Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 16
Vindur beizlaður til raforku- framleiðslu Eftir JÓN B. ÞORBJÖRNSSON egar menn reka ein- hversstaðar augun í nafnið MAN, setja þeir það gjarnan í samband við vörubíla. Ekki að undra, það eru ekki margir sem vita að framleiðsla MAN Maschinenfabrik Augsburg Níirnberg — tengist mörg- um öðrum tæknisviðum sem eru mismunandi fjar- laeg vörubílaframleiðslu. Meðal annars framleiðir MAN stórar báta- og skipa- díselvélar, rennistiga og heilu sólarraforkuverin. Á árunum 1977—78 hófu MAN-verksmiðjurnar einn- ig að fikra sig áfram með hönnun og framleiðslu vindorkuvera, sem í raun eru ekkert annaö en vind- myllur til raforkuvinnslu. Smíðuð var vindmylla með skrúfu úr tveimur blöðum. Skrúfan var 11 metrar í þvermál og afköst vind- myllunnar 20 kílówött. f samræmi við það fékk hún nafnið Aeroman 11/20. 20 myllur af þessari gerð voru settar upp á vindríkum stöðum víða um heim. Þar af voru fimm settar upp á grísku eyjunni Kythnos, tvær í Indónesíu, ein í Ástr- alíu og ein í Mexíkó. 1983 var byrjað að vinna við endurbætur á Aeroman 11/20. Skrúfan var endur- hönnuð og nýtni blaðanna aukin. Samfara því var þvermál skrúfunnar aukið í 12 metra. Nýtt rafeinda- stýrt stilli- og jöfnunarkerfi var smíðað og hafði það í för með sér nákvæmari stillingu á skurði blaðanna og þar með jafnari aðlögun straumframleiðslunnar og spennunnar að almennum veitukerfum. Skömmu eftir að vinna hófst við endurbætur á 11/20-rafstöðinni, réðst ungur verkfræðingur, Uwe Hinz, til starfa hjá þróun- ardeild nýtæknisviðs MAN. í sjálfu sér væri það ekki í frásögur færandi, ef Uwe þessi hefði ekki haft með sér nokkra reynslu í sam- bandi við vindorkuver sem veganesti til MAN. Og þessa reynslu hafði hann með sér héðan frá íslandi. Sem lokavcrkefni í námi sínu hafði Uwe tekið fyrir fræðilega útfærslu á eigin hugmynd um nýtingu vind- orkunnar til upphitunar vatns, með því að leiða það undir háum þrýstingi í gegnum mjög granna ýr- isstúta. Jafnskjótt og hann haföi lokið námi, snemma árs 1983, fékk hann starf á Raunvísindastofnun Há- skólans við ráðgjöf í sam- bandi við nýtingu vindorku. Vann Uwe meðal annars að tillögum til endurbóta á vatnshitunarvindmyllunni í Grímsey. Nægjanlegt fjár- magn reyndist ekki vera fyrir hendi nema að litlu leyti þá, til þess að gera hugmyndir hans að veru- leika. En þau vandamál sem Uwe hafði tekist á við hér hjá okkur íslendingum, og sú reynsla sem hann öðlað- ist hér varð honum drjúg til framdráttar. Án þessarar reynslu er mjög ósennilegt að hann hefði strax í upp- hafi verkfræðingsferils síns gengið inn í eina af topp- stöðunum hjá nýtæknideild MAN; þetta er staða sem fæstir nýútskrifaðir verk- fræðingar myndu þora að láta sig dreyma um. Hvað sem því líður; eftir að umfangsmiklum tilraun- um með nýju hönnunina er lokið, en hún ber nafnið Aeroman 12/20, hefur hún nú verið sett í framleiðslu. Eins og nafnið gefur til kynna eru afköst nýrri út- gáfunnar hin sömu og þeirrar fyrri. En nú knýr vindurinn 12 metra skrúfu, sem sækir orku sína í sam- tals 113 fermetra snúnings- flöt. Þau 20 kílówött sem þessi litli flötur gefur af sér þegar Kári er allhvass og blæs með 6 vindstigum eða meira, myndu að öllu jöfnu nægja til þess að sjá u.þ.b. fjórum fjölskyldum fyrir rafmagni. En nú eru bara ekki alltaf 6 stig til staðar — jafnvel ekki einu sinni á Stórhöfða. Og eins er hugsanlegt, að þegar lítið er um rafmagns- notkun nýtist ekki öll raf- orka sem myllan gefur af sér. Við þannig aðstæður er hentugast að hafa vind- mylluna samtengda veitu- kerfi viðkomandi lands. Ýmist væri þá hægt að fá keypta viðbótarorku frá rafveitukerfinu eða selja því umframorkuna þegar hún væri fyrir hendi. Til þess að þetta sé tæknilega mögulegt, þarf rafall vind- myllunnar að vera ósam- fasa (asynchron generator) og geta þannig lagað sig að riðstraumstíðni viðkomandi veitukerfis. Einnig er þessi vindraf- stöð til í annarri útgáfu. Þá er hún búin 14 kW samfasa rafli, sem hentar til hreinn- ar straumframleiðslu án tengingar við rafveitukerfi. Þessi útgáfa nýtist t.d. mjög vel í eyjum sem eru lítt í sambandi við umheim- inn, sér í lagi þó til fersk- vatnsvinnslu úr sjó, til vatnsdælingar eða til ís- framleiðslu. Verð þessara vindorku- vera er u.þ.b. 60 þús. vest- ur-þýsk mörk fyrir hreyfil, rafla og stjórnbúnað, en 10 þús. DM fyrir 15 metra hátt stálmastrið. Þessi búnaður er hannaður með það fyrir augum að endast í a.m.k. 20 ár. Einnig hafa þeir hjá MAN hannað færanlegan „vindgreini", sem skráir veðurhæð og vindmagn á ákveðnum stöðum yfir lengri tímabil. Með honum má finna út, hvar hag- kvæmustu staðirnir eru til uppsetningar vindorkuvera. Nú í ágústmánuði síðast- liðnum voru 20 stykki af Aeroman 12/20 reist í Norður-Þýskalandi og í október var lokið við að reisa 50 myllur þessarar tegundar nálægt Los Angel- es í Bandaríkjunum. Þær hafa reyndar afkastameiri rafla, eða 33 kW. Það eru skattaíviinanir í tengslum við nýjar leiðir í orku- vinnslu sem auðvelda al- menningi í Bandaríkjunum um þessar mundir að koma sér upp rpfstöðvum sem þessum, og eru þær tengdar við rafveitukerfið. Þær móttökur sem Aero- man 12/20 hefur fengið — og farið hafa fram úr björt- ustu vonum manna — verða Uwe og starfsfélögum hans í þróunardeildinni áreiðan- lega hvatning til þess að takast á við næsta verkefni á dagksrá: GROWIAN (Grosse Wind-Anlage). Hún mun samanstanda af 3 megawatta rafli á 100 m háu mastri, knúnum skrúfu sem er 100 m í þvermál. Einnig er í bígerð að hanna vindraforkuver með sam- byggðum díselvélum sem myndu sjá um raforku- vinnsluna þegar vindorkan hrykki ekki til. Skyldum við íslendingar með allan okkar vind — víð- ar en í Þingeyjarsýslum — ekki geta nýtt okkur á ein- hvern hátt kraftinn í Kára svolítið meira en gert er? Hagkvæmni þyrfti jafnvel ekki að vera svo ýkja mikil til þess að verðið á kíló- wattstundinni væri undir því verði sem við búum við á íslandi í dag; i þessu landi næstum ótæmandi orku- linda. A.m.k. er Uwe til- búinn að koma við þegar og ef þörf krefur, en láta okkur í það sinn njóta góðs af sinni reynslu. — jb „Aeroman 12/20“ á tilraunasvæði MAN í Schnittiingen, Suður-Þýskatandi. Vwe við athuganir uppi í vindmytiunni. Rafeindastitiibúnaður rafstöðvarinnar kemst fyrir ílitium skáp. AEROMAN* Skurðarmynd af rafli og búnaðinum sem breytir skurði hlaðanna með titiiti til veðurhæðar. Litla hliðarhjólið sér um að snúa og halda skrúfunni upp f vindáttina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.