Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 8
Mynd aíherbergi Pkassos rar medal verkanna á sýningunni í París sumarid 1901. Hún er í eigu Philips Ustasafnáns í Washington. „Ufíd“ eftir Pkasso. Það er talid besta mátrerk bláa tímabiísins ogerí eigu listasafnríns í Oeveland í Banda- ríkjunum. Pkasso gerði margar myndir af döprum konum 1901—1904. ,JLeið drykkju- kona“ rar meðal þeirra. Myndin er í eigu listasafnsins í Bem. Pablo Picasso var ekki tvítugur þegar hann sló fyrst í gegn í París. Hann sýndi sextíu myndir í salarkynnum Vollards, mál- verkasala, sumarið 1901, og var hrósað upp í hástert. Hann hafði náð fullkomnu valdi á Um og eftir aldamótin síðustu, þegar Picasso var kominn vel á strik, sneri hann sér að því að máJa þunglyndislegar myndir sem flestar eru í bláum og blágráum lit. Eftir Önnu Bjarnadóttur. tækni frönsku „impressionistanna", vann hratt, notaði létta og lifandi liti og bætti úr með eigin listgáfu. Lífið blasti við hon- um. En þá fór hann að vanda sig. Hann gerði uppkast að hverri mynd, gaf gaum að smá- atriðum, litirnir dekktust og viðfangsefnin urðu dapurleg. Hrifning fólks minnkaði, vinunum fækkaði og Picasso varð pen- ingalaus. Hann sneri heim til foreldra sinna í Barcelona og málaði mest í bláum lit næstu tvö árin. Olíumálverkið „Lífið" (1) er talið hápunktur þunglyndistimabils Picassos. Hann lauk við málverkiö í maí 1903. Ári seinna fluttist hann alfarinn til Parísar. Þá fór að bera æ meira á bleikum lit í verkum hans og Bláa tímabiliu var lokið. i Listasafnið í Bern í Sviss er með sýn- ingu á bláu verkunum eftir Picasso og fyrstu myndum hans um þessar mundir. Sýningin er ein hin vinsælasta í sögu safnsins og hefur verið framlengd fram í byrjun mars. Æskuár listamannsins eru rifjuð upp og athygli beint að viðbrögðum hans við fráfalli góðs vinar, skyndilegri frægð og auðfengnum frama. Listamannsgáfa Picassos kom snemma í ljós. Pabbi hans, Don José Ruiz Blasco, var teiknikennari og kenndi honum undir- stöðuatriðin í málaralist. Hann fiktaði sjálfur dálítið við að mála en þótti ekki sérlega góður og hætti því alveg þegar hann gaf syninum málaraáhöldin sín. Pic- asso var þá um fimmtán ára gamall. Hann fæddist 25. október 1881 í Malaga á Suð- ur-Spáni. Fjölskyldan fluttist til norður- hluta Spánar begar fiann var 10 ára, fyrst til La Coruna en svo til Barcelona. Mikil gróska var þá í listalífi borgarinnar. Pic- asso var fjórtán ára og ákvað að leggja málaralistina fyrir sig. Hann var sendur í myndlistarskólann í Madrid 1897, en tolldi illa við í tímum. Hann hafði þegar náð tökum á þeirri tækni sem þar var kennd. Tvö olíumálverk (2) sem hann hafði málað árið áður voru meðal verka á málverkasýningu Lista- safns ríkisins þetta sumar. Hann notaði tímann í Madrid til að skoða verk gömlu, spönsku meistaranna og til að teikna götu- lífið í borginni. Um vorið veiktist hann og fór í hálft ár til Horta de Sant Joan. Þar teiknaði hann og málaði landslags- og sveitamyndir og sagðist seinna hafa lært allt sem hann kunni í Horta. Hann hélt einnig áfram að mála sígild verk. Eitt slíkt var valið til að vera í spánska sýningarskálanum á heimssýn- ingunni í París árið 1900. Það hét „Síðasta augnablikið" og var af dánarbeði gamals manns, en það hefur löngum verið vinsælt viðfangsefni spánskra listamanna. Mál- verkið vakti litla athygli á sýningunni og gleymdist þangað til að það fannst undir myndinni „Lífið" fyrir nokkrum árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.