Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 11
Þröngt hefur það rerið. Einn af kofunum í Hvannaiindum og afbýsi inn afhonum.
ir, Jón og Steinunn, og Wium þannig skot-
ið sér undir, ef til kom, að hann hafi ekki
vitað deili á þessum manneskjum önnur en
að þau hafi reynzt góð vinnuhjú.
Engin Mildi í N-múlasýslu
Wium sendi þau hjónin norður í Þistil-
fjörð og Eyvindur var á Svalbarði 1766 en
Halla á Sauðanesi og bæði sem frjálsar
manneskjur.
Pétur Þorsteinsson, sýslumaður Norð-
Mýlinga, var röggsamt yfirvald og hann
var ekki á þeim buxunum að hilma yfir
sakamenn, ef hann vissi þá á næstu grös-
um. Pétur hefur haft spurnir af því að í
Þistilfirðinum væru aðkomumanneskjur,
sem gætu passað við þá lýsingu af Höllu og
Eyvindi, sem nú hafði verið birt og Pétri
orðin kunn. Pétur var óvildarmaður Wi-
ums og það kann að hafa rekið á eftir
honum að gera gangskör að því að vita
hvað á hjú þetta væru, ef hann hefur haft
pata af því að þetta væru sömu manneskj-
urnar og höfðu verið hjá Wium sýslu-
manni veturinn áður. Ef svo reyndist, að
þetta væru hinir eftirlýstu sakamenn, Ey-
vindur og Halla, þá var náttúrlega ekki
Pétri á móti skapi að standa Wium að því
að hafa hýst tvo þjófa undir sýslumanns-
þakinu heilt ár og leyst þá út með með-
mælabréfum.
Sendimenn Péturs sýslumanns gripu í
tómt, þegar þeir komu í Þistilfjörðinn að
handsama og flytja til yfirheyrslu þennan
Jón og Steinunni. Kannski hefur Wium
haft veður af því, hvað til stóð hjá Pétri
„vini“ hans og gert þeim Eyvindi viðvart,
nema þau voru horfin.
Sumarið 1767 var smalamaður nokkur
að leita kinda inni á Brúaröræfum og sá þá
hvar kona sat niðri í gjá og var að mjólka
á. Hundur smalans gelti og konan leit upp
og í átt til smalans, varð hann hræddur og
tók til fótanna og hljóp til bæja að segja
frá fundi sínum. Pétur sýslumaður gerði
strax út leitarmenn, en þeir höfðu ekki
erindi sem erfiði, fundu aðeins bæli eftir
útilegufólk og þar hlóðir.
Nú líða svo 5 ár að engar sagnir fara af
þeim Eyvindi. Þegar þau eru ein á ferð, þá
gera þau ekki meiri usla en svo í búfé
manna, að öðrum sýslumönnum en saka-
mannaskelfinum Pétri Þorsteinssyni hef- I
ur ekki þótt taka því að gera út leiðangra \
til að handtaka þau. Þá er það og líka svo,
að þegar þau fengu að vera í friði, taka þau
að reká sinn eigin búskap á fjöllunum og
þótt þau hafi orðið að stela fjárstofninum,
þá minnkar búskapurinn hinn stöðuga
þjófnað-þeirra sér til lífsviðurværis.
Búsæld I Hvannalindum
Ætla má, að þegar þau Eyvindur vissu
menn orðna vara við sig á Brúaröræfum
sumarið 1767 hafi þau leitað lengra inná
öræfin eystra og þá rekizt á þessa vin und-
ir jökli, Hvannalindir.
Engar sagnir eru til um veru þeirra Ey-
vindar í Hvannalindum en það þykir nokk-
uð öruggt af hreysisgerðinni að dæma, að
Eyvindur hafi verið í Hvannalindum og
jafnvel tvö þrjú ár, svo miklar eru tóttirn-
ar þar. Það er varla með góðu móti hægt
að ætla þeim Eyvindi annan tíma í
Hvannalindum en á árunum eftir 1767,
þegar þau hverfa úr sögunni og sjást síð-
ast á Brúaröræfum.
Eyvindur hefur haft frið á sér í Hvanna-
lindum og þar hlýtur honum að hafa bún-
azt vel, því að þar voru álftir, gæsir og
rjúpur, silungur í kvísl og hvannastóð mik-
ið til átu og melgresi og nógir hagar fyrir
sauði og hross. Þegar Þingeyingar komu í
Hvannalindir 1880 töldu þeir að það væru
hagar í Hvannalindum fyrir 200 fjár.
Tóttirnar í Hvannalindum hafa orðið
fræðimönnum mikið rannsóknarefni og til
af þeim ítarlegar lýsingar og fræðimann-
legar en hér verður endursögð mjög stytt
lýsing Kristjáns Eldjárn í Lesbók Morgun -
blaðsins 1941, en lýsingin mjög stytt og
orðalag þar af nokkuð breytt.
Tóttirnar sýna að kofarnir hafa verið í
þrennu lagi, bæjarhúsin í miðju, stakur
kofi 2—3 metra vestan við þau og annar 75
metra sunnan við þau og stendur sá á
kvíslarbakka. Á milli suðurkofa og bæj-
arhúsa er fjárrétt. Bæjarhúsin liggja í
hraunjaðrinum og frá þeim og niður á
jafnsléttu liggur stutt og brött brekka með
lausu hraungrjóti. Bæjarkofarnir eru fjór-
ir og liggja þrír þeirra hlið við hlið í röð
frá austri til vesturs. Bakveggur allra kof-
anna er sjálfgerður haunveggur en fram-
veggur kofanna er hlaðinn i einu lagi og er
enn um eins metra hár. Skilrúm tvö, sem
skilja milli kofanna, eru hlaðin úr hraun-
grýti. Fjórði kofinn er afhýsi með dyrum
inní vestasta bæjarkofann. Á austurgafli
upp við hraunvegginn eru útidyr 1—1,20
metra háar en um 70 sm breiðar.
Austasti kofinn er um 2,40 m frá
hraunvegg að norðurvegg og um 2 metrar
á breidd og gólfið nokkru lægra en þrösk-
uldurinn, engan svefnbekk var að sjá í
þessum kofa og þar virtist ekki hafa verið
xveiktur eldur en aska sást þó hér og þar
og víðikvistir í gólflagi. Úr þessum aust-
asta kofa eru dyr yfir í miðkofann og eru
þær út við norðurvegginn og hafði verið
reft yfir þær með fimm stórum hellum.
Þessi kofi er um það bil 1,70x1,10, og er
hann óvandaðastur að gerð allra kofanna.
í þessum miðkofa eru dyr á norðurvegg útí
ranghala eða göng, sem liggja skáhallt
niður hraunkambinn ofan á jafnsléttu að
lind. Lengd þessara gangna eru tæpir 4
metrar og þau liggja lítið eitt í boga. Efst
og neðst er gólfið í göngunum nær lárétt,
en um miðjuna snarbratt og sjást þar
greinilega fjögur þrep, tvö lögð með hell-
um. Hæðarmunur frá kofagólfi niður að
lindum er 1,25 metrar en breidd ranghal-
ans er 60—80 sm.
Úr miðkofanum liggja dyr við norður-
vegg yfir í vestasta kofann (III). Hæð dyra
er 70 sm og breidd 75 sm og er þessi kofi
um „allt merkilegastur kofanna". Hann er
um 1,50 m-á breidd og 2 metrar á lengd og
í norðvesturhorni hans rís hella á rönd um
30 sm frá vegg og er þar eldstó milli henn-
ar og veggjarins. Báðum megin við helluna
er þykkt öskulag með miklu af óbrenndum
beinum og svo nokkuð um allt kofagólfið.
Við suðvesturhlið er bálkur með stórum
steinum í frambrún og þakinn lagi af
kvistum. Bálkurinn er 1,85 m langur, 60 sm
breiður og 45 sm hár, sæmileg hvíla fyrir
einn mann.
Úr vestasta kofanum liggja dyr inn í
fjórða kofann, afhýsið, og það er uppi í
sjálfum hraunveggnum og gólfið mun
hærra en í hinum kofanum. Afhýsið er um
1,75 m á hvern veg. Hella stór liggur þar í
dyrum og öskudrefjar og kvistir á gólfi og
í þessu afhýsi er nóg rými fyrir tvo að sofa
þar.
Stakur kofi er 2—3 metra vestan við
bæjarkofana fjóra og vita dyr hans að
bænum. Dyrnar eru 70 sm á hæð og 50 sm
á breidd og yfir þeim feikimikil hraun-
hella. Það sjást ekki merki þess að búið
hafi verið í þessum kofa og líklega hefur
hann verið eldiviðarkofi. Þegar Mývetn-
ingar fundu kofann 1880 voru fyrir framan
hann tvær mosavaxnar hrúgur.
Þá er enn að nefna staka kofann austur
við kvíslina. Hann er hlaðinn yfir
hraunsprungu og mynda veggir sprung-
unnar langhliðar hans. Gaflar hafa verið
hlaðnir Ióðrétt jafnhátt sprungubrún, en
byrja þá að dragast að sér á sama hátt og
langveggir þeir, sem hlaðnir eru ofaná
sprungubrúnirnar. Dyr eru á vesturhlið
við suðurgafl og þarf að stökkva úr þeim
ofaní sprunguna. Breidd kofa er 1,25 metr-
ar en sprungan gengur að sér og gólfið því
mjórra. Lengd kofans er 3,20 metrar innan
veggja og er þessi kofi mestur allra hús-
anna. Niður við gólf í suðurgafli er glufa
og þar hefur líklega mátt stinga inn sauð-
kind, en sjálfar dyrnar ofar verið fyrir
menn, sem um kofann gengu, því að þær
voru ekki færar fyrir kindur.
Fjárréttin má heita sporöskjulöguð og
er að hluta hraunsprunguveggur en að
hluta hlaðin úr hraungrjóti eins og allir
kofarnir. Lengst er réttin 6,5 metrar og
breiðust 4,50 metrar og veggirnir hafa ver-
ið um 90 sm háir og má ætla að réttin hafi
tekið 40—50 fjár. Dyrnar á réttinni eru um
75 sm breiðar og hefur verið gott að reka
innum þær, því að hraunveggurinn girðir
fyrir þegar rekið er að dyrunum, sem eru
þarna í horninu á norðurenda réttarinnar.
ALLT Forgengilegt
efni er horfið
Þessi er í stórum dráttum lýsing Krist-
jáns Eldjárn á kofarústunum í Hvanna-
lindum, þegar hann var þar á ferð fyrir um
það bil 45 árum. Kristján bendir á, að vilji
menn gera sér í hugariund, hvernig um-
horfs hafi verið í þessum kofum, þá verði
að hafa í huga að margt er horfið, sem
verið hefur úr forgengilegra efni en
hraungrjótið, svo sem gærur og húðir, sem
notaðar hafi verið í hvílum og fyrir dyrum
og eins er vitað að Eyvindur skaraði þök
með gærum og hefur trúlega klætt innan
veggi með húðum.
Nú er það engan veginn víst, að kofarnir
í Hvannalindum séu Eyvindarverk. Menn
eru þeirrar skoðunar af því að þarna virð-
ist hafa verið að verki hagleiksmaður og
útsjónarsamur við að búa um sig og önnur
röksemdin er sú, að það sé lítill sem eng-
inn fótur fyrir sagnasafninu í þjóðsögun-
um um útilegumannabyggðir. Það verður
að teljast helzt til mikil þröngsýni að af-
greiða þjóðsögurnar um útilegumanna-
byggðir sem algera markleysu. Nóg sýnist
að gera ráð fyrir að þær séu margar einber
tilbúningur og aðrar stórlega ýktar, en það
sé ofílagt að gera því skóna að það sé eng-
inn fótur fyrir einu né neinu í þeim sagna-
bálki öllum.
Hér verður samt haldið þeirri venju að
telja nokkurn veginn víst, að Eyvindur
hafi reist kofana í Hvannalindum og þá
dvalið þar alllengi og rekið þar búskap
ekki iítinn á mælikvarða tíðarinnar.
Framhald síðar.
V I S U R
Jón Gunnar J ónsson
Maður nokkur sem J'annst
hann eiga ráðríka konu
varpaði fram þessari stöku:
Illa fór um auman mig,
öllu frelsi sviptur.
Lærði fyrst að þekkja þig
þegar ég var giftur.
Ekki get ég í svipinn áttað mig '
á nafni Jóhanns Fr. Guðmunds-
sonar né fundið upplýsingar um
hann í gögnum mínum, en fleiri
eru þar vísur eftir hann. Vill
ekki einhver kunnugur senda
mér línu um hann til Lesbókar?
Eftir Jóhann er þessi alkunna
vísa og hefur lengi þótt sann-
mæli:
Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga:
Ef ráðherrarnir fara frá
fá þeir bein að naga.
ísleifur Gíslason á Sauðár-
króki var aldamótamaður, kaup-
maður og kunnur hagyrðingur.
Eftir hann kom einhvern tíma
lítið ljóðakver. Hann var maður
skemmtilegur og urðu margar
vísur hans landsfrægar. Um
stúlku sem fyrst fór á hús-
mæðraskóla og síðan á dans-
námskeið orti hann:
Menntun þráði og meiri arð,
mörg voru ráð að henda.
Loksins þráða liljan varð
lærð í báða enda.
Margir hagyrðingar líta yfir
ævi sína er halla tekur dögum.
Jóhann Ólafsson Skagfirðingur
orti:
Sáttur er við ævikjör,
úti brátt er glíma,
dvínar máttur, dofnar fjör,
dregur að háttatíma.
Þetta er gömul beykisvísa frá
Sólbakka í Onundarfirði:
Sit ég í mínu sæti kjur,
set nýtt spons í tunnuna,
og hann Gunnar Ólafur
eltist við sömu Gunnuna.
Þessi gæti líka verið komin til
ára sinna:
Glaður ný ég fer í föt
að fornum ástarlögum
Anna mín er eins og kjöt
alltaf góð á sunnudögum.
Loks þessi einfalda sjálfsvísa,
sem getur þó átt við marga:
Syndapytti sit ég í
senn á bólakafi.
Enginn tekur eftir þvi
þótt ýmsa kosti hafi.
Benedikt Gröndal Jónsson f.
1762, d. 1825 var móðurafi
Gröndals skálds yngra, yfirdóm-
ari og kunnur sem skáld. Eftir
hann er þessi vísa:
Spennti ég miðja spjaldagná,
spriklaði sál á vörum.
Stillingin sem oss er á
ætlaði að verða á förum.
Magnús Jónsson f. um 1531, d.
1591, kallaður prúði, var lögmað-
ur, fræðimaður kunnur, visna-
og rímnaskáld. Eftir hann er
þessi fallega staka:
Mittisnett og meyjarleg
mér oft gerði vöku,
herðaslétt og lystileg
með Iftiö skarð í höku.
Vísan mun vera í Pontusrím-
um. Sigurður Pétursson f. 1759,
sýslumaður og leikritaskáld,
orti:
Allur manns er ævidans
einhverjum bundinn kala
og gleði öll hefur oftast göll
og eitur í sínum hala.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ 1985 11