Alþýðublaðið - 13.02.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1922, Blaðsíða 2
2 að verkamaðurinn akapar það og íramleiðir þjóðarauðinn, en ekki atvinnurekandinn, þó heldur hínn siðarnefndi þvf jafnan fram, að það sé kann, sem fæði fólkið, sem vinnur fyrir hann. Og það er ekki laustviðað eitthvað af verkalýðnum trúi á þetta, að það sé atvinnu- rekandinn, sem þeir vinna fyrir og þar með sjá fyrir, sem fæði þá og klæði Þeir vita að þeir geta ekki llfað nema þeir vinni Þeir vita að þeir geta ekki unnið án framielðslutækja. Atvinnurek- endurnir hafa framleiðslutækin, það er þvi ekki hægt að vinna, nema að vinna fyrir þá. Þetta sér sá hluti verkalýðsins, sem enn þá er blindur í eigin málum, og lengra sér hann ekki. Hann sér ekki, hvað það var, sem skapaði fram- leiðslutækin. Og honum dettur ekkert f hug um hvernig það yrði ef að það væri almenningur sem ætti framieiðslutækin, að þá geti vinnan haldið alt af áfram. Þá þyrfti ekkert atvinnuleysi að vera. En sá hluti alþýðunnar sem vaknaður er tii meðvitundar um eigin hag veit þetta. Og hann vex hröðum skrefum, hlutinn sá, enda þótt auðvaldsmáltólið, Morg. unblaðið, þyrli upp nokkru moid- riki um æfiatýrapólitík og því um líkt. Jafnaðarstefnan er draumur, fag- ur draumur, segir auðvaldið stund- um, og þykist sanngjarnt. Já, hún er draumur; hún er dagdraumur alþýðunnar í öilum löndum og öllum álfum um það, að hún fái sjálf að njóta ávaxt- anna af yðju sinni; að hvert mannsbarn sem fæðist eigi kost á að þroska og fullkomna alia góða og fagra meðfædda hæfileika sina. En hún er draumur sem á eftir að verða veruleiki og er að verða það. Aldrei hefir nein stefna fest eins fljóít rætur á íslandi og breiðst út eins hratt og jafnaðar- stefnan. Það eru ekki nema sex ár siðan Alþýðuflokkurinn var stofnaður. Það ér mikið hægt að gera á öðrum sex, ólafur Friðriksten. Songflokknrlnn „Freyja" mæti i Alþýðuhúsinu í kvöld kl 8^/2. ALÞYÐUBLAÐIÐ Ólafur þrætir. Hinn froðufellandi fimti fram kvæmdarstjóri Kvöldúlfs, Óiafur Thors, er farinn að sefast í skrif- um sinum, sfðan hann fór að rita undir nafni. Hann meðgengur að sumt af þeim hafi verið „i það grófasta“(l) og getur ekki bent á staði i Alþýðublaðinu, þar sem hann hafi verið nefndur .mann- drápari" o. s. frv„ eins og hann fyrst hélt fram. Þrátt fyrir þessa linun i vörninni er hann enn að reyna að þræta fyrir .svörtu lista" sfna og að hann reki menn úr vinnu hjá sér af pólitískum ástæð- um, og þá sérstaklega reynir hann að verja brottvisun Magnúsar Jónssonar. Skal það athugað hér nokkru nánar. Hvað snertir .svörtu listana" er nægilegt að benda á eitt dæmi. Vilhjálmur Vigfússon taiaði við Ólaf i vetur, um hvort hann gæti fengið vinnu hjá honum. Ólafur svaraði strax neitandi, kvað enga vinnu þá hjá Kvöidúlfi, enda hygði hann að Vilhjálmur væri á .svörtum lista* þar hjá bræðrum sfnum, frá eftirvinnudeilunni í fyrra vor. Bræður Ólafs hefðu séð Vil- bjálm standandi niður hjá .Þór ólfi* i þeirri deilu og mundu bafa sett hann á .svarta listann" Munu fleiri en Vilhjálmur hafa orðið fyrir þeim heiðri að standa á þessum .svarta lista" ólafs og munu geta borið vitni um það. Er tilgangslaust fyrir ólaf að þræta fyrir þetta, sem margir vita. Lfku máli er að gegna um Magnús Jónsson. Hann, sem er meðlimur sveinafélags járnsmiða, stundaðl rúmt ár venjulegar járn smiðar hjá Kveldúlfi og gat verk- stjóii þess oft, að margfaldur hagnaður væri af vinnu hans, enda er hann viðurkendur dugn áðarmaður. Hafði hann ætið kapp- nóg að gera, og aldrei meira en þegar honum var sagt upp vinn- unni i desember sl. Aðdraganainn að uppsögninni var sá, að 23. nóv sl kom Jónas verkstjóri í Kveldúlfi tii Magnúsar i smiðjuna og bað hann að smiða tveggja álna langa sveðju .tii þess að höggva hausinn af Ólafi Friðriks syni." Magnús tók þessu illa og hét verkstjórinn honum því þá, að sjá um að hann héldi ekkí lengi vinnuni, þar sem hann værli svo mikili óþokkki að taka mál- stað Ólafs Friðrikssonar. Eftir nokkra daga fékk hann þau skila- boð frá framkvæmdarstjórunum, að ef hann inni á ntóti skoðunum þeirra, þá tnyndi honum verða visað úr vinnunni og þeir fá ann an mann i hans stað, sem fylgdi þeim að málum Magnús bað um að iáta sig vita þegar þeir vildu að hann færi og fékk hann upp- sögnina viku siðar, með 3 daga fyrirvara. Frásagnir Ólafs um efnahag Mignúsar Jónssonar eru málinu óviðkomandi, en þó er alt sem Ólafur segir um eignir hans ósatt. Af þestu máli sést greinilega að Ölafur segir upp föstum starfs- manni vegna pólitiskra skoðana. lyrir milliburð verkstjórans Er ilt að vita til þess og ekki siður hins, að Ólafur skuli ekki hafa kjark til þess að kannast við þessa ávirðingu sina. Fieiri dæmt en þessi tvö mætti tilgreina og mundu þau öll sýna hið sama innræti Ólafs, en þess gerist ekkt þörf hér. Ólafur mun við slflc dæmi skjóta sér undir brekánið og segja enga þörf hafa verið fyrir vinnuna, þó að kappnóg verk hafi verið þar fyrir aðra en hina 5 framkvæmdarstjóra, sem áreiðanlega mættu fækka, því að jafnvel Kveldúlfur mun ekki geta .borið dýra og óþarfa menn frá barnæsku til ellidaga " Héðinn Valdintarsson. Stórkostlegir mannskaöar. A laugardaginn réru flestir bátar úr Sandgerði til fiskjar. En eins og kunnugt er skall á aftakarok og urðu bátarnir að hleypa frá línum sfnum. Náðu allir bátarnir landi, nema .Njáll" og „Hera" frá Akranesi, sem talið er nú að hafi farist. Fimm menn voru á hvorum bát og höfum vér ekki enn fengið upplýsingar um nöfn þeirra. Tvo menn tók út af „Asu" úr Hafnarfirði og einn af Gunnari Hámundarsyni. Enginn mannskaði varð f Vestm eyjum. Geir bjarg- aði tveimur bátum á laugardaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.