Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 3
TEgRáHT ISHðtalSlMlESIlBŒlEAlífilSlfllSHS] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Rltstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Kvikmyndir brautryðjandans Carls Th. Dreyer voru kynntar hér á kvikmyndaviku i haust, en umfjöllun um Dreyer fórst fyrir útaf verkfalli. Nú er bætt úr því og það gerir Michael Dal, sem kennir hér við Háskólann. Forsíðan „Haust“ eftir Steinþór Steingrímsson, ein af myndum hans á sýningu í Norræna húsinu i haust. Sjá nánar á bls. 8. Góðmeti hefur alitaf verið við fárra hæfi, en moðinu má dreifa yfir alla landsbyggðina, ef ekki heims- byggðina, segir Helgi Sæmundsson í samtali við Lesbók, þar sem rætt er m.a. um íslenzkan húm- or, fslenzkt mál, bókaútgáfuna og langlífi skálda með þjóðinni. Satan stýrir dansleiknum, stendur á einum stað í Vef- aranum mikla frá Kasmir. Djöfullinn stýrir þvf efnislega, guð hinu. Trúaráhuginn var rétt búinn að stöðva skáldið, eða svo segir dr. Árni Sigur- jónsson f öðrum kafla um Halldór Laxness f deiglunni. Siguröur Nordal Ást Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áöur og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráö á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi solli og söngur, ef allt er hljótt. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð — og við. (1917) Iumróti áranna eftir síðari heimsstyrjöld yrðu mikil um- skipti á högum íslendinga, um- skipti frá fátæku bændaþjóðfé- lagi yfir í tæknivætt nútíma- þjóðfélag. Um það má deila hvort þessi umskipti hafi að öllu leyti orðið til góðs. í landinu hef- ur vissulega dafnað blómlegt atvinnulíf og efnahagsleg velmegun hefur ríkt lengi og óvíða er hún meiri. Ekki er þó allt sem sýnist. Hin síöari ár hefur þjóðin búið við svo hrikalega verðbólgu að varla eru dæmi um svipað ástand meðal siðaðra þjóða. Það er ekki fyrr en í ár að loks eru sjáanleg einhver batamerki og jafnvægi sýnist vera að komast á i efnahagsmálum íslendinga, skuldir við erlendar þjóðir, tæp 60% af þjóðarframleiðslu eru þó verulegt áhyggjuefni. Þrátt fyrir ytri velmegun þjóðarinnar, íburðinn í húsakynnum og vaxandi bifreiðaeign þá er ekki allt sem sýnist. Neyslukapphiaupið verður sífellt æðisgengnara og vissulega margt í boði og afborgunarskilmálar freistandi, hvort heldur er um að ræða frystikistur, sjón- varpstæki, sófasett, húsgögn, hljómflutn- ingstæki eða annan þann varning sem nú- tímamaðurinn vill ekki vera án. „Ég má ekki vera minni maður en hann Siggi á Ekki er allt sem sýnist móti. Kaupi hann nýjan bíl þá þarf ég að endurnýja minn,“ heyrði ég mann nokkurn segja um daginn við kunningja sinn þegar þeir virtu fyrir sér nýja bifreið sem „Sig- urður á rnóti" hafði keypt. Eltingarleikurinn um hin efnahagslegu gæði gengur út í öfgar. Fjöldi fólks lifir þannig að engu er líkara en að það verði að eignast alla hluti á sem skemmstum tíma. Það verður að komast yfir dýrar fasteign- ir, bifreiðir og svo helst að geta farið ár- lega til útlanda. Fyrir að fá að halda á stöng í þekktri laxveiðiá, einn dag í miðri viku greiða menn jafnvel tugi þúsunda króna að því er sagt er. Það er vissulega kominn tími til að hægja á ferðinni, á spennunni, neyslukapphlaupinu, kapp- hlaupinu um hin efnahagslegu gæði, hin veraldlegu gæði skipta ekki öllu í lífinu, sá maður er ekki hamingjusamur sem ekki finnur frið í sálu sinni. Nýlega tóku ung hjón við starfi veður- athugunarmanna á Hveravöllum. í blaða- viðtali var á þeim að skilja að þau hrædd- ust ekki einangrunina og hefðu engar áhyggjur af henni. „Við erum fegin að komast burt frá þessu stressi," var haft eftir þeim í fyrrnefndu biaðaviðtali. Bæði voru í ágætri vinnu, hún var kennari við Vélskólann og hann starfaði suður á Keflavíkurflugvelli. Þau ákváðu að hverfa úr þéttbýlinu, frá neyslukapphlaupinu sem einkennir líf fólks í borg og bæjum nú til dags, breyta um umhverfi og völdu starf inni í óbyggðum, í kyrrðinni í nánum tengslum við náttúruna og landið, þreytt á neyslukapphlaupinu sem flesta er að æra í þéttbýli hér á landi. Fjölmargir íslend- ingar kosta öllu til að hafa sem notalegast í kring um sig og stofna til umtalsverða skulda í því skyni, taka lán á lán ofan en það kemur að skuldadögum og dæmið gengur ekki allt upp. Nauðungaruppboðum á fasteignum fór t.d. fjölgandi siðustu mánuði. Lakari kaupmáttur hjá þeim lægstlaunuðu nú í ár en undanfarin ár er ekki öll skýring, miklu fremur að fólk lifir um efni fram. Uppselt var í svo til allar sólarlandaferðir sl. sumar og menn hika ekki við að taka bankalán til að komast á sólbaðsströnd i hálfan mánuð til þrár vik- ur. Fyrrnefnt viðtal við ungu hjónin sem hafa sest að á Hveravöllum vekur þá spurningu hvort það sé að vera töluvert um að yngra fólk sé að verða þreytt á þeim lífsmáta sem einkennir líf borgarbúa á síð- ari árum, þar sem efnishyggjan verður sí- fellt meira mótandi viðhorf til hlutanna. Er nokkuð athugavert við að fólk neiti að dansa í kringum gullkálfinn? Ef til vill eru þeir tímar í vændum að menn taki að endurskoða þátttöku sina í kapphlaupinu um hin efnahagslegu gæði, kjósi fremur að rækta sinn garð fjarri hávaða borgarlífs- ins, í sveitum og kauptúnum í nánum tengslum við landið og náttúruna og eyði- býlin víða um land verði tekin til búsetu ÓLAKUR ORMSSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. JANÚAR 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.