Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 6
A5 skyggnast inn í
innri heim mannsins
Carl Th. Dreyer
Um
Carl Th.
Dreyer
frumherja
í danskri
kvikmyndagerð
EFTIR
MICHAEL
DAL
Norræni kvik-
myndaklúbb-
urinn Norður-
ljós sýndi í
september sl. í
Regnboganum allmargar
kvikmyndir eftir Carl Th.
Dreyer, hinn mikla meist-
ara danskrar kvikmynda-
gerðar frá fyrstu áratug-
um þessarar listgreinar.
Á sýningarvikunni í
Regnboganum gefst
mönnum færi á að sjá
bæði nokkrar af eldri
kvikmyndum Dreyers eins
og t.d. „Blade af Satans
dagbog" (1921) og einnig
nýrri kvikmyndir hans
Ferill Carls Th. Dreyer
sem kvikmyndagerðar-'
manns og leikstjóra
spannaði rúmlega 40 ár,
og hann hafði lokið við
alls 13 leiknar kvikmyndir
þegar hann andaðist árið
1968.
Jeanne d’Arc er fri 1926. Það er Jóhanna
sjálf, sem bér sést.
UPPHAFIÐ
Carl Th. Dreyer var fæddur í Kaup-
mannahöfn hinn 3. febrúar árið 1889. Móð-
ir hans, sem var sænsk, dó skömmu eftir
að drengurinn fæddist, og var Carl þá ætt-
leiddur af danskri fjölskyldu, sem ól hann
upp frá blautu barnsbeini og setti hann
síðar til mennta. Að afloknu stúdentsprófi
réðst hann til starfa hjá Ljósaveitu Kaup-
mannahafnar, en hið daglega líf og starf
hjá þessu borgarfyrirtæki var hinum unga
Dreyer ekki að skapi. Hann kaus fremur
starfa, þar sem eitthvað meira væri um að
vera og sótti þess vegna um stöðu hjá
Stóra norræna símafélaginu, en í þá daga
áttu ungir menn einna helzt möguleika á
að fara til starfa til útlanda á vegum þess
fyrirtækis. Hann fékk svo sem nógu góða
stöðu hjá Stóra norræna, en gallinn var
bara sá, að hann varð að vinna þar sem
bókhaldari í fjármáladeildinni. Þótt þessi
staða opnaði honum í raun og veru leiðina
til fyrirtaks framaferils og góðrar lífsaf-
komu sem fastur starfsmaður fyrirtækis-
ins, sagði Carl Dreyer samt starfi sínu hjá
Stóra norræna brátt lausu. Þess í stað tók
hann til að starfa sem sjálfstæður blaða-
maður og hafði árum saman lffsframfæri
sitt af að selja róttækum blöðum úti á
landsbyggðinni greinar með leiklistar-
gagnrýni frá höfuðborginni og ýmislegt
annað efni. En síðar á blaðamannsferli
sínum fékk hann þó stöðu sem fastráðinn
starfsmaður hjá hinum stærri Kaup-
mannahafnarblöðum og vann meðal ann-
ars um skeið hjá Ekstrabladet.
TlL STARFA HJÁ
NORDISK FlLM
Vorið 1913 réðst Carl Th. Dreyer til
starfa hjá kvikmyndafyrirtækinu Nordisk
Film Kompagni. Það gerist á þann hátt, að
þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, Frede Skaarup, stakk upp á því við
Dreyer, að hann tæki að sér að skrifa skýr-
ingartexta þöglu myndanna. Þeir einfeldn-
ingslegu textar, sem fram að þeim tíma
höfðu verið notaðir við þöglar myndir hjá
Nordisk Film, höfðu þá um skeið verið
gagnrýndir hastarlega, bæði á opinberum
vettvangi og eins meðal almennra áhorf-
enda. Það var því mikil þörf á að bæta úr
ýmsum vanköntum á þessu sviði og Dreyer
tók starfstilboði framkvæmdastjórans
með þökkum.
Starfssvið Dreyers hjá Nordisk Film var
svo nokkru síðar víkkað er honum var
einnig falið að taka að sér samningu
kvikmyndahandrita fyrir félagið. Carl
Dreyer átti frumkvæðið að þeirri stefnu
Nordisk Film Kompagni að taka að kaupa
kvikmyndunarréttinn á ýmsum skáld-
sögum, en þessi skáldverk endurvann
Dreyer svo og umskrifaði sem kvikmynda-
handrit.
Ein afhinum frægu nærmyndum Dreyers úr
Jóhönnu afÖrk.
Árið 1917 fékk hann leyfi hjá stjórn
Nordisk Film Kompagni til að annast
sjálfur leikstjórn sinnar fyrstu kvikmynd-
ar. Hann naut þá þegar þess álits að vera
talinn einn af hæfustu og ötulustu starfs-
mönnum fyrirtækisins, sem bæði kunni að
skrifa kvikmyndahandrit og gæti líka ann-
azt klippingu filmanna. Nú þótti honum
tími til kominn að læra að leikstýra og
stjórna kvikmyndatöku.
Sem sitt fyrsta viðfangsefni í kvik-
myndatöku kaus Carl Dreyer að taka fyrir
skáldsöguna Forsetinn eftir rithöfundinn
Karl Emil Franzoz.
FORSETINN
Kvikmynd Dreyers „Forsetinn" var
frumsýnd 9. febrúar 1920 og reyndist vera
átakanlegur og heldur betur voteygur
harmleikur. Söguþráður myndarinnar,
sem er í meira lagi væminn, snýst um
austurrískan dómara, sem er forseti
hæstaréttar. Hinn æruverðugi dómari
lendir af alveg óviðráðanlegum ástæðum í
þeim klassíska sálarháska að þurfa að
velja á milli fullkomins vammleysis stöðu
sinnar sem óhlutdrægur júristi og val-
menni og þess að frelsa dóttur sína frá
dauðarefsingu fyrir barnsmorð, sem hún
hafði framið eitt sinn, þegar hún var sál-
arlega ekki með sjálfri sér. Forsetinn kýs
vitanlega að frelsa dóttur sína og tryggja
sem bezt lífshamingju hennar en gengur
sjálfur á vit hetjudauðans.
Á þessum fyrstu árum kvikmyndanna
var það alsiða, að kvikmyndaleikstjórar
létu panta fyrir sig nokkra statista, þegar
velja þurfti leikarana í aukahlutverkin.
Dreyer sniðgekk hins vegar þessa venju-
legu statistahópa en gekk þess í stað sjálf-
ur um í borginni í því augnamiði að smala
saman þeim persónugerðum, sem svifu
honum fyrir hugskotssjónum í hin ýmsu
aukahlutverk. Hann hafði nefnilega kom-
izt að raun um, að það er nær ógerlegt að
blekkja kvikmyndatökuvélina, því að hún
afhjúpar þegar í stað allt það, sem ekki er
ekta. Þess vegna verður gamalt fólk í
kvikmynd að vera leikið af öldruðum leik-
urum, því að farðaðir statistar geta tæp-
lega blekkt myndavélina. |