Alþýðublaðið - 13.02.1922, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1922, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 H 1 utaútboð. Hinn 7. þ. m. icomu eftirtaldir menn sér saman um að stofna fiskiveiðahiutafélag og gerðu um félagsstofnunina með sér stofnsamning dags. sama dag: Július Guðmundsson stórkaupmaður, Reykjavik, Kristján Torfason, kaupmaður frá Sótbakka, Ásgeir Torfason, skipstj s. st., Eggert B'iem, bóndi i Viðey, Jóhannes Bjarnason skipstjóri, Reykjavik og máls flutningsmennirnir Guðmundur Ólafssún og Pétur Magnússon, Reykjavík. Samkvæmt nefndum samningi skal nafn félagsins vera H/f. „Stfg- andi“ og heimilisfang þess vera á Fiateyri f öaundarfirðl Stofnendur hafa skrifað sig fyrir hlutum að upphæð samtals kr. 142,000,00. Lág mark hlutatjárupphæðar er ákveðið kr. 400 000,00, en ráðgert að auka hlutaféð alt upp f eina miljón króna. Upphæð hluta er ákveðin 5000 kr. og iooú kr. Ráðgert hefir verið án þess þó að tekið sé fram f stofnsamningi: 1) Að Júlíus Guðmundsson stórkaupmaður verði framkvæmdar- stjóri félagsins. 2) Að fáist aðeins Iágmark hlutafjárupphæðar verði keypt aðeins 2 skip, en hlutfallslega þeim mun fleiri, sem hlutaféð verður bærra. 3) Að væntanlegur framkvæmdarstjóri félagsins (J G), sem nú er á leið til útlanda, leiti fyrir sér um kaup á að minsta kosti tveim skipum með aðstoð sérfróðra manna, en að skipin verði þó ekki keypt fyr en stofnfundúr hefir fjallað um málið. Landsbankinn hefir með vissum skilyrðum heitið félaginu stuðn- ingi sfnum bæði til sklpskaupanna og reksturs þeirra. Alkunnugt er að botnvörpuskip eru nú f mjög lágu verði erlend- s, og eru lfkur taldar til að verð þeirra muni úr þessu fremur fara hækkandi en lækkandi. Það er þvf mjög árfðandi að hlutafé fáist sem fyrst, enda æskilegt að skipin kæmu svo fljótt að félagið gæti tekið til starfa á öndverðri vetrarvertfð. Hitt þarf ekki að taka fram, að eins og ástæður eru hér nú, er lífsspursmál fyrir landið f heild sinni að auka framleiðslu þess og atvinnu landsmanna. Samkvæmt ofanrituðu og með tilvfsun til stofnsamningsins, er verða mun til sýnis f Landsbankanum ásamt frumvarpi til samþykta, leyfi eg mér hér með fyrir hönd stofnenda félagsins að gefa mönnum kost á að skrifa sig fyrir hiutum í þvf Landsbankinn tekur á móti áskriftum og iunborguðu hlutafé. Gjalddagi lofaðs hlutafjár er í sfð asta lagi á stofnfundi félagsins. Hlutafé, er ekki kemur fram á stofn- fundi, skal greiðast þegar stjórn félagsius krefst þess. Nánari upplýsinga um félagsstofnunina má ieita hjá undirrituðum. Reykjavfk, II. febrúar 1922. F. h stofnenda Pétur Mag-nússon. Með skírskotnn til ofanritaðrar anglýsingar rerðnr tekið á mðti hlntafjárloíorðum og hlntagreiðsinm í Landsbankannm og átbúnm hans, fyrst um sinn til 30. apríl n. k. D u. s. Landsbanki Islands. Magnú.© Slguvðsson. Georg Óiafsson. Um Jagimt og veginn. Góð roksemd, í grein f Mgbl. á lauga’daginn gegn þjóðnýtlngu togaranna, er ein af röksemdun- um, að ef landið ætti að bæta á sig „þeirn rlsavöxnu útgjöldum" sem leiða mundi af þvf að þurfa að borga stjórn togaraútgerðar- innar, þá mundi landið ekki rísa undir þeirri byðii Sá .sem ritaði hefir eflaust haft f huga útgerðarfélagið sem heflr fimm forstjóra fyrir fjóra togara. Llk Péturs Jónssonar frá Gaut- iöndum verður flutt norður á Goða- fossi. Kveðjuathöfn fór fram í þinghúsinu í dag, að aflokinni húskveðju. Terkamenn í Hafnarflrðl halda fund í kvöld til að ræða um bæj- arstjórnarkosningarnar. Smávegis. — Epla og pern uppskeran í Tasmaniu er talin munu verða meiri í ár en nokkru sinni áður, og búist við að útflutniirgur til Englands muni nema 1000 000 kössum. Það fer nú að verða á- liðið sumars f Tasmaniu, svo eplin verða bráðum fuilþroska. — Árið sem leið urðu 55 menn undir vögnum f Parísarborg og biðu bana af, en 13,833 urðu fyrir meiðslum. — Beigíustjórn hefir ákveðið að reisa loftskeytastöð f Elisabeth- mille f Kongó nýlendu svo sterka að nái til Belgiu skeytin. — Montenegrobúar (Svartfjalla- synir) krefjast aftur sjáifstæðis sfni. Þeir eru óánægðir með að vera að eins partur af Jugoslaviu. — Sprengikúla sprakk óvart á gríska tundurspillinum Legu; biðu 21 manns bana, en 42 særðust. — Látin er ungfrú Agnes Reader í Asliford (Kent, Englandi) 103 ára gömul. — Amas Clarke heitir enskur organisti sem er blindur; hann er búinn að vera við sömu kirkjuna í 50 ár. — Marconifélagið hefir auglýst að firðskeytagjöld til skipa frá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.