Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 9
eins og ég sagði: Sieglinde Kah- mann hefur verið kennari minn þar og ég hef komið til hennar vikulega. Auk þess hafa verið æfingar með undirleikara viku- lega og samsöngstímar, þar sem sagt er til sameiginlega. Á sumrin hef ég reynt að æfa mig heima til að halda forminu, þótt kærkomið sé að vera frjáls og laus við skólann." Þar að auki hefur þú verið úti- vinnandi húsmóðir. „Það er rétt. í öll þessi ár hef ég verið í fullri vinnu; fyrst á skrifstofu hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar og síðar í Landssmiðj- unni, þar sem ég er bókari. Og ég hef verið húsmóðir, þó ekki sé heimilið stórt. En við höfum staðið í þessu stríði, sem flestir lenda í; keyptum íbúð í gömlu húsi í Hafnarfirði og bjuggum þar þangað til í fyrra, að við seldum hana og keyptum í stað- inn íbúð í Kópavogi og fluttum þangað. Meðal annars var það til þess að búa nær skólanum. Við höfum lent í þessari skulda-, afborgana- og okurvaxtasúpu, sem alltof margir þekkja. Það er kannski ekki hægt að kalla það basl hjá okkur, því við höfum bæði unnið fyrir sæmilegum launum." Píanó verftur víst að hafa viö höndina í söngnámi og við æf- ingar heima. Spilar þú sjálf á píanó? „Já, annað væri vonlaust. Ég byrjaði að læra á píanó 10 ára gömul hjá Hönnu Guðjónsdótt- ur, sem kenndi lengi í Tónlist- arskóla Kópavogs — reyndar fékk ég forsmekkinn að söng- námi hjá Elísabetu Erlingsdótt- ur þegar ég var 15 og 16 ára. Síðan hef ég haldið áfram að fara í píanótíma jafnframt söngnum og það er fleira, sem við verðum að læra í þessu sam- bandi: hljómfræði, tónfræði, tónlistarsögu og tónheyrn." r Þetta er sennilega voniítið nám x fyrir þann sem ekki er músík- alskur? „Ég held að það hljóti að vera. En það virðist samt oft fara saman, að góðri söngrödd fylgja músíkalskir hæfileikar." En kemur ekki yfir þig að verða leið og þreytt á öllu sam- an og að þú spyrjir sjálfa þig: Til hvers í ósköpunum er verið að ieggja allt þetta á sig? „Jú, svo sannarlega og ég hygg, að þetta eigi við um flesta. En ég reyni umfram allt að hafa gaman af þessu. Þú mátt ekki misskilja það, mér finnst alls ekki í aðra röndina, að ég sé að leika mér. En svo sannarlega syng ég sjálfri mér til ánægju. Ég er ekki svo alvarleg söng- kona, að ég geti ekki tekið lagið óhátíðlega þegar svo ber undir — og kannski gutlað á gítar með eins og á unglingsárunum. Ég vona að ég verði aldrei svo al- varleg söngkona að ég hætti því.“ En það er ekki fyrr en á síð- astliðnum vetri, að þú sérð þína sæng upp reidda, ef svo mætti segja. „Já, við getum kallað það tímamót. í fyrsta lagi bauðst mér hlutverk í Töfraflautunni sem „Erster knabe“ og Sieglinde samþykkti að ég tæki því boði. Ég naut þess framí fingurgóma að vera með; allt þetta bras með smink og búninga og æfingar — þá fór ég í rauninni að spá í einhverja framtíð á þessu sviði. Sigurinn í söngvakeppni sjón- varpsins var líka geysilega upp- örvandi." Sástu sjálfa þig þá eitthvað í nýju ljósi? „Kannski má segja það. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að læra meira. Fram til þess tíma hafði ég hugsað mér að taka bara mitt burtfararpróf og láta þar við sitja. Það fylgdi svo þessum sjónvarpssigri að fara til Cardiff og taka þátt í keppni þar.“ Já, við sáum síðar í sjónvarp- inu hvernig þú stóðst þig þar og ég held að við höfum yfir- leitt verið stolt af þér. Mér fannst þú standa þig mjög vel og vera til sóma. Var þetta erf- ið raun? „Það var í rauninni í fyrsta sinn, sem ég stóð virkilega á sviði. Ég fór í þessa ferð með því hugarfari, að útilokað væri að ég fengi nokkur verðlaun og hugsaði um það fyrst og fremst að hafa ánægju af öllu saman. En allt var þetta nokkuð öðru- vísi í pottinn búið en ég hafði búizt við. Ég held satt að segja — og mér finnst að allir hafi talið svo hér — að þetta væri byrjendakeppni; sumsé ungt fólk í söngnámi. En það reyndist allt öðruvísi þegar til kastanna kom. í fyrsta lagi höfðu allir nema íslend- ingar svikizt um að láta fara fram sjónvarpskeppni, heldur var leitað til ungra söngvara, fullmótaðs atvinnufólks. Allt Landsmenn kynntust Sigríði fyrst, þegar hún vann sigur í söngvakeppni sjónvarpsins. En þessi efnilega söngkona telur ekki atvinnuhorfur á íslandi og ákvörðunin um framhaidsnám er í raun út- legðardómur. þetta fólk hafði lokið sínu námi og var meira að segja komið með umboðsmenn. Ég skal játa, að ég fékk dálítið sjokk, þegar ég sá hvers kyns var, en það var ekkert annað að gera en syngja með sinu nefi og láta slag standa. Mér þóttu þetta hálfgerð hefndarlaun — en þetta var ein- ungis vegna þess að enginn vissi nákvæmlega hér í hvað var ver- ið að senda mig. í annan stað reyndist þessi för dýr. Ég þurfti að kosta tölu- verðu til fatnaðar til að vera sómasamleg við hvert tækifæri og styrkurinn sem ég fékk dugði engan veginn fyrir kostnaði. Söngvarar og tónlistarmenn hafa alltaf verið öskubuskur hér í sambandi við styrki og lista- mannalaun, svo þetta var ekkert nýtt.“ Var þetta þá hálfgerð martröð? „Nei, alls ekki. Viðtökurnar Voru frábærar; mjög vel um okkur hugsað, allir kepptust við að gera okkur til geðs. Við feng- um ekkert fyrir að koma fram, en BBC greiddi fyrir mig flug- farið og hótelkostnað. íslenzka sjónvarpið lagði ekki krónu til þessarar farar og greiddi þátt- takendum í söngvakeppninni ekki neitt heldur. En eitthvað hefur sjónvarpið þurft að greiða fyrir þættina frá Cardiff, sem síðar voru sýndir. Eftir á að hyggja finnst mér að þetta hafi verið góð reynsla og ég hefði ekki viljað missa af henni. Sú reynsla var mér alveg ný og ég var hrædd í fyrstu, en það fór fljótlega af og háði mér ekki neitt. Reyndar var ég í stuði og naut þess virkilega að syngja. Þótt undarlegt megi virðast, reyndist auðveldara að koma fram þarna úti en hér heima." Ég hlustaði á þig syngja með miklum glæsibrag á burtfarar- prófi úr Tónlistarskólanum í vor. Hvað er nú framundan hjá þér? „Ef við byrjum á allra næstu framtíð, þá er þess að geta að 8. desember mun ég syngja með Sinfóníuhljómsveit Islands mót- ettu eftir Mozart: Exsultate Jubilate. Það er verk í þremur köflum og tekur hálftíma í flutningi. Eg fór strax í haust að kíkja á það og byrja að læra það. Þessi flutningur er hluti af ein- söngvaraprófi frá Tónlistarskól- anum, það er annað en burtfar- arprófið — og ég mun taka það í janúar. Munurinn á þessum prófum er einkum sá, að ein- söngvaraprófið fer ekki fram í skólanum, heldur í sal úti í bæ.“ Og eitthvað mun fleira á döf- inni? „Já, ég hef tekið ákvörðun um framhaldsnám og ætla til Hol- lands í febrúar. Eg er búin að fá ágætan kennara í Haag; það er kona, Lucie Frateur; var hún kennari Elly Ameling og virðist að minnsta kosti hafa reynzt henni vel. Um tímalengd í slíku námi er víst aldrei hægt að segja fyrirfram; það er svo mis- jafnt hvað söngvarar þurfa að vera lengi í námi. Sumir eru í nokkra mánuði, aðrir í nokkur ár.“ Þarftu að læra hollenzku? „Nei, ég vona að til þess komi ekki. Ég tala bæði ensku og þýzku; ætli það dugi ekki.“ Gleymdu ekki færeyskunni. „Satt segirðu. Hún kemur áreiðanlega að góðu gagni ekki síður en íslenzkan." Ertu farin að hugsa svo langt, hvað taki viö þegar framhalds- náminu lýkur? „Lítillega. Ég sé ekki fyrir mér atvinnumöguleika hér heima og er því með sigtið á út- lendum óperuhúsum að þessu loknu. Það ætla ég að reyna, ef mögulegt er og það kostar óhjákvæmilega að flytjast utan.“ Lízt þér ekki bara vel á að koma heim og syngja við jarð- arfarir? „Nei, þakka þér fyrir gott boð. Þar að auki nenni ég ekki að bíða — kannski í áraraðir — eftir einhverju tækifæri." í þessu ljósi hefur það verið stór ákvörðun að fara í fram- haldsnám, þú hefur verið að dæma þig burt af landinu um leið. „Einmitt. Það má líta svo á, að þetta hafi verið útlegðardóm- ur um leið. Það var heldur ekki átakalaust að komast að þessari niðurstöðu, sem snertir bæði lífsbraut og lífsstíl. Annars er ég ekki bundin órjúfandi bönd- um neinum stað eða landi; get vel hugsað mér að búa erlendis og hef raunar langað til þess. Það er heilmikil flökkukind í mér. Ég á ekki von á því, að það verði mér alltof erfitt að yfir- gefá landið að sinni, ef sjálft ætlunarverkið gengur vel.“ Er einhver uppáhaldssöngvari ofarlega í huga; einhver söng- kona, sem þú vildir alveg sér- staklega taka þér til fyrirmynd- ar? Framhald á bls. 10 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.