarnir höfðu staðið upp til liðveizlu við hann. Þótt Gissur hefði ekki hugsað sér að abbast meira en það uppá Þórð að setjast í Skagafjörð og verja það hérað Ásbirninga, ef á hann yrði ráðist, þá hefði hann þurft að sitja þar með mikinn her Sunnlendinga. Með Skag- firðingum einum hefði hann ekki varið héraðið með gróna fjandmenn í héruðunum fyrir austan og vestan og Þórð kakala foringja þeirra fjandmanna Skagfirðinga. Þá virðist og hafa verið lítið ástríki með Gissuri og Skagfirð- ingum ef undan eru skildir frændur hans, Ásbirningar. Vil ég eigi að þér haf- ið mig á spjóts- oddum... Ræða Gissurar, sem hann hélt yfir her sínum fyrir Örlygs- staðabardaga, bendir ekki til að honum hafi verið mikið í mun að leggja sig og sína menn í hættu tii bjargar Skagfirðingum, held- ur talið, sem líklega hefði orðið, að það hefði mætt mest á honum og Sunnlendingum hans að verja Skagafjörð fyrir Þórði kakala, þegar Skagfirðingar voru orðnir foringjalausir. Giss- uri mæltist svo: „... Vil ég eigi, að þér hafið mig á spjótsoddum fyrir yður sem Skagfirðingar höfðu Kol- bein Tumason, frænda minn, þá er hann féll í Víðinesi, en runnu sjálfir þegar í fyrstu svo hrædd- ir, að þeir vissu eigi, er þeir runnu yfir Jökulsá, og þar er þeir þóttust skjöldu bera á baki sér, þar báru þeir söðla sína ...“ Þess var lítil von, að Gissur vildi taka að sér að verja það fólk í fjarlægu héraði með vopn- um, sem hann hafði slíkt álit á. Skagfirðingar voru ekkert hrifnari af Sunnlendingum en Sunnlendingar af þeim. Frænd- semi og gróin vinátta Ásbirn- inga og Haukdæla og sameigin- legur óvinur, þar sem var hinn óttalegi Sturla Sighvatsson, sem engu eirði, hafði valdið sam- stöðu Skagfirðinga og Sunn- lendinga. Nú þegar enginn var eftir Asbirningurinn sem keng- ur væri í til forystu Skagfirð- inga, má ímynda sér, að þeir hefðu reynzt Gissuri lausir í fylkingu í baráttu við Þórð kak- ala, sem almenningi í Skagafirði stóð engin ógn af í líkingu við bróður hans Sturlu. Þórður reyndist andstæðingum sínum heldur hlífisamur, þegar hann hafði ráð þeirra í hendi sér, enda gekk margur Skagfirðing- urinn í lið með Þórði, þegar Kolbeinn var fallinn og Brand- ur. Gissur hefði unniö stórorrustu, en... Það sýnir bezt, að Gissur er ekki í þeim hug að ráðast að fyrra bragði á Þórð, þegar hann ríður norður með einungis 400 manna. Það var ekkert smáræð- is lið, sem Gissur gat kvatt upp, ef hann hugði á hernað eða ætl- aði að leggja til stórorrustu. Sunnlendingafjórðungur var fjölmennasti fjórðungur lands- ins og Sunnlendingar einhuga að baki Gissurar, nema fáeinir Oddaverjar í kringum Hálfdán á Keldum. Gissur reið norður til Örlygs- staðabardaga með nær 1100 manna (900 stór, þ.e. 120 í hundraði). Hann hefði því getað unnið stórorrustu við Þórð mæddan eftir Haugsnessbar- daga, ef Gissur hefði beitt öllum sínum liðstyrk. En Gissur vissi, að það var engum nóg að vinna eina orrustu við Þórð kakala og Gissur stóð enn verr að vígi en Kolbeinn ungi að verjast skæru- hernaði Þórðar eða sækja hann heim vestur á Fjörðu. Sigurður Nordal telur að Gissur hafi alls ekki treyst sér til að etja kappi við Þórð og það er líkleg tilgáta, en einnig sú, að það hafi alls ekki komið til álita fyrir hann að ráðast á hirðmann Hákonar nema vita vilja kon- ungs til þess. Þórður hafði enn ekkert brotið af sér við konung. Gissur ríður því ekki norður fyrr en að loknum Haugsness- bardaga til að ná þeirri sætt, sem hann helzt vildi, að málin yrðu lögð í dóm konungs. Þeirri sætt gat Þórður ekki neitað. Hann bjóst til utanferðar úr Eyjafirði, en Gissur reið suður til að fara þaðan út af Eyrum. Það kom auðvitað ekki til Þórður út —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.