Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Side 5
Kenningin um gróðurbúsaáhrif af röldum mengunar — og þar af leiðandi raxandi bita, ekki sízt á norðurslóðum, á kannski erfitt uppdráttar
í bili eftir retur, sem rerið befur einmuna barður og kaldur — nema á íslandi. Margir rísindamenn trúa samt staðfastlega á þessa kenningu;
þar á meðal Roger Rerelle, og bún er meðal þess er ber á góma í riðtalinu. Myndirnar sýna retrarbörku í Bandaríkjunum: bíla á kafi ísnjó
og ísinn, sem lokar innsiglingunni til Cbicago.
gera áætlanir um það, hvernig eigi að hag-
nýta þær.
— Hefur þú góða tillögu um orkulind,
sem á að taka við, þegar við erum búnir
með olíuna og jarðgasið?
Revelle: Sólina. Þótt hún eigi sér einnig
takmarkað æviskeið, þá ætti hún að duga í
meira en fimm milljarða ára.
— Telur þú, að það gæti orðið bylting,
hvað varðar nýtingu sólarorkunnar?
Revelle: Þótt ég gæti játað því, yrði það
þó ekki bylting. Það orð felur í sér eitthvað
óvænt.
— Þú gætir haft trú á því.
Revelle: Trú er slæmur hlutur, þegar um
tæknileg vandamál er að ræða. Það sem
hægt er að segja er, að það sé nóg af sólar-
orku, en hún sé dreifð. Bezta aðferðin til
að beizla hana er fólgin í trjávexti. Það er
hægt að höggva niður tré og brenna það.
En það er líka hægt að nota hina beizluðu
orku trésins á annan hátt eins og til dæmis
að búa til metan eða metanól. Eg held, að
innan 10 eða 15 ára muni verða gerlegt að
framleiða úr trjám þá orku, sem jafngildir
um 30 tonnum af kolum á hektara árlega.
Ég á við það, að tré, sem til eru, væru
höggvin og ný gróðursett á þeim svæðum,
þar sem tré vaxa núna. Þetta kann að virð-
ast harkalegt, en ég held, að við verðum að
gera það, af því að núverandi tré vaxa of
hægt. Náttúruna varðar ekki um fram-
leiðni. Henni er annt um lífið. Þess vegna
sjá tré enga ástæðu til að framleiða mikið
af viði, nema það sé nauðsynlegt í lífsbar-
áttunni. Og hún er meðal annars fólgin í
því að sigra í samkeppni við önnur tré. Þau
vaxa hátt, svo að krónur þeirra verði ofar
öðrum. Þau varpa skugga á önnur tré og
hindra þau í að fá nægilegt sólarljós.
Heimur trjánna er harður og grimmur. En
þegar þau eru orðin nógu há til að skyggja
á hin, sjá þau enga þörf á að stækka meira.
Svo að þau hætta að vaxa og framleiða
ekki mikinn við.
— Svo að þú leggur til, að við gróður-
setjum tré, sem vaxa hratt?
Revelle: Að gróðursetja þau enn og aft-
ur, landnámstré, sem taka við, þegar skóg-
urinn hefur verið felldur.
— En hvað um vistfræði skógarins?
Revelle: Hvað áttu við með henni?
— Ég á við dýrin, sem lifa í skóginum
til dæmis. Ég hefði haldið, að þau ættu
rétt á að lifa.
Revelle: Að sjálfsögðu, en ekki eins mik-
inn og við. Við höfum ákveðið það. Vand-
inn er sá, að fólk hefur ákveðið, að það vilji
hafa fleira og fleira fólk. Það getur ekki
gert það og friðað allt annað. Það á eftir að
verða mikil fólksfjölgun, og ég vil ekki, að
fólk búi við eymd. Því miður þá gæti flestu
fólki ekki verið meira sama um apa, fiðr-
ildi og fugla. Það hefur bara áhuga á sín-
um eigin fjölskyldum eða sjálfu sér. Þar
sem málum er svo háttað, verðum við að
geta séð því fyrir sómasamlegu lífi.
„Náttúruna varðar ekki um
framleiðni. Henni er annt um
lífið. Þess vegna sjá tré enga
ástæðu til að framleiða mik-
ið af viði, nema það sé nauð-
synlegt í lífsbaráttunni. Og
hún er meðal annars fólgin í
því að sigra í samkeppninni
við önnur tré. Þau vaxa
hátt, svo krónur þeirra verði
ofar öðrum. “
— Telur þú, að land yrði að friða að
vissu marki?
Revelle: Já, vissulega. Nær 8 milljónir
hektara lands eru ruddar á ári hverju
vegna jarðræktar. Með því framhaldi verð-
ur þess ekki langt að bíða, að hin van-
þróuðu lönd verði að miklu leyti skóglaus.
Það er vegna þess að fólk er að reyna í
örvæntingu að fá nóg að borða. En það má
leysa það vandamál með því að auka af-
raksturinn, með því að bæta aðferðirnar
við jarðyrkjuna, svo að meira fáist af
hverri ekru. Ég hef sagt, að það væri hægt
að auka framleiðnina um helming. En það
kostar mikið fé.
— Þú komst af stað miklum deilum
1974, þegar mú mæltir með stofnun Al-
þjóðlegs matarforða. Sumir sögðu, að það
að seðja hina hungruðu myndi ekki draga
úr fjölda þeirra, því að hinir hungruðu
myndu aðeins geta af sér meira hungrað
fólk, sem enn fjölgaði hungruðu fólki.
Revelle: Það eru hrein Malthusarfræði.
Þetta gerist ekki þannig. Þegar fólk er
bjartsýnt á framtíðina, lækkar tala fæð-
inga. Þegar fólki vegnar betur, fækkar
fæðingum. En það þarf fleira en fæðu. Það
þarf að sjá leið til að bæta kjör sín í lífinu.
Þar að auki er allt, sem þarf að gera, að
spara 5 til 10 prósent af matvælafram-
leiðslu heimsins á ári hverju til að bæta úr
hungrinu í heiminum.
— Þú hefur lengi fjallað um skiptingu á
auðlindum hafsins, og þú varst fulltrúi á
hafréttarráðstefnunni. Hvað er að gerast í
þeim efnum?
Revelle: Að þessu máli hef ég verið að
vinna síðan á sjötta áratugnum — og allt-
af verið að tapa. Þetta er mjög alvarlegt
vandamál nú á dögum. Hafréttarsáttmál-
inn veitir hverju strandríki óskoraða efna-
hagslögsögu, sem nær tvö hundruð mílur
út frá ströndum þess. Innan þessa beltis
hefur strandríkið óskoraða lögsögu yfir
öllum náttúruauðlindum og vísindalegum
rannsóknum. Svo að til þess að ríki eins og
Bandaríkin eða Frakklandi geti aðhafzt
eitthvað á þessum hafsvæðum, þurfa þau
að fá samþykki strandríkisins. Og strand-
ríkin hafa verið mjög naum á að veita slík
samþykki.
Hinn nýi hafréttarsáttmáli er betri en
það, sem fyrir var, sem var nánast algert
stjórnleysi. Og þó hafa Bandaríkin neitað
að undirrita hafréttarsáttmálann, því að
stjórn Reagans líkar ekki ákvæðin um
vinnslu málma á djúpsævi, sem fela í sér
stofnun ráðs á vegum Sameinuðu þjóð-
anna til að veita leyfi til vinnslu málma á
hafsbotni á djúpsævi og annast einhverja
vinnslu sjálft. Fulltrúar Reagan-stjórnar-
innar telja þessa áætlun sósíalíska og geta
ekki fallizt á, að bandarísk firmu deili
tækniþekkingu sinni og búnaði með van-
þróuðum ríkjum. Þetta er mjög undarleg
afstaða. Flotinn þurfti nauðsynlega á sum-
um ákvæðum sáttmálans að halda, svo
sem þeim, er varða frjálsar siglingar um
þröng sund eins og þau, sem kennd eru við
Gíbraltar og Malakka. En við höfum
kannski gefið það upp á bátinn með því að
undirrita ekki.
Hvað vísindarannsóknir snertir, erum
við í afleitri aðstöðu. Bandarískir haffræð-
ingar, sem voru með á hafréttarráðstefn-
unni frá upphafi, lögðu til, að réttindum og
skyldum yrði deilt með strandríkjunum,
sem fengju allar upplýsingar, sem aflað
væri innan lögsögu þeirra, og að á skipun-
um yrði unnið fyrir opnum tjöldum. Elliott
Richardson, stórkostlegur maður, sem
hefði átt að verða forseti, var fyrir sendi-
nefnd okkar á ráðstefnunni síðustu árin,
áður en stjórn Reagans tók við. Hann vann
ötullega að því, að þessar tillögur næðu
fram að ganga.
Undir hinni óskoruðu 200 mílna efna-
hagslögsögu eru milli 30 og 40 prósent af
hafinu undir yfirráðum einstakra ríkja, og
þetta er áhugaverðasti hluti hafsins. Þar
eru helztu straumarnir, þar er mest lífið í
sjónum og þar eru athyglisverðustu rann-
sóknarefnin, hvað jarðfræði varðar. Nú er
eina leiðin til að fá leyfi til rannsókna
innan landhelgi annarra þjóða að gera um
það tvíhliða samning. Og þróunarlöndun-
um er stjórnað af mönnum, sem skilja ekki
vísindi eða er skítsama um þau, en vilja
bara hafa yfirráð og eftirlit.
— Geta vísindamenn frá hinum ýmsu
þjóðum unnið saman, án þess að þjóðern-
ishyggja komi til skjalanna?
Revelle: Vissulega, í haffræði. Nema
hvað við eigum ekki mikið samstarf við
Sovétmenn, ekki vcgna tortryggni eða
óvildar, heldur vegna þess að mælingar
)eirra eru ekki nógu góðar. Þeir eru ekki
nógu nákvæmir. Þeir eru á eftir.
— Heldurðu, að það eigi við um þróun-
ina á sviði hernaðar líka?
Revelle: Það þarf ekki að vera. í lokuðu
samfélagi eins og Sovétríkjunum er allt
hólfað niður í loftþéttar og vatnsþéttar
geymslur. Þróunin á sviði hernaðar getur
verið mjög góð, þótt hún sé miður góð á
öðrum sviðum. En eigi að síður hafa verið
unnin ágæt verk í fræðilegri haffræði í
Rússlandi.
— Víð hvaða vandamál fást menn í
fræðilegri haffræði?
Revelle: Nú, aðallega eðlisfræðilega haf-
fræði, hreyfingar hafsins, eiginleika þess
og hvernig þeir breytast. Þetta eru
stærðfræðileg verkefni á háu stigi. Ungir
haffræðingar á þessu sviði nota stærð-
fræði, sem varla var fundin upp, þegar ég
var í menntaskóla.
— Hefurðu áhyggjur af mengun sjávar?
Revelle: Ekki miklar. Þetta er alvarlegt
vandamál við sjávarstrendur, en ekki
varðandi hafið í heild.
— En ég man ekki betur, en að Jacques
Cousteau hafi sagt, að hann hefði séð...
Revelle: Jacques Cousteau er ekki
vísindamaður. Hann er góður verkfræð-
ingur og ágætis maður, en hann hefur
mjög lítinn áhuga á vísindalegum sann-
indum. Cousteau segir, að hafið sé að deyja
vegna mengunar. Það er þvaður. Cousteau
er mjög áhyggjufullur út af því, að þegar
hann er að kafa, þá sér hann bjórdósir á
hafsbotni, og þær fara mjög í taugarnar á
honum. Hann vill, að hafið sé hreint. Hann
er góður vinur minn, og ég vil ekki gera
lítið úr honum. Hann er merkur maður. En
hann er bara ekki haffræðingur.
— Svo þó að hann sjái bjórdósir ein-
hvers staðar á miðju Kyrrahafi, þá bendir
það ekki til, að hafið sé í hættu ?
Revelle: Auðvitað ekki. Hafið er geysi-
stórt og það er sjálfsagður staður til að
taka við alls konar úrgangi frá mannkyni.
Hinar miklu skolpleiðslur út í sjó skaða
hafið í rauninni að engu leyti, ef vel er um
þær búið og þær ná út í opið haf. Mengun
er alvarlegt mál í innhafi eins og Miðjarð-
arhafinu. Strendur þess eru yfirleitt þakt-
ar tjöru, gömlum verjum og alls konar hlu-
tum, sem eyðast seint. Löndin við Mið-
jarðarhaf hafa bundizt samtökum um að
reyna að hreinsa þarna til.
— Mér skilst, að lífið í hafinu sé á
hraðri leið með að hverfa.
Revelle: Það er alls ekki rétt. Margar
fisktegundir eru ofveiddar, sérstaklega í
norðurhöfum. Það hefur frekar verið um
ofveiði að ræða en mengun.
— Telurðu ekki, að það sé þörf á stjórn
á þessum hlutum?
Revelle: Jú, svo sannarlega. Við þurfum
fleiri friðuð svæði og fleiri þjóðgarða. Við
þurfum að friða land í almennings eigu, en
láta ekki nautgripabændur ráðskast með
það. Fólk, sem hefur eigin hagsmuna að
gæta, er oft mjög skammsýnt. Hvalir voru
veiddir svo að lá við útrýmingu á nokkrum
árum, því að það var gróðavænlegra að
gera það en að viðhalda stofninum. Það er
sama sagan og um nautgripabændurna. Þá
varðar ekkert um framtíðina. Þeir vilja fá
eins mikið í aðra hönd og hægt er. Skylda
samfélagsins er að hugsa fyrir framtíðinni
og gera ráðstafanir til að tryggja, að um
einhverja framtíð verði að ræða. Vanda-
málin eru mjög alvarleg, mjög svo. Okkar
sameiginlega áhugamál að varðveita hluta
af jörðunni fyrir þá íbúa hennar, sem ekki
eru af mannkyni, nær kannski ekki fram
að ganga vegna stjórnmálalegs vanþroska,
samfélagslegrar óstjórnar, fáfræði,
ágirndar og mannlegs veikleika.
— Þegar fólk er hrifið burt frá fornum
lífsvenjum, svo að það fái notið betri
lífskjara, koma oft upp aðlögunarvanda-
mál af alvarlegu tagi. Tökum til dæmis
eskimóana. Þeir sitja með hendur í skauti
og gera ekki neitt. Þeir voru vanir að að-
hafast eitthvað, áður en við fórum til
þeirra með velgjörðir okkar.
Revelle: Þetta er rétt varðandi eskimó-
ana. En það að gera eitthvað þarf ekki
endilega að vera af hinu góða. Horfðu á
kött. Hvað gerir köttur? Hann sefur 18
tíma á sólarhring. Sama er með hundana.
Eina dýrið, sem heldur að vinna sé góð, er
maðurinn. Það er einstakur mannlegur
eiginieiki, sem allir eru þó ekki gæddir,
það er langt frá því.
— Heldur þú, að ágirnd sé í vexti í
heimi nútímans?
Revelle: Bernard De Voto sagði einu
sinni, að eftir því sem hann vissi bezt,
hefði fólk alltaf haft áhuga á hugsanlegu
hámarki af samförum á öllum tímum, á
öllum stöðum og í öllum samfélögum. Það
mætti kannski segja eitthvað svipað um
ágirndina.
— Sv.Ásg. — þýtt og stytt úr „OMNI“
LESBÖK MORGUNBLAOSINS 23. MARZ 1985