Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 10
Morgunblaðiö/RAX Samúel Jóhannsson. kallaöir vargar ef voru kvenmenn og víst er það að Samúel er enginn veifiskati en óhemja er hann engin og hvorki keipóttur né rellinn segja þeir sem þekkja til hans heldur góðgjörandi, siðferðisgóður og hat- ar ósamþykki, en það þykir kostur á mönnum ekki síður en huldumönnum, listamönnum og íþróttamönnum. Samúel er íþróttamannslegur, sainan- rekinn, beinn í baki en hann er refbeinótt- ur og eilítið innskeifur og veltir þunga sín- um fram á ilina þegar hann gengur einsog hann sé tilbúinn að taka á rás áður en varir. Hann var markvörður knattspyrnu- liðs ÍBA frá 1963 til 1975 þar til ÍBA var skipt 1975 en þá gekk hann í lið með Þórs- urum og hélt áfram að vera í markinu. Sennilega er það myndlistarmönnum góð- ur skóli að vera í marki: þeir læra að fylgj- ast með, lesa hreyfingar, þekkja viðbrögð og verjast skoti. Samúel hefur oft þurft aö verjast skoti síðan hann gerðist huldu- maður og fór að eyða frítíma sínum í kjall- aranum í húsinu í Glerárhverfinu þar sem hann býr með konu sinni og þremur sonum innan um léreftið, litina og hugsanir sinar. Kunningjar og vinir skjóta á hann á förn- um vegi, allt í góðu gamni en þó í svolítilli alvöru: Það er alveg klikkað hjá þér að mála ekki til að græða maður. Hvað er hann eiginlega að gera maðurinn? Eða það sem Samúel finnst best: djöfull áttu gott að eiga hobbí ... Samúel hefur átt hobbí um æfina og að mála eins og hann málar núna er ekki eitt þeirra. Hann málar af því sem hann kallar einangraða ástríðu. Hann er búinn að finna sig og nú hamast hann til að vinna upp tíma sem hann hefur eytt í vitleysu að því er hann segir sjálfur, og þó ekki eins og hann máli af ásettu ráði, heldur verða myndirnar tii með ógurlegum látum, þær eru eitthvað sem gerist, og á eftir er hann alveg sprunginn, þessi knái maður. Hann heldur dagbók niðri í kjallara hjá sér og færir þar inn það markverðasta sem á deg- inum gerist og á ekki heima í litum. Þar stendur oft: Var ónáðaður. Þá er þessi dag- ur farinn í vaskinn. Samúel er forstöðu- maður íþróttahúss Glerárskóla og þar er hann oft innan um margmenni, en þegar hann er í ham þá finnst honum að hann sé einangraðri þar á kvöldin innan um tvö hundruð manns heldur í kjallaranum heima hjá sér. Af og til verður hann miður sin af ein- skærri gleði. Hann finnur til þakklætis fyrir að eiga trúna til að nálgast sjálfan sig á þennan hátt og kjark til aö gagnrýna sjálfan sig og vera lítillátur andspænis því sem hann finnur bærast í brjósti sér og hann er umboðsmaður fyrir. Það hefur verið sagt um Samúel að hann sé latur að eðlisfari en óstöðvandi þegar hann er kominn í gang. Hann þolir illa að hafa margt að sýsla samtímis, vill helst helga sig óskiptur einu verkefni í senn. Hans tilgangur er að ná árangri eins og kom í ljós þegar hann þjálfaði yngri flokk- ana hjá Þór í handbolta og leiddi þá til íslandsmeistaratignar 1980. Samúel Jó- hannsson verður seint íslandsmeistari í málaralist enda slíkar nafnbætur ekki veittar á þeim vettvangi, en hann hefur tekið geysilegum framförum síðan hann fór að mála af alvöru 1981. — Það er með ólíkindum hvað þetta veður áfram segir hann sjálfur. Þannig vill til að þeir Gunnar Örn Gunnarsson eru svilar, kvæntir Ingólfs dætrum, Gunnar Þórdísi en Samúel Ragnhildi. Vorið 1981 hittust þeir og fóru saman að kaupa liti. Gunnar Örn valdi litina og Samúel sagði já. Hann vissi hvaða liti sig vantaði. Gunnar Örn klessti litum á léreft- ið og Samúel sagði: er þetta hægt svona, má þetta? Samúel sem hafði teiknað ann- að slagið og tekið hviður með pensilinn og svitnað þegar hann talaði við þessa höfð- ingja, stórmálarana fyrir norðan. Síðan eru liðin fjögur ár og Samúel er búinn að stökkva yfir margar girðingar 1 hugarástandinu síðan. Efinn um eigin getu nagaði hann fyrstu tvö árin. Hann var ráð- villtur innan um aila þessa liti. Honum var ekki sama um hvað aðrir sögðu um verk hans. Sumir Akureyringar héldu að hann væri orðinn eitthvað skrýtinn, háiffertug- ur maðurinn að fara að loka sig niðrí kjall- ara öllum stundum með pensla og léreft. Þetta fólk skynjaði breytt lífsviðhorf hjá honum og það var eiiítið óþægilegt líkt og ef vinnufélagi manns við næsta borð í sút- unarverksmiðjunni færi skyndilega að boða heimsendi fyrir páska. Einhver sagð- ist bíða eftir því næst að Samúel stigi fram á kiöppina fyrir framan íþróttahúsið í Glerárþorpinu allsber, og þó að vonandi margt gæti gerst á Akureyri sem hefði verri afleiðingar í för með sér fyrir hugar- ástand íbúanna en ber búkur á klöpp, var Samúel fyrst um sinn kannski ekki alveg sama. En hann hefur málað mikið síðan og því fylgir nýtt viðhorf til lífsins. Hann veit orðið hvað skiptir máli. Myndirnar hans eru eins og þær ske en ekki öðruvísi. Það skiptir máli. Á fjórum árum hefur Samúel Jóhannsson stokkið yfir svo margar girð ingar í hugarástandinu að núna finnst honum brautin framundari orðin bein. Ræningjar á fjöllum 4 Eyvindur á Ströndum Frá því Eyvindur hleypur úr vistinni suður í Flóa er hljótt um hann í heilan áratug. Trúlega var hann lengst af þeim tíma vestur á fjörðum og þar liggja leiðir þeirra Höllu saman. eftir ÁSGEIR JAKOBSSON. ar var skilizt við Eyvind í síðasta þætti, að hann var talinn kominn vestur á Strandir og talinn fara þar um sem frjáls maður. Sú skoðun var byggð á því, að hann gengur undir eigin nafni næst þegar hann kemur með vissu inn í heimildir og muni hvorki hann né Strandamenn hafa vitað um aug- lýsinguna frá 1746. ög þótt hún hefði verið Strandamönnum kunn, þá hefðu þeir ekki talið hana tii að gera veður af, svo margar sem auglýsingarnar voru á þessum tíma eftir sakamönnum, sem búandi fólk á Ströndum hafði meiri ástæðu til að óttast en þennan mann „riktaðan um þjófnað," og það er eins um sýslumenn þess tíma, að þeir höfðu öðru að sinna en elta uppi menn, sem ekki voru lengra komnir á sakabrautinni en að hafa „orð“ á sér fyrir þjófnað. Fljótlega komizt í Slagtog Við Höllu „Hvorki sýslumaður Norður-ísfirðinga né Strandamanna gerðu sér ferð um þess- ar fjarlægu og torfæru svéitir nema þar fréttist af meiriháttar glæpamönnum, sem yfirvöld lögðu ríka áherzlu á að næðust eða menn í þessum byggðum væru á ein- hverjum tíma orðnir svo aðþrengdir af þjófafaraldri, að þeir sæju sig neydda til að leita á náðir sýslumanna. Hvorugur þessara sýslumanna, Erlendur Ólafsson á Hóli í Bolungavík eða Halldór Jónsson á Felli í Kollafirði, hafa talið það ómaksins vert að elta um þessi firnindi einhvern náunga, sem „riktaður var um þjófnað" eða var þarna „fyrir utan skudsmaal" (vegabréfsiaus) og ailt eins líkiegt að þess- ir brokkgengu sýslumenn hafi stungið lýs- ingu af Eyvindi ofan i skúffu og gleymt henm Erlendur hætti um skeið að nenna ti) Alþingis að hlusta þar á langorðar lýs- mgai a) smáþjófum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.